Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn A lþjóðlegu kortafyrirtækin VISA og Mastercard eru á hrikalegri braut þegar þau leyfa sér í krafti stærðar og einokunar að loka á við­ skipti eftir geðþótta. Aðför alþjóð­ legu kortarisanna að uppljóstrunar­ samtökunum WikiLeaks er af þeirri stærðargráðu siðleysis og ofbeldis að fólk hlýtur að staldra við. Með einni ákvörðun gerðu kortarisarnir út um tekjumöguleika WikiLeaks sem fá framlög sín í gegnum netið frá þeim sem vilja styðja við bak þeirra sem vinna að uppljóstrunum. Undirréttur á Íslandi dæmdi WikiLeaks í hag. „Ég vona að þetta verði tímamótadóm­ ur og að Valitor hunskist til að una dómnum, enda engin efnisrök til að áfrýja,“ sagði Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, á Beinni línu DV. Það er ástæða til að taka und­ ir þetta með Kristni sem því miður varð ekki að ósk sinni þar sem korta­ risarnir hafa áfrýjað til Hæstaréttar. Valdi fylgir ábyrgð. Ofbeld­ isseggir kortafyrirtækjanna sem stóðu fyrir banninu gera sér aug­ ljóslega ekki grein fyrir því að þeir eiga að vera í þjónustuhlutverki í þágu almennings. Þeir eiga ekki að láta pólitískar skoðanir sínar eða væntingar hafa áhrif á dagleg störf sín. Kortafyrirtæki á ekki, fremur en bensínsjoppa, að vinna á pólitískum nótum þótt almennt siðgæði eigi að vera til staðar. Saga VISA og hinna kortafyrir­ tækjanna er vörðuð milligöngu um alls konar vafasöm viðskipti. Með milligöngu þeirra hefur verið hægt að kaupa klám og menn hafa get­ að komið sér upp vopnum. Þá hafa kortafyrirtækin þjónustað haturs­ samtök á borð við Ku Klux Klan. Og þeir rísa gegn WikiLeaks sem hefur aðeins gegnt þeirri skyldu sinni að halda almenningi sem mest og best upplýstum. Ofbeldi VISA er grímulaus þöggun til að stöðva upplýsingar til almennings. Að vísu hefur Við­ ar Þorkelsson, forstjóri Valitor á Ísland, eiganda VISA, ekki mann­ dóm til að viðurkenna að þarna sé um að ræða þöggun. Hann þótt­ ist ekkert vita um ástæðurnar. „En við höfum enga sérstaka skoðun á WikiLeaks,“ bætti hann við í sam­ tali við RÚV, spurður um álit sitt á WikiLeaks. Það er vonandi að VISA tapi þessum málum víða um heim. Það er nauðsynlegt að refsa mönn­ um og fyrirtækjum sem grípa til þöggunar með ofbeldi. Það má ekki vera á valdi kortarisanna að ákveða hvaða samtök eða fjölmiðlar lifa eða deyja. Og það verður að koma til kasta almennings og heiðarlegra stjórnvalda til að tryggja að siðleys­ ið haldi ekki áfram. Fólk verður að standa við bakið á Kristni og félög­ um hans hjá WikiLeaks. Áfall Dögunar n Brotthvarf Birgittu Jóns- dóttur úr Dögun þykir vera nokkurt áfall fyrir hin nýju regnhlífarsamtök. Einn helsti gallinn á flokknum þykir vera sá hve litaður hann er af ráðamönnum Frjálslynda flokksins forna. Það þykir þannig ekki sér­ lega fallið til árangursríkra atkvæðaveiða að vera með Sigurjón Þórðarson í stafni. Sigurjón hefur verið for­ maður Frjálslynda flokksins með þeim sýnilega árangri að flokkurinn hvarf af þingi. Rokkrúta læknisins n Það er mikill hugur í forsvarsmönnum Dögunar. Flokkurinn hefur komið sér upp rútu sem rokkuð verð­ ur upp og merkt með einkennum flokksins. Í september er áform­ að að halda í fundaherferð hringinn í kringum landið. Sá sem leiðir för er Lýður Árnason, læknir og verð­ andi frambjóðandi. Lýður er jafnframt tónlistarmaður góður og víst að hann mun beita töfrum sínum til að að freista þess að laða kjósend­ ur til fylgilags við flokkinn. Egill í sjóbaði n Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann stend­ ur í ströngu stóran hluta ársins í vinsælum sjónvarps­ þáttum sínum. Að sumrinu