Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 10. ágúst 2011 Miðvikudagur
O
kkur var enginn greiði gerð-
ur með þessu. Ef eitthvað
var, þá var þetta bölvun.
Það er bara hörmulegt að
lenda í þessu,“ segir fyrrver-
andi sambýlismaður konu sem sagði
sögu sína í DV á mánudag, harm-
sögu um líf í viðjum vændis.
Nú eru sextán ár síðan hún setti
fyrstu auglýsinguna inn á Rauða
torgið en konan segist ekki geta lif-
að svona áfram, er vonlaus og upp-
gefin og sér enga leið út. Hún treysti
sér ekki til að koma fram undir nafni
því hún óttast fordæmingu annarra
og við höldum nafni hans leyndu af
sömu ástæðu. Þau bjuggu saman í
tuttugu ár, eiga saman þrjú börn en
hún átti tvö fyrir þegar þau kynntust.
Þau eru enn nánir vinir, samherjar í
þessari baráttu.
Voru hamingjusöm
Þau kynntust í meðferð árið 1988
og í kjölfarið flutti hann inn á hana.
Innan árs voru þau búin að trúlofa
sig. „Hún var alveg sérstök mann-
eskja, blíð og góð,“ segir hann og
bætir því við að það hafi verið margt
í hennar fari sem heillaði hann, til
dæmis húmorinn. „Hún var mjög
eðlileg stelpa.“
Þau voru í blóma lífsins og þeim
leið vel saman. „Það gekk mjög vel
hjá okkur.“
Erfiðara reyndist að ná tökum
á fíkninni og fljótlega var hún far-
in að spila frá sér fé. Í DV á mánu-
dag kom fram að hún væri öryrki og
hann hefði verið atvinnulaus en það
er eina atriðið sem þau greinir á um
auk þess sem hann þvertekur fyrir
að hafa hvatt hana til að afla tekna
með vændi líkt og hún vildi meina.
Að öðru leyti ber frásögn þeirra
saman í öllum atriðum. „Þetta stakk
mig,“ segir hann, „því ég var alltaf að
vinna. Ég var í láglaunavinnu til að
byrja með en seinna urðu tekjurnar
betri. En hún átti við sína erfiðleika
að stríða.“
Veikindin vofðu yfir
Á svipuðum tíma og þau eignuð-
ust sitt fyrsta barn árið 1990 lagðist
hún fyrst inn á geðdeild. Hún fékk
sömu greiningu og mamma hennar
sem var geðklofi en síðar var grein-
ingunni breytt í geðhvörf. „Hún er
enn þannig að hún er eins og tvær
persónur og skiptir fljótt um skoðun.
Hún segir eitt en eftir korter er hún
á annarri meiningu. Persónuleiki
hennar breytist. En hún er góð kona.“
Annað barnið fæddist árið 1993
og enn lék allt í lyndi, segir hann.
„Það voru engin vandamál hjá okk-
ur. Vandræðin hófust ekki fyrr en
þriðja barnið fæddist árið 1999. Eins
og ég sé það var það þá sem hún
byrjaði í vændi.“
Áður hafði hún þó verið með
manni sem hún kynntist í gegnum
Rauða torgið og sá henni fyrir fé.
Hún sagði hann ekki aðeins hafa
verið á höttunum eftir kynlífi, hann
hefði einnig viljað spjalla og orð-
ið hrifinn af henni en hún hefði nú
samt sofið hjá honum fyrst hann lét
hana fá pening. Bætti því við að hún
hefði lifað góðu lífi í þrjú ár á hans
kostnað.
Leit á þetta sem framhjáhald
Sambýlismaðurinn fyrrverandi lítur
þó ekki á þetta sem vændi heldur
framhjáhald. „Ég hef alltaf vitað af
þessum manni en eftir því sem ég
best vissi hitti hún hann bara í nokk-
ur skipti. Hún hélt fram hjá mér með
honum.“
Það var svo árið 1999 sem vænd-
ið byrjaði fyrir alvöru. „Satt best að
segja veit ég ekki hvernig þetta byrj-
aði en ég tel að það hafi verið út af
kössunum.“
Bæði nutu þess að spila. Þegar
þau kynntust var hann verri en hún
en síðan snerist það við og hún
missti alveg tökin á spilafíkninni.
