Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Qupperneq 19
Umræða | 19Miðvikudagur 29. júní 2011
Gagnrýni í þágu
samfélagsins
1 Félag fyrrverandi umboðsmanns skuldara gjaldþrota
Einkahlutafélag Runólfs Ágústs-
sonar, fyrrverandi rektors Háskólans
á Bifröst, hefur verið úrskurðað
gjaldþrota.
2 Grunaður um að nauðga átta ára stjúpdóttur sinni
Í fórum mannsins fundust myndir af
honum með stúlkunni.
3 Reyndi að fremja sjálfsvíg eftir að hundarnir hans drápust
Tveir hundar dóu vegna vanrækslu
eins reyndasta hundaþjálfara Bret-
lands.
4 Hrægammar eiga bankanaSkuldabréf Glitnis og Kaupþings í
eigu erlendra vogunarsjóða.
5 Bruggar bjór í Austur-EvrópuGarðar Gunnlaugsson markaðssetur
bjórinn Krumma.
6 Samsæriskenning um Baugs-feðga
Sandkorn: Frétt um málaferlin út af
eignarréttinum á Bónusgrísnum vakti
nokkra athygli í síðustu viku.
7 „Hann ætlar að kenna mér trikkin“
Jón Jónsson er nýr ritstjóri Monitor.
Björn Þorláksson blaðamaður
ritstýrir vikublaðinu Akureyri sem fyrst
kemur út fyrir norðan þann 11. ágúst.
Hver er maðurinn?
„Ja, það er nú það. Ég gerði tilraun til að
lýsa því í Heimkomunni, bók eftir mig sem
kom út árið 2009 og hefur m.a. verið kennd
í kynjafræðum við fleiri en einn háskóla. En
þér að segja er ég ekki alveg viss.“
Hvaðan ertu?
„Ég er bóndasonur úr Mývatnssveitinni.“
Hvaða bók lastu síðast?
„Ég er að lesa Fátækt fólk eftir Tryggva
Emils. Sumt í henni eins og til dæmis
súrmaturinn minnir mig á mataræðið heima
í Vogum til forna. Ég varð orðinn nítján ára
gamall þegar ég smakkaði fyrst pítsu.“
Hvað varð til þess að þú fórst í blaða-
mennsku?
„Slys eins og margt annað í mínu lífi. Árni
Gunnarsson vinur minn hringdi í mig eitt
kvöldið þegar ég vann fyrir mér með píanó-
leik. Þá vantaði prófarkalesara á Tímann og
ég mætti hnarreistur, fullur þjóðmálaáhuga
og var orðinn fréttastjóri blaðsins fyrr en
varði. Svo lá leiðin í útvarp og sjónvarp.
Fyrst á RÚV, síðar á Stöð 2.“
Hvernig spratt hugmyndin að viku-
blaðinu Akureyri?
„Hugmyndin hefur legið í gerjun í nokkurn
tíma, enda vantar fleiri miðla hér fyrir
norðan og meiri breidd, til dæmis vantar að
mestu gagnrýna blaðamennsku. Við vorum
um tíu manns sem hittumst reglulega
og vorum að plotta nýtt blað. Þá hringdi
síminn, rekstrargrunnur fannst og allt small
saman.“
Hvert er markmiðið með stofnun
blaðsins?
„Markmiðið er að auðga líf bæjarbúa með
skemmtilegu og fræðandi efni. En það
verður heldur engin lognmolla. Hér verður
ekki þagað yfir hneykslismálum sem varða
almannahagsmuni.“
Hversu margir starfsmenn verða á
blaðinu?
„Það er óljóst enn. Eitthvað verður um
„freelance“ fólk en viðtökur munu ráða
starfsmannafjölda.“
Þú hefur gagnrýnt blaðamenn á svæðinu
fyrir linkind en ætlar að fjármagna út-
gáfuna með auglýsingum fyrirtækja á
staðnum, hvernig fer það saman?
„Þetta er góð spurning. Ég hef velt mikið
fyrir mér hvort ágeng fréttastefna í bland
við viðtöl, umræðu og léttmeti eins
og verður í Akureyri geti gengið í miðli
sem byggir ekki á áskrift heldur aðeins
auglýsingapeningum. En af hverju ætti ekki
gagnrýnin umfjöllun að hugnast auglýsend-
um og samfélaginu öllu? Aukinheldur hef ég
fengið staðfest frá eigendum að þeir munu
ekkert skipta sér af ritstjórnarstefnunni.“
„Já, því það er svo góður matur í Blóðbank-
anum.“
Hjörtur Jónasson
22 ára nemi
„Nei, en ég hef lengi stefnt að því að gera
það.“
Nikulás Ægisson
40 ára kennari
„Nei, ég veit ekki hvort ég myndi þora því. Ég
er svo hrædd við nálar.“
Erna Ósk Ingvarsdóttir
16 ára nemi
„Nei, en ég ætla að gera það einhvern tíma.“
Bryndís Tatjana
15 ára nemi
„Nei, ég má það ekki.“
Þórkatla Jónsdóttir
39 ára flokksstjóri hjá ISS
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Gefur þú blóð?
Seglskútan Örn Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 kom til Reykjavíkur á þriðjudaginn en það er í eigu bandarísku
strandgæslunnar og liðsforingjaskóla hennar. Almenningi gefst kostur á að skoða skútuna fram á fimmtudag. MyNd SIgTryggur ArI
Myndin
Dómstóll götunnar
H
efur íslenska efnahagshrunið
haft einhverjar jákvæðar af-
leiðingar? Kannski ekki marg-
ar, og vissulega fleiri slæmar,
en ég get þó nefnt eina. Fyrir hrunið
2008 var það orðið viðurkennt í sam-
félaginu að sterkefnuðu fólk gæti leyfst
nánast hvað sem væri í krafti auðs síns.
Önnur viðmið og aðrar reglur byrjuðu
að gilda fyrir auðmenn samfélagsins
en annað fólk og mörgum þeirra leyfð-
ist það sem almennt var bannað.
Til að mynda mölduðu fáir í móinn
árið 2005 þegar Björgólfur Guðmunds-
son hótaði að kaupa DV til þess eins
að leggja það niður. Blaðið hafði vog-
að sér að skrifa grein um hjónaband
eiginkonu hans og stofnanda banda-
ríska nasistaflokksins. Umfjöllun um
efnið hafði verið tekin út úr sagnfræði-
bók um fjölskyldu konu Björgólfs sem
bókaforlag hans gaf út. Björgólfur rit-
skoðaði því bókina og hefði líklega lát-
ið verða af þessari hótun sinni ef hann
hefði fengið að kaupa blaðið. Björg-
ólfur hefði átt að vera fordæmdur fyr-
ir þessa ritskoðunarhugmynd sína.
Svo var hins vegar ekki. Margar sam-
bærilegar sögur er hægt að segja af ís-
lensku auðmönnunum fyrir hrun þar
sem inntakið er að þeim leyfðist það
sem öðrum leyfðist ekki og gátu keypt
sér það sem aðrir gátu ekki komist yfir,.
Íslendingar voru á leiðina í áttina
að samfélagi sem segja má að hafi ein-
kennst af auðræði aleiganna – alræði
hinna ríku sem áttu allt og máttu allt.
Menn eins og Björgólfur, Jón Ásgeir,
Hannes Smárason og fleiri slíkir gátu
komist upp með ótrúlegustu hluti af
því þeir voru ríkir og þess vegna valda-
miklir. Fólk var einfaldlega hrætt við
þá. Of mikil völd komust því á hendur
fárra manna vegna auðs þeirra.
Í sumum samfélögum eru pólitísk
völd nægjanleg ástæða til að einstaka
menn geti gert það sem þeim sýnist.
Nicolae Ceausescu, einræðisherra í
Rúmeníu, var til dæmis skráður sem
höfundur fjölmargra greina og bóka á
sviðum sem hann vissi ekkert um, til
dæmis í efnafræði. Ceausescu fannst
gaman að vera álitinn höfundur merki-
legra bóka og lét skrifa sig fyrir verkum
annarra af því hann var valdamikill. Á
Íslandi var það hins vegar auðurinn
sem orðinn var að nægjanlegri ástæðu
til að menn gætu gert það sem þeim
sýndist.
Að þessu leytinu til stefndi Ísland í
sömu átt og Bandaríkin þar sem slíkt
auðræði aleiganna hefur ríkt um ára-
tugaskeið. Eitt lítið dæmi um auðræð-
ið í bandarísku samfélagi er þátttaka
bandarískra milljarðamæringa eins og
George Soros, manninum sem græddi
um milljarð dollara á því að taka stöðu
gegn breska pundinu árið 1992, í þjóð-
félagsumræðunni þar í landi. Soros,
sem fjallað var um í íslenskum fjölmiðl-
um í fyrra vegna frétta um að íslenski
fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson
hefði fundað með starfsmönnum hans
um stöðutöku gegn íslensku krónunni
árið 2007, skrifar reglulega greinar í
bandaríska tímaritið The New York
Review of Books.