skellir hann sér gjarnan til Grikklands þaðan sem hann skrifar gjarnan kostulegar lýsingar á Eyjubloggi sínu af mannlífi og náttúru ytra. Meðal þess sem hann fæst við ytra eru sjóböð. „Það er fátt sem ég veit hollara og betra en að synda í sjó. Þegar ég dvel í Grikklandi reyni ég að fara á hverj­ um degi í sjóinn og ég er oft lengi þar úti,“ bloggar hann. DNA Guðmundar n Baráttujaxlinn og útgerðar­ maðurinn Guðmundur Krist- jánsson, sem kenndur er við Brim, hefur smám saman verið að fóta sig sem helsti og magnað­ asti talsmað­ ur útgerðar­ manna. Guðmundur hefur yfir sér blæ kímni og visku sem þyk­ ir tilbreyting frá hörkunni og áróðrinum sem þykir ein­ kenna LÍÚ. Guðmundur er upphafsmaður þeirra hug­ myndar að senda makríl af Íslandsmiðum í DNA­grein­ ingu og skáka þannig Írum og öðrum þeim sem þykjast eiga þennan stofn. Milljarðahags­ munir eru undir í málinu. Ég get verið fjósamaður Ég á ekki að þurfa að fara til Íslands Hannes Bjarnason ætlar að flytja í skagafjörð. – DV Trausti Hraunfjörð fær ekki nýtt vegabréf og hefur verið fastur í Perú síðan 2009. – DV Grímulaus þöggun VISA „Ég vona að Valitor hunskist til að una dómnum Sannir Íslendingar E nginn er spámaður í eigin föð­ urlandi. Sannir Íslendingar sem aðhyllast hefðbund­ in fjölskyldugildi eiga ekki í nokkur hús að venda. Öðru máli gegnir um Bandaríkja­ menn. Annar af tveimur stærstu flokkunum þar í landi stendur vörð um hið gamla og góða. Repúblik­ anar berjast gegn fóstureyðingum, kynfrelsi kvenna, hjónaböndum samkynhneigðra, aumingjabótum, innflytjendum, veimiltítuskap á al­ þjóðavettvangi og tekjujöfnun. Aftur á móti beita þeir sér fyrir dauðarefs­ ingum, kristilegum gildum, óheftri byssueign og herskárri og töff utan­ ríkisstefnu. Sönn karlmennska er að­ alsmerki Repúblikanaflokksins. Hér á Íslandi sárvantar slíkan flokk. Hér eru aðallega lúðaflokkar – og í besta falli hálfkákarar. Vart þarf að minnast á Samfylkingu og Vinstri­ græna, en því miður eru hin stjórn­ málaöflin lítt skárri. Framsóknarflokkinn á góða spretti þegar kemur að kristilegum gildum, innflytjendamálum og fé­ lagslegri íhaldssemi. Og slagorðið „Ísland í vonanna birtu“ hljómar vel. En hvað hin réttlætismálin varðar eru framsóknarmenn bölvaðar mjölkisur. Sum hinna nýju framboða lofa góðu. Formaður Hægri grænna hef­ ur hvatt stjórnvöld til að draga úr þróunaraðstoð og hjálpa frekar Ís­ lendingum. Bjartsýnisflokkurinn boðar „hófsama þjóðernishyggju“ og vill stöðva streymi innflytjenda til landsins. Gott og blessað, en betur má ef duga skal. Sjálfstæðisflokkurinn fær nokkur prik. Hann aðhyllist herskáa utan­ ríkisstefnu, fílar NATO í botn og studdi Íraksstríðið. Flokkurinn hafn­ ar sósíalískri tekjujöfnun og á árun­ um fyrir hrun var íslenska skattkerf­ ið meira að segja hægrisinnaðra en það bandaríska. Þá hafa eflaust Sarah Palin og Mitt Romney öfund­ að okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir hagsmunum stóreigna­ manna, einkavæðingu og frelsinu til að græða á daginn og grilla á kvöldin. En að öðru leyti einkennist hann af hálfkáki. Kommon, hvar eru dauðar­ efsingarnar og byssurnar? Bæði á Íslandi og í Bandaríkj­ unum tvinnast stjórnmálin og við­ skiptalífið saman á undursamlegan hátt. Því ber að fagna. En hugmynda­ fræðilega séð eigum við langt í land ef við viljum líkjast besta landi í heimi. Íslendingar þurfa raunveru­ legan valkost, flokk sem stendur vörð um hefðbundin fjölskyldugildi og karlmennsku. Sannir Íslendingar sameinist! Svarthöfði Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 25. júlí 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.