Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Síða 10
F yrr í sumar var gerð könnun á viðhorfum heimilismanna á Hrafnistu til vínveitingaleyfis­ ins. Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti var hlynntur veitingu leyfisins, eða 76 prósent. Þeir heim­ ilismenn sem DV ræddi við á Hrafn­ istu voru þó ekki á eitt sáttir um hvort afgreiðsla víns væri breyting til batnaðar. Þekkir enga alkóhólista á Hrafnistu Jóna Stefánsdóttir er 86 ára göm­ ul fyrrverandi afgreiðsludama. Hún vill ekki sjá vín­ sölu á Hrafn­ istu. „Þetta er elliheimili – ekki krá. Það passar ekki að vera með vínveitingaleyfi á elliheimili. Ef einhver er veikur fyrir þá er alltof stutt að fara að fá sér einn,“ seg­ ir Jóna sem tekur þó fram að hún þekki engan alkóhólista á Hrafnistu. Helga vill gleðja gesti „Það er alltaf gott að fá sér smá sérrí. Það er líka gott að geta glatt gesti sem koma í heimsókn,“ segir Helga Jónsdótt­ ir, fyrrverandi sundlaugar­ starfsmaður. Hún kannast ekki við neinn drykkju­ vanda á meðal heimilismanna. Í sama streng taka vinkonur henn­ ar á Hrafnistu, sem voru í vaxmeð­ ferð á meðan þær ræddu við blaða­ mann DV. Á móti ofdrykkju „Ég hef ekki orðið var við það og ég álít svo ekki vera,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, fyrrverandi barna­ skólakennari, aðspurð hvort margir heimilismenn glími við drykkju­ vandamál. Hún segist eftir sem áður engum treysta í þessum efnum. „Nema auðvit­ að föður mínum. Hann var trausts­ ins verður þegar kom að víni; ég vissi það.“ Ingi­ björg telur að roskið fólk eins og hún hafi ekkert með vín að gera og því sé hún á móti vínveitingaleyf­ inu. „Ég er fylgjandi hófdrykkju en mótfallin ofdrykkju.“ Gaman að dansa „Konan mín fær sér nánast aldrei vín en finnst rosalega gott að fá sér smá víndreitil með matnum og ég segi það sama; það er gott að geta sest nið­ ur með kunn­ ingja sínum og fengið sér smá léttvín eða bjór,“ segir Jóhannes Ingibergsson, fyrrverandi sjómað­ ur til fimmtíu ára og pípulagninga­ maður í hjáverkum, um málið. Hann kveðst aldrei sjá heimilismenn undir verulegum áhrifum áfengis, jafnvel þótt drykkja sé leyfileg á Hrafnistu. „Menn fá sér stundum einn og einn bjór hérna. Ég get ekki séð að það hafi valdið vandræðum.“ Jóhannes er að eigin sögn mikill dansáhuga­ maður og segir dansiböll Hrafn­ istu hafa farið vel fram, jafnvel þótt þar hafi vín verið veitt. „Fólkið þarf ekki nema einn drykk og þá eru allir byrjaðir að dansa.“ Jóhannes, sem varð níræður í maí, bendir líka á, að ef einhver myndi missa sig í gleði vínveitinga matsölunnar þá sé Hrafnista gífurlega vel mannað öldr­ unarheimili: „Hér er besta starfsfólk í heimi sem gæti tekið á vandanum af mikilli fagmennsku.“ Aðspurð­ ur um ofangreind ummæli Gunnars Smára segir Jóhannes: „Það verða alltaf til menn sem vilja helst að fólk megi ekki gera eitt né neitt.“ M aður er kannski að bjóða fólki hingað í mat og svo getur maður ekki boð­ ið þeim upp á smá létt­ vín með. Það finnst mér ekki gott,“ segir Þorgrímur Pálsson, fyrrverandi sjómaður og heimilis­ maður á Hrafnistu í Reykjavík. Fyrir­ hugað er að bjóða upp á léttvín og bjór í nýrri matsölu Hrafnistu sem opnar í lok ágúst. Sitt sýnist hverjum um þessi áform og eru skiptar skoð­ anir meðal heimilismanna á Hrafn­ istu. Blaðamaður fór á Hrafnistu á dögunum og ræddi þar við heimilis­ menn og forstjóra Hrafnistu. Einu sinni séð drukkinn mann „Ég hef bara einu sinni séð drukk­ inn mann á Hrafnistu og ég er bú­ inn að vera hérna í 10 ár,“ seg­ ir Þorgrímur um það hvort hann telji marga heimilismenn glíma við drykkjuvandamál. Formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, hefur lýst harðri andstöðu við veitingu vín­ veitingaleyfisins. Hann segir á Face­ book­síðu sinni: „Erlendar rann­ sóknir sýna að 1/3 þeirra sem glíma við áfengis­ eða lyfjasýki á efri árum þróuðu sjúkdóminn með sér eft­ ir að þeir hættu að vinna. Áfengi er því hættulegra eldra fólki en því sem yngra er; aukinn persónuþroski nær ekki að verja fólk fyrir hættunni (enda liggja orsök áfengis­ og lyfja­ sýki ekki í þroskaskorti).“ Gunnar segir enn fremur að í stað þess að opna bar á Hrafnistu væri réttast að hefja vitundarvakn­ ingu um gildi vímulausra efri ára. Gamla fólkið ekki hellt fullt Pétur Magnússon, forstjóri Hrafn­ istu, er ósammála Gunnari Smára. Hann segir að fjöldi drykkju­ sjúklinga muni ekki aukast með þessari breytingu. „Með þessu vín­ veitingaleyfi verður engin sérstök breyting á því. Hrafnista er heim­ ili fólks og hér er að sjálfsögðu ekk­ ert vínbann. Fólki er frjálst að kaupa sér vín í ríkinu eða fá ættingja til að kaupa fyrir sig. Það eru ákveðin mannréttindi fólgin í því að fólk, sem kemst ekki út á kaffihús sökum hás aldurs, geti nálgast sambæri­ lega þjónustu hjá okkur,“ segir Pétur sem segir þó kjarna málsins vera eft­ irfarandi: „Þetta snýst um valfrelsi en ekki það að við ætlum að fara að hella áfengi ofan í gamla fólkið.“ Pétur segir að bjórinn verði einungis seldur á afgreiðslutím­ um matsölunnar. Aðspurður hvort heimilismenn geti keypt nokkra bjóra rétt fyrir lokun og tekið með sér upp á herbergi segir Pétur: „Já, það væri örugglega hægt.“ Pétur segir að lokum að hann hafi ferðast um víða veröld og heimsótt þar fjölmörg elliheimili. Langflest þeirra hafi vínveitingaleyfi. n 10 Fréttir 25. júlí 2012 Miðvikudagur Einn drykkur og allir byrja að dansa n Enginn drykkjuvandi á Hrafnistu n Heimilismenn vilja vín n Frelsi til að velja „Þetta snýst um valfrelsi Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Kannast ekki við drykkjuvanda Sá drukkinn mann Þorgrímur Pálsson hefur verið á Hrafnistu í 10 ár. Mynd EyÞór ÁrnaSon Með „barinn“ í bakgrunni Pétur Magnússon ætlar ekki að hella áfengi ofan í gamla fólkið. Mynd EyÞór ÁrnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.