„Hún var mjög djúpt sokkin en gat
samt alltaf fjármagnað fíknina svo
mig grunaði ýmislegt. Í fyrstu sagð-
ist hún alltaf hafa fengið lán en sann-
leikurinn kom fram þegar hún viður-
kenndi fyrir mér að hafa fjármagnað
þetta með vændi. Seinna sagði hún
mér hvað þetta var orðið alvarlegt.“
Dofnaði, varð sár og reiður
Það var ekki auðvelt að taka á móti
því að konan væri farin að stunda
vændi. „Ef ég á að segja eins og er
þá dofnaði ég þegar hún sagði mér
þetta. Ég varð sár og reiður.
Ég þénaði vel og ef hún hefði ekki
verið svona svakalegur spilafíkill þá
hefði hún ekki þurft að gera þetta
peninganna vegna. Þannig að þetta
særði mig mjög mikið og tilfinning-
arnar á milli okkar dofnuðu hratt.“
Hann tekur það fram að hann eigi
ekki auðvelt með að ræða tilfinning-
ar sínar, það sé nú ein ástæða þess
að þau skildu síðar, en á þessum
tíma hafi hann þó reynt. „Ég spurði
hvernig hún gæti gert mér og börn-
unum þetta.“
„Hún gerði þetta ekki fyrir
okkur“
Sem er athyglisvert því hún sagðist
hafa gert þetta fyrir hann og börn-
in. „Hún sér það kannski þannig. Ég
sé það aftur á móti þannig að ef allt
hefði verið með felldu og þessi spila-
fíkn ekki inni í myndinni þá hefði
hún ekki þurft að gera þetta. Hún
gerði þetta ekki fyrir okkur.
Satt best að segja vorum við með
fínar tekjur á þessum tíma en það
voru náttúrulega tekjur sem við átt-
um ekki að hafa. Þar sem við vorum
aldrei skráð saman í sambúð fékk
hún barnabætur, meðlag og allt það
auk þess sem ég hafði mínar tekjur.“
Hann segir það allavega degin-
um ljósara að þeim hafi ekki verið
neinn greiði gerður með þessu. „Ef
eitthvað, þá var þetta bölvun. Það er
bara hörmulegt að lenda í þessu.
Ef einhver er í svipaðri stöðu og
er að velta því fyrir sér hvort hann
eigi að fara þessa leið þá langar mig
að biðja hann um að íhuga þetta
vandlega. Ef þú átt góða konu eða
góðan mann og þið eruð ánægð, til
hvers ættir þú þá að fara í vændi og
splundra heilli fjölskyldu? Hvort er
mikilvægara, hamingjan eða pen-
ingarnir? Ég get ekki séð hvaða ham-
ingju þetta færði okkur.“
Skammaðist sín
En þótt hún væri í vændi og hann
vissi það héldu þau áfram að búa
saman um áraraðir. „Ég tók þessu
eins og þetta var. Börnin spiluðu þar
inn í. Ég vildi ekki fara frá þeim, það
kom ekki til mála. Við höfðum barist
saman við barnaverndarnefnd og í
mínum huga er fjölskyldan númer
eitt, tvö og þrjú.“
Lífernið reyndi þó á. „Það var orð-
ið þannig að ég skammaðist mín fyrir
það að ganga með henni um bæinn.
Þegar við hittum mann sem heilsaði
henni vissi ég aldrei hvort hún hefði
sofið hjá honum.
Ég tók þessu bara þannig og
kannski hefur það eyðilagt sam-
bandið hvernig ég brást við. Ég veit
ekki hvernig ég get útskýrt þessa til-
finningu en hún er ekki þægileg.
Að vissu leyti er hægt að líkja
þessu við framhjáhald, en samt ekki,
því það er verið að gera þetta trekk í
trekk og gegn greiðslu sem verður til
þess að þú sérð manneskjuna í öðru
ljósi og berð kannski minni virðingu
fyrir henni. En ég ber alltaf tilfinn-
ingar til hennar.
