Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 14
Frábær þjónusta
í Skútuvogi
n Kona á miðjum aldri hafði samband
við DV. Hún bar afgreiðslufólkinu í
Vínbúðinni í Skútuvogi vel söguna.
Hún sagðist ekki hundsvit hafa á bjór
en hafi engu að síður þurft að kaupa
slíkar veigar. Ungur afgreiðslumaður
gaf sig þá fram og leiddi hana
í allan sannleikann um bjór-
inn og var til fyrirmyndar, að
hennar sögn. Þegar hún var
búin að borga fyrir bjór-
inn bauðst ung þjón-
ustustúlka til að bera
hann fyrir hana út í bíl.
Það kunni hún sannar-
lega að meta.
Afslátturinn
bara með korti
n Viðskiptavinur Hróa hattar lýsti yfir
óánægju sinni með það fyrirkomulag
að ekki sé hægt að fá afslátt af sóttum
pítsum nema með því að greiða með
kreditkorti. „Þó svo að allir geti pant-
að pítsur til að sækja sjálfir og geti þar
með sparað sér fjórðung af pítsu-
verði, er algjörlega útilokað
að panta pítsu á netinu,
sækja hana og stað-
greiða,“ skrifaði við-
skiptavinurinn til DV.
Honum fannst þetta
afturför frá því sem
áður var þegar 40 prósenta
afsláttur var gefinn af öllum
sóttum pítsum.
14 | Neytendur 10. ágúst 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 235,8 kr. 235,8 kr.
Algengt verð 235,5 kr. 235,5 kr.
Höfuðborgarsv. 235,4 kr. 235,4 kr.
Algengt verð 235,7 kr. 235,7 kr.
Algengt verð 237,5 kr. 235,8 kr.
Melabraut 235,6 kr. 235,6 kr.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Fáðu hjálp vegna
leiguhúsnæðis
Ríkið gerði í maí þjónustusamn-
ing við Neytendasamtökin um að
þau tækju að sér upplýsingagjöf og
ráðgjöf fyrir leigjendur íbúðarhús-
næðis. Nú þegar skólarnir eru að
byrja aftur má gera ráð fyrir nokkurri
hreyfingu á húsaleigumarkaði. Þeir
sem hafa spurningar um rétt sinn
eða skyldur geta leitað til Neytenda-
samtakanna á milli klukkan hálf eitt
og tvö á mánudögum, þriðjudögum
og fimmtudögum. Alltaf er hægt
að senda tölvupóst á ns@ns.is eða
líta við á skrifstofu samtakanna að
Hverfisgötu 105. Brátt verður opnuð
heimasíða þar sem fjallað verður
með skýrum hætti um réttindi og
skyldur aðila á húsaleigumarkaði.
Veldu rétta námskeiðið
n Framandi nöfn á líkamsræktarnámskeiðum n Fyrir hvað standa þau? n Þeir
sem eru í slæmu formi eiga að velja auðveldari námskeiðin fyrst n Einkaþjálfari
hvetur fólk til að kalla eftir aðstoð n Mikilvægt að fyrirbyggja meiðsli
F
ólk þarf að velja sér nám-
skeið eftir getu. Þeir sem
hafa ekki verið að hreyfa sig
neitt og eru kannski með
einhver meiðsli eða áverka
ættu síður að fara beint í bootcamp,
crossfit eða tabata,“ segir Jens Andri
Fylkisson einkaþjálfari sem starfar
við Sporthúsið.
Ágúst er gjarnan sá mánuð-
ur sem lífið fer í fastar skorður eftir
sumarleyfin. Fólk flykkist í líkams-
ræktarstöðvarnar, í misjöfnu ásig-
komulagi, með það að markmiði að
komast í betra líkamlegt og andlegt
form. Fjöldinn allur af námskeiðum
og opnum tímum er í boði í líkams-
ræktarstöðvunum; margir hverjir
bera nöfn sem eru flestu fólki fram-
andi. Þar nægir nefna fit pilates, ta-
bata, zumba og TRX. DV tók sam-
an upplýsingar um nokkur af þeim
fjölmörgu námskeiðum sem í boði
eru í tveimur stærstu líkamsræktar-
stöðvum landsins; Sporthúsinu í
Kópavogi og World Class. Athugið
að alls ekki er um að ræða tæmandi
lista yfir það sem í boði er, heldur er
hér fjallað um nokkur námskeið sem
kunna að virðast framandi. Þess má
geta að báðar stöðvar bjóða korthöf-
um upp á fjöldann allan af opnum
tímum en einnig er hægt að skrá sig á
námskeið sem gjarnan kosta á bilinu
12 til 20 þúsund á mánuði.
Athugið að lýsingin á námskeið-
unum er byggð því sem fram kemur
á heimasíðum líkamsræktarstöðv-
anna.
Skoðið menntun þjálfaranna
Eins og fram kemur að ofan er um
mikinn fjölda námskeiða og hóp-
tíma að ræða. Jens hvetur fólk til að
velja sér námskeið við hæfi og kynna
sér gaumgæfilega eðli námskeiðis-
ins og menntun þjálfaranna áður
en það skráir sig. „Fólk þarf að velja
sér námskeið sem virkar á veikleika
þess. Bakveikur einstaklingur þarf
að velja námskeið sem vinnur við
meiðslin. Einkaþjálfarar ÍAK [sem
hafa lokið menntun hjá Keili, innsk.
blm.] hafa til dæmis þekkingu til
þess,“ segir Jens.
