Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 30. maí 2012 Miðvikudagur „Jörðin hvarf undan okkur“ n Fólkið sem hrapaði í Lágey: H ollenska konan, sem hrap- aði með skriðu í Lágey Dyr- hólaeyjar í síðustu viku ásamt manni sínum, gekk hryggbrotin eftir hjálp. Þetta kom fram í viðtali við hana í kvöldfrétt- um RÚV á þriðjudag en það var á fimmtudag í síðustu viku sem þau féllu 40 metra niður í fjöru með hundrað metra breiðri skriðu úr Lágey. „Jörðin bara hvarf und- an okkur,“ sagði Irmgard Fraune í samtali við RÚV en það þykir kraftaverki næst að þau hafi kom- ist lífs af. Þau heyrðu háværar drun- ur áður en skriðan féll en maður Irmgard, Jeroen De Graf, sagðist hafa verið farinn að kveðja þetta líf þegar hann fann jörðina hverfa undan sér.  „Maður hafði einung- is andartak til að íhuga hvað væri að gerast. Ég man að jörðin gaf sig undan okkur og þá kveður mað- ur því maður heldur að þetta séu endalokin,“ segir Jeroen sem var illa fótbrotinn eftir fallið. Irmgard reyndist vera hryggbrotin en hún fann mikinn verk í baki þegar hún ákvað að ganga eftir hjálp. Það voru þýskir ferðamenn sem náðu fyrst til þeirra en Jeroen sagð- ist vera björgunarsveitarmönnum ævinlega þakklátur fyrir hjálpina. Árásin á Skúla Eggert Sigurz: Ótrúlegt að hann lifði af Lögmaður Guðgeirs Guðmunds- sonar óskaði eftir fresti fram á fimmtudag til að fara yfir ákæruna og taka afstöðu til hennar þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Guðgeir, sem leiddur var fyrir dóminn í járnum, er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa veist að Skúla Eggerts Sigurz, fram- kvæmdastjóra lögmannsstofunn- ar Lagastoðar, með hnífi í byrjun mars síðastliðinn. Þá er hann einnig ákærður fyrir hættulega líkamsárás með því að hafa veist að Guðna Bergssyni, lögmanni og fyrrverandi knattspyrnukappa, sem kom Skúla til bjargar. Guðgeir stakk Guðna tvisvar í vinstra lærið. Í ákæru málsins sem gerð var opinber í kjölfar þingfestingar- innar gefur að líta hversu alvarleg árásin á Skúla var og hversu ótrú- legt það er að hann hafi hreinlega lifað hana af. Skúli hlaut 5 stungu- sár í árásinni, víða um líkamann. Gekk hnífurinn gegnum þindina og í lungu bæði hægra og vinstra megin, gegnum hægra nýra, í lifur og í gallblöðru, missti Skúli mikið blóð og þurfti að nota um 50 lítra af blóði meðan gert var að sárum hans. Þá kemur þar fram að fjarlægja hafi þurft hægra nýrað og gall- blöðru Skúla auk þess sem bæði lungu hans sködduðust, tvö göt hafi komið á þind hans auk áverka á lifur. Segir að fjögur hinna fimm stungusára hafi verið lífshættuleg ein og sér, þó aðrir áverkar hefðu ekki komið til. Skúli krefst þriggja milljóna í miskabætur og Guðni rúmlega milljónar. Þ að verður að líta á slík glæpa- samtök sem krabbamein í samfélaginu sem eitri út frá sér,“ segir Helgi Gunnlaugs- son, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðing- ur, um mótorhjólasamtök á við Hells Angels, Black Pistons og MC Mongols. MC Mongols hefur hingað til ekki verið með starfsemi hér á landi, en nú er leitað að meðlimum til að ganga í samtökin hér á Íslandi. Lögreglan hef- ur sérstakar gætur á nokkrum hópum sem hún telur að tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Hún gerir greinar- mun á vélhjólasamtökum og vélhjóla- gengjum, en þau síðarnefndu eru talin tengjast glæpastarfsemi. Alls eru taldir vera 89 meðlimir í íslenskum vélhjóla- gengjum. Black Pistons, Hells Angels og MC Mongols tilheyra svokölluðu „eina prósentinu“, en það hugtak er notað yfir þau samtök véhjólamanna sem fara ekki að lögum og reglum – hin 99 prósent vélhjólaklúbbanna geri það hins vegar. Alls staðar fylgja glæpir Helgi varar við því sé því ekki tekið al- varlega af almenningi að slík samtök nái fótfestu hér á landi. Helgi vísar