Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 10. ágúst 2011 Veldu rétta námskeiðið Hot yoga Sporthúsinu og World Class Verð fyrir stakan tíma: 1.700 kr. / 1.000 kr. fyrir meðlimi Sporthússins Stutt lýsing: Heitt jóga er ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal helst í 37-40°C. Hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og meðtækilegri til hreyfingar og teygja og iðkendur komast dýpra inn í stöðurnar. Hitinn gerir það einnig að verkum að iðkendur svitna meira en ella, húðin hreinsast og iðkendur upplifa meiri vellíðan og endurnýjun áhrif eða detox eins og það kallast oft. Megin áhersla lögð á að styrkja vöðvana í kringum hrygginn. Hvenær: Margir tímar. Í Sporthúsinu kostar stakur tími 1.700 en 1.000 fyrir korthafa. Í World Class eru tímarnir opnir. Ketilbjöllur World Class Verð fyrir mánuð: 15.300 kr. Stutt lýsing: Ketilbjöllur eru vogarlóð sem svipar til teketils. Æfingarnar byggjast allar á náttúrulegum hreyfingum, þær byggja upp; kraft, liðleika, þol, jafnvægi og eru í raun alhliða líkamsrækt. Með ketilbjöllum dregur maður fleiri vöðva líkamans inn í æfingarnar og gefa þess vegna gífurlega góða og krefjandi þjálfun. Bjöllurnar eru misþungar og er alltaf hægt að gera margar útgáfur af öllum æfingum, bæði léttari og erfiðari. Þetta æfingakerfi er fyrir bæði stráka og stelpur á öllum aldri. Hvenær? Kennt þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 18.30 Námskeiðið er lokað og þátttaka er háð skráningu. Polefreestyle World Class Stutt lýsing: Polefreestyle eða súlufimi er nútímalíkamsrækt þar sem dansi, styrk, úthaldi og skemmtun er blandað saman. Áhersla er á að byggja upp vöðvastyrk, vöðvaþol, liðleika og samhæfingu til þess að ná ákveðni færni í súlufimi og dansi. Hvenær? Námskeið hefst í september á Sel- tjarnarnesi en þátttaka er háð skráningu. 6 vikna verð er 16.900 en korthafar fá lægra verð. Tabata Sporthúsinu og World Class Stutt lýsing: Æfingatími sem byggir á kraftmikilli skorpuþjálfun. Alhliða þjálfun sem byggir á úthaldi og krafti. Tímarnir henta bæði byrjendum og lengra komnum. Sérstaklega góð þjálfun fyrir íþróttamenn sem vilja auka þol og súrefnisupptöku. Þjálfari sér til þess að hver og einn þjálfi að ystu mörkum. Tabata byggist upp á átökum í 20 sekúndur og hvíld í 10 sekúndur. Þetta er endurtekið 8 sinnum en allt að 10 æfingar eru gerðar í hverjum tíma. Hvenær? Kennt þriðjudaga og fimmtudaga í Sporthúsinu en mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga í World Class. TRX World Class og Sporthúsinu Stutt lýsing: TRX Suspension training er þjálfunarkerfi frá Navy Seals USA sem hefur slegið hressilega í gegn. TRX þjálfun fer fram í ströppum þar sem þú notar líkamsþyngd þína í stað lóða. Æfingarnar byggja upp jafnvægis- og djúpvöðvakerfi líkamans ásamt því að auka liðleika, styrk, sprengikraft og minnka líkur á meiðslum. TRX er fyrir alla, hvort sem þeir eru í góðu eða slæmu líkamlegu formi. Eykur stryk, þrek, liðleika og snerpu. Hvenær? TRX námskeið hefst 5. september en er ný byrjað í Sport- húsinu. Þátttaka háð skráningu. Zumba Sporthúsinu og World Class Stutt lýsing: Zumba er dans og fitness með skemmtilegri suðuramerískri tónlist. Sporin er sáraeinföld og taktarnir eru til dæmis salsa, merenge, cumbia og reggaeton. Tímarnir eru byggðir þannig upp að hjartslátturinn fer bæði upp og aftur niður með óreglulegum hætti. Fætur, hendur og líkami eru á iði allan tímann. Tilvalið fyrir þá sem hafa gaman af því að dansa; einstaklinga eða pör. Hvenær? Tímarnir eru lokaðir – áhugsamir þurfa að skrá sig á námskeið. Þrír tímar í viku í einn mánuð kosta 12.900 kr. í Sporthúsinu en tveir tímar í viku í þrjár vikur kosta 11.900 í World Class. Kennt á ketilbjöllur Jens Andri segir mikilvægt að byrja ekki of geyst. Mynd Eyþór ÁrnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.