Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Side 15
Fréttir 15Helgarblað 2.–4. nóvember 2012 Fannst á heimili sínu liggjandi á milli blaðastafla n Ríkið dæmt til að greiða eldri manni miskabætur vegna frelsissviptingar H éraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag ís­ lenska ríkið til að greiða 73 ára manni 300.000 krónur í miskabætur fyrir ólögmæta frelsis­ sviptingu ásamt því að greiða hon­ um 550.000 krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 10. desember 2007 fór lögreglan að heimili mannsins að beiðni leigu­ sala hans þar sem hann hafði ekki náð sambandi við manninn um langt skeið. Vildi leigusalinn ná í manninn þar sem hann vildi segja upp leigusamningi. Leigusalinn hafði áhyggjur af manninum þar sem hann hafði orðið var við að herbergi leigjandans væru fullt af rusli. Þegar lögreglan kom á staðinn svaraði maðurinn ekki þrátt fyrir að lögreglumennirnir bönkuðu ítrek­ að á hurðina. Þegar þeim var litið inn um glugga á herbergi manns­ ins blasti við þeim mikil óreiða og háir staflar af blaðabunkum sem sums staðar náðu upp undir loft. Einn lögreglumannanna ákvað að skríða inn um glugga. Hann skreið yfir kassa og blaðadrasl að hurðinni og komst inn í herbergið. Þar fann hann manninn sofandi í laut, mitt í blaðadraslinu. Maðurinn brást illa við heim­ sókn lögreglumannanna og bað þá ítrekað um að yfirgefa húsnæðið. Samkvæmt dómi höfðu lögreglu­ mennirnir áhyggjur af andlegri heilsu mannsins sem mun hafa verið æstur og ekki svarað þeim af nokkru viti. Þeir kölluðu því til lækni sem mat ástand manns­ ins þannig hann þyrfti að gang­ ast undir geðmat. Maðurinn var því færður gegn vilja sínum í lög­ reglubifreið og þaðan á geðdeild Landspítalans. Læknirinn bar fyrir dómi að hann myndi ekki betur en að maðurinn hefði yfirgefið húsið af fúsum og frjálsum vilja. Geðlæknir á geðdeild taldi ekki vera þörf á að nauðungarvista manninn. Í nótu læknisins kemur fram að hann hefði talið líklegt að maðurinn þjáðist af „para­ noid pers onality disorder“ eða út­ brunna „schizophreniu“, en þar sem hann virtist ekki vera hættu­ legur sjálfum sér eða öðrum eða í sjálfsvígsástandi eða bráðu geð­ rofsástandi hafi hann verið látinn laus. Maðurinn byggði skaðabóta­ kröfu sína á ólögmætum afskipt­ um, húsleit og frelsissviptingu sem hann varð fyrir af hálfu lög­ reglunnar sem og að ákvörðun læknisins um að svipta hann sjálf­ ræði hafi verið með öllu ólögmæt. Hann sagði lögregluna ekki hafa sinnt beiðnum um að láta af af­ skiptum sínum. Þvert á móti hafi hann orðið fyrir spurningaflóði af hálfu lögreglu – spurningum sem stefnda fundust særandi og niðr­ andi í sinn garð. Þannig hafi hann verið spurður um það hvort hann baðaði sig og hvernig. Hann taldi vegið að æru sinni. Í dómnum seg­ ir að ekki hafi verið hægt að sýna fram á verulegar líkur á að maður­ inn væri haldinn geðsjúkdómi sem réttlætti frelsissviptinguna. hanna@dv.is Geðdeild Ríkinu ber að greiða 73 ára manni miskabætur eftir að hann var fluttur nauðugur á geðdeild af lögreglu. Sigmundur hækkar í launum MÖGULEG BROT GYLFA TIL FME OG KAUPHALLAR 2009 n Tengist kaupum Eimskips á IceExpress árið 2009 n Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, mögulega sekur um umboðssvik Lögmaður sem DV ræddi við sagð­ ist, eftir að hafa lesið yfir minnisblað um möguleg brot, telja að margt benti til þess að um umboðssvik væri að ræða þegar Gylfi færði IceExpress fjölda verkefna árið 2007. Samkvæmt 249. grein hegningarlaga varða slík brot allt að tveggja ára fangelsi hér­ lendis. Má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, í allt að sex ára fang­ elsi. Eimskip kaupir IceExpress Við bankahrunið í október 2008 varð verulegur samdráttur á flutningastarf­ semi frá Bandaríkjunum til Íslands. Eimskip fækkaði þá skipaferðum til Bandaríkjanna og dró saman samn­ inga við undirverktaka. IceExpress missti á þeim tíma stóran hluta við­ skipta sinna og viðskipti ShopUSA snarminnkuðu. Samkvæmt heimild­ um DV jukust skuldir Ice Express við Eimskip mikið á þeim tíma. Í febrúar 2009 keypti Eimskip síðan IceExpress – með í kaupunum fylgdi hins vegar ekki ShopUSA sem Ice­ Express hafði keypt á milljón dollara árið 2007. Gylfi sagði við blaðamann Morgunblaðsins að verðið væri trún­ aðarmál en það greiddist með hag­ ræðingunni. Samkvæmt heimildum