Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Blaðsíða 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 29. júní 2011 Miðvikudagur
Umhverfisvænn
klósetthreinsir
Ef þú vilt vera bæði umhverfisvænn
og spara pening er tilvalið að búa til
sinn eigin klósetthreinsi. Á matar
karfan.is er uppskrift að hreinsi sem
er vænn og grænn og án þeirra eitur
efna sem fylgja slíkum vörum og við
mengum náttúruna með. Heimatil
búni hreinsirinn inniheldur 2 mat
skeiðar af matarsóda, 1 matskeið
af ólífuolíu og 1 teskeið af sítrónu
ilmefni. Einnig er hægt að setja
aðrar tegundir af ilmefnum, allt eftir
smekk hvers og eins. Þessu er öllu
hellt saman í skál og hrært saman.
Þá er hægt hella því í klósettskálina
og skrúbba óhreinindin burt.
Einstaklega lipur
og þægilegur
n Starfsmaður í Epal í Hörpu fær
lof dagsins fyrir að vera einstaklega
þjónustulundaður. Hann pantaði
vöru fyrir mig sem var ekki til og
hringdi í mig strax um morguninn
daginn eftir til að láta vita að
hún væri komin. Áður en
hann afgreiddi mig, leiddi
hann svo erlenda túrista í
gegnum sögu Hörpu og
sagði þeim frá húsinu.
Hann var einstaklega
lipur og þægilegur –
sjaldgæfur fengur í ís
lenskri verslun.
Æðar í súpunni
n Óánægður viðskiptavinur fékk sér
núðlusúpu með nautakjöti á Noodle
Station á Skólavörðustíg. Er hann
beit í þykkan nautakjötsbita í súp
unni blasti við honum ófrýnileg sjón
en þrjár æðar lágu úr bitanum. Við
þetta missti viðskiptavinurinn lyst
á súpunni en fékk hvorki afsökun
arbeiðni né boð um endurgreiðslu
eða nýja súpu. Honum
var einfaldlega tilkynnt
að staðurinn fengi
stundum kjötbita með
æðum í. Hann var
ekki ánægður með
reynsluna og hyggst ekki
kaupa súpu á staðnum aftur.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 227,7 kr. 227,7 kr.
Algengt verð 227,5 kr. 227,5 kr.
Höfuðborgarsv.227,4 kr. 227,4 kr.
Algengt verð 227,7 kr. 227,7 kr.
Algengt verð 228,9 kr. 227,7 kr.
Melabraut 227,5 kr. 227,5 kr. SVONA KEMSTU
HJÁ SUKKINU
n Við þurfum ekki að belgja okkur út af óhollustu í útilegunni n Setjum kotasælu, harðfisk
og silung til að grilla í kæliboxið n Ef við erum vel undirbúin getur útilegan orðið sukklaus
Hamborgarar, pylsur, steikur og
sykurpúðar er það sem flest okk
ar hugsa um þegar minnst er á úti
legumat, að ónefndum sósum, gosi,
snakki og öðru gúmmelaði. Við fyll
um kæliboxið af auðveldum eða
jafnvel tilbúnum mat til að þurfa
að hafa sem minnst fyrir honum og
gleymum þar með öllum ráðlegging
um um hollt og gott mataræði. Það
er hins vegar óþarfi að færast mörg
skref aftur á bak í að viðhalda góð
um lífsstíl þegar við förum í útileg
ur einungis vegna þess að við höfum
brugðið okkur tímabundið út fyrir
daglegar venjur. DV fékk tvo sérfræð
inga til að gefa ráð um hvers konar
nesti sé best að taka með þegar mað
ur heldur út fyrir borgarmörkin án
þess að detta í sukk og svínarí. Þær
Borghildur Sverrisdóttir, einkaþjálf
ari og framkvæmdastjóri MatAsk ehf.
og Ragnhildur Þórðardóttir, M.Sc í
heilsusálfræði og einkaþjálfari, gefa
ráð um hollari útilegumat. „Ef við
erum vel undirbúin með skottið á
bílnum sneisafullt af hollustu verður
auðveldara að feta hollustubrautina
innan um snakkið og súkkulaðið sem
misþyrma æðakerfinu, heilsunni og
smyrja kílóum utan á okkur,“ segir
Ragnhildur Þórðardóttir.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Vatn 100 g
n Hitaeiningar – 0
n Sykur 0 gr.
n Fita 0 gr.
