Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 30. maí 2012 Miðvikudagur Hafdís syngur vögguvísur Platan Vögguvísur með Haf- dísi Huld kom í verslanir í vikunni. Platan innheldur fimmtán lög og eru nokkur þeirra íslensk þjóðlög sem allir ættu að þekkja. Önnur voru sérstaklega samin fyrir plötuna. Þá er á plötunni einnig að finna nýjar ís- lenskar þýðingar Hafdísar á hennar uppáhalds erlendu vögguvísum. Plötuna vann Hafdís í samstarfi við Alisdair Wright og með haustinu stefnir hún á að fara í tónleika- ferðalag og spila vögguvísur fyrir börn og foreldra um allt land. Bjartir dagar í Hafnarfirði Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin í tíunda skiptið dagana 31. maí til 3. júní í Hafnarfjarðar- bæ. Árlegur viðburður há- tíðarinnar, Gakktu í bæinn, verður fimmtudaginn 31. maí en þá bjóða listamenn heim, menningarstofnanir bjóða upp á dagskrá og verslanir og veitingahús í miðbænum eru með opið til klukkan 22 og bjóða upp á viðburði eða tilboð. Margt annað verður í boði á Björtum dögum og má nefna söngleik, leik- skólalist, fjölbreytta tónleika, grínkvöld, sögu-slamm, fuglaskoðun, álfagönguferð- ir, bíótónleika, sögusýningar, myndlistarsýningar, styttu- göngu, ratleik, töfrabrögð, tískusýningu, kórsöng, rit- höfundakynningu og margt fleira. Hreint hjarta sigraði Heimildarmynd Gríms Hákonarsonar Hreint hjarta hlaut áhorfenda- verðlaun Skjaldborg- ar í ár. Myndin fjallar um Kristin Ágúst Frið- finnsson sem hefur verið prestur á Selfossi og nágrenni í 20 ár. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast manninum á bak við hempuna og þeim fjölmörgu störfum sem prestar vinna sem ekki eru sýnileg. S ænsku söngkonunni Loreen, sem bar sig- ur úr býtum í söngva- keppni evrópskra sjónvarpstöðva, Euro- vision, er lýst sem einfara sem reyni að halda sig frá offram- boði á upplýsingum sem nú- tímasamfélagið neyðir upp á fólk á 21. öldinni. Loreen flutti lagið Eup- horia, sæluvímu, í Eurovision og heillaði Evrópubúa upp úr skónum. Meira að segja rúss- nesku krúttömmurnar máttu lúta í gras fyrir hinni mjög svo heillandi Loreen sem með tregafullri röddu og dansspor- um frá bandaríska hiphop- tónlistarmanninum MC Ham- mer flutti hið dramatíska lag sem kemur beint úr sænsku poppmaskínunni sem Vestur- landabúar fá ekki nóg af. Lo- reen hlaut 372 stig í kosning- unni þar sem 41 ein þjóð gaf henni stig, allar nema Ítalía. Loreen heitir réttu nafni Lorine Zineb Noka Talhaoui en hún fæddist í Stokkhólmi í Svíþjóð fyrir tæpum 29 árum. Sló í gegn í Idol Báðir foreldrar Loreen eru frá Marokkó en hún varð fyrst þekkt í Svíþjóð þegar hún tók þátt í sænsku Idol-keppninni árið 2004. Þar hafnaði hún í fjórða sæti. Eftir nokkra vel- gengni tók hún sér frí frá tón- listinni árið 2005 og einbeitti sér að framleiðslu og leikstjórn sænskra raunveruleikaþátta en hún steig aftur í sviðsljós- ið þegar hún tók þátt í undan- keppni Svíþjóðar fyrir Euro- vision í fyrsta skiptið árið 2011. Þar söng hún lagið My Heart is Refusing Me sem hún samdi ásamt Moh Denebi og Björn Djupström. Lagið hafnaði í fjórða sæti í undanúrslitum keppninnar og fékk töluverða spilun í útvarpi. Loreen gjörsamlega valtaði yfir undankeppnina í Svíþjóð í ár með Euphoria. Tæplega helmingur Svía, fjórar millj- ónir manns, horfði á keppnina og greiddu 670 þús- und manns henni at- kvæði, sem er helmingi fleiri atkvæði en hinn snoppufríði Eric Saade hlaut fyrir lagið sitt Pop- ular sem var framlag Svía í fyrra. Andans manneskja Loreen er mikil andans manneskja en á heima- síðu sinni segir hún sitt aðaltakmark í lífinu vera að sameina fólk í þeirri hugsun að fría sig frá