Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 10. ágúst 2011 Miðvikudagur
N
okkur umræða hefur ver-
ið um tryggingafélagið
Sjóvá-Almennar að und-
anförnu. Hefur Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt
söluna á 52,4 prósenta hlut Eigna-
safns Seðlabankans í tryggingafélag-
inu. SF1, sjóður í umsjón Stefnis,
sjóðastýringafyrirtækis Arion banka,
borgaði 4,9 milljarða króna fyrir 52,4
prósenta hlut í Sjóvá, sem þýðir að
heildarverð félagsins er 9,4 milljarðar
króna. Í nóvember lagði hópur, undir
forystu hagfræðingsins Heiðars Más
Guðjónssonar, fram tilboð upp á 10,9
milljarða króna. Telur Guðlaugur Þór
að mismuninn, upp á 1.500 milljónir
króna, þurfi íslenskir skattgreiðendur
að borga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, sem
hefur óskað eftir því að þing verði kall-
að saman til að ræða stöðu Sjóvár, tel-
ur tap ríkisins vegna sölunnar á Sjóvá
þó vera enn meira en Guðlaugur Þór
segir. Telur Sigmundur Davíð að nú-
virða verði tapið. „Tap ríkisins nemur
því allavega um 7 milljörðum króna
en ekki 4,3 milljörðum eins og Seðla-
bankinn heldur fram,“ sagði Sigmund-
ur Davíð í pistli á heimasíðu sinni.
Bjarni taldi ríkið ekki bera skaða
Jónas Kristjánsson, bloggari og fyrr-
verandi ritstjóri, sagði í pistli á heima-
síðu sinni nýlega að líklega ætti
Guðlaugur Þór frekar að sparka í
Bjarna Benediktsson, formann Sjálf-
stæðisflokksins, frekar en Steingrím J.
Sigfússon fjármálaráðherra. Athyglis-
vert er að rifja upp fullyrðingar Bjarna
sem hann lét falla í viðtali við DV í des-
ember árið 2009. „Væntanlega mun
ríkið ekki bera neinn skaða af þessu,“
var á meðal þess sem Bjarni fullyrti í
umræddu viðtali vegna umfjöllunar
DV sem snérist meðal annars um fjög-
urra milljarða króna tap Sjóvár á fast-
eignaviðskiptum í Makaó og félagið
Vafning.
Eins og kunnugt er lánaði íslenska
ríkið Sjóvá 12 milljarða króna sumarið
2009. Auk þess fékk félagið fjóra millj-
arða króna frá Glitni og Íslandsbanka.
Ef virði félagsins er einungis 9,4 millj-
arðar króna er ljóst að íslenska ríkið
gæti tapað um 5,2 milljörðum króna á
Sjóvá. Er þá gengið út frá því að Eigna-
safn Seðlabankans fái 1,9 milljarða
króna fyrir 20 prósenta hlutinn sem
enn er í eigu bankans auk þeirra 4,9
milljarða sem þegar hafa verið greidd-
ar. Íslenska ríkið fengi því einungis
6,8 milljarða króna upp í 12 milljarða
króna lánið sem ríkið veitti Sjóvá.
Engeyingar í vellystingum
Á meðan íslenska ríkið virðist tapa
milljörðum króna á Sjóvá berast fréttir
af því að Einar Sveinsson, föðurbróðir
Bjarna Benediktssonar, eigi 3,8 millj-
arða króna ásamt eiginkonu sinni.
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, og
móðir hans eiga síðan eignir upp á tvo
milljarða króna. Þeir virðast því enn
lifa í vellystingum í Garðabæ þar sem
þeir eru búsettir. Einar á hins vegar fé-
lagið Hrómund sem tapaði sex millj-
örðum króna árið 2008 og var þá með
neikvætt eigið fé upp á tvo milljarða
króna. Benedikt á síðan félagið Haf-
silfur en það félag á engar eignir í dag.
Það skilaði um tveggja milljarða króna
tapi árið 2008 og var með skuldir upp á
um fjóra milljarða króna sem nú hafa
líklega verið afskrifaðar að mestu.
Talið er að stór hluti auðs þeirra
Einars og Benedikts sé tilkominn
vegna sölu þeirra á hlut sínum í Sjóvá
til Íslandsbanka í september 2003.
