Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Page 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 29. júní 2011 Miðvikudagur Nýliðarnir styrkja sig í félagaskiptaglugganum: Magnús Páll samdi við Víking Magnús Páll Gunnarsson, framherj- inn kröftugi úr Breiðabliki, samdi á þriðjudaginn við Nnýliða Víkings í Pepsi-deildinni. Magnús Páll hefur spilað í neðri deildum Þýskalands undanfarin ár en hann lék síðast með uppeldisliði sínu, Breiðabliki, árið 2008. Félagaskipti Magnúsar eru kær- komin búbót fyrir Víkinga. Hann get- ur þó ekki hafið leik með liðinu fyrr en 15. júlí þegar félagaskiptaglugg- inn opnast. Þá er framherjinn Stefán Örn Arnarsson sem spilað hefur með Keflavík og ÍA undanfarin ár einnig verið að æfa með liðinu en hann er uppalinn Víkingur og spilaði síðast með liðinu í 1. deildinni árið 2005. Víkingar voru einnig með banda- rískan leikmann í sigtinu en óvíst er hann gangi í raðir liðsins. Magnús Páll Gunnarsson er stór og sterkur framherji sem hlaut bronsskóinn tímabilið 2007 þegar hann skoraði átta mörk fyrir Kópa- vogsliðið í sautján leikjum. Eitt þeirra marka skoraði hann gegn Víkingi á Víkingsvelli. Hann á að baki 113 leiki fyrir Breiðablik í deild og bikar en í þeim hefur hann skorað 14 mörk. Samkvæmt heimildum DV hafði ÍBV áhuga á Magnúsi Páli en hann er nú genginn í raðir nýliðanna úr Foss- voginum. Víkinga sárvantar framherja en liðið hefur aðeins skorað fimm mörk í fyrstu átta leikjum Pepsi-deildar- innar. Helgi Sigurðsson er meiddur og hefur verið frá eftir að deildin og bikarinn fóru aftur að stað eftir hléið sem gert var vegna þátttöku U21 árs liðsins á Evrópumótinu í Danmörku. Björgólfur Takefusa meiddist einnig illa á liðþófa fyrir hléið og er ennþá frá. Hefur hinn sautján ára gamli Viktor Jónsson byrjað í framlínunni síðustu tvo leiki Víkinga. Fossvogspiltar hafa ekki unnið leik í deildinni frá því í fyrstu um- ferð þegar þeir höfðu betur í nýliðas- lagnum gegn Þór á heimavelli, 2–0. Í þeim leik skoruðu bæði Helgi Sig- urðsson og Björgólfur Takefusa einu mörk sín í sumar. Eftir það hefur Vík- ingur spilað sjö leiki í deild og tvo í bikar og aðeins unnið einn þeirra, gegn þriðju deildar liði KV í Valitor- bikarnum. tomas@dv.is Kemur fyrsti sigur HK? n Tveir leikir fara fram í 1. deild karla í fótbolta á miðvikudags- kvöldið klukkan 20.00. HK heim- sækir Hauka að Ásvöllum en HK er rótfast á botni deildar- innar með að- eins tvö stig eftir átta leiki. Þurfa HK-ingar heldur betur að fara að vinna sinn fyrsta leik en Haukar eru í 3. sæti deildar- innar. Á sama tíma taka Ólafsvík- ingar á móti KA en þar berjast liðin í níunda og tíunda sæti deildarinnar. Er því von á hörkubaráttu í Ólafsvík. Selfyssingar halda vestur n Áttunda umferð 1. deildar klár- ast á fimmtudagskvöldið en hún hefst klukkan 19.00 með leik BÍ/ Bolungarvíkur og Selfoss á Ísa- firði. Grótta fær það hlutskipti að mæta topp- liði ÍA sem hefur valtað yfir hvern andstæðinginn á fætur öðrum og er á góðri leið með að vinna sér aftur inn sæti í Pepsi-deildinni. Þá tekur ÍR á móti Þrótti í Breiðholtinu og Leiknis- menn sem hafa enn ekki unnið leik fara í heimsókn í Grafarvoginn og mæta Fjölni. Allir þessir leikir hefj- ast klukkan 20.00. KR heldur til Færeyja n KR-ingar spila