verald- legum hlutum. „Ég veit að það er mjög hippalegt og yfirgeng- ið en er það virkilega ástæða til þess að ná ekki því takmarki. Ég er viss um að svarið við því er; nei,“ segir Loreen sem lætur sig mannréttindi varða. Mann- réttindabrot voru mikið til um- ræðu í Aserbaídsjan í kjölfar Eurovision-keppninnar en þar var okkar kona, Loreen, sú eina af öllum keppendum Euro- vision sem steig fram og ræddi mannréttindabrot þar í landi. Til að mynda gerði hún sér ferð og hitti mótmælendur og hlaut gagnrýni frá skipuleggjendum keppninnar í Bakú í Aserbaíd- sjan en vinsældir hennar í Evr- ópu jukust til muna. Björk meðal áhrifavalda Loreen lærði á píanó með því að leika tónlist eftir breska tónskáldið Michael Nyman úr óskarsverðlaunamyndinni The Piano en Loreen segist vilja búa til tónlist sem standi hjarta hennar nærri. „Þannig hefur tónlist mín áhrif á fólk,“ segir Loreen sem líkt og fyrr segir á ekki sjónvarp. „Ég á fartölvu en ég nota hana ein- ungis til tölvupóstssamskipta og tónlistarvinnslu,“ segir Lo- reen sem verður fremur pirruð þegar hún er sögð vera R&B- tónlistarmaður og nefnir hina íslensku Björk meðal helstu áhrifavalda sinna. „Tónlist sem flytur mig í trans er sú sem hefur mestu áhrifin á mig. Bæði tónlistar- lega og sönglega séð. Þar á meðal eru listamenn líkt og Björk, nokkur lög frá Enyu og sérstaklega Lisu Gerrard,“ segir Loreen á heimasíðu sinni. Klæðist íslenskri hönnun Þó að Loreen sé andans mann- eskja og vilji losa sig við verald- lega hluti þá kemst hún ekki hjá því að klæða sig í föt. Hún keypti til að mynda sundbol af íslenska fataframleiðandanum Eygló Margréti Lárusdóttur. Þær hittust á sýningu Eyglóar í Stokkhólmi þar sem sú sænska keypti afar frumlegan sundbol af þeirri íslensku. Sænski poppiðnaðurinn Það eru þeir Thomas G:son og Peter Boström sem sömdu Euphoria en Boström kom einnig að framleiðslu þess ásamt SeventyEight-fram- leiðsluteyminu. Það má með sanni segja að þar séu reynsluboltar á ferð. Thomas G:son hefur átt 58 lög í undankeppnum Eurovision víðsvegar um Evrópu og sjö sinnum hafa lög hans verið í lokakeppninni. Skemmst er að minnast þess að það voru Svíarnir Stefan Örn og Sandra Bjurman sem sömdu sigur- lagið í fyrra sem Aserbaídsjan flutti. Svíarnir hafa verið frem- ur afkastamiklir þegar kemur að lagasmíðum fyrir flytjendur. Þá sérstaklega í Bandaríkjun- um en þar fara fremstir í flokki hinni sálugi Denniz Pop sem samdi lög fyrir, svo dæmi séu tekin, Britney Spears, Back- street Boys og Britney Spears. Þá hefur landi hans Martin Sandberg, sem er þekktur inn- an bransans sem Max Mart- in, samið fjölda slagara fyrir bandaríska listamenn. Hann samdi til að mynda lögin Baby One More Time, sem Britney Spears gerði ódauðlegt, og It´s My Life, sem var risasmellur hjá bandarísku rokkurunum í Bon Jovi. Þá samdi hann Since U Been Gone sem Kelly Clark- son flutti en hann hefur einn- ig samið fyrir Pink, Katy Perry, Usher, Avril Lavigne, Christinu Aguilera og Céline Dion. Heillaði Evrópu upp úr skónum n Vill tónlist sem framkallar trans n Tók þátt í Idol n Á ekki sjónvarp „Tónlist sem flytur mig í trans er sú sem hefur mestu áhrifin á mig. Bæði tónlistarlega og sönglega séð. Mæðgur Móðir Loreen smellir á hana kossi eftir sigurinn í Eurovison. Glitrigning Loreen var böðuð í glitri þegar hún flutti Euphoria eftir að úrslit Eurovision voru ráðin. Með hatt á höfði Loreen á það til að ganga með hatt, sem þykir afar móðins. Alsæl Loreen var að vonum ánægð m eð hinn fallega verðlaunagrip keppni nnar. Svíi Loreen er sænsk en foreldrar hennar eru frá Marokkó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.