Reiðin blossaði líka upp og ég
reiddist yfir því af hverju hún gerði
þetta, því hvað hún var að gera mér
og börnunum sínum. Hún talaði
alltaf um að kúnnarnir væru eldri
menn sem ættu fyrirtæki og þegar
dóttir okkar vann fyrir slíka menn þá
kviknaði þessi hugsun, hvort hann
gæti verið einn af þeim.“
Börnunum líður illa
Honum stóð heldur ekki á sama
varðandi börnin. „Ég var hræddur
um að hún myndi verða börnunum
sínum til skammar. Ég óttaðist það
alltaf rosalega mikið. Og að þetta
myndi bitna á þeim með einum eða
öðrum hætti.“
Og sú varð raunin, segir hann.
„Þetta hefur bitnað bæði andlega
og líkamlega á þeim,“ segir hann en
börnin vita af vændinu og hafa gert
það í nokkur ár. „Hún sagði þeim frá
þessu. Hún talar opinskátt um þetta
við þau. Núna er hún mjög illa stödd
og þá á hún það til að hringja í börn-
in og biðja þau um lán. Ef þau neita
því þá segist hún ætla að selja sig.
Það er ekki normalt af móður að gera
þetta.
Börnin reyna flest að leiða þetta
hjá sér en þegar ég horfi í augun á
þeim þá sé ég að þeim líður illa. Þar
sem ég á mjög erfitt með að tala um
tilfinningar þá veit ég ekkert hvernig
ég á að bregðast við því. Mín leið er
að bíta á jaxlinn og vinna úr mínum
vandamálum.“
Hún kveikti í rúminu
Um tíma skildu leiðir og hún bjó þá
með öðrum manni. „Einhverra hluta
vegna byrjuðum við aftur saman en
ég veit ekki alveg af hverju. Ég átta
mig ekki heldur almennilega á því af
hverju við skildum þótt sambandið
væri orðið stirt. Henni fannst ég vera
uppi á móti sér því ég var alltaf að
koma henni inn á geðdeild.“
Ástæðurnar voru fyrir hendi,
segir hann. „Einu sinni kveikti hún
í rúminu á meðan ég svaf, í kodd-
anum mínum. Þetta var bara henn-
ar sjúkdómur. En þegar ég reyndi
að koma henni undir læknishendur
upplifði hún það eins og ég væri að
reyna að losna við hana.“
Erfiðleikarnir voru þó mismiklir
en ástandið náði nýjum lægðum
í kringum árið 2004. „Þá versnaði
þetta enn og hún fékk fjölda sím-
hringinga og SMS-skilaboða.“
Leið eins og kúnna í kynlífinu
Kynlífið breyttist líka. „Áður hafði það
verið mjög gott. Eins og ég segi, þá
voru okkar fyrstu ár mjög góð. Alveg
eðlileg myndi ég segja.
En eftir að vændið kom inn í
myndina var nándin á milli okkar
ekki sú sama. Það hjálpaði ekki að
hún fór að búa með öðrum manni
á meðan við vorum skilin. Eftir það
varð sambandið aldrei samt aftur. Á
sama tíma og ég elskaði hana van-
treysti ég henni.
Undir lok sambandsins stund-
uðum við varla kynlíf lengur. Þetta
var ekki eins og þetta var. Yfirleitt gat
ég ekki sýnt henni þessa nánd,“ seg-
ir hann og tekur þar með undir með
henni en hún segir að eftir að hún
byrjaði í vændi hafi hún ekki get-
að notið þess að sofa hjá karlmanni.
„Það lá við að mér liði eins og kúnna.
Hún sagði oft að ef ég léti hana fá pen-
ing þá gætum við sofið saman en þeg-
ar ég lét hana fá peninginn var samt
ekkert sjálfgefið að ég fengi kynlífið.“
Leið eins og ónýtum pappír
Hún lýsti því einnig hvernig hún
hefur smám saman bugast undan
þessu líferni en vændið hafði ekki
bara slæm áhrif á sjálfstraust hennar
heldur einnig hans. „Mér líður eins
og skordýri á jörðinni, eins og ónýt-
um pappír ef ég nota götumál.
Og ég á enn erfitt með að treysta
öðru kvenfólki. Ég óttast að þetta
komi aftur upp. Það hjálpar heldur
ekki að ég eigi kassettur þar sem vin-
ur hennar lýsir því hvernig hún var
við hann kynferðislega, heima hjá
mér og annars staðar, á meðan ég var
að vinna. Margt sem ég hef gengið í
gegnum hefur verið ógeðslegt.