Þá seldu þeir Einar, Benedikt og nán-
asta fjölskylda þeirra 27 prósenta hlut
í Sjóvá til Íslandsbanka fyrir 5,2 millj-
arða króna. Gerðist það í kjölfar at-
burðar sem kallaður hefur verið „nótt
hinna löngu bréfahnífa“ þegar helstu
fjármálamenn Íslands skiptu á milli
sín stærstu fyrirtækjunum. Þess skal
þó getið að hluta af þeim fjármunum
sem Einar og Benedikt fengu fyrir söl-
una á hlutnum í Sjóvá voru greiddir
með hlutabréfum í Íslandsbanka til
félaganna Hafsilfurs og Hrómundar. Í
kjölfarið gerði Íslandsbanki yfirtöku-
tilboð í Sjóvá.
Fram að sölunni hafði Einar ver-
ið forstjóri Sjóvár og Benedikt stjórn-
arformaður. Stuttu síðar varð Einar
stjórnarformaður Íslandsbanka en
hann hafði setið í stjórn bankans allt
frá árinu 1991. Þannig sat Einar í stjórn
Íslandsbanka þegar bankinn ákvað að
kaupa 27 prósenta hlut fjölskyldu hans
í Sjóvá. Bjarni Ármannsson, banka-
stjóri Íslandsbanka, var síðan gerður
að stjórnarformanni Sjóvár og Þor-
gils Óttar Mathiesen, sem hafði starfað
sem fjármálastjóri Íslandsbanka, tók
við forstjórastarfinu af Einari.
ENGEYINGAR Í VEL-
LYSTINGUM EN RÍKIÐ
TEKUR TJÓN SJÓVÁR
n Bjarni Benediktsson sagði við DV 2009 að tjón ríkisins af Sjóvá yrði ekkert n Félög Einars og
Benedikts Sveinssona skildu eftir milljarða tjón fyrir Sjóvá n Einar og Benedikt sitja á sex milljörðum
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Enn í vellystingum Benedikt Sveinsson,
faðir Bjarna Benediktssonar, lifir enn í
vellystingum þrátt fyrir að mörg eignar-
haldsfélög sem hann tengdist hafi skilið
eftir sig milljarða króna gjaldþrot. Þannig
eru hann og eiginkona hans skráð með eignir
upp á um tvo milljarða króna í dag.
Of lítið fyrir Sjóvá Guðlaugur Þór
Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
segir að ríkið hafi tapað 1,5 milljörðum króna á
því að hafa ekki tekið tilboði frá hópi sem hag-
fræðingurinn Heiðar Már Guðjónsson fór fyrir.
Sjö milljarða tap Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks-
ins, telur að núvirði taps ríkisins á Sjóvá nemi
um sjö milljörðum króna.
Rannsókn á Sjóvá langt komin Ólafur
Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að
rannsóknin á Sjóvá sé langt á veg komin.
Fyrrverandi Glitnistoppar eignast í Sjóvá Þeir Finnur Reyr Stefánsson, Jón Diðrik
Jónsson og Tómas Kristjánsson eru allir hluthafar í Sjóvá í dag. Þeir störfuðu sem framkvæmda-
stjórar hjá Glitni en hættu árið 2007 á sama tíma og Bjarni Ármannsson hætti sem forstjóri.
Jónas Kristjánsson gagnrýninn á Bjarna Benediktsson:
Guðlaugur Þór ætti að sparka í Bjarna
„Ekkert minntist Guðlaugur Þór á afskipti flokksfor-
manns síns af málinu. Bjarni Benediktsson var sem
Engeyingur eignaraðili að Sjóvá og einn þeirra, sem skóf
fyrirtækið að innan. Náði sér meðal annars í vafninga til
að stunda fasteignabrask í Macau að hætti útrásar-
víkinga. Sjóvá fékk lánið aldrei endurgreitt og tapaði
þremur milljörðum króna á vafningum Bjarna. Vanti
Guðlaugur Þór einhvern til að sparka í, er miklu nær, að
hann snúi sér að valinkunnum formanni sínum,“ skrifaði
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, á bloggi sínu
þann 1. ágúst og furðaði sig á gagnrýni Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar.