Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Page 26
26 Fólk 25. júlí 2012 Miðvikudagur
Með fjölskylduna á Laugaveginum
n Jennifer Connelly og Paul Bettany á Íslandi
L
eikkonan Jennifer Conn
elly og eiginmaður henn
ar Paul Bettany eru stödd
á Íslandi en Connelly fer
með hlutverk í stórmyndinni
Noah sem er verið að taka upp
hér á landi. Hjónin litu í búð
ir á Laugaveginum á þriðjudag
en þau voru þar ásamt börn
unum sínum þremur. Conn
elly og Bettany hafa verið gift
frá árinu 2003 en þau léku
saman í myndinni Beautiful
Mind árið 2001.
Í þeirri mynd fór einmitt
Russell Crowe með aðal
hlutverkið en hann er einnig
staddur hér á landi eins og
greint hefur verið frá. Hjón
in komu hingað til lands fyrir
helgi og hefur fjölskyldan látið
lítið fyrir sér fara. Það sama
verður ekki sagt um Crowe
sem hefur verið ófeiminn að
spóka sig á meðal almennings.
Hann hefur til að mynda verið
við æfingar í bardagaklúbbn
um Mjölni líkt og DV greindi
frá á mánudag. Þá hefur hann
hjólað um alla Reykjavík en
hann hefur verið duglegur við
að greina frá dvöl sinni hér
í gegnum samskiptavefinn
Twitter.com.
Fleiri stórstjörnur eru
staddar hér á landi vegna
Noah eða eru væntanlegar til
landsins. Má þar nefna Ósk
arsverðlaunaleikarann Anth
ony Hopkins og Harry Potter
stjörnuna Emmu Watson. Þá
er rúm vika síðan sjálfur leik
stjórinn, Darren Aronofsky,
kom hingað til lands.
Aðrar stjörnur hafa ver
ið hér undanfarið og má þar
nefna Ben Stiller og Flea,
bassa leikara Red Hot Chili
Peppers, en hann kom meðal
annars við í Þórsmörk á með
an á dvöl hans stóð.
Þ
etta er svona litla
barnið mitt sem ég hef
gert til hliðar við tón
listina. Þar sem þetta
varpar mynd á áhuga
mál mín og persónulegar skoð
anir,“ segir Steinunn Camilla
söngkona úr The Charlies en
hún opnaði í dag vefversl
un þar sem hún selur skart
gripi sem hún gerir í eldhúsinu
heima hjá sér í Los Angeles.
Hún er búsett þar ásamt þeim
Ölmu Guðmundsdóttur og
Klöru Elíasdóttur.
„Þetta er lítið fyrirtæki og
allt sem því tengist geri ég sjálf
heima úr eldhúsinu okkar. Frá
því að gera hvern skartgrip
frá grunni að því að taka allar
myndirnar og setja upp heima
síðuna frá a til ö. Yfir í að pæla
í hugmyndafræðinni á bak við
hvern grip og tengja það við
hluti sem hafa heillað mig í
gegnum tíðina,“ en Steinunn
segir gripina strax hafa vakið
athygli í Hollywood.
Steinunn á ekki langt að
sækja hæfileikana. „Ég hef
alltaf verið að hanna og búa
til skartgripi enda kem ég
af þremur kynslóðum gull
smíðameistara, en foreldr
ar mínir eiga verslunina Gull
og silfur á Laugaveginum
og því hefur skartgripagerð
og hönnun ávallt verið stór
partur af lífi mínu.“
Fyrirtæki Steinunnar heitir
CarmaCamilla. Sem fyrr sagði
opnaði hún vefverslun í dag en
slóðin á hana er carmacamilla.
com. Steinunn er með fjór
ar mismunandi skartgripalín
ur í gangi en þær heitia Liber
ty, Phoenix, Spikefull og Isis.