Coca Cola 100 g
n Hitaeiningar – 42
n Sykur 10,5 gr. (27 sykurmolar í 0,5 L)
n Fita 0 gr.
Svaladrykkir Gömul sannindi en þó er þetta vísa sem er aldrei of oft kveðin: Gos er óhollt!
Í hálfum lítra af kóki eru til dæmis 27 sykurmolar og þess vegna eru þetta innantómar
hitaeiningar sem við drekkum með gosinu. Vatnið er alls staðar og nóg af því. Á flestum
tjaldsvæðum er rennandi vatn og ef ekki þá er hægt að fara að næsta læk og fylla á brúsann.
Við búum jú á Íslandi.
Ef það er kolsýran sem þú saknar þá er Kristall góður kostur. Passaðu þig samt á því að
taka ekki Kristal + með þér því í honum er viðbættur sykur. Einnig skal athuga að vatn
með sítrónubragði og sítrónusýru er ekki það sama. Sítrónubragð er í lagi í góðu hófi en
sítrónusýran fer illa með glerung tanna.
Trópí 100 g
n Hitaeiningar – 46
n Sykur 0 g
n Fita 0 g
Jarðaberjasvali 100 g
n Hitaeiningar – 48
n Kolvetni 11, 6 gr ( 9 sykurmolar í 250 ml)
n Fita 0 g
Ávaxtasafar Pössum okkur á að velja þá ávaxtasafa sem eru merktir sem 100 prósent
hreinn safi. 100 prósent þykkni er ekki það sama. Annars ætti maður helst að drekka ávaxta-
safa einungis ef maður þarf orku strax og hefur ekkert annað. Það er miklu meiri næring í
appelsínunni eða mandarínunni sjálfri, meiri trefjar, meira af vítamínum og fólinsýru. Sól-
safi kemst líklega næst því að drekka eitt stykki appelsínu en í honum eru 42 hitaeiningar,
nær engin fita og enginn viðbættur sykur. Náttúrulegur sykur er 8,8 grömm.
Hamborgarar
(án meðlætis) 100 g
n Hitaeiningar 219
n Sykur 0 g
n Fita 15 g
Pylsur (án meðlætis) 100 g
n Hitaeiningar 234
n Sykur 0 g
n Fita 17,8 g
Einfalt á grillið Pylsur eru mjög unnin kjötvara. Þær eru einnig mjög feitar en í 100
grömmum eru 20 grömm af fitu. Remúlaði og steiktur laukur eru óhollasta pulsumeðlætið
en í 100 grömmum af remúlaði eru 68 grömm af fitu. Hrái laukurinn er mun betri kostur en
steiktur því í þeim hráa eru einungis 40 hitaeiningar og 0 grömm fita í 100 grömmum á móti
160 hitaeiningum í þeim steikta og 15 grömmum af fitu.
Ef hamborgarakjötið er magurt eða 4 til 8 prósent fita þá er hamborgarinn í sjálfu sér
ekkert svo óhollur og sér í lagi ef efra brauðinu er sleppt eða notað grófkorna hamborgara-
brauð. Svo er um að gera að hafa tómata, gúrku, salatblöð, rauðlauk og salsasósu í stað
tómatsósu. Þá ertu með næringarríkan hamborgara sem réttlætir kannski næringar-
snauða hamborgarabrauðið. Svo er æðislegt að skera kartöflur niður í báta, krydda með
paprikukryddi, grilla á grillinu og setja smá maldon-salt yfir rétt áður en borðað er. Það sama
er hægt að gera með sætar kartöflur en þá myndi ég frekar mæla með timian og rósmarín.
Næringarríkur og flottur „skyndibiti“. Það eru hins vegar majónessósurnar sem keyra upp
hitaeiningafjöldann en í einni skeið af hamborgarasósu eru 70 hitaeiningar.
