Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn
F
rá hruni íslensku bankanna
2008 hefur átt sér stað stöðug
umræða hér á landi um hverj
ir beri mesta ábyrgð á því.
Þessi umræða er mikilvæg
fyrir samtímann og framtíðina vegna
þess að niðurstaðan úr henni mun
eiga þátt í því að móta valdajafnvæg
ið í samfélaginu. Þetta á bæði við um
valdajafnvægið í stjórnmálalífinu og
eins og í viðskiptaheiminum. Þeir
sem taldir eru bera meiri ábyrgð á
hruninu en aðrir munu eiga erfiðara
um vik með að láta til sín taka vegna
fortíðar sinnar og almenningsálits
ins sem þeir munu að hluta verða
dæmdir eftir.
Þessi umræða um ábyrgð verður
að hagsmunabaráttu sem litast af
einkahagsmunum þegar þeir sem
eru ofarlega í ábyrgðarröðinni láta
til sín taka í henni. Davíð Oddsson,
þáverandi seðlabankastjóri og fyrr
verandi forsætisráðherra, sló þenn
an tón strax í hruninu sjálfu. „Við
erum að ákveða að við ætlum ekki
að borga erlendar skuldir óreiðu
manna,“ sagði Davíð þegar fyrir lá
að íslenska ríkið myndi ekki reyna
að bjarga íslensku bönkunum frá
falli með því að leggja þeim til fjár
muni. Að mati Davíðs bar hann
ekki ábyrgð á því að þessir „óreiðu
menn“, eigendur og stjórnendur
bankanna, misfóru með það frelsi
sem ríkisstjórn hans veitti þeim
með markaðsvæðingu og opnun
íslenska hagkerfisins. „En ég get
ekki borið endalausa ábyrgð á því
að menn misnoti það frelsi,“ sagði
hann. Einn helsti stuðningsmaður
Davíðs, Hannes Hólmsteinn Giss
urarson, hefur sagt opinberlega að
Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir
sé sá einstaklingur sem beri mesta
ábyrgð á hruninu.
Auðmennirnir, og undirsátar
þeirra, benda hins vegar á stjórn
málamennina og eftirlitsaðila og
segja þá bera mesta ábyrgð. Pálmi
Haraldsson fjárfestir hefur meðal
annars sagt um þetta: „Hins vegar
er alveg ljóst hverjir bera ábyrgð á
ástandinu. Það eru að sjálfsögðu
þeir þingmenn sem voru í meiri
hluta á Alþingi […] eftirlitsaðilarn
ir, Seðlabankinn og Fjármálaeftir
litið.“ Aðrir, meðal annars Ólafur
Arnarson, fara þá leið að benda á
einstaka menn – Davíð Oddsson –
sem fyrsta í ábyrgðarröð hrunsins.
„Davíð, sem er réttnefndur höfund
ur hrunsins, reynir enn að afneita
þeirri nafnbót með því að kenna
öðrum um.“
Enn aðrir, meðal annars Gunn
laugur Jónsson í að mörgu leyti
ágætu Ábyrgðarkveri sínu, nefna
enn önnur atriði til sögunnar:
Ríkisábyrgðin á bönkunum gerði
það að verkum að eigendur þeirra
sýndu af sér ábyrgðarleysi og óhóf
lega áhættusækni við stjórnun
þeirra. Ástæðan er sú, að mati
Gunnlaugs, að þeir sjálfir báru ekki
persónulega ábyrgð á bönkunum
heldur ríkið. Samkvæmt þessari
sýn voru það því að hluta til ríkis
afskiptin af ábyrgðinni á bönkun
um, þessum einkafyrirtækjum, sem
leiddi meðal annars til hrunsins.
Þessi sýn Gunnlaugs á ábyrgð á
hruninu er af sama meiði og gagn
rýni Davíðs Oddssonar á eigendur
bankanna: Auðmennirnir misfóru
með það frelsi sem þeim var veitt
með markaðs og einkavæðingu ís
lensks efnahagslífs sem og þá ríkis
ábyrgð sem illu heilli hvíldi á bönk
unum. Sú staðreynd að bankarnir
hrundu segir ekkert um eðli frjáls
hyggjunnar samkvæmt þessari sýn
– hún stendur óhögguð eftir sem
stjórnmála og hagfræðikenning –
heldur miklu frekar um eðli þeirra
kapítalista sem stýrðu bönkun
um og helstu eignarhaldsfélögum
landsins. Þó að kapítalistarnir séu
óábyrgir, geri mistök og valdi efna
hagshruni þá sé það ekki áfellis
dómur yfir kapítalismanum. Vörn
Gunnlaugs fyrir frjálshyggjunni er
að mörgu leyti klók því með henni
reynir hann að snúa vörn í sókn:
Frjálshyggjan er ekki orsök hruns
ins, líkt og sumir vilja meina, held
ur var einfaldlega ekki gengið nógu
langt í frjálshyggjuátt með afnámi
ríkisábyrgðar á bönkunum. Þannig
er forsjárhyggja ríkisins, einn helsti
óvinur frjálshyggjumannsins, kom
in ofarlega í ábyrgðarröð hrunsins.