Eyrnalokkarnir úr Liberty
línunni hafa verið þeir vinsæl
ustu hingað til en hver þeirra
heitir eftir fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna. Innblástur
línunnar er sóttur í frelsisstytt
una í New York en göddunum
sem eru einkennandi í henni
svipar til þeirra sem er að finna
á krúnu styttunnar. „Eyrna
lokkarnir er gerðir úr gödd
um og eru vinsælasta línan hjá
mér. Dans og tónlistarsenan
hérna í L.A. er virkilega hrifin
af þessu. Síðan hef ég fengið
athygli frá tískuhúsum og ver
ið boðið að selja þá í búðum
hérna,“ en Steinunn segir hina
ýmsu stílista einnig hafa sýnt
þeim áhuga og fengið lánaða í
myndatökur. „Sjálf hef ég notað
lokkana þegar við höfum verið
að koma fram, í myndböndun
um okkar og í myndatökum.“
Steinunn segir áhugann
fyrir eyrnalokkunum og tíð
ar fyrirspurnir vegna þeirra
vera ástæðuna fyrir því að
hún ákvað loksins að fara alla
leið með hönnunina. „Ég hef
í raun ekki getað farið neitt
án þess að fá fyrirspurnir um
lokkana og í kjölfarið á því
hafa stelpurnar og vinir mín
ir hér hvatt mig til að setja
upp verslun. Ég ákvað bara
að kýla á það.“ asgeir@dv.is
Skartgripaverk-
stæði í eldhúsinu
n Steinunn Camilla hannar skartgripi n „Litla barnið mitt“
Fjórar mismunandi línur Liberty, Phoenix, Spikefull og Isis. Mynd CarMaCaMillia.CoM
Steinunn Camilla Hefur lengi hannað sitt eigið skart og fékk svo mikið af fyrirspurnum að hún opnaði netverslun.
Mynd CarMaCaMillia.CoM
Allt í plati
Tónlistar og kvikmynda
gerðarkonan Vera Sölvadótt
ir plataði Facebookvini sína
upp úr skónum fyrir helgi
þegar hún birti mynd af sér
og frönskum vini sínum fyrir
framan kapellu í Las Vegas
og tilkynnti að nú væri hún
gift. Mörgum brá eðlilega í
brún og óskuðu henni var
færnislega til hamingju með
áfangann. Vinur hennar og
samstarfsfélagi, Magnús
Jónsson tónlistarmaður,
sagðist hlakka til að hitta
manninn í lífi hennar og
sendi þeim kveðju sína.
Vera gerði út um gabbið
góða eftir helgi og sagði frá
því að nú væri hún skilin og
þeirri niðurstöðu var fagnað
af vinum sem var ekki farið
að standa á sama.
Saman á
Súðavík
Glamúrfyrirsætan og móðirin
Ósk Norðfjörð eignaðist sitt
sjötta barn í júní síðastliðn
um með kærasta sínum,
frjálsíþróttamanninum Sveini
Helga Elíassyni. Hann er
töluvert yngri en Ósk, 23 ára
gamall, en hann tók á móti
barninu þeirra sjálfur heima
hjá þeim. Eftirminnilegt er
þegar Séð og heyrt greindi frá
því, fyrr á þessu ári, að Sveinn
kom Ósk á óvart og lét húð
flúra nafn hennar á handlegg
sinn og svo lét hann húðflúra
nöfn barnanna hennar fimm
á brjóstkassann.
Skötuhjúin voru á Súða
vík um helgina og fór vel á
með þeim og sáust þau á
labbi með hluta af stórfjöl
skyldunni.
Þórunn á
faraldsfæti
Söngdívan Þórunn Antonía
Magnúsdóttir hefur verið á
faraldsfæti. Hún var í
London og síðan í Los Ang
eles en hún hefur verið þar
með vini sínum Dhani Harri
son sem er sonur Bítilsins
George Harrison, en hann
gekk að eiga Sólveigu Kára
dóttur í júní og Þórunn Ant
onía söng í brúðkaupi þeirra.
Þórunn Antonía hefur
verið að gera það gott í tón
listinni en hún fékk verð
laun sem besta söngkon
an á Hlustendaverðlaunum
FM957 auk þess sem hún
hefur fengið mikið lof fyrir
lagið sitt Too Late á spænskri
tónlistarsíðu, en hún var í
efsta sæti á vinsældalista
þeirra.
Nýja plata Þórunnar,
StarCrossed, er nýkomin út
en hún og Davíð Berndsen
sömdu lögin á henni í sam
einingu.
Jennifer Connelly og Paul Bettany Spókuðu sig á Laugaveginum ásamt börnum sínum.