Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 23
Viðtal | 23Miðvikudagur 10. ágúst 2011 morgni í Sahara-eyðimörkinni og arabarnir sungu og döns- uðu.“ Hún hefur einu sinni farið til Mexíkó. „Ég var í Porto Vall- arta og það var einstök stemn- ing þar. Við borðuðum alltaf á útiveitingastöðum við sjóinn því mér fannst svo dásamlegt að heyra í sjónum.“ Hún ferðaðist í eitt skiptið með vinkonu sinni í bílaleigu- bíl og var keyrt frá Lúxemborg áleiðis til Sviss og Ítalíu þar sem þær dvöldu m.a. í Róm. „Það voru svo margir gáttaðir á okk- ur að ætla að ferðast tvær í bíla- leigubíl. Þetta gekk svo vel. Í annað skipti var ein vinkona mín í London og ætluðum við að hittast í París. Maður fær svo góða þjónustu hér á flugstöð- inni og var ég leidd út í vél á Keflavíkurflugvelli og var flogið til Parísar þar sem vinkona mín tók á móti mér. Við vorum á eig- in vegum í hálfan mánuð í París og svo tókum við lest til Amster- dam þar sem við vorum í viku. Ég fer alltaf með einhverjum vinkonum – stundum förum við nokkrar saman en stundum fer ég með einni úr vinkvenna- hópnum.“ Brynja fór einu sinni með vinkonu sinni til Kýpur. Blindur maður vann á hótelinu sem þær gistu og í dag eru hann og vin- kona Brynju hjón. Brynja hefur farið í skipu- lagðar rútuferðir. Hún fór fyrir nokkrum árum til Sýrlands og Líbanon og segir hún að margt hafi verið skoðað svo sem forn- minjar, hún talar um stemn- inguna, kryddlyktina á mörk- uðum og ysinn og þysinn. „Mér finnst spennandi að fara til svona framandi staða. Þetta var erfið ferð út af gigtinni þar sem ég þurfti að fara inn og út úr rútunni og sofa kannski eina nóttina á þessu hóteli og tvær nætur á hinu. Ég lét mig hafa það. Ég man eftir einu skipti sem ég var ofboðslega hrædd og leið ekki vel en það var þegar farið var með hópinn í palest- ínskar flóttamannabúðir í Líb- anon þar sem strákar gerðu hróp að okkur. Hræðslan var hins vegar ástæðulaus.“ Hvað hina rútuferðina varð- ar þá var ferðast um Evrópu. Þá var m.a. keyrt um sveitir og sveitaþorp og segir hún að dvöl í Salzburg í Austurríki hafi ver- ið toppurinn á ferðinni. „Þessi borg heillaði mig svo mikið. Það eru göngugötur í miðbæn- um og ég heyrði ekkert í bílum. Þetta var svo rólegt og yndislegt. Gömlum byggingum í barokk- stíl var lýst fyrir mér og ég heyrði þungan óm í dómkirkjuklukk- unni. Stemningin var svo flott.“ Grípur öll tækifæri Brynja þreifar. Finnur stemn- inguna. Samferðamenn henn- ar lýsa fyrir henni því sem fyrir augu þeirra ber. „Það er sérstök stemning á hverjum stað. Sér- stök lykt. Maður notar lyktar- skynið og heyrn.“ Hún segir ferðalagið byrja áður en lagt er í hann. „Þá er ég að undirbúa, spekúlera í hvert ég fer, hvað ég ætla að sjá og hvað ég ætla að taka með. Ég hlakka til. Svo fer ég í ferðalag- ið, upplifi fullt af skemmtilegum hlutum og þegar ég kem heim á ég endurminningarnar. Þetta er ein besta fjárfesting sem maður getur átt: Góðar upplifanir og minningar.