DV var kaupverðið um þrjár milljón­ ir dollara. Í samtali við DV árið 2009 vildi Gylfi ekki gangast við því. „Við höfum ekki borgað krónu fyrir Ice­ Express. Við tókum bara yfir félagið,“ sagði hann. Eimskip tilkynnti ekki Kauphöll Íslands um kaupin og þá var held­ ur ekki gefin út fréttatilkynning um þau. Það var ekki fyrr en Morgun­ blaðið birti frétt um kaupin sem þau voru gerð opinber. Svo virðist sem Eimskip og Gylfi Sigfússon hafi vilj­ að hafa hljótt um þessa fjárfestingu. Þá kemur ekkert fram um kaupin í ársreikningi Eimskips fyrir árið 2009. Þess skal getið að Gylfi Sigfússon réð Lárus Ísfeld, eiganda IceExpress þar til félagið var selt til Eimskips, sem framkvæmdastjóra Eimskips í Banda­ ríkjunum árið 2009. Þeirri stöðu gegndi Gylfi þar til hann tók við sem forstjóri Eimskips í maí árið 2008. Brot á reglum um tilkynningaskyldu? Lögmaður sem DV ræddi við telur vafa leika á því hvort Eimskip hafi uppfyllt reglur um tilkynningaskyldu þar sem félagið gaf ekki út tilkynningu þegar það festi kaup á Ice Express í upphafi árs 2009. Gæti það varðað brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Stuttu áður hafði Eimskip fengið 20 milljóna króna stjórnvaldssekt fyr­ ir að fresta birtingu á innherjaupp­ lýsingum vegna fjárhagserfiðleika Innovate, dótturfélags Eimskips, vor­ ið 2008. DV sendi Gylfa Sigfússyni, for­ stjóra Eimskips, og Ólafi William Hand, upplýsingafulltrúa félagsins, fyrirspurn um það á miðvikudaginn hvort ríkisskattstjóri hefði óskað eftir upplýsingum um kaup Eim­ skips á IceExpress. Einnig var spurt hvort rætt hefði verið við Gylfa sér­ staklega. Þegar blaðið fór í prentun höfðu hvorugur þeirra svarað fyrir­ spurn DV. n „Þú ert bara að vaða í reyk Gylfi Sigfússon við DV 2009 Hluti af minnisblaði með ábendingu um mögu- legt fjárhagslegt misferli, 18. maí 2009. Sent til Kauphallar Íslands og Fjármálaeftirlitsins: „Minnisblað þetta er skrifað til viðeigandi stofnana á Íslandi, Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins, sem ábending og beiðni um rannsókn á hugsanlega ólögmætri og refsiverðri háttsemi í fjölþjóðaviðskiptum íslenskra og íslensk tengdra fyrirtækja og lögaðila. Ætla má að æðsti stjórnandi íslensks almenningshlutafélags í flutningastarf- semi hafi misvísandi haldið upplýsingum leyndum um fjármálagerninga við tengda aðila á kerfisbundinn hátt með umtalsverðum fjárhagsávinningi fyrir sig og fjölskyldu sína. Hann og samstarfsaðilar hafi markvisst og vísvitandi búið til viðskipti sín á milli á kostn- að almenningshlutafélagsins og samtímis samið um samræmda þjónustu á markaði. Samstarfsaðili hafi búið til fjölþjóðlegan rekstur þar sem t.d. tekjur af flutningaþjónustu til Íslands eru m.a. innheimar að hluta í gegnum íslenskt skráð fyrirtæki, óbeint til að lækka tollverð innfluttrar vöru. Þeir viðskiptahættir sem hér verður nánar fjallað um og að baki liggja varða brot á íslenskum lögum, svo sem um hlutafélög á markaði (reglur FME og Nastaq OMX), tekjuskattslög, samkeppnislög og lög um fjármagnsflutninga.“ Forsetinn keypti Neyðarkall Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hófu formlega söluna á Neyðar­ kalli björgunarsveitanna í Smáralind síðdegis á fimmtu­ dag. Þau keyptu hvort sinn Neyðarkallinn áður en þau hófust handa, ásamt öðrum sjálfboðaliðum, við að selja Neyðarkallinn gestum og gang­ andi. Í tilkynningu frá Slysavarna­ félaginu Landsbjörg segir að um sé að ræða næststærstu fjáröfl­ unarleið björgunarsveita um allt land. Áætlað sé að ríflega tvö þúsund sjálfboðaliðar verði við sölu um allt land um helgina. Dómur yfir nauðgara staðfestur Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs dóms yfir 27 ára manni, Jóhanni Inga Gunnarssyni. Hann er dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna nauðgunar en miskabætur til fórnarlambsins voru hækkaðar í Hæstarétti og eru ein milljón króna. Jóhann nauðgaði konu sem ekki gat spornað gegn honum vegna svefndrunga og ölvun­ ar. Hann bar fyrir sig fyrir dómi að þau hafi notið kynmaka með fullu samþykki. Fyrir dómi var hins vegar ljóst að konan hafði tekið skýrt fram að hún vildi ekki sofa hjá honum. Það var mat sérfræðinga að konan þjáð­ ist af áfallastreituröskun, hún hefði upplifað mikla ógn, ótta og bjargleysi í kjölfar nauðg­ unarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.