Ríkisvaldið sjálft er þannig dregið
til ábyrgðar fyrir hruninu.
Á sama tíma og þessi umræða
fer fram, öðrum þræði á milli stríð
andi hagsmunahópa, gera stofn
anir skattborgara ríkisins upp við
hrunið á formlegan hátt út frá lög
um og reglum, vonandi að mestu
óháð pólitískum línum og hags
munum. Sérstakur saksóknari
rannsakar meint lögbrot eigenda
og stjórnenda bankanna og sækir
þá til saka eftir atvikum. Ábyrgð
þessara aðila á bankahruninu og
blekkingum bankanna er óumdeild
þegar litið er til þeirra mála sem til
rannsóknar eru. Tveir af banka
stjórum stóru bankanna, Glitnis
og Kaupþings, hafa þegar verið
ákærðir fyrir sín brot auk nokk
urra annarra lykilstarfsmanna
þeirra. Önnur spurning er svo hins
vegar hversu marga af eigendum
og stjórnendum bankanna verður
hægt að sækja til saka fyrir þau brot
sem framin voru í bankakerfinu á
árunum fyrir hrunið.
Sektardómur landsdóms yfir
Geir H. Haarde er svo aftur stað
festing dómsins á því að Geir beri
vissa ábyrgð á hruninu. Þessi
ábyrgð Geirs, samkvæmt lands
dómi, hefur svo aftur þau áhrif að
Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur hefur
einnig óbeint verið dæmdur ábyrg
ur að hluta fyrir hruninu – einn
stjórnmálaflokka hingað til. Sam
fylkingin hefði líklega, með fullri
sanngirni, átt að eiga einn ráðherra
fyrir dómnum líka en flokkspólitík
in kom í veg fyrir það, ekki hlutlæg
ar ástæður sem þó eiga almennt að
gilda í dómsmálum. Aðrir embætt
ismenn og starfsmenn ríkisstofn
ana sem rannsóknarnefnd Alþingis
benti á að gætu hafa gerst sekir um
lögbrot og vanrækslu sluppu með
skrekkinn á Alþingi þegar tekin var
ákvörðun um ákærur gegn þeim.
Sú ábyrgðarröð á hruninu sem
á endanum teiknast upp eftir því
sem lengra líður frá haustinu 2008
og stofnanir samfélagsins gera upp
við það er því ekki eins klippt og
skorin og umræðan í samfélaginu
bendir stundum til. Endanlega
ábyrgðarröðin er flóknari og sann
ari þar sem söguskýringar hags
munahópa í samfélaginu blandast
saman og úr verður bræðingur þar
sem opinberir aðilar og einkaað
ilar eru dregnir til ábyrgðar. Sú
ábyrgðarröð er kaldari, hlutlægari,
og óþægilegri en sú einfalda mynd
sem hagsmunaaðilar draga upp.
Ábyrgðin á hruninu samkvæmt
henni er víðtækari en þeir vilja vera
láta.
Geir og englarnir
n Geir Haarde hefur hafið
störf fyrir lögmannsstofuna
Opus, sem „ráðgjafi í al
þjóðlegum
verkefnum“.
Einhverjir
þekktustu
viðskiptavin
ir lögmanns
stofunnar
eru alþjóð
legu glæpasamtökin Hells
Angels, eða Vítisenglar. Ekki
kom fram í fréttatilkynningu
frá Opus, þar sem greint var
frá ráðningu Geirs, hvort
hann myndi koma að verk
efnum fyrir Vítisenglana,
en þar sagði þó að víðtæk
reynsla Geirs af alþjóðlegum
samskiptum myndi koma
viðskiptavinum stofunnar
að góðu gagni.
Ólafur ósáttur
n Ólafur Ragnar Grímsson
hefur verið mjög ósáttur
við fjölmiðlamenn fyrir
að spyrja
hann út í
orð hans frá
4. mars, þar
sem hann
gaf til kynna
að hann
gæti látið af
störfum á næsta kjörtíma
bili. Hann hefur gagnrýnt
RÚV og DV harkalega og nú
síðast Fréttablaðið. „Það er
auðvitað eftir öðru að þetta
skuli vera aðalmálið sem
Fréttablaðið hefur áhuga á,“
svaraði hann þegar blaðið
spurði um ummælin, sem
geta má að til eru á upptöku.
Skorið á Eskifjörð
n Landsbankinn hefur
ákveðið að loka útibúum
sínum, meðal annars á
Eskifirði, auk
þess sem 50
starfsmenn
missa vinn
una. Bank
inn hefur nú
einnig hætt
viðskipt
um við stærsta fyrirtækið
á Eskifirði, útgerðarfyrir
tækið Eskju sem Aðalsteinn
Jónsson, Alli ríki, stofnaði og
rak. Ekki náðist samkomu
lag um fjármögnun á lánum
Eskju sem hefur nú samið
við Arion banka um við
skipti. Tengsl Landsbank
ans og Eskifjarðar hafa því
minnkað umtalsvert á síð
ustu vikum.
