Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 15. ágúst 2011 Mánudagur Flýja Mýrdalshrepp vegna grunnskólans F oreldrar flýja með börn­ in sín frá Mýrdalshreppi vegna óánægju með Víkur­ skóla. Menntamálaráðu­ neytið hefur unnið skýrslu um skólann þar sem meðal ann­ ars kemur fram að fjarvera kennara skólans sé miklu meiri en almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. „Það eru þó nokkrar fjölskyldur farnar,“ segir Guðný Sigurðardóttir, fyrrverandi íbúi í Mýrdalshreppi, sem flutt hefur með fjölskyldu sína frá Vík í Mýrdal til Reykjavík­ ur vegna óánægju með skólamál í sveitarfélaginu. „Við erum bara að fara út af skólamálum,“ útskýrir hún. Mikillar óánægju hefur gætt með skólastarf á svæðinu á meðal margra foreldra. Guðný og eigin­ maður hennar eru þar á meðal. Vilja betri menntun Guðný segir að helsta ástæðan fyrir því að fjölskylda hennar hafi ákveðið að flytja til Reykjavíkur sé sú að börn þeirra hafi ekki fengið fullnægjandi kennslu í skólanum undanfarið. Hún segist ekki sjá sér fært að treysta á að hlutirnir taki breytingum til hins betra og því hafi hún og eiginmaður henn­ ar ekki séð annað fært í stöðunni en að flytja úr sveitarfélaginu. Hún segir þó auðvitað ekki allt vera slæmt við grunnskólann. „Það eru sjálfsagt góðir kennarar þarna inn­ an um.“ Ekki eru allir foreldrar nem­ enda við skólann ósáttir með nám­ ið sem þar er í boði en í skýrslu menntamálaráðuneytisins kemur fram að meirihluti foreldra sé sátt­ ur. Í könnun sem unnin var árið 2009 kemur einnig fram að vel yfir 90 prósent foreldra séu ánægð með skólann en Guðný segir að það hafi verið í tíð fyrri skólastjóra sem starfaði aðeins þetta eina ár við skólann. Svört skýrsla um skólann Markmið skýrslunnar sem unnin var fyrir menntamálaráðuneytið um skól­ ann var að finna út hvort nemendur fengu þá þjónustu sem þeim ber sam­ kvæmt lögum um grunnskóla. Nið­ urstöður skýrslunnar eru um margt athyglisverðar en misbrestur er á nokkrum mikilvægum atriðum í starfi skólans. Í skýrslunni kom meðal annars fram að starfsmenn Víkurskóla eru talsvert meira frá vinnu en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Fjarvistir á hvern starfsmann í Víkur­ skóla á tímabilinu 2010 til mars 2011 voru um 13,8 prósent en til saman­ burðar kom fram í könnum sem Parx gerði árið 2007 að á íslenskum vinnu­ markaði eru meðalfjarvistir um 4,4 prósent. Lægri einkunnir Í skýrslunni er einnig farið yfir náms­ árangur nemenda skólans. Tímabilið 2005–2010 er skoðað sérstaklega og er litið til niðurstaðna samræmdra könnunarprófa. Í skýrslunni kem­ ur fram að nemendur skólans eru að meðaltali, á tímabilinu, með lak­ ari einkunnir en nemendur annarra skóla á Suðurlandi. Ein undantekn­ ing er á því en nemendur í 10. bekk skólans voru á tímabilinu með að­ eins hærra meðaltal en aðrir nem­ endur á Suðurlandi. Ekki er nóg með að árang­ ur nemenda skólans sé slakari en annars staðar á Suðurlandi heldur hafa stjórnendur skólans ekki unn­ ið neina áætlun til að bæta námsár­ angur. Þetta er meðal þess sem for­ eldrar hafa áhyggjur af. n Óánægja með skólastarf í Víkurskóla í Mýrdalshreppi n Í úttekt mennta- málaráðuneytisins kemur fram að bæta þurfi margt í starfi grunnskólans„Við erum bara að fara út af skóla- málum. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Skýrslan ekki jákvæð Úttektin sem gerð var á Víkurskóla í Vík sýndi fram á nokkra vankanta á starfi skólans.Mynd Wikipedia „Átakalínurnar eru fyrst og fremst um framtíð Íslands og tengsl við Evr­ ópusambandið, hvort það sé rétt að stíga skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda okkur utan Evr­ ópusambandsins og það sé rangt að standa í aðildarviðræðum í dag og við eigum að hætta því.