Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Page 12
12 | Fréttir 29. júní 2011 Miðvikudagur „Ég bara sá þetta í blaðinu og missti mig alveg. Ég fattaði bara þegar ég las lýsingarnar að ég hafði lent í mjög svipuðu og sú sem sagði sögu sína í Fréttatímanum,“ segir Valgarður Bragason sem aðfaranótt síðastliðins föstudags braut 21 rúðu á skrifstofu kaþólsku kirkjunnar við Hávallagötu. Hann segist hafa gert það í bræði eftir að hafa áttað sig á því að hann átti svipaða reynslu að baki. Lýsing­ ar fórnarlambs séra Georgs í Frétta­ tímanum hafi rifjað upp fyrir hon­ um löngu gleymt atvik. Í blaðinu lýsti fórnarlambið því hvernig presturinn misnotaði hana í prestbústað sem hann bjó í og var við skólann. „Þeg­ ar ég las lýsinguna þá var eins og ég væri að muna einhvern draum. Ég hafði aldrei vitað að þetta væri raun­ verulegt. Þetta var eins og „déjà vu“ nema einum of raunverulegt.“ „Hann var að perrast í mér“ Valgarður segist hafa gert sér grein fyrir því að séra Georg hefði brotið á honum. Fórnarlambið í blaðinu hafði lýst einhverju sem hann þekkti. „Ég man eftir því að Georg leiddi mig inn í herbergi sem hann bjó í, í gamla prestbústaðnum. Ég man bara að ég sat við stórt borð og svo man ég eftir honum með hneppt frá skyrt­ unni og hann var að strjúka mér eitt­ hvað á efri hluta líkamans og sífellt að lykta af mér. Hann talaði um að honum væri heitt og eitthvað svona. Því næst fór hann afsíðis og stundi eitthvað,“ segir hann alvarlegur og bætir við: „Hann var alltaf móður og reykti mikið. Ég einhvern veginn afgreiddi það bara þannig að hann hefði bara verið móður. Bara sem að honum væri heitt eða eitthvað því ég var bara krakki. Hann var svo lúmskur að hann náði að gera þetta á ótrúlega lúmskan hátt. Í raun án þess að ég gerði mér grein fyrir hvað hann væri að gera. Ég sá ekkert nema bringuna á honum sem var alveg fár­ ánlega loðin. Ég lokaði bara á þetta en svo þegar ég las þetta þá fattaði ég að hann hafði verið að perrast í mér.“ Dúndraði steinum í rúðurnar Við uppgötvunina blossaði mik­ il reiði upp í Valgarði og hann fór í bíltúr. Hann keyrði að skrifstofu kaþólsku kirkjunnar sem er einnig heimili kaþólsku prestanna. „Ég var bara heima að hugsa um þetta. Síðan fór ég upp í bíl og keyrði upp í safn­ aðarheimili um tvöleytið um nótt­ ina. Ég var svo reiður yfir því að það væri enginn búinn að gera neitt og ef enginn gerir neitt þá viðgengst bara svona áfram.“ Því næst tók Valgarður upp stein og byrjaði að kasta í húsið. „Ég dúndraði bara steinum í húsið því ég var reiður yfir því að enginn væri búinn að gera neitt. Ég ætlaði inn og var búinn að ná að smalla upp hurð­ inni og þá kom löggan. Sem betur fer kannski bara.“ Hann segir tvo presta hafa ver­ ið komna út og er hálffeginn að lög­ reglan hafi komið svo skjótt á stað­ inn. „Ég bara veit ekki hvað ég hefði gert. Ég hefði bara skemmt eitthvað þarna,“ segir Valgarður. „Mér finnst bara vera komið gott af svona. Þetta er úti um allan heim. Þetta er í öllum kirkjum meira og minna.