á fimmtudags- kvöldið fyrri leik sinn í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar gegn færeyska liðinu ÍF frá Fuglafirði. Fyrri leikurinn verður spilað- ur ytra. Hlut- skipti liðanna í sínum deildum er ólíkt. Á meðan KR-ingar tróna taplausir á toppi Pepsi-deildarinnar hér heima er ÍF Fuglafjörður í botnsæti færeysku efstu deildarinnar. KR virðist því hafa fengið algjöran draumadrátt í þessari umferð. Mata ekkert að flýta sér n Juan Mata, spænski U21 árs lands- liðsmaðurinn sem fór á kostum á Evrópumótinu í Danmörku, er ekk- ert að flýta sér frá Valencia þar sem hann spilar. Hann hefur þrá- látlega verið orð- aður við brott- för frá félaginu en Valencia á í miklum fjár- hagserfiðleikum og ætti erfitt með að hafna tilboði sem færi yfir 20 milljóna punda múrinn. Sjálfur segist hann alveg tilbúinn að taka eitt ár í viðbót á Mestalla-vellinum og þráir að vinna eins og einn bikar með félaginu. Svanirnir hafna Newcastle n Nýliðar Swansea í ensku úrvals- deildinni hafa hafnað tilboði New- castle í bakvörðinn Neil Taylor en hann þótti fara á kostum í Cham- pionship-deild- inni í fyrra. Klá- súla í samningi Taylors segir að hann geti farið bjóði lið eina milljón punda í hann og það gerði Newcastle. Swansea sagði samt sem áður nei, takk og bað Newcastle um að leita annað. Swansea er fyrsta velska liðið til að spila í ensku úrvalsdeild- inni frá stofnun hennar árið 1992. Molar H alldór Helgason, snjó- brettakappi frá Hörgár- byggð á Norðurlandi, er orðinn einn mesti afreks- íþróttamaður Íslendinga. Þessi tvítugi piltur hefur ásamt bróður sínum Eika tekið snjóbretta- heiminn með trompi og eru þeir bræðurnir orðnir einir allra bestu snjóbrettamenn heims. Þeir eru um þessar mundir að setja á laggirnar tvö ný fyrirtæki, annað þeirra selur snjóbretti og hitt belti. Húfuvöru- merki þeirra, sem ber hið skemmti- lega heiti hoppipolla, hefur verið í gangi í nokkur ár og gengur vel að sögn Halldórs. Halldór vann Big Air- keppnina á X-Games í fyrra með stökki sem hlaut fullkomna einkunn. Sá sigur gerði lítið annað en að auka frægð hans og frama gríðarlega. Myndar meira en hann keppir Halldór gerir ekki mikið af því að keppa á snjóbretti, hann reynir þó að keppa á fjórum stórum mótum á ári. Best gekk honum í vetur á Air and Style-mótinu í Þýskalandi sem er eitt það allra stærsta í heimi. Þar náði hann þriðja sæti. Sjálfur horf- ir hann mun meira til þess að vera með í að taka upp snjóbrettamyndir en þær eru stór hluti af brettaheim- inum og Halldór segir ekki alla skilja það. „Það er svolítið fyndið að fólk skilur ekki alveg hvernig þetta virkar. Íslend- ingar virðast bara skilja þegar maður keppir því þá lendir maður í einhverj- um sætum. En það eru myndirnar sem skipta mestu máli. Það eru bara tuttugu af bestu brettagaurum heims sem fá að vera með í þeim. Það er því ótrúlegt að það voru þrír Íslendingar í síðustu mynd Standard Films sem er stærsta fyrirtækið í þessu. Það er bara tekin upp ein mynd á ári,“ segir Hall- dór. Einn sá yngsti til að vera með Halldór er aðeins tvítugur en bróðir hans Eiki er þremur árum eldri. Hall- dór var í vetur að taka upp sína þriðju mynd en hann fékk fyrst að vera með þegar hann var sautján ára. „Ég held að ég hafi verið einn sá yngsti sem hef