Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 29
D avid Beckham situr fyrir á for- síðu júlíútgáfu breska Elle tískutímaritsins. Hann er fyrsti karlmaðurinn sem nýtur þess heiðurs að prýða forsíðu blaðs- ins sem fagnar ólympíuleikunum í London um þessar mundir. David berar sig fyrir forsíðuna og situr fyrir ber að ofan í gallabuxum. Hann ræðir um frægðina, fjölskyld- una og börnin og síðast en ekki síst, um Viktoriu: „Hún kemur heim og sýnir mér hvað hún hefur gert yfir daginn, hvaða flottu kjóla og töskur hún er að hanna og ég segi eitthvað virkilega óspennandi eins og: Það var sparkað í mig í dag. En við hlust- um á hvort annað og við reynum að fara út að minnsta kosti einu sinni í viku. Bara við tvö í rólegan kvöldverð einhvers staðar.“ Fólk 29Miðvikudagur 30. maí 2012 Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. n Jenny McCarthy nakin í Playboy David berar sig á forsíðu n Fyrsti karlmaðurinn á forsíðu hins breska Elle J enny McCarthy er komin með nýjan kærasta en sá heppni er enginn annar en varnar- leikmaðurinn Brian Urlacher úr Chicago Bears. Leikkonan staðfesti sambandið við frétta- mann NBC 5-sjónvarpsstöðvar- innar í Chicago í síðustu viku en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um kærastann. Samkvæmt E! hefur parið verið saman í tvo mánuði og er afar ástfangið. Leikkonan, sem er 39 ára, er þessa dagana að undirbúa sig fyrir myndatöku fyrir Playboy. „Af hverju ættu tvítugar stelpur bara að vera kynþokka- fullar?“ skrifaði hún á Twitter- síðu sína þegar hún hafði tekið ákvörðun um að sitja fyrir nakin og bætti svo við: „Let‘s hear it for the MILFs.“ Nýr kærasti Ætlar úr öllu Leikkonan segir ósanngjarnt að tvítugar stelpur hafi einkarétt á kynþokka og hefur samþykkt myndatöku fyrir Playboy. Sjóðheitt par Nýi kærastinn er varnarmaður í Chicago Bears. Flottur á forsíðunni Ræðir um fjölskylduna í júlítölublaði Elle. Nískur í brúðkaupsferð n Stofnandi Facebook fær ekki frið á Twitter S amskiptamiðillinn Facebo- ok gerir er ekki þekktur fyrir að standa vörð um friðhelgi einkalífs fólks – þvert á móti. Einhverjir gætu því sagt að það sé mátulegt á stofnandann, Mark Zuckerberg, að brúðkaupsferðinni hans sé nánast í beinni útsend- ingu lýst á Twitter og öðrum sam- skiptamiðlum. Einkalífi hans er ekki sýnd mikil virðing eða nær- gætni. Zuckerberg og eiginkona hans Priscilla Chan, sem hafa ver- ið í brúðkaupsferð um Ítalíu, hafa mátt þola það að náið sé fylgst með ferðum þeirra og gjörðum. Svo virðist sem flestir sem rekast á þau taki sig til og birti upplýs- ingar um það á Twitter. „Var að rekast á Mark Zuckerberg inni í Colosseum. Hann er í brúðkaups- ferð í Róm. :-)“ tvítaði einn um brúðhjónin. Hjónin hafa einnig fengið nei- kvæða umfjöllun í ítölskum fjöl- miðlum, en fréttamiðillinn Cor- riere greindi frá því að þau hefðu snætt á veitingastað í Róm og ekki gefið þjórfé þegar þau greiddu fyrir matinn. Corriere hafði það eftir þjóni hjónanna að slíkt hefði aldrei gerst áður að gestir hefði gengið út án þess að gefa þjórfé. Fréttamiðillinn birti jafnframt kvittun þeirra fyrir matnum, þar sem þetta sést glögglega. Hjónin Almenningur keppist um að birta upplýsingar um Mark og Priscillu á Twitter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.