Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Síða 12
12 | Fréttir 4. júlí 2011 Mánudagur Vinnudagur Agné Krataviciuté hófst klukkan hálf átta á laugardagsmorg- uninn. Hún sinnti störfum sínum ásamt hinum herbergisþernum hót- elsins þar til kom að kaffihléi klukk- an 10. Samstarfsfélagar hennar segja hana þá hafa kvartað undan tíða- verkjum og að hún hafi ekki tekið sér kaffihlé að venju. Hún hafi hins vegar farið afsíðis. Þeir vissu ekki hvert en nú er talið víst að Agné hafi lokað sig af inni á hótelherbergi og átt barnið þar. Lögreglan rannsakar eitt hótel- herbergjanna og hefur lokað það af. Eftir kaffihléð ræddi Agné við næsta yfirmann sinn og sagðist vera með tíðaverki og hita. Hún vildi drífa sig heim og hringdi því næst í fyrr- verandi kærasta sinn sem kom og sótti hana. Bar sig vel Samstarfsfélagar hennar segja hana hafa borið sig vel. Þá grunaði ekki að neitt óvenjulegt hefði gerst. „Hún bar sig afar vel og var eins og hún var vön. Það var ekkert óvenjulegt í fari hennar eða geðslagi sem vakti grun- semdir,“ segir Gísli Úlfarsson, hótel- stjóri Hótels Fróns. Þrifin og störfin á hótelinu eru líkamlega erfið og samstarfsmenn hennar segja hana hafa verið jafn- duglega og ávallt. Það eina sem hafi verið frábrugðið þennan dag hafi verið að hana vantaði í kaffihléið. „Hún var alltaf mjög dugleg og sam- starfsmenn hennar bera henni vel söguna. Það var víst ekkert frábrugð- ið hvað það varðaði þennan morg- un,“ segir Gísli. Það trúir þessu enginn „Það trúir þessu enginn ennþá,“ bæt- ir Gísli við. Hann segir konuna hafa verið hláturmilda og hörkuduglega og starfsfólk trúi ódæðinu ekki upp á hana. „Þessar fregnir eru starfs- mönnum hér mikið áfall, það vissi heldur enginn að hún væri ólétt. Það sást ekki því hún var feitlagin.“ Samstarfskonur hennar sem DV ræddi staðfesta þetta. „Ekkert okkar vissi að hún væri barnshafandi, hún var bara mjög ljúf og sumir hér vissu ekki einu sinni hver hún væri þegar þetta kom í ljós,“ sagði ein þeirra sem vildi ekki láta nafns síns getið. Næturvörður segir hana hafa verið dula Konan sem um ræðir heitir Agné Krataviciuté til heimilis að Þórufelli 4 í Breiðholti. Hún er 22 ára og frá Litháen og hafði aðeins unnið á hót- elinu í fjóra mánuði. Þótt Agné hafi verið léttlynd er hún sögð hafa verið dul. „Hún deildi ekki með samstarfsfélögunum neinu úr sínu lífi,“ segir næturvörður hót- elsins. „Hún hélt sig út af fyrir sig og samlagaðist hópnum illa. Það vissi enginn neitt um hana, hvaðan hún var, hvað hún var að gera áður og hvernig lífi hún lifði yfirleitt,“ segir hann. Nýlega hætt með kærastanum Barnið var látið þegar það fannst en talið er að það hafi fæðst lifandi. Fyrrverandi kærasti Agné var í haldi lögreglu á sunnudag en sleppt um eftirmiðdaginn. Í fréttum hefur komið fram að þau slitu nýlega samvistum og bjuggu ekki lengur saman. Fréttastofa Vísis fullyrti að það hefði verið hann sem „Ekkert okkar vissi að hún væri barns- hafandi, hún var bara mjög ljúf. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is n Agné Krataviciuté talin hafa skilið nýfætt barn eftir til að deyja í ruslagámi n Lýst sem hlát- urmildri og hörkuduglegri n Lögreglan fór með tölvur og búnað af heimili hennar í Þórufelli „Hún bar sig vel“ Blóm og gjafir Mörgum var brugðið við harmleikinn. Vegfarandi skildi eftir blóm, bangsa og kort sem í stóð: Allt betra skilið en þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.