“ Dvöl í ólíkum löndum þýðir í flestum tilfellum að smakkað er á nýjum réttum. Brynja hef- ur gaman af að prófa alls kon- ar rétti og segist hafa gaman af að elda og gera tilraunir í elda- mennskunni og býður þá gjarn- an vinum sínum í mat. Engin utanlandsferð er skipulögð þetta sumarið. Eng- in vinkona er til taks hvað slík ferðalög varðar. „Ég hef gripið öll tækifæri því maður veit aldrei hvenær heilsan leyfir kannski ekki meiri ferðalög eða hvenær ég hef kannski engan til að fara með. Ég fer ekkert ein. Mig vant- ar ferðafélaga núna en ég sætti mig alveg við að fara ekkert út í sumar. Það væri frekja að hugsa annað þegar maður er búinn að ferðast svona mikið og fá að upplifa svona margt.“ Hún er líka almennt dug- leg að ferðast innanlands. Hún segist vera margbúin að fara hringinn, ferðast um Vestfirði, Strandir, Austfirði, hún hefur farið í Þórsmörk og „upp um all- ar sveitir“. Hún hélt einu sinni upp á afmælið sitt á Skálafells- jökli, sem gengur út af Vatna- jökli, og var gist í skála um nótt- ina. Tónleikar, leikhús og kvikmyndir Engin var endurhæfingin fyrir blinda og sjónskerta á Íslandi þegar Brynja missti sjónina fyrir 33 árum. Nú eru breyttir tímar. Blindir og sjónskertir geta nýtt sér ýmiss konar þjónustu, svo ekki sé minnst á tölvutæknina sem Brynja segir að hafi gjör- breytt mörgu. „Það eru tal- gervlar í tölvum, punktaletur og stækkað letur fyrir sjónskerta, það eru talgervlar í farsímum, hitamælum, úrum, klukkum, baðvogum og eldhúsvogum og til eru alls konar hjálpartæki. Það verður vonandi innan árs búið að fullhanna erlendis nýj- an talþjón með mannsrödd sem mun nýtast blindum og sjón- skertum í tölvum, GSM-símum, úrum, klukkum og öðrum tækj- um. Nýi talþjónninn mun verða mun skýrari og með þægilegri rödd en talgervlarnir sem nú eru í notkun.“ Brynja fer ekkert út nema að einhver fari með henni. „Ég fer mjög lítið út ein. Ég missti heyrnina á vinstra eyranu þegar ég var 18 ára; þetta var svo mikil óheppni. Ég fékk kvefvírus sem olli þessu. Heyrnin fór á einni nóttu. Þetta háði mér ekki neitt fyrr en eftir að sjónin fór þeg- ar ég var 29 ára. Ég er svolítið hrædd í umferðinni; ég get ekki alltaf greint úr hvaða átt hljóð- in koma. Persónuleg, notenda- stýrð þjónusta myndi gagnast blindum og sjónskertum og auka frelsið.“ Hún segist hafa átt stóran þátt í að ferðaþjónustu blindra var komið á laggirnar sem felst í ákveðnum fjölda leigubílaferða á mánuði sem lögblindir fá nið- urgreiddar. Brynja er dugleg að fara á tónleika, í leikhús og á íslensk- ar kvikmyndir. Hún talar um að erlendis sé verið að talsetja túlk- un á myndir og sjónvarpsefni og segist hún bíða spennt eft- ir að það komi hingað til lands; því er þá lýst hvað er að gerast á tjaldinu þegar ekkert er sagt. „Hljóðlýsingar gegna því hlut- verki að færa sjónrænar upplif- anir yfir í orð þannig að blindir og sjónskertir geti notið efnis í sjónvarpi, kvikmyndum og á leiksýningum og einnig á mál- verkasýningum og söfnum. Ég vona að við þurfum ekki að bíða lengi eftir að fá hljóðlýsingar hingað til lands. Það væri svo miklu skemmtilegra fyrir fylgd- armanninn að sleppa við að lýsa og útskýra. Ef þetta væri í boði gæti ég jafnvel farið ein í leikhús – þá væri ég með heyrnartól og gæti hlustað á lýsingarnar.