Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Side 11
Fréttir 11Miðvikudagur 25. júlí 2012 Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is H reiðar Már Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings, er á ný orðinn virkur þátt- takandi í íslensku atvinnu- lífi. Hann er eini prókúruhafi einkahlutafélagsins Gistiver ehf. sem á tvö gistiheimili í Stykkishólmi og hóf nýverið rekstur nýs glæsihótels í hinu sögufræga Egilsen húsi. Það er hins vegar móðir Hreiðars, Gréta Sig- urðardóttir, sem stofnaði Gistiver ehf. og sér um daglegan rekstur Hótel Eg- ilsen og gistihússins Bænir og Brauð. Systir Grétu sér svo um rekstur gisti- heimilisins Höfðagata gisting. Einkamál „Þér kemur það nú bara ekki neitt við,“ segir Gréta um það hvernig uppbygging Hótel Egilsen var fjár- mögnuð en heldur þó áfram: „Gisti- ver keypti húsið af bænum,“ og bætir við að Gistiver sé fjölskyldufyrirtæki. Gréta segir jafnframt að Hreiðar Már komi hvorki nálægt fjármögnun né rekstri hótelsins. Mikil tengsl Hreiðars Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að þó Gréta sé, eins og að ofan greinir, skráður stofnandi einka- hlutafélagsins er Hreiðar Már eini prókúruhafinn. Hreiðar getur því annast allt það sem snertir rekstur fyrirtækisins og getur einnig ritað firma. Í því felst að hann getur gert samninga fyrir hönd fyrirtækisins og skuldbundið það. Þar sem enginn situr í stjórn félagsins er Hreiðar í raun eini aðilinn sem getur gert lög- gerninga fyrir hönd félagsins. Einka- hlutafélagið Valens ehf. á 100 pró- senta hlut í Gistiveri ehf. Stofnandi Valens ehf. og eini stjórnarmeðlim- ur er Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eig- inkona Hreiðars Más. Hún á auk þess 50 prósenta hlut í fyrirtækinu á móti 50 prósenta hlut systur Hreiðars Más, Þórdísi Jónu Sigurðardóttur. Þórdís stóð, eins og Hreiðar, fram- arlega í útrásinni og starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Baugi og síðar Styrk Invest auk þess að vera stjórnar- formaður Teymis og Dagsbrúnar svo fátt eitt sé nefnt. Hún sneri baki við viðskiptalífinu fljótlega eftir banka- hrunið árið 2008 og hefur síðan starf- að sem Crossfit-þjálfari auk þess sem hún rekur veitingastaðinn Aldin. „Ég kem ekki nálægt þessu,“ seg- ir Þórdís í samtali við blaðamann. Minnt á, að hún eigi í 50 prósenta hlut í fyrirtækinu sem á 100 prósenta hlut í Gistiveri ehf. segir Þórdís: „Jahá, þú segir fréttir. Heyrðu, veistu, ég held ég ætli bara ekkert að tjá mig um þetta. Þetta er bara mitt mál.“ Naut góðs af stöðu sonarins Áður var Gréta eigandi fyrirtækisins Gjafaver ehf. sem aðallega sá um að selja Kaupþingi jólagjafir til starfs- manna bankans og ýmis konar aug- lýsingavöru, eins og til dæmis penna merkta Kaupþingi. Gjafaver sá er- lendum útibúum Kaupþings einnig fyrir slíkri vöru. Þessi starfsemi átti sér stað á uppgangstíma íslensku útrásarinnar, en á þeim tíma var Hreiðar forstjóri Kaupþings. Gréta seldi fyrirtækið svo fyrir 80 til 100 milljónir í ársbyrjun 2007. Lúxus-hótel Óhætt er að segja að öllu hafi verið til tjaldað til að gera Hótel Egilsen sem glæsilegast. Tveir arkitektar, Aðal- heiður Atladóttir og Falk Kruger, voru fengnir til að hanna innviði hússins. Daníel Freyr Atlason var síð- an fenginn til að sjá um innanstokks- muni og stíl færslu hússins. Í samtali við vefmiðilinn Skessu- horn fyrr í mánuðinum sagði Gréta að hvert einasta húsgagn í hótel- inu hafi verið valið af kostgæfni og að iPad-ar yrðu í öllum herbergjum. Ljóst er því að um sannkallað lúxus- hótel er að ræða. Bæjarbúar uggandi Þeir bæjarbúar, sem DV talaði við, voru allir ósáttir við þessi tengsl ferðaþjónustu bæjarins við einn helsta forkólf íslensku útrásarinn- ar. Einn