Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Side 6
Þ orsteinn Erlingsson, eig­ andi útgerðarfyrirtækisins Saltvers, var stjórnarfor­ maður Reykjaneshafnar á sama tíma og meint lönd­ unarsvindl fyrirtækisins á að hafa viðgengist á höfninni. Heimildir DV herma að honum verði gert að greiða yfir 200 milljónir króna til Fiskistofu vegna meints löndunarsvindls. Fyrr­ verandi starfsmaður Saltvers hefur sakað fyrirtækið um gróft löndunar­ svindl. Málið hefur verið til rann­ sóknar hjá Fiskistofu undanfarna mánuði. Þorsteinn, sem er fyrrver­ andi bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Sparisjóði Keflavíkur, hefur ekkert viljað tjá sig um málið við DV. Fiskistofa segir ákvörðun í mál­ inu ekki liggja fyrir. Þorsteinn Hilm­ arsson, starfsmaður Fiskistofu, sagði að um væri að ræða stjórnsýslu­ ákvarðanir sem færu sínar leiðir og menn gætu í framhaldinu véfengt þær og ennþá væri ekki komin loka­ niðurstaða. Hann staðfesti hvorki né neitaði því að eiganda Saltvers hefði verið gert að greiða fjársekt­ ir til stofnunarinnar, þegar DV tal­ aði við hann í júlí. Á síðustu þrem­ ur árum hefur Fiskistofa einu sinni lagt sérstakt gjald á fyrirtæki vegna ólögmæts sjávarafla sem landað var framhjá vigt, en það hljóðaði upp á rúmar 23 milljónir. Umfangsmikið svindl Fiskistofa hefur heimild samkvæmt lögum til að vinna rannsóknir sem snúa að því að bakreikna afurðir til afla. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hefur stofnunin lagt sér­ stakt gjald vegna ólögmæts sjávar­ afla, á eitt fyrirtæki í kjölfar bakreikn­ ingsrannsóknar, á síðustu þremur árum. Það var í tilfelli fyrirtækisins Perlufisks ehf. Var niðurstaðan sú að líta yrði svo á að óútskýrður mis­ munur hráefniskaupa og seldra af­ urða á tímabilinu 1. janúar 2008 til 14. júlí 2009, næmi rúmum 55 tonn­ um af þorski og rúmum 70 tonnum af steinbít. Að lokum var Perlufiski gert að greiða rúmar 23 milljónir króna vegna ólögmæts sjávarafla. Heimildir DV herma að niður­ staða úr bakreikningi Fiskistofu hafi verið sú að Saltver skuldi um 200 milljónir króna vegna ólögmæts sjávarafla. Sé miðað við úrskurð stofnunarinnar í máli Perlufisks má ljóst vera að grunur leikur á að tölu­ vert miklum afla hafi verið landað framhjá vigt. Reynist útreikning­ ar Fiskistofu réttir er ljóst að meint kvóta svindl Saltvers er eitt það um­ fangsmesta sem komið hefur ver­ ið upp um á Íslandi. Samkvæmt því verður ekki betur séð en að hundr­ uðum tonna hafi verið landað framhjá vigt. Ásakanir um gróf brot Samkvæmt upplýsingum DV hafa fjölmargir starfsmenn Saltvers og Reykjaneshafnar vitað til þess að verið væri að landa framhjá vigt en þrátt fyrir það hefur einungis einn komið opinberlega fram með slík­ ar ásakanir. Eins og fram kom í DV í janúar sakaði Þorleifur Frímann Guðmundsson, fyrrverandi mat­ sveinn á Ósk KE­5, Saltver um skipu­ lagða og afar grófa löndun fram hjá vigt, í bréfi sem hann sendi Fiski­ stofu. Samkvæmt minnisblöðum sem hann hafði skráð í nóvember­ mánuði virtist skeika um að minnsta kosti tíu tonnum þann mánuðinn, sem hann kvaðst hafa staðfestan grun um að hefði verið landað fram hjá vigt. Þorsteinn Erlingsson, eig­ andi Saltvers, brást ókvæða við og sagði ásakanir Þorleifs vera kjaftæði. Þorsteinn