“ Sátt við lífið Þegar Brynja fékk fyrra gigtar- kastið 16 ára gömul gerði hún sér grein fyrir hve fallvalt lífið er. „Ég hef verið ánægð ef ég hef átt fyrir ferðum. Ég hef fjár- fest í ferðalögum. Það skipt- ir mig mestu máli að vera sátt við guð og menn og eiga fjöl- skyldu og vini og eiga huggu- legt heimili.“ Hún er aldrei einmana. Segist alltaf hafa svo mik- ið að gera. Hún er í vinnu og svo þegar heim kemur hlust- ar hún mikið á útvarp, hljóð- bækur, tónlist og er í tölvunni. „Svo næ ég mér í félagsskap; ef hann kemur ekki þá sæki ég hann. Það þýðir ekkert að sitja heima og bíða eftir því að sím- inn hringi. Maður þarf líka að gera eitthvað sjálfur.“ Hún segist vera sátt við lífið. „Ég hefði náttúrlega viljað hafa sjónina en ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þessu verður ekki breytt og þá spilar maður þeim spilum sem maður hefur á hendi. Verra gæti það verið. Ég lærði þessa góðu setningu af gamalli konu sem var mik- il vinkona mín þegar ég var rúmlega tvítug. Maður getur alltaf fundið eitthvað verra. Ég held að það gæti verið verra að missa heyrnina. Ef ég hefði mátt velja hefði ég frekar viljað missa sjón heldur en heyrn; kannski af því að ég er svo for- vitin og þá get ég talað við fólk, hlustað á útvarp, tónlist, leik- rit og bækur. Ég get hlustað á sjóinn og fuglana. Ég held að það sé miklu erfiðara að missa heyrn.“ Hvert er fallegasta hljóðið? „Fuglahljóð. Það er alltaf gaman að heyra í lóunni.“ Fjólublár uppáhaldsliturinn Bláa og hvíta mussan. Bláu sól- gleraugun. Brynja segist pæla mikið í litum. „Ég hef alltaf ver- ið pjöttuð og vil líta vel út. Ég vil alltaf vera í stíl og ég valdi allt sem er hérna inni – liti og mynd- ir og ég vel öll föt sem ég kaupi. Ég er með mjög gott sjónminni. Ég man hvernig fjöllin líta út, himinninn, stjörnurnar, tunglið, sólin, sólarlagið og sólarupprás- in. Ég man þetta allt mjög vel. Ég man hvernig sjórinn er – bæði úfinn og sléttur. Ég man hvern- ig liturinn á sundlaugarvatninu er.“ Hún segir að fjólublár sé uppáhaldsliturinn. Og blár. „Ég reyni að festa mig ekki alveg í þessu fjólubláa. Svo vil ég ekki sjá suma liti nálægt mér svo sem eldrauðan, grænan og brúnan.“ Draumarnir eru í litum. „Ég er alsjáandi í draumi og mig dreymir aldrei að ég sé blind. Það finnst mér svo merkilegt.“ Brynja veit hvað hún vill. Hún segist hafa keypt bol en vera ekki viss um að hann sé fjólublár eins og sagt hafi ver- ið í versluninni. Hún nær í tvo boli – annar er fjólublár en hinn: Jú, hann er með fjólu- bláu ívafi en virðist blár mið- að við hinn. Brynja þrýstir litlu tæki upp að honum og vélræn rödd berst úr tækinu sem seg- ir: „Blue.“ Svava Jónsdóttir „Ég var í sjokki. Ég þorði ekki að gráta því ég var svo hrædd um að eyði- leggja augað. „Ég er alsjáandi í draumi og mig dreymir aldrei að ég sé blind. Það finnst mér svo merkilegt. Brynja Arthúrsdóttir „Persónuleg, notendastýrð þjónusta myndi gagnast blindum og sjónskertum og auka frelsið.“ Myndir hörður SveinSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.