Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Side 6
6 | Fréttir 10. ágúst 2011 Miðvikudagur
Eyraroddi á Flateyri:
Byggðastofnun
tekur við eigum
Eyrarodda
„Í gær og í dag [mánudag og þriðju-
dag] er Byggðastofnun að taka við
umráðum þessara eigna sem henni
eru veðsettar. Við erum að taka við
þessum eignum úr höndum skipta-
stjóra,“ segir Aðalsteinn Þorsteins-
son, forstjóri Byggðastofnunar, í
samtali við DV. Stofnunin er nú að
ganga frá því að taka við umráðum á
eignum úr þrotabúi fiskvinnslufyrir-
tækisins Eyrarodda sem úrskurðað
var gjaldþrota í upphafi árs.
Aðalsteinn segir að þessi tíðindi
þýði að sala á þessum eignum fari
nú fram beint í gegnum stofnunina.
Aðspurður hvað nákvæmlega
Byggðastofnun sé að taka yfir segir
Aðalsteinn það vera stóran hluta af
þeim fasteignum þar sem vinnsla
Eyrarodda fór fram. Allt í allt séu
þetta um tíu til tólf fasteignir þar
sem Byggðastofnun fær hluta og
aðrir veðhafar í þrotabúinu annan,
meðal þeirra er Landsbankinn.
Eyraroddi hf. var úrskurðaður
gjaldþrota í upphafi árs en gjald-
þrotið var mikið áfall fyrir atvinnu-
lífið á Flateyri. Mikil óánægja hefur
ríkt meðal bæjarbúa í kringum fram-
vindu mála eftir gjaldþrotið og þung
orð verið látin falla varðandi fram-
göngu skiptastjóra og Byggðastofn-
unar.
Í lok síðasta mánaðar var greint
frá því að Toppfiskur hefði dregið til-
boð sitt í þrotabú Eyrarodda til baka
en þar áður hafði skiptastjórinn
samþykkt tilboð Lotnu ehf. í þrota-
búið. Byggðastofnun hafnaði hins
vegar að selja, að því er fram hefur
komið í fréttum, vegna vafasamrar
viðskiptasögu eigenda Lotnu.
„Það er alltaf verið að stilla okk-
ur upp sem einhverjum geranda í
þessu máli en við erum bara veðhafi
í þessu þrotabúi, einn af þó nokkr-
um. Það hefur verið reynt að selja
þessar eignir í gegnum skiptastjór-
ana sem er yfirleitt einfaldast. Það
hefur ekki tekist eins og alþjóð veit.
Þá á skiptastjóri ekki annarra kosta
völ en að veðhafarnir taki þessar
eignir yfir,“ segir Aðalsteinn.
875 manns hafa nú þegar verið svipt-
ir atvinnuleysisbótum það sem af er
þessu ári. Það er Vinnumálastofnun
sem sér um að greiða út atvinnu-
leysisbætur og jafnframt að aðstoða
bótaþega við að finna sér starf. Á
sama tíma í fyrra voru 625 sem höfðu
verið sviptir atvinnuleysisbótum og
hefur sviptingum því fjölgað um 40
prósent á einu ári. RÚV greindi frá
þessu á þriðjudag.
