Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Page 10
10 | Fréttir 15. ágúst 2011 Mánudagur B ifreið Hannesar Smárason­ ar var lagt fyrir utan Fjölnis­ veg 9 um helgina. Greint var frá því 29. apríl síðastlið­ inn að húsið hefði verið selt til huldufélags í Lúxemborg. Ljóst þykir að Hannes standi á bak við félagið eða tengist því að minnsta kosti. DV hefur ekki upplýsingar um hvort Hannes hafi verið í húsinu um helgina en bifreiðin á meðfylgjandi mynd er þó skráð á hann. Sparkle S.A., huldufélagið sem keypti húsið, yfirtók lán frá Lands­ bankanum upp á 74,3 milljónir króna. Húseignin var skráð á sam­ býliskonu Hannesar, Unni Sigurðar­ dóttur, en Hannes keypti húsið fyrir hrunið 2008. Hann átti um tíma einn­ ig Fjölnisveg 11, sem er húsið við hlið­ ina. Hann hefur það til leigu af Lands­ bankanum sem tók húsið yfir vegna skulda Hannesar við bankann. Þrír félagar frá Lúxemborg Fréttatíminn greindi frá sölu hússins í apríl síðastliðnum en samkvæmt upplýsingum úr lögbirtingablaðinu í Lúxemborg var Sparkle S.A. stofn­ að 7. desember árið 2010 af þeim Clive Godfrey, Stephane Biver og Alain Noullet. Þremenningarnir eru allir frá Belgíu en búsettir í Lúxem­ borg. Tengsl þeirra við Hannes eru óljós. Hlutafé Sparkle S.A. var skráð 31 þúsund evrur eða rúmlega fimm milljónir króna við stofnun félagsins. Samkvæmt Fréttatímanum voru það þeir Clive Godfrey og Stephane Bi­ ver sem skrifuðu undir kaupsamning á húsinu að Fjölnisvegi 9 fyrir hönd Sparkle S.A. Hannes sannkallaður heims- borgari Fjölnisvegur 9 er 370 fermetra glæsi­ hýsi sem Hannes eignaðist upp­ haflega árið 2004. Hann hefur þó ekki búið í húsinu undanfarið en líkt og DV greindi frá í nóvember 2010 býr Hannes Smárason í Barce­ lona á Spáni ásamt Unni, sambýlis­ konu sinni. Áður en Hannes flutti til Barcelona bjó hann í Lúxemborg með fjölskyldu sinni. Það var staðfest af dómstól í New York í Bandaríkjun­ um en dómstóllinn birti yfirlýsingu frá Hannesi þess efnis í tengslum við málssókn Glitnis á hendur honum og öðrum fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans. Þar áður bjó hann í London. Aftur með gömlu eignirnar Eins og áður segir hefur Hannes leigt húsið að Fjölnisvegi 11 af Landsbank­ anum undanfarna mánuði. Húsið, sem er 430 fermetrar að stærð, er enn í eigu Fjölnisvegar 9 ehf. sem er í eigu Hamla ehf., eignarhaldsfélags Landsbankans. Kristján Kristjáns­ son, upplýsingafulltrúi Landsbank­ ans, greindi frá þessu í svari sínu við fyrirspurn DV í desember 2010. „Það er í útleigu til Hannesar Smárasonar. Þetta er samkomulag frá því í mars 2008,“ sagði Kristján aðspurður en hann neitaði að gefa upp hvert leiguverðið væri. Það voru stjórnendur gamla Landsbankans sem gerðu allt að sex ára leigusamn­ ing við Hann­ es, samkvæmt Kristjáni. Nýi Landsbankinn, sem er að lang­ stærstum hluta í eigu ríkis­ ins, erfði leigusamninginn við Hannes eftir hrunið haustið 2008. Hannes kominn aftur á Fjölnisveg n Bifreið Hannesar Smárasonar var lagt við Fjölnisveg 9 um helgina n Húsið var selt til huldufélags í Lúxemborg n Var skráð á sambýliskonu Hannesar Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Kominn aftur á Fjölnis- veg Þann 29. apríl var greint frá því að húsið hefði verið selt til huldufélags í Lúxemborg. Óvíst er hver stendur að baki félaginu en líklegt þykir að Hannes sé einn þeirra. Bifreið Hannesar Þessi Range Rover- bifreið er skráð á Hannes Smárason. Bifreiðin var fyrir utan Fjölnisveg 9 um helgina. Hannes keypti húsið fyrir hrunið 2008. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.