Hann segir að þeir sem hafa ekki
hreyft sig í langan tíma ættu ekki að
velja erfiðustu námskeiðin strax.
„Rangar hreyfingar eða of mikið álag
getur gert mikinn skaða,“ segir hann.
Hann bætir við að mjög sniðugt geti
verið fyrir vini, tvo til þrjá, að leita til
einkaþjálfara og fá þannig einstak-
lingsmiðaðri meðferð og meira að-
hald en ef þeir skrá sig í fjölmennan
hóptíma. Það sé heldur ekki dýrara.
Fyrirbyggið skaða
Jens ítrekar mikilvægi þess fyrir
skemmra komna að velja námskeið
sem byggja á stoðþjálfun, fjölbreytni
og á því að beita líkamanum rétt. Þar
nefnir hann TRX og námskeið með
ketilbjöllur sem hentugan valkost.
„Sumir vilja ekki vera í stórum hóp-
tímum og þá getur verið sniðugt að
leita til einkaþjálfara,“ segir hann.
Jens segir að námskeiðin séu
mörg hver ólík. Pilates-námskeið séu
til dæmis mjög hentug fyrir byrjend-
ur á meðan tabata sé námskeið fyrir
lengra komna. Þar sé fitubrennsla í
hámarki og afköstin meiri.
Þeir sem eru að byrja að mæta í
líkamsræktarstöðvar og ætla hvorki
til einkaþjálfara né í hóptíma ættu að
mati Jens að leita sér aðstoðar áður
en þeir byrja sjálfir að lyfta lóðum.
Hann bendir á að í flestu stóru stöðv-
unum séu til staðar einkaþjálfarar
sem séu boðnir og búnir að hjálpa
fólki og kenna því réttu handtökin.
Slíkt geti fyrirbyggt meiðsli og komið
í veg fyrir skaða.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Body balance
Sporthúsinu
Sutt lýsing: Body balance blandar saman því besta úr austurlenskri þjálfun eins og jóga
og tai chi með nýjum æfingum eins og pilates og feldenkrais. Tengir líkama og sál og mun
breyta þeirri tilfinningu sem þú hefur fyrir líkama þínum til framtíðar. Þú munt standa
beinni, finnast þú sterkari, verða liðugri auk þessa að verða meðvitaðri bæði andlega og
líkamlega. Tíminn hentar öllum sem vilja losa um stífa vöðva, stress og streitu.
Hvenær? Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.30
Body pump
Sporthúsinu
Sutt lýsing: Lóð og
stangir eru notaðar til
að styrkja og tóna hvern
einasta vöðva líkamans.
Body pump er fyrir konur
og karla og allir geta verið
með, jafnt byrjendur sem
lengra komnir. Engin hopp
eða högg á líkamann.
Léttar stangir sem auðvelt
er að þyngja eða létta.
Unnið með alla stóru
vöðvahópana. Hver tími er
50 mínútur.
Hvenær? Kennt mánu-
daga kl. 6.00 og 18.30
miðvikudaga kl. 6.00 og
18.30 föstudaga kl. 17.30
og laugardaga kl. 10.00.
Cage fitness
Sporthúsinu
Stutt lýsing: Tímarnir eru fjölbreyttir og taka
á öllum vöðvahópum líkamans. Hver tími
byggist upp á 5 x 5 mínútna lotum með 60
sekúndna hvíld á milli. Notast er við sérstaka
púða með handföngum sem eru einnig notaðir
til styrktaræfinga. Hver tími er 30 mínútur en
keyrslan er mikil.
Hvenær? Kennt á mánudögum og
miðvikudögum klukkan 17.00.
Crossfit
Sporthúsinu og World Class
Verð fyrir mánuð: 17.500 kr.
Stutt lýsing: Fjölbreytt líkamsrækt
sem skilar einstökum árangri á breið-
um grunni betra forms, vellíðunar og
bættrar heilsu. Hentar fólki á öllum
aldri og úr öllum hópum þjóðfélagsins.
Meginmarkmið er að auka lífsgæði
og heilsu fólks með því að undirbúa
það undir líkamlegar áskoranir lífsins
eins vel og mögulegt er. Æfingarnar
samanstanda af ólympískum lyft-
ingum, fimleikaæfingum, þolæfingum,
hjólreiðum, hlaupum, róðri, sundi ofl.
Hvenær? Þátttaka er háð skráningu.
Þrír til fjórir tímar í viku í einn mánuð
kosta 17.500 kr. í Sporthúsinu en þrír
tímar í viku í WorldClass 21.900 kr.
Fit pilates
Sporthúsinu
Verð fyrir mánuð: 12.900 kr.
Stutt lýsing: Styrktar- og
brennsluæfingar á boltum með
handlóð. Styrkir allan líkamann og
gefur lengri og fallegri vöðva. Gefur
flatari kviðvöðva, grennri læri,
sterkara bak og bætir jafnvægið.
Bætir líkamsstöðu og eykur liðleika.
Hvenær? Tímarnir eru lokaðir –
áhugsamir þurfa að skrá sig á nám-
skeið. Þrír tímar í viku í einn mánuð
kosta 12.900 kr.
M
Y
N
D
L
ES
M
IL
LS
M
Y
N
D
L
ES
M
IL
LS