bæjarbúi, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segist hafa séð Hreiðar gangandi um götur Stykk- ishólms fyrir nokkrum vikum síðan með tvo lífverði sér við hlið. Viðskiptaævintýri Hreiðars Más Hótel- og gistiheimilabraskið í Stykk- ishólmi er ekki fyrsta viðskipta- ævintýrið sem Hreiðar Már tengist. Á árunum fyrir hrun vann Hreiðar ötul- lega að því markmiði að gera Ísland að helstu fjármálamiðstöð heimsins. Eftir að þau áform fóru út um þúfur flutti Hreiðar til Lúxemborgar með fjölskyldu sinni þar sem hann lifir ljúfa lífinu. DV sagði frá því á síðasta ári að Hreiðar byggi ásamt fjölskyldu sinni í fjögurra hæða raðhúsi við götuna Rue Des Pommiers, í hverfinu Cents, nærri miðbæ Lúxemborgar. Bílafloti fjölskyldunnar var þá samsettur af nýlegum Audi S8 sem var verðmetinn á 17 milljónir króna, BMW-jeppa sem kona Hreiðars Más ók um á og nýleg- um svörtum Land Cruiser 200-jeppa. Auk þess að búa vel í Lúxemborg eiga Hreiðar Már og kona hans nærri 300 fermetra hús að Hlyngerði 6 í Reykja- vík en engar skuldir hvíla á húsinu. Fjárglæpir Þau mæðgin, Hreiðar og Gréta, hafa bæði verið sökuð um umfangsmikla fjárglæpi. Gréta var fyrir rúmlega 10 árum dæmd fyrir að hafa stolið milljónum af sjóklæðagerðinni Max en hún vann þar sem gjaldkeri. Þann 6. maí 2010 var Hreiðar Már Sigurðsson handtekinn í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings.  Daginn eft- ir var hann svo úrskurðaður í 12 daga gæsluvarðhald. Hreiðar Már er grunaður um margs konar brot, meðal annars markaðsmisnotkun. „Hann tengist fleiri en einu máli. Eitt mál er rekið fyrir dómi á hend- ur honum og hin málin eru í rann- sókn,“ segir Ólafur Hauksson, sér- stakur saksóknari, um það í hvaða farvegi mál Hreiðars Más eru hjá embætti sérstaks saksóknara. Hreiðar Már snýr aftur „Þetta er bara mitt mál. n Stjórnar hótel- og gistiheimilaveldi í Stykkishólmi Fallegt hús Stóra rauða hús- ið á myndinni er Hótel Egilsen. Það er í eigu einkahlutafélags- ins Gistiver ehf. Hreiðar Már stjórnar því félagi alfarið. Bakkabróðir á fleygiferð Lögreglustjórinn á Selfossi hef- ur gefið út tvær ákærur á hend- ur Lýði Guðmundssyni, öðrum Bakkavararbræðra, vegna tveggja umferðarlagabrota. Málið verður tekið fyrir á dómþingi héraðsdóms Suðurlands á Selfossi 6. septem- ber næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Segir í fyrirkalli að Lýður skuli koma fyr- ir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Lýður er ákærður fyrir að hafa í júlí síðastliðnum ekið bifreið sinni um Austurveg, við skrifstofu Mat- vælastofnunar á Selfossi, á 74 kíló- metra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Þá er hann ákærður fyrir að hafa í janúar síðastliðnum ekið bifreið sinni á Suðurlandsvegi við Hafravatnsveg í Reykjavík á 107 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Er þess krafist að Lýður verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ef Lýður mætir ekki fyrir dóm- inn má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brotin sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagð- ur á málið að honum fjarstöddum.  Styðja sýrlensk- an almenning Boðað hefur verið til samstöðu- fundar með almenningi í Sýrlandi vegna þeirra stigmagnandi átaka og borgarastríðs sem geisað hefur í landinu undanfarin misseri og hafa kostað um tuttugu þúsund manns lífið. Fundurinn verður haldinn á Ingólfstorgi í Reykjavík miðvikudaginn 25. júlí, klukkan 15. Flutt verður ávarp og þá munu tónlistarmennirnir Bjartmar Guðlaugsson og Rúnar Þór flytja nokkur lög við hæfi. Fundarstjóri verður Heimir Már Pétursson. Í lok fundar verður skorað á alla ís- lenska stjórnmálamenn að leggj- ast á eitt og þrýsta á um tafarlaust vopnahlé og friðsamlega lausn í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.