Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Page 21
Þ að yrði hrikalegt ástand hérna ef við fengjum eitthvað sam­ bærilegt veður,“ segir Sig­ urður Þ. Ragnarsson veður­ fræðingur um fellibylinn Sandy sem gekk yfir Bandaríkin á þriðjudaginn. Að minnsta kosti 110 létu lífið í fellibylnum en þegar þetta er skrifað er óvíst um afdrif margra. Í New York­borg einni hafa 22 dauðs­ föll verið staðfest en milljónir manna á austurströnd Bandaríkjanna eru án rafmagns. Sigurður, eða Siggi stormur eins og hann er gjarnan kallaður, segir að við­ líka veður hafi líklega aldrei riðið yfir Ísland. „Stórir gluggar myndu brotna, bílar myndu færast til og það yrði neyðarástand á einhverjum svæðum ef svona veður myndu verða hér,“ segir hann beðinn um að bera dýpstu lægð­ irnar sem ganga yfir Ísland saman við umræddan fellibyl í Bandaríkjunum. Aðspurður segir hann að þar sem hvassast hafi verið hafi meðal­ vindhraðinn verið um 40 metrar á sekúndu og enn meiri í hviðum. Á Íslandi sé varað við stormi ef vind­ hraðinn nái 20 metrum á sekúndu en 33 metrar flokkist sem fárviðri. „Mestu hviður hafa farið í 60 metra en meðalhraðinn verður aldrei 40, nema hugsanlega einstaka sinnum á Stórhöfða, sem er afar illa í sveit settur, umvafinn klettabeltum sem magna upp vindinn.“ 5.000 milljarða tjón Barack Obama Bandaríkjaforseti fór á miðvikudag um hamfarasvæðin en hann hefur lagt afar mikla áherslu á að hjálp berist tafarlaust þangað sem hennar er þörf. Tjónið er stórkostlegt en talað er um að Sandy sé sá fellibyl­ ur í sögunni sem mestum skemmd­ um hefur valdið – jafnvel þó hann sé ekki sá kraftmesti. Áætlað hefur verið að kostnaður við endurupp­ byggingu eftir hamfarirnar hlaupi á tugum milljarða Bandaríkjadala, allt að 40 milljörðum sem jafngilda 4.000 til 5.000 milljörðum íslenskra króna. Sandy flokkaðist þrátt fyrir þetta sem fyrsta stigs fellibylur og mannfall­ ið virðist aðeins hafa verið brot af því sem það var þegar Katrina gekk yfir Bandaríkin árið 2005. Þá létust meira en 1.300 manns. Myndast yfir heitum sjó Siggi ítrekar að viðlíka veður og gekk yfir Bandaríkin þegar Sandy kom upp að austurströndinni geti ekki orðið á Íslandi. „Fellibyljirnir fá orku sína úr hlýjum sjó. Þessi fellibylur fæðist við Kúbu og safnar í sig, með uppgufun hlýs sjávar, orku á leið sinni til norð­ urs. Við erum að tala um sjó sem er 28 til 30 gráða heitur. Við slíkar aðstæður verður mikil uppgufun. Þá stígur loft­ ið og myndar hitabeltisstorma,“ segir hann og bætir við að umfang þeirra og kraftur ráðist einnig af þrýstingi í háloftunum. Þegar stormurinn komi norðar kólni hann og losi sig við alla þessa gufu – í formi rigningar. „Þá verður þetta gríðarlega vatnsveður,“ bendir hann á. Í þessu tilviki hafi felli­ bylurinn, þegar hann kom að New Jersey hitt fyrir nokkuð öfluga kulda­ lægð sem var á sama tíma yfir Banda­ ríkjunum. „Venjulega missa fellibylj­ irnir kraft þegar þeir ganga á land en í þessu tilviki fékk Sandy aukinn kraft þegar hún hitti fyrir lægðina.“ Sú lægð hafi verið eins og hefðbundin íslensk lægð. Til viðbótar þessu hafi sjávarföll staðið þannig að stórstreymt var á svæðinu. Mikill loftþrýstingur, eins og verður þegar djúpar lægðir eiga í hlut, hækka auk þess yfirborð sjávar. Við slíkar aðstæður, mikið vatns veður, öflugan vind, háa stöðu sjávar og mik­ inn loftþrýsting, geti orðið mikið tjón eins og raunin varð í Bandaríkjunum í vikunni. n Erlent 21Helgarblað 2.–4. nóvember 2012 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Miklu öflugra en íslensku lægðirnar n Margir látnir og milljónir án rafmagns vestanhafs„Stórir gluggar myndu brotna, bíl- ar myndu færast til og það yrði neyðarástand á ein- hverjum svæðum ef svona veður myndu verða hér. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Allt ónýtt Íbúi heldur um höfuð sér þegar hann vitjar heimilis síns eftir fellibylinn Sandy. Margir misstu allt sitt. Íslensk rigning Siggi stormur segir að veður á borð við fellibylinn Sandy geti ekki komið upp á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.