Váfuglinn lentur
n Ef marka má Morgun
blaðið heyrði það til mikilla
tíðinda þegar ensk útgáfa
skáldsögunnar Váfugls eftir
Hall Hallsson kom út í Bret
landi fyrir skömmu. Um
fjöllun um útgáfu þýðing
arinnar var næstum því
hálf blaðsíða undir fyrir
sögninni „Váfuglinn lentur
í Bretlandi“. Váfugl Halls
fjallar um hræðilegar af
leiðingar þess fyrir Ísland ef
landið verður hluti af Evr
ópusambandinu en Morg
unblaðið berst einmitt ein
arðlega gegn sambandinu í
skrifum sínum. Nú – loksins
– geta Bretar einnig kynnt
sér þessa martraðarkenndu
sýn Halls á dvergríkið í
norðri.
„Þannig forseti er
ekki puntudúkka“
„Vonandi skít-
tapar hún“
Þóra Arnórsdóttir – DV.is Helgi Seljan sjónvarpsmaður á RÚV – Facebook
Baráttan um ábyrgðina
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Drundrímur á Bessastöðum
S
enn líður að forsetakosningum.
Kosningabaráttan farin að bíta
og stefnir í harðari rimmu en
hingað til. Ekki er skortur á fram
bærilegum kandidötum en frammi
staða Ólafs Ragnars Grímssonar í for
setaembætti er klárlega aðalbitbeinið.
Hann hefur gjörsamlega viðsnú
ið ímynd þessa embættis og dregið
landsmálin til Bessastaða. Afstaða
þjóðarinnar til þessa virðist blendin og
mun ráða úrslitum í komandi forseta
kjöri.
Stjórnarskráin í þjóðardóm
Þinginu tókst að lenda löngu ferli
um nýja stjórnarskrá á dögunum.
Fer hún í þjóðardóm með haustinu.
Í henni er málskot forsetans óbreytt
frá því sem nú er og getur forseti
þannig vísað til þjóðarinnar öllum
samþykktum lagafrumvörpum frá
Alþingi. Engin mál eru undanskilin
og er niðurstaða þjóðaratkvæða
greiðslunnar bindandi. Sömuleið
is fær þjóðin þennan málskotsrétt
og geta 10% kosningabærra manna
vísað samþykktum frumvörpum Al
þingis til þjóðarinnar. Ákvæði nýrrar
stjórnarskrár um beint lýðræði er
veikara því þar eru eftirfarandi und
antekningar:
„Mál sem lagt er í þjóðaratkvæða
greiðslu að kröfu eða frumkvæði kjós
enda samkvæmt ákvæðum 65. og 66.
gr. skal varða almannahag. Á grund
velli þeirra er hvorki hægt að krefjast
atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjárauka
lög, lög sem sett eru til að framfylgja
þjóðréttarskuldbindingum né heldur
um skattamálefni eða ríkisborgararétt.“
Ennfremur er það á valdi alþingis
hvort slík þjóðaratkvæðagreiðsla skuli
vera bindandi eður ei.
Þarna eru því þrjú tól sem veita al
þingi aðhald, málskot forseta, málskot
þjóðarinnar og frumkvæði þjóðarinnar.
Málskotin lúta að samþykktum frum
vörpum frá alþingi en frumkvæðisrétt
urinn gefur hverjum og einum rétt til að
semja frumvarp og afla því fylgis. Mál
skotin eru án undantekninga en frum
kvæðisrétturinn með þeim undantekn
ingum sem að ofan greinir.
Deilumál grasserað
Miðað við þinghefð umliðinna ára
er virkjun Ólafs Ragnars á málskots
réttinum varla ofrausn. Hefur hann
þrisvar talið nauðsyn á notkun hans,
tvisvar braut þjóðin vilja þingsins
á bak aftur, eitt skipti afturkallaði
þingið frumvarpið. Að mínum dómi
hafa illvíg deilumál fengið að gras
sera allt of lengi meðal landsmanna
einmitt vegna þess að þjóðarvilja
vantar. Augljósustu dæmin eru ESB
og kvótamálin. Þjóðarvilji hefði í
báðum tilvikum markað farsælli
braut að ekki sé talað um orkusparn
aðinn. Sundrung dafnar hins vegar
vel í óplægðum akri og í honum
þrífst alls konar sérhagsmunagæsla
og óréttur. Vona að næsti forseti,
hver sem hann verður, hafi vökult
auga á þjóð sinni og verði stjórnsýsl
unni aðhald en ekki handargagn.
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 30. maí 2012 Miðvikudagur
Kjallari
Lýður Árnason
„Hefur hann þrisv-
ar talið nauðsyn á
notkun hans, tvisvar braut
þjóðin vilja þingsins á bak
aftur, eitt skipti afturkallaði
þingið frumvarpið.
„En ég get ekki
borið endalausa
ábyrgð á því að menn
misnoti það frelsi