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf­ stæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudag. Bjarni var afdráttarlaus í skoðun sinni og vöktu ummæli hans talsverða athygli en skömmu síðar höfðu hafist miklar umræður um þau á veraldarvefnum. Bjarni sagði ennfremur í útvarps­ þættinum, að Vinstri grænir væru búnir að tapa trúverðugleika sínum í Evrópumálum og að Sjálfstæðis­ flokkurinn myndi taka af skarið og leiða baráttuna gegn aðild að Evr­ ópusambandinu. Björgvin G. Sigurðsson, þingmað­ ur Samfylkingarinnar, var fljótur að bregðast við ummælum Bjarna og skrifaði pistil á vefmiðlinum Press­ unni undir fyrirsögninni „Harðlína frá hægri í Evrópumálum.“ Björgvin skrifar þar meðal annars: „var það undrunarefni að formaður Sjálfstæð­ isflokksins, sem sjálfur talaði fyrir umsókn um aðild að ESB og upptöku evru fyrir rúmum tveimur árum, skuli taka aukna harðlínu gegn um­ sóknarferlinu nú en hann hefur áður gert.“ Björgvin skrifar um efnahagsleg­ an stöðugleika og að upptaka nýs gjaldmiðils sé nauðsynleg til að hon­ um megi ná. Í vikunni var birt niður­ staða könnunar sem var framkvæmd af Capacent um hvort Íslendingar væru fylgjandi aðild að Evrópusam­ bandinu. Í ljós kom að 64,5 prósent þeirra sem svöruðu voru andvíg að­ ild. Leiða má líkur að því að Bjarni sé að bregðast við þessari niðurstöðu með þessari hörðu afstöðu. Bjarni Benediktsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar: Vill hætta viðræðum strax Bjarni Benediktsson Fór mikinn í Sprengisandi á sunnudag. „Stjórnlagaráð, hópur sem ráðinn var til að skrifa drög að frumvarpi um stjórnarskrá, hefur nú skilað niðurstöðum sínum. Í þeim tillögum er margt gott að finna en þó finnst mér þær bera um of mark þess sam­ tíma sem þær eru unnar í, skrifað­ ar fyrir ríkjandi umræðu og undir áhrifum hennar. Þær eru um of barn síns tíma en það er einmitt það sem stjórnarskrá á ekki að vera. Stjórnar­ skrá þarf að vera sígild.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram­ sóknarflokksins, í Hólaræðu Hóla­ hátíðar á sunnudag. Sigmundur gerði störf stjórnlagaráðs að umtals­ efni, en nefndin skilaði nýlega tillög­ um sínum til forseta Alþingis. Sigmundur sagði í ræðu sinni að stjórnarskrá ætti ekki að vera eins og kosningabæklingur stjórnmála­ flokks, eins og hann orðaði það. „Stjórnarskrá á að innihalda grunn­ reglur lýðræðis, ekki grunnstef orð­ ræðis. Hún verður að vera byggð á meginreglum, algildum og fram­ fylgjanlegum. Það er þó full ástæða til að nýta tillögur stjórnlagaráðsins í umræðu um stjórnarskrána auk vinnu stjórnarskrárnefndar og aðrar ábendingar.“ Sigmundur Davíð ræddi einnig stöðu kirkjunnar í samfélaginu og sagði að ekki færi vel á því að prestar höguðu sér eins og póli­ tíkusar. „Stjórnmálamenn eiga að fylgja stefnu en leiða umræðuna en oft er því öfugt farið. Það ríkir sterk tilhneiging til að elta umræðuna, hinn margumrædda tíðaranda, og aðlaga stefnuna að honum. Ég ótt­ ast líka að það sama kunni jafnvel að eiga við um einhverja presta. Það fer illa á því að prestar hagi sér eins og pólitíkusar og takist á opinber­ lega. Stjórnmálamenn vinna þó við að vera ósammála, það er tilgang­ ur lýðræðisins að þeir séu fulltrúar ólíkra sjónarmiða þótt niðurstað­ an verði oft og tíðum að nást með málamiðlunum. Fyrir vikið verða stjórnmálamenn alltaf umdeildir og líklega taldir upp til hópa vonlausir. Kirkjan á hins vegar að skapa festu óháð dægursveiflum. Það hefur hún oft gert bæði hér á landi og erlendis. En það getur verið að kirkjuna skorti sjálfstraust eftir að hafa á margan hátt verið í vörn um langa hríð. Sú er ekki bara raunin á Íslandi heldur um allan heim.“ Sigmundur davíð um stjórnlagaráð: „Tillögurnar barn síns tíma“ Eldur í Straumsvík Eldur kom upp í álverinu í Straums­ vík á sjötta tímanum á sunnudag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang, en þegar þangað var komið hafði starfmönnum ISAL tek­ ist að ráða niðurlögum eldsins, sem reyndist vera minniháttar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.