Anna Sigrún Baldursdóttir, að-
stoðarmaður velferðarráðherra,
sagði að Vinnumálastofnun hefði
farið í átak ásamt ríkisskattstjóra
til að grafa undan misnotkun á at-
vinnuleysisbótakerfinu. Annað væri
ef til vill óheppilegra en það væri
„fólk sem veit einfaldlega ekki af því
að það á ekki rétt á bótum. Þar er
talsvert um námsmenn, en við höf-
um reynt að styrkja atvinnulausa til
að hefja nám til skemmri tíma. Ef fólk
er svo komið í fullt nám, þá erum við
með Lánasjóðinn [íslenskra náms-
manna] til að fjármagna það.“
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, á sæti í félags- og
tryggingamálanefnd. Hann segir það
í fyrsta lagi ánægjuefni að Vinnu-
málastofnun skuli stunda virkt eftir-
lit með þeim sem þiggja bætur. „Al-
varlegra er, að fólk skuli hafa geð í sér
til að sækja um atvinnuleysisbætur
þegar það er í vinnu eða að þeir sem
þiggja bætur eru ekki að sækjast eft-
ir vinnu. Þar með má álykta að sama
fólk hafi verið að misnota kerfið.“
Pétur segir að ekki megi gleyma
skattastefnu ríkisstjórnarinnar, mis-
notkunin á kerfinu bendi til að skatt-
lagningin sé orðin of há. „Atvinnulíf-
ið bregst við hækkandi sköttum með
ýmsum hætti. Þar getur viðkomandi
starfsgrein í raun lagst af eða þá að
starfsgreinin fari undir yfirborðið
og stundi þá skattsvik. Það er mjög
alvarlegt mál því skattsvik snúast
um meira en að hætta einfaldlega
að greiða skatta. Þar er um að ræða
ákveðið siðrof, enda er þetta lögbrot.
Þeir sem eru færir um að brjóta lögin
á þennan hátt gætu þá verið færir um
að brjóta fleiri lög.“ bjorn@dv.is
Þingmaðurinn Pétur Blöndal segir skattsvik vera siðrof:
875 sviptir bótum
Stunda virkt eftirlit Bótaþegar verða að sýna fram á atvinnuleit.
Bifhjólamenn
mældust á 180
Tæplega áttatíu ökumenn voru
teknir fyrir hraðakstur víðsvegar á
höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur
fram að í grófustu brotunum hafi
verið ekið á 50 til 60 kílómetra hraða
umfram leyfðan hámarkshraða. Í
tveimur tilvikum var reyndar um
enn svívirðilegri brot að ræða en á
föstudagskvöld mældust tvö bifhjól
á 180 kílómetra hraða á Vesturlands-
vegi á móts við Höfðabakka. Meiri-
hluti hinna brotlegu voru karlar en
þeir eru flestir á þrítugs- og fertugs-
aldri. Tuttugu konur voru stöðvaðar
í þessu hraðaeftirliti, en þær eru á
aldrinum 18 til 58 ára.
Þ
að má ekkert út af bregða,“
segir Sigurður Páll Pálsson,
yfirlæknir á réttargeðdeild-
inni að Sogni. Aðeins eitt
pláss er laust á geðdeildinni
en tveir geðlæknar hafa komist að
þeirri niðurstöðu, hvor í sínu lagi, að
Axel Jóhannsson, 25 ára karlmaður
sem ákærður hefur verið fyrir að hafa
banað barnsmóður sinni í Heiðmörk
fyrr á árinu, sé ósakhæfur. Axel hef-
ur verið nær allan tímann frá því að
hann var handtekinn vistaður á rétt-
argeðdeildinni að Sogni. Mál Axels
var þingfest í Héraðsdómi Reykja-
ness á þriðjudag og mun dómarinn
í málinu þurfa að taka endanlega af-
stöðu til þess hvort Axel sé ósakhæf-
ur.
Verður líklega fastur vistmaður
Nokkuð ljóst þykir að Axel verði úr-
skurðaður ósakhæfur af dómara en
ríkissaksóknari segir Axel ekki einu
sinni muna eftir atvikinu. „Hann í
sjálfu sér kveðst ekki muna atvikið en
telur engan annan koma til greina,“
sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkis-
saksóknari fyrir utan dómsal í Hér-
aðsdómi Reykjaness þegar málið
var þingfest, aðspurð hvort Axel Jó-
hannsson hafi játað að hafa ráðið
21 árs barnsmóður sinni bana. Áður
hafði komið fram að Axel hafi játað
morðið en Sigríður segir að „hrein
játning“ liggi ekki fyrir.
DV greindi frá því skömmu eftir
að málið kom upp að Axel hafi leitað
sér hjálpar vegna geðsjúkdóms síð-
astliðinn vetur. Hann hafi glímt við
þunglyndi eftir að faðir hans lést í
ágúst á síðasta ári. Hann hafði meðal
annars leitað á geðdeild.