verið með í þessu,“ segir hann. Nýjasta myndin var tekin upp hér á Íslandi en einnig í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Aust- urríki. Það þykir gríðarlegur heiður að fá að vera með í svona mynd en eins og Halldór segir eru aðeins fáir út- valdir sem eru með á hverju ári. „Það er svo gaman að gera þetta því maður gerir bara það sem manni dettur í hug. En maður er alltaf að reyna að vera með besta efnið því sá sem er með það besta fær að vera síð- astur í myndinni. Það er mesti heið- urinn. Myndin kemur út í september þannig að maður bíður spenntur eft- ir að sjá hvort maður hafi verið með besta efnið,“ segir Halldór sem eyddi því vetrinum með bróður sínum og öðrum íslenskum atvinnumanni, Gulla Guðmundssyni, við að ferðast um heiminn og taka upp brettamynd. „Þetta var náttúrlega æðislegt. Sér- staklega þar sem við vorum allir þrír saman. Ég, bróðir minn og svo Gulli sem ég hef hangið með frá því ég var lítill.“ Fór í snjóbrettaskóla í Svíþjóð Snjóbrettaáhugi Halldórs hófst þegar hann var níu ára gamall. Hann fylgd- ist þá með stóra bróður sínum Eika í fjallinu og ákvað að prófa sjálfur. Einfalt er að reikna að átta ár liðu frá því að áhuginn kviknaði þar til Hall- dór var valinn til að vera með í tök- um á stærstu snjóbrettamynd heims. „Maður var ekkert að spá í neinu svo- leiðis þegar maður var að byrja,“ seg- ir Halldór. „Ég var bara alltaf að reyna að halda í við Eika og Gulla og reyna að ná þeim að getu. Þeir fóru svo allir í snjóbrettaskólann í Svíþjóð og þegar ég var orðinn nægilega gamall fór ég þangað líka.“ Snjóbrettaskóla? „Þetta er fram- haldsskóli sem ég fór í eftir grunn- skólann. Hann er svona fyrir krakka sem vita ekki alveg hvað þeir vilja verða. Þarna er maður þrjá daga í viku í skólanum og hina fjóra á snjóbretti sem er auðvitað algjör snilld. Þann- ig er líka mun auðveldara að koma sér á framfæri. Eiki og Gulli komu sér þannig inn í minni Evrópumyndir sem ég fékk síðan einnig að vera með í og gat þannig komið mér á framfæri,“ segir Halldór. Draumurinn rættist „Þetta er bara draumurinn,“ segir Halldór aðspurður um líf sitt. „Mig langaði alltaf til að verða atvinnu- maður á snjóbretti. Það var takmark- ið. Ég á stundum svolítið erfitt með að skilja að ég sé búinn að ná því. En fyrst ég er kominn þetta langt ætla ég bara að halda áfram og reyna að hafa eins gaman af þessu og ég mögulega get.“ En hvað sögðu foreldrarnir við þessum draumum og snjóbretta- skóla þar sem aðeins er lært þrjá daga í viku? „Þau voru bara ánægð með þetta,“ segir Halldór og hlær við. „Þau hafa alltaf stutt okkur í einu og öllu. Mamma og pabbi sögðu alltaf við okkur bræðurna að þau myndu styðja okkur í hverju sem væri á með- n Akureyringurinn Halldór Helgason er orðinn einn frægasti snjóbrettakappi heims n Er einn launahæsti íþróttamaður Íslands n Fór 16 ára í snjóbrettaskóla í Svíþjóð Orðinn einn sá stærsti í hei inum Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Magnaður á „railinu“ Halldór og Eiki bróðir hans þykja með betri „railurum“ sem fyrir- finnast í íþróttinni. Fá liðsstyrk Víkingar ætla að styrkja sig í glugganum enda þurfa þeir sárlega að fara að skora og hala inn stigum. MYND TOMASZ KOLODZIEJSKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.