Soðnar eða bakaðar
kartöflur 100 g
n Hitaeiningar – 76
n Sykur 0 g
n Fita 0 g
Kartöflusalat
n Hitaeiningar – 207
n Sykur 0,7 g
n Fita 16,1 g
Kartöflur Kartöflusalat er oft blandað majónesi sem er mettuð fita og mjög orkuríkt. Betri
kostur er að grilla kartöflur því þær eru holl og góð fæða og í rauninni ekkert að þeim. Auk
þess er nánast engin fita í kartöflum en um 16 grömm af kolvetnum. Í staðinn fyrir að fylla
þær af smjöri væri betra að búa til sósu úr sýrðum rjóma með ferskum graslauk eða léttri ab
mjólk.
Sætar kartöflur eru einnig góður kostur en þær innihalda minni sterkju en venjulegar
kartöflur og því er oft mælt frekar með þeim.
Harðfiskur 100 g
n Hitaeiningar – 323
n Sykur 0 g
n Fita 2,1 g
Kartöfluflögur 100 g
n Hitaeiningar – 450–530
n Sykur 0 g
n Fita 20–35 g
Snakk Öll vitum við að fiskur hefur góð áhrif á heilsuna og ómega 3 fitusýrur skipta máli
við að viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu og eru góðar fyrir húðina, heilann og
efnaskiptin. Þær hjálpa einnig til við að verjast sjúkdómum allt frá gigt til krabbameins.
Harðfiskur er auk þess góð uppspretta af hágæðapróteinum. Velja skal steinbít eða annan
feitan fisk til að fá ómega 3 fitusýrurnar, því ýsa inniheldur minna af þeim.
Í snakki er mikið af transfitu og mettaðri fitu og þar af leiðandi er snakkið mjög orkurík fæða.
Ef manni finnst útilegan ónýt án einhvers konar snakks þá má benda á að saltstangir eru þá
skástar. Í 100 grömmum eru um 380 hitaeiningar og rúm 6 grömm af fitu.
Létt drykkjarjógúrt (án við-
bætts sykurs) 100 g
n Hitaeiningar – 48
n Kolvetni 5,5 g
n Fita 1,4 g
Létt drykkjarjógúrt 100 g
n Hitaeiningar – 76
n Kolvetni 12,7 g
n Fita 1,3 g
Jógúrtdrykkir Oft er mikill viðbættur sykur í jógúrtdrykkjum sem gefur tómar hitaeiningar.
Það er ekki alltaf tekið fram á pakkningum hversu mikið af viðbættum sykri er í drykknum og
einungis talin upp kolvetni. Það er töluvert úrval af sykurlausum eða sykurskertum mjólkur-
vörum og þær eru ávallt betri kostur. Þó eru skiptar skoðanir á sætuefnum sem notuð eru
og Borghildur bendir á að þau séu sannarlega ekki betri og líkaminn vinni illa á þeim. Margir
finni fyrir slæmri meltingu eftir neyslu á sætuefnum og svo virðist sem sætuefni auki löngun
í sykur líkt og sykur gerir. Hún segir að best sé því að kaupa alltaf hreinar mjólkurvörur, helst
lífrænar þar sem þær innihaldi meira af ómega 3. Setja megi fræ, hnetur, rúsínur, ferskar
döðlur og fleira náttúrulegt og ferskt út í.
Í lífrænu hreinu skyri eru 55 hitaeiningar í 100 grömmum og í það er notaður hrásykur sem
hefur minni áhrif á blóðsykurinn.
Finn crisp wholegrains 100 g
n Hitaeiningar – 350
n Sykur 0,9 g
n Fita 5,7 g
Toffy Pops 100 g
n Hitaeiningar – 480
n Sykur 35,2 g
n Fita 22,4 g
Kex Það er í raun ekki hægt að benda á eitt kex sem er betra en annað. Kex samanstendur af
sykri, mettaðri fitu, transfitu og miklu af rotvarnarefnum auk annarra aukaefna.
Þá er betra að taka með sér hrökkbrauð eins og Finn Crisp sem inniheldur mikið af trefjum
og hefur þar af leiðandi góð áhrif á meltinguna. Hægt er að setja ýmislegt góðgæti á hrökk-
brauðið eins og kotasælu og paprikusneiðar eða hummus og lífrænt hnetusmjör.
Auk þess má velja lífrænt kex en það inniheldur ekki transfitu og minna af aukaefnum en
venjulegt kex.