Í nýjasta tölublaði tímaritsins er
forsíðugrein eftir Soros á þremur síð-
um þar sem hann fjallar um fjárveit-
ingar sínar til mannúðarmála. Samtals
hefur fjárfestirinn gefið meira en átta
milljarða dollara til samtaka sem hann
stofnaði sem kallast The Open Society
Foundations. Samtökin beita sér í þágu
lýðræðisumbóta og mannréttinda
víðs vegar um heiminn þar sem rétt-
indi manna hafa verið fótum troðin,
til dæmis í kommúnistaríkjum Austur-
Evrópu og víðs vegar í þriðja heimin-
um. Soros hefur því vissulega látið ým-
islegt gott af sér leiða þrátt fyrir að vera
á sama tíma gríðarlega umdeildur fyr-
ir stöðutökur gegn gjaldmiðlum, dóm
í Frakklandi fyrir innherjaviðskipti, og
annað slíkt þar sem hann hefur haft
það eitt að markmiði að maka krókinn.
En þá er það aðalatriði málsins:
Umrædd grein Soros í þessu annars
vandaða tímariti er ekki merkileg að
inntaki og hefði líkast til ekki verið birt
nema vegna þess hver skrifaði hana.
Greinin snýst fyrst og fremst um það
hversu mikið fé Soros hefur gefið og
hversu áhugaverðar hugmyndir hann
telur sig hafa um efnahags- og stjórn-
mál. Því er fyrst og fremst um að ræða
lofrollu Sorosar um visku sína, hug-
myndir og manngæsku. Soros kvart-
ar meðal annars yfir því í greininni að
hafa ekki fengið tækifæri til að ræða
hugmyndir sínar um samfélagsmál,
beint við Barack Obama Bandaríkja-
forseta heldur aðeins aðstoðarmenn
hans. „Mestu vonbrigði mín voru þau
að ég gat ekki komist í beint samband
við Obama forseta sjálfan.“
Sennilega eru tiltölulega fáir menn
sem telja sig vera svo merkilega að þeir
geti kvartað undan því opinberlega að
hafa ekki fengið að hitta forseta Banda-
ríkjanna. Þennan sjálfmiðaða boð-
skap sinn flytur Soros á þremur síðum
í blaðinu sem að öllu jöfnu eru fullar af
þönkum fremstu hugsuða heimsins,
nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum,
heimspekiprófessora, sagnfræðinga,
stjórnmálafræðinga og vel skrifandi
blaðamanna sem fjalla um vettvangs-
rannsóknir sínar í fjarlægum löndum.
Þessi skrif Sorosar í New York
Review of Books eru nokkuð sambæri-
leg við það ef Jón Ásgeir Jóhannesson,
Bjarni Ármannsson eða Björgólfur
Thor myndu fá nokkrar síður í Skírni
eða Tímariti Máls og menningar til að
birta greinar um eigið ágæti, heim-
speki sína og styrkveitingar til Unicef,
við hliðina á fræðaefni frá íslenskum
háskólamönnum og rithöfundum.
Soros talar eins og Guð og gerir tilkall
til þess að fá að hitta Bandaríkjaforseta
og fær birtar greinar í blaði sem að öllu
jöfnu er aðeins opið fremstu hugsuð-
um samtímans eða öðrum sem hafa
virkilega áhugaverða sögu að segja.
Auður hans, og aðeins auður hans,
opnar honum dyr sem flestum öðrum
standa lokaðar.
Þótt íslenska fjármálakerfið hafi
hrunið – sem er auðvitað slæmt – þá
hefur þetta hrun seinkað því að við
fetum okkur nær þessari braut Banda-
ríkjamanna. Við stefndum í áttina að
auðræði aleiganna en vegna hrunsins
verður væntanlega einhver bið á því að
Hreiðar Már skrifi aðalefnið um sjálf-
an sig í Lesbók Morgunblaðsins eða að
Björgólfur komist upp með það aftur
að hóta því að kaupa fjölmiðil til þess
eins að leggja hann niður af því að hon-
um mislíka skrif hans.
Auðræði aleiganna
Kjallari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
george Soros
„Of mikil völd komust því á hendur
fárra manna vegna auðs þeirra.