Lengi staðið til að stækka
Lengi hefur verið talað um að auka
við rými að Sogni en aðeins tveir
geðspítalar taka við fólki sem svipt
hefur verið sjálfræði. Réttargeð-
deildin að Sogni er hins vegar eini
staðurinn fyrir afbrotamenn með
geðsjúkdóma. Á síðustu árum hafa
dómstólar úrskurðað fleiri ósakhæfa
en áður. Árið 2005 var mikil umræða
um málefni Sogns en þá var Kær-
leikssjóður Sogns stofnaður af Rósu
Aðalheiði Georgsdóttur, í samvinnu
við Björgólf Guðmundsson, sem
missti dóttur sína þegar geðsjúkur
maður réðst á hana árið 1947. Skip-
uð var sérstök nefnd á vegum heil-
brigðisráðuneytisins, nú velferðar-
ráðuneytisins, til að fara yfir málefni
geðdeildarinnar.
Í skýrslu starfshópsins var komist
að þeirri niðurstöðu að fjölga þyrfti
rýmum á Sogni úr sjö í tuttugu. Í
skýrslu starfshópsins kemur fram að
meðalfjöldi sjúklinga á Sogni á ár-
unum 2001–2005 er alltaf yfir sjö á
ári. Níu sjúklingar voru að meðaltali
á Sogni árið 2003 þrátt fyrir að ekki
væri pláss fyrir svo marga sjúklinga,
en það ár var gert ráð fyrir allt að átta
sjúklingum á deildinni.
Yfirlæknir segir „lítið svigrúm“
„Það hefur verið í umræðunni í mörg
ár og eins og þetta hefur verið að ger-
ast núna að þá höfum við verið að fá
inn ótrúlega marga á stuttum tíma,“
segir Sigurður Páll. „Það er lítið svig-
rúm því þeir sem fara inn á Sogn eru
þar mjög lengi. Þetta er ekki venjuleg
bráðageðdeild sem útskrifar fólk.“
Sigurður Páll segir alveg ljóst að eitt-
hvað þurfi að gera. „Það er alveg ljóst
að það má ekkert vera færra. Það er
alltaf þessi hætta að það komi tíma-
bil einhvern tímann í framtíðinni
þegar við getum ekki tekið við fleir-
um. Þá verðum við bara að bregðast
við því,“ segir hann.
Sjúkrarúmum að Sogni var fækk-
að fyrir um þremur árum en Sig-
urður Páll segir hafa verið nauðsyn-
legt að bæta starfsmannaaðstöðu á
staðnum. Óvíst er að pláss á Sogni
losni á næstunni því margir þurfa að
sitja talsvert lengur á bak við læstar
dyr á Sogni en þeir hefðu þurft hefðu
þeir verið dæmdir í venjulegt lok-
að fangelsi. „Það er ekkert happ að
lenda á Sogni,“ sagði Sigurður Páll í
samtali við DV í mars.
n Að öllum líkindum úrskurðaður ósakhæfur n „Það má ekkert út af bregða,“ segir
yfirlæknirinn á Sogni og Kleppi n Nauðsynlegt að stækka réttargeðdeildina að Sogni
Lítið pláss á Sogni
eftir komu Axels
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Hann í sjálfu sér
kveðst ekki muna
atvikið en telur engan
annan koma til greina.
Allt að verða fullt Aðeins er pláss fyrir einn sjúkling á viðbót á Sogni og ekki er útlit fyrir
að neinn losni þaðan í bráð. Tveir nýir vistmenn hafa bæst við á þessu ári en líklegt er að Axel
Jóhannsson verði úrskurðaður ósakhæfur og þá vistaður á Sogni til frambúðar. MYNd GuNNAr GuNNArSSoN
Sagði engan hafa játað Sigríður J. Frið-
jónsdóttir ríkissaksóknari sagði eftir þingfest-
ingu málsins að Axel hafi ekki komið fram með
„hreina játningu“. MYNd GuNNAr GuNNArSSoN