í rannsókn sem gerð var við Háskóla Ís- lands þar sem niðurstöðurnar voru að hvar sem slík samtök stinga niður fæti fylgir slóð afbrota í kjölfarið. Alls staðar tengist félagsmenn afbrotum af ýmsu tagi. Þar kemur fram að það sé á tæru að brotastarfsemi og meðlimir sam- takanna fylgist að, alls staðar. Þar að auki laðist einstaklingar sem séu með brotasögu að samtökum af þessu tagi og myndi þar hagsmunabandalög. Helgi ítrekar að aldrei sé hægt að segja að allir meðlimir samtakanna tengist afbrotum, en þorri þeirra eigi sér brotasögu að baki. „Þeir hópar ungra karla sem líklegastir eru til að ganga í samtök af þessu tagi eru iðu- lega utanveltu og á jaðri samfélags- ins – innan gengisins öðlast þeir status og virðingu sem þeir fá ekki annars staðar. Það eru yfirleitt þeir sem lengst ganga gegn viðmiðum og gildum samfélagsins sem verða leið- togar og óttablandin virðing er borin fyrir þeim,“ segir Helgi. Innan samtak- anna fylgi ákveðinn stuðningur, með- al annars ef meðlimir komist í kast við lögin. Hann segir að það sé hægt að sporna við fótfestu slíkra samtaka á Íslandi. „Við höfum ágæta mögu- leika á að koma í veg fyrir að þau nái að festa sig í sessi, meðal annars með því að draga úr aðdráttarafli samtak- anna og gera það ekki eftirsóknarvert að vera í þeim,“ segir hann og bend- ir á að það sé meðal annars hægt að gera með að veita hópnum sem sæk- ir í samtökin betra aðhald svo að þeir þurfi ekki að leiðast út á slíka braut. Segjast ekki vilja „wannabe gangstera“ Samtökin Black Pistons og MC Mon- gols auglýsa um þessar mundir eftir meðlimum á Facebook. MC Mongols óska eftir nokkrum meðlimum, en Black Pistons gefa ekkert upp um það hversu marga þeir ætli sér að taka inn. Black Pistons-samtökin segjast ekki vilja „wannabe gangstera“ og segir að viðkomandi þurfi „… helst að stunda vinnu af einhverju tagi og vita að þetta er ALL inn eða ekki.“ Þá segir einnig: „Að lokum Black Pistons er mótor- hjólaklúbbur og bræðralag, ekki Skipulöggð [sic] glæpasamtök, hafið það hugfast áður en sótt er um.“ Það samrýmist þó ekki sögu Black Pistons hér á landi, en sem dæmi má nefna að forseti Black Pistons á Íslandi, Rík- harð Ríkharðsson afplánar nú dóm sem hann fékk síðastliðið haust fyrir hættulega líkamsárás og frelsissvipt- ingu. Talið er að um uppgjör innan Black Pistons hafi verið að ræða. Nálgast Ísland Lögregla hefur talið að samtökin MC Mongols séu að skjóta rótum hér á landi. „Við vitum að þeir hafa verið að þreifa fyrir sér hér á landi,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn sem vildi ekki gefa blaðamanni upplýsingar um það hvort samtökin hafi verið stofnuð formlega eða hver væri forsprakki þeirra. Það má ætla af auglýsingu MC Mongols á Facebook að þeir ætli að ná fótfestu hérlendis á næstunni. DV hefur heimildir fyrir því að einstaklingur, sem hefur verið við- loðandi hin ýmsu glæpasamtök hér á landi og hefur áður tekið þátt í stofn- un slíkra samtaka, ætli sér að verða forsprakki samtakanna. MC Mongols skjóta rótuM Komnir til landsins MC Mongols leita að meðlimum á Íslandi. n Vélhjólagengi krabbamein í samfélaginu„… helst að stunda vinnu af einhverju tagi og vita að þetta er ALL in eða ekki. Þakklát Hollensku hjónin í viðtali við RÚV. Sjávarútvegur eyðilagður Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að jafnvel með breytingatil- lögum stjórnarliða á veiði- frumvarpinu sé verið að eyði- leggja íslenskan sjávarútveg. „Til lengri tíma litið þá er þetta nánast sama eyðileggingin,“ er haft eftir honum á mbl.is. Hann segir breytinguna felast í því að 65 prósent hagnaðarins verði skattlögð, þegar frumvarpið verður að fullu komið til fram- kvæmda, í stað 70 prósent eins og frumvarpið væri óbreytt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.