En fyrstu árin okkar voru góð og
mér finnst alltaf eins og ég beri ein-
hverja ábyrgð á því hvernig þetta fór.“
Telur sig ábyrgan
Þau skildu að skiptum árið 2009. Það
breytir því ekki að enn þann dag í dag
er hann alltaf til staðar fyrir hana ef á
reynir. Hann getur ekki sleppt tökun-
um og henni er frjálst að hringja að
degi sem nóttu og kalla eftir aðstoð.
„Mér finnst ég alltaf bera ábyrgð á
henni. Það er alltaf eins og ég sé að
reyna að bæta upp fyrir eitthvað sem
ég gerði rangt en mun aldrei geta
bætt.
Hún er góð kona sem hefur átt al-
veg hrikalega erfitt líf og það hjálpar
mér að skilja af hverju hún fer þessa
leið. Að mörgu leyti finnst mér ég
bera ábyrgð á því líka. Ég var eins
og ég var, gat ekki sýnt tilfinningar
og sagði henni sjaldan að ég elskaði
hana eða annað sem skipti máli. Ég
gaf henni allt sem ég gat en ég hefði
mátt gera það öðruvísi, með því að
taka utan um hana og þess háttar.
Þess í stað vann ég eins og skepna
til að reyna að sjá okkur farborða.
Það var mín leið. Kannski hefði þetta
ekki komið fyrir hana ef hún hefði
ekki búið með manni sem var til-
finningalega frosinn. Kannski hefði
þetta farið öðruvísi ef ég hefði verið
öðruvísi. Hugsar maður ekki alltaf
þannig?“
Stutt í óttann
Konan greindi sjálf frá því í DV á
mánudaginn að í æsku var hún send
með systur sinni í fóstur í sveit þar
sem hún var misnotuð og beitt harð-
ræði. Foreldrar þeirra voru ekki til
staðar, faðir þeirra var drykkjumaður
og móðir þeirra með geðklofa. Systir
hennar fyrirfór sér áður en hún varð
fimmtug og síðan þau skildu hef-
ur konan verið einstæðingur, hún á
engan að nema einhverja karla, segir
hún. Nema börnin sín auðvitað.
Í bréfi sem hún skrifaði börnun-
um sínum kemur einnig fram að hún
hefði viljað vera þeim betri móðir.
Reynast þeim betur. Eins og fyrrver-
andi sambýlismaður hennar segir,
þá hefur þetta ekki verið auðvelt líf.
Ekki fyrir neitt þeirra.
Sjálf óskaði hún eftir því að bréf-
ið yrði birt í DV og bað barnsföður
sinn að lesa það upp fyrir börnin,
hvert og eitt þeirra. „Fyrst þegar ég
las það kom það mér fyrir sjónir eins
og kveðjubréf. En þetta er fallegt bréf
hjá henni og hugsunin er falleg.“
Eftir að hafa rætt við hana róaðist
hann líka fljótt. Í fyrsta sinn er hún
að íhuga að fá hjálp fagaðila varð-
andi vændið og kynferðisofbeldið.
Kannski er það leið út fyrir hana.
En þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Vændið splundraði fjölskyldunni
n Fjölskyldufaðir opnar sig n Konan stundaði vændi n „Ég
varð sár og reiður“ n Skammaðist sín n „Mér líður eins og
skordýri á jörðinni“ n „Hún gerði þetta ekki fyrir okkur“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Það var orðið
þannig að ég
skammaðist mín fyrir það
að ganga með henni um
bæinn. Þegar við hittum
mann sem heilsaði henni
vissi ég aldrei hvort hún
hefði sofið hjá honum.
„Börnin reyna flest
að leiða þetta hjá
sér en þegar ég horfi í
augun á þeim þá sé ég að
þeim líður illa.
„Það lá við að mér
liði eins og kúnna.
Hún sagði oft að ef ég
léti hana fá pening þá
gætum við sofið saman
en þegar ég lét hana fá
peninginn var samt ekk-
ert sjálfgefið að ég fengi
kynlífið.
Sv
ið
se
tt
m
yn
d.
E
yþ
ór
Á
rn
as
on
.