Erlingsson fór í fram­ boð fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2010 og í kjölfarið tók Einar Magn­ ússon við stjórnarformennsku Reykjaneshafnar. Dóttir Þorsteins, Björk Þorsteinsdóttir, sat í stjórn Reykjaneshafnar og starfaði á sama tíma fyrir Saltver. Í kjölfar athuga­ semda um mögulega hagsmuna­ árekstra var Björk skyndilega vikið úr stjórn. Einar og Björk eru bæði starfandi bæjarfulltrúar fyrir Sjálf­ stæðisflokkinn í Reykjanesbæ. Heimildir DV herma einnig að hafn­ arstjóri Reykjaneshafnar hafi um tíma starfað fyrir loðnuvinnslu í eigu Þorsteins Erlingssonar. Aflagjald ekki greitt „Talaðu bara sjálfur við Fiskistofu og vertu blessaður,“ sagði Þorsteinn Erlingsson þegar blaðamaður DV spurði hann hvort hann þyrfti að greiða fjársektir og hversu háar þær væru. Í kjölfarið skellti hann á blaðamann. „Starfsemi þessara að­ ila er bara til rannsóknar og í sjálfu sér ekkert meira að segja á meðan svo er,“ sagði Þorsteinn Hilmarsson, starfsmaður Fiskistofu í samtali við DV í júlí. Í annari grein í hafnarlögum seg­ ir að aflagjald af sjávarafurðum sem losaðar eru í höfnum skuli minnst vera 1,25 prósent og mest þrjú pró­ sent af aflaverðmæti. Þeir aðilar sem DV hefur rætt við og þekkja til málsins eru sammála um það að hafi fyrirtæki Þorsteins gerst sek um löndunarsvindl megi ætla að hann hafi dregið sér fé frá ríkinu með því að borga vísvitandi of lítið aflagjald, á sama tíma og hann bar ábyrgð sem stjórnarformaður Reykjanes­ hafnar. 6 | Fréttir 15. ágúst 2011 Mánudagur Eitt umfangsmesta kvótasvindl á Íslandi n Saltver mögulega viðriðið eitt umfangsmesta kvótasvindl á Íslandi n Eigandi Saltvers var stjórnarformaður Reykjaneshafnar á sama tíma „Reynist útreikning- ar Fiskistofu réttir er ljóst að meint kvóta- svindl Saltvers er eitt það umfangsmesta sem komið hefur verið upp um á Íslandi. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Beggja vegna borðs Þorsteinn Erlingsson eigandi Saltvers var einnig stjórnarformaður Reykjaneshafnar þegar meint kvótasvindl fór fram. Eldur á Hótel Plaza 300 gestir Hótels Plaza í miðborg Reykjavíkur þurftu að yfirgefa hótel­ ið á sunnudagsmorgun þegar eldur kom upp. Allt tiltækt lið slökkviliðs­ ins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og gekk ágætlega að ráða niður­ lögum eldsins. Aðgerðum slökkvi­ liðs lauk um áttaleytið, en reykræsta þurfti hótelið. Öll 180 herbergi hót­ elsins voru bókuð. Starfsmenn Rauða krossins voru kallaðir út til að aðstoða gesti hótels­ ins. Tveir strætisvagnar voru sendir á vettvang og gátu gestir hótelsins leitað skjóls þar. Talið er að eldurinn hafi komið upp í mótor sem knýr loftræstikerfi hótelsins. Lottópotturinn gekk ekki út Enginn var með allar tölur réttar í lottóinu á laugardag og því verður potturinn tvöfaldur um næstu helgi. Tölur kvöldsins voru 1, 3, 6, 24 og 35 en bónustalan var 40. Einn var með fjórar tölur réttar auk bónustölunn­ ar og fær hann rúmar 200 þúsund krónur í sinn hlut. Um þar síðustu helgi duttu hjón í lukkupottinn þeg­ ar þau unnu 26 milljónir króna. Þau eiga sex uppkomin börn en vinn­ ingsmiðinn var keyptur í Happahús­ inu í Kringlunni. Rúmar fimm millj­ ónir króna eru komnar í pottinn fyrir næstu helgi. Vilja fund vegna stöðu leigutaka Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í félaga­ og tryggingamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin taki til umfjöllunar stöðu þeirra sem eru leigutakar á húsnæðismarkaði. Nefndin fundar næst á þriðjudag. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf­ stæðisflokks, segist í tilkynningu óska eftir upplýsingum sem fyrir liggja um stöðu þessara heimila og hvaða stuðnings þau njóta af hálfu ríkisvaldsins og sveitarfélaga. Þá vill hann skoða hvort ástæða sé til að breyta þeim stuðningi til samræmis við aðrar fjölskyldur. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fulltrúi sjálfstæðismanna í nefnd­ inni, tekur undir orð Péturs og segir að rétt sé að fá fulltrúa frá velferðar­ ráðuneytinu á fundinn. Það sé enda hlutverk ráðuneytisins að vinna úr tillögum samráðshóps um húsnæðis­ stefnu. „Ein af tillögum húsnæðis­ hópsins er einmitt að húsnæðisbætur komi í stað vaxta­ og húsaleigubóta til að samræma húsnæðisstuðning til fjölskyldna,“ segir Sigríður. „Þetta var rosalega gaman, þau voru mjög dugleg og allt gekk eins og í sögu,“ segir Bergþóra að Eyrarkoti í Kjós en vinnuflokkur frá Veraldar­ vinum heimsótti hana í síðustu viku og tók til hendinni. „Þau fúavörðu og máluðu þakið á íbúðarhúsinu, slógu grasið og hjálpuðu mér svo bara að þrífa og svona,“ segir Bergþóra sem er hæstánægð með heimsókn­ ina. Ljósmyndari DV rakst á hluta af vinnuhópnum að störfum og fékk að smella af þeim mynd. Sjálfboðaliðar hjá Veraldarvinum koma alls staðar að úr heiminum en í hópnum sem aðstoðaði á Eyrarkoti voru meðal annars fjórar stúlkur frá Póllandi. Anna Björk Árnadóttir, verkefna­ stjóri hjá Veraldarvinum, segir sam­ tökin á Íslandi taka við 1.600 sjálfboða­ liðum á ári. Þeir sinna 150 verkefnum úti um allt land en hvert verkefni tek­ ur um tvær vikur. „Við erum til að mynda með sjálfboðaliða í því að þrífa strandlengjuna núna. Verkefnið sem þau voru í á Eyrarkoti tengist sveita­ lífi á Íslandi en þau voru á Vestfjörð­ um áður en þau komu í Hvalfjörðinn.“ Anna segir verkefnin öll eiga það sameiginlegt að þau séu samfélags­ miðuð. Sem dæmi megi nefna að sjálfboðaliðar Veraldarvina hafi að undanförnu unnið við að gjörbreyta götumynd Hverfisgötunnar með því að mála og ditta að átta húsum við götuna. Þá segir hún aðaláherslu samtakanna vera á umhverfismál og menningarlega viðburði eins og Menningarnótt þar sem Veraldarvin­ ir láta til sín taka. „Þetta eru rosalega fjölbreytilegir hlutir sem sjálfboðalið­ ar okkar eru að gera.“ Næstkomandi föstudag verða haldnir styrktartónleikar á Sódómu Reykjavík fyrir verkefni Veraldar­ vina í Kólumbíu. Hafa nokkrir með­ limir samtakanna hér á landi hug á því að aðstoða íbúa eyjunnar Tierra Bomba, svo sem með því að kenna þeim ensku. Anna hvetur fólk til þess að mæta á tónleikana en Haffi Haff og Bjartmar og Bergrisarnir eru á meðal þeirra sem spila. jonbjarki@dv.is Sjálfboðaliðar alls staðar að úr heiminum vinna samfélagsmiðuð verkefni hér á landi: Veraldarvinir aðstoða bændur Tóku til höndum Fjöldi sjálfboðaliða kemur á ári hverju hingað til lands til að vinna sam- félagsmiðuð verkefni, þessar stúlkur hafa aðstoðað á sveitabæjum. Mynd EyþóR ÁRnASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.