“ Margt óeðlilegt átti sér stað Valgarður var alinn upp í kaþólskri trú. Hann er sonur hjónanna Braga Kristjónssonar bóksala og Nínu Bjarkar Árnadóttur skálds. Hann gekk í Landakotsskóla frá sex ára aldri og þangað til hann var tólf ára og fór í sumarbúðirnar á Riftúni tvö sumur. Hann var einnig messuþjónn í kirkjunni þangað til hann var sext­ án ára gamall. Hann hefur hingað til verið mjög trúaður en hyggst núna segja sig úr söfnuðinum. Hann segir umræðuna um þessi meintu ofbeld­ isbrot hafa komið sér fyrst á óvart. „Maður var sjokkeraður og fór að hugsa. Það var svo margt sem gerð­ ist þarna sem var ekki eðlilegt. Þeg­ ar maður er krakki þá bara sér mað­ ur hlutina ekki eins. Maður kemur þarna inn sex ára og þekkir ekkert annað. Það var rosalegur agi og mað­ ur var alltaf í einhverju hlutverki. Manni leið ekkert vel þarna,“ segir hann og bætir við: „Þegar var farið að fjalla um þetta þá fór ég að hugsa til baka og sá hlutina öðruvísi. Það var margt mjög ljótt sem átti sér stað þarna og það var farið illa með börn.“ „Maður var alltaf hræddur“ Valgarður segist hafa áttað sig á því með tímanum að vistin í Landakoti hefði haft áhrif á líf hans. „Þegar mað­ ur kemur úr svona sjúku umhverfi þá hefur það áhrif á mann. Ég reyndi bara að komast af eins og krakkar gera. Maður fer bara í eitthvert hlut­ verk. En ég var aldrei öruggur þarna. Maður var alltaf hræddur. Krakkarnir báru ekki virðingu fyrir þeim heldur var það ótti sem stjórnaði.“ Hann segist hafa haft óljósar hug­ myndir um skólann. „Ég hugsaði seinna hvað það hefði verið gott að hafa verið í Landakoti því þá væri maður svo kurteis og agaður. Svona stillti ég þessu upp. Þetta var einka­ skóli og svona. Ég sé eftir á hvað það hafði slæm áhrif. Fyrstu tvö árin mín í Hagaskóla var ég til dæmis alveg týndur.“ „Þetta voru skrímsli“ Valgarður segir að ýmislegt hafi rifj­ ast upp fyrir honum þegar hann fór að lesa þá umfjöllun sem hefur verið um ofbeldið í Landakotsskóla. Hann hafi til dæmis munað eftir atvikum úr sumarbúðunum á Riftúni þar sem hann var tvö sumur. „Ég man að þau tóku alltaf einn strákinn úr svefn­ skálanum á nóttinni. Ég hélt að þau hefðu bara verið að hugga hann en eftir á þá var þetta skrýtið. Maður veit ekkert hvað þau hafa verið að gera við hann. Þetta voru bara skrímsli.“ Hann man einnig eftir öðru ein­ kennilegu atviki úr sumarbúðun­ um. „Þau einangruðu stundum einn krakka. Ég man eftir að þau gerðu þetta við eina vinkonu mína. Hún var tekin fyrir. Ef við krakkarnir vor­ um að leika okkur á róló þarna fyrir utan þá fékk hún ekki að vera með heldur var höfð ein utan við. Og þeg­ ar við lékum okkur uppi í fjallinu þá fékk hún ekki að fara með. Hún átti n Valgarður Bragason sem var nemandi í Landakotsskóla braut rúður í húsnæði kaþólsku kirkjunnar í bræði n Frásagnir fórnarlamba Margrétar Müller og séra Georgs rifjuðu upp vondar æskuminningar Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Braut dyrnar upp Lögreglan kom rétt um það leyti sem Valgarður var að brjóta upp dyrnar og var á leið inn. Hann segist hafa verið reiður yfir þvi að enginn skyldi hafa gert neitt. Ónýt stofnun Valgarður ætlar að segja sig úr söfnuðinum. Hann ólst upp sem kaþólikki en hefur misst trúna á söfnuðinn sem hann segir vera ónýtan. „Ég var samt alltaf með einhver ónot í mér þegar ég gekk fram hjá prestbústaðnum og vissi aldrei alveg af hverju. Réðst á kirkjuna eftir að fortíðin rifjaðist upp Rifjaðist upp Valgarður braut 21 rúðu á safnaðarheimilinu eftir að hafa áttað sig á því að séra Georg hafði „perrast“ í honum. Hann segir suma prestana sem þar búa hafa vitað af níðingsverkum Margrétar og Georgs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.