Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Qupperneq 13
Fréttir | 13Mánudagur 15. ágúst 2011
Thelma tilkynnti
Jónínu Ben til
lögreglu
„Þegar líða tók á símtalið sagði
hún að ég persónulega ætti að búa
mig undir breytingar á lífi mínu.
Þegar ég innti hana svara sagði
hún að ég yrði að draga stuðning
minn við konurnar til baka. Ég sagði
henni mjög skýrt að það myndi ég
ekki gera. Þá sagði hún að ég myndi
missa stöðu mína og heilagleika,“
segir Thelma og hlær að því að hún
þyki heilög. „Ég benti henni á að ég
þyrfti ekki á neinum heilagleika að
halda til að sinna hugsjónum mín-
um eða starfi. Jónína ítrekaði engu
að síður að þetta myndi breytast.“
„Klárlega ofbeldi“
„Svo spurði hún hvort mér þætti það
virkilega flokkast sem kynferðisáreiti
þótt Gunnar hefði kysst eina konuna
á brúðkaupsdaginn hennar, sem
í mínum eyrum hljómaði eins og
viður kenning á að það hefði gerst.
Ég svaraði því til að auðvitað væri
það kynferðisáreiti, það væri ekki
rétt af presti að heimta fyrsta koss-
inn af brúði sem væri að fara að gift-
ast.
Ég þekkti sögu Helgu Bjarkar sem
bjó erlendis og mætti ekki á fundi
með okkur ekki til hlýtar en Jónína
spurði líka hvort það væri kynferð-
isáreiti að snúa upp á handlegg á
konu. Ég sagði nei, það er ekki kyn-
ferðisofbeldi en það er klárlega of-
beldi.
Þá gjörsamlega sauð upp úr og
hún sagði að ég þrifist á ofbeldi og
sæi ofbeldi í öllu.“
Reyndi að stinga
Thelma segir að það hafi ekkert vaf-
ist fyrir sér hvað Jónína var að fara
með þessu símtali. „Ég tók þessu
símtali sem hótun gagnvart mér
og Drekaslóð. Ég er búin að vinna
lengi í þessu fagi og kann að lesa í
hvað fólk er að reyna að segja, líka
þótt það segi það ekki alltaf hreint
út. Ég fann það fljótlega að hún
var að leita að viðkvæmum punkti
til að stinga á. Svo fór hún að tala
um pabba minn,“ segir Thelma en
Gerður Kristný skrifaði sögu henn-
ar í bókinni Myndin af pabba.
„Nú hefur Sigríður fengið að
heyra að það að hún hafi flissað í
Kastljósi og sent Gunnari kærleiks-
ríkt bréf nokkrum vikum áður en
hann gekk í hjónaband sé staðfest-
ing á því að hún sé að ljúga. Jónína
fór að tala um þetta og spyrja hvort
ég hefði sent pabba mínum ástar-
bréf, eins og hún kallaði það.“
Þrá ástúð og samþykki
Í því samhengi langar Thelmu að
koma því á framfæri að það sé al-
þekkt að fólk hlægi þegar það er
stressað. „Sumir bregðast þann-
ig við. Þannig að það því fer fjarri
að það sé einhver sönnun þess að
hún sé ekki að segja satt. Og þær
fóru mjög snemma í þetta viðtal,
nánast um leið og málið kom upp.
Þær voru ekki búnar að vinna úr
sinni reynslu og héldu enn í þá von
að það væri hægt að leysa úr þessu
með kærleiksríkum hætti.
Það er líka þannig að í lang-
flestum tilfellum eru kynferðis-
brotamenn einhver sem þolandinn
treystir og oftast í sömu fjölskyldu.
Sem gerir það að verkum að oft þyk-
ir þolandanum mjög vænt um ger-
andann og það flækir málið. Bæði
er erfiðara fyrir þolandann að rísa
upp gegn honum því hann vill ekki
særa einhvern sem honum þykir
vænt um og eins það að flestir þrá
að eiga góð samskipti við sinn ger-
anda, að hægt sé að gera þessi mál
upp og eiga kærleiksrík samskipti
þaðan í frá. Ég tala nú ekki um þeg-
ar gerandinn er í svo hárri valda-
stöðu gagnvart þolandanum, sem
búið er að brjóta niður andlega, er
með brotna sjálfsmynd, er miður
sín og þráir viðurkenningu, ástúð
og samþykki frá honum. Það er al-
veg rosalega erfitt að ætla að standa
keikur einn á móti gerandanum og
segja, þú braust á mér og ég ætla
að standa með því. Langfæstir geta
það. Það að hún hafi skrifað honum
kærleiksríkt bréf þykir mér ekkert
skrítið.“
Langsótt kenning
Þá vill hún einnig taka það fram að
það einnig sé rangt sem kom fram
á Facebook-síðu Jónínu að Thelma
og Drekaslóð veiti konunum stuðn-
ing gegn greiðslu.
Sagði Jónína meðal annars
„Þegar Thelma er viss um að konur
ljúgi upp á karlmenn tilkynnir hún
það þá ekki líka til lögreglu? Dreka-
slóðir taka sér vald dómstóla en
aðeins þegar sögurnar eru fjár-
hagslega hagkvæmar þeim. Aldrei
hefur Thelma tilkynnt til lögreglu
þegar hún, hin mikli sérfræðingur,
veit að konur ljúga. Tvöfalt siðferði
?“ Og um leið og hún deildi grein
eftir Brynjar Níelsson lögmann
með lesendum á veggnum sínum
sagði hún: „Ég er sannfærð um að
peningamaskínur kvennasamtaka
ala á hatri í garð karlmanna. Af-
vegaleiða alla umræðu og eru tals-
menn þeirra ekki að hjálpa málstað
kvenna almennt í jafnréttisbarátt-
unni. Sorglegt en satt. Góð grein
hjá Brynjari og vert að kvenrétt-
indakonur muni að það eru líka
jafnréttissinnar sem að líta á karl-
menn sem Guðs gjöf, fallega að
innan sem utan. Það eru til konur
sem að sætta sig við að vera kyn-
verur.“
Um þetta segir Thelma: „Ég
var ekki viss hvað hún var að fara
með þetta, hvort konurnar væru að
greiða mér eða auðmenn.
Það er kaffisjóður í Drekaslóð
sem þær greiða stundum í, en það
er bara eitthvað klink. En hún er
kannski að tala um það að ég fái
greitt frá auðmönnum sem vilja að
ég þjálfi þær upp svo þær geti klekkt
á Gunnari, manninum hennar, af
því að hún var að gefa út bók. En
það er svo langsótt kenning að hún
er alveg fáránleg.
Það má alveg koma fram að við
sóttum um að fá að selja kort fyrir
framan Bónus fyrir jólin en okkur
var synjað um það þar sem ann-
að félag var þegar búið að fá pláss-
ið. Það er eina skiptið sem við höf-
um reynt að fá eitthvað frá þessum
auðmönnum.“
„Það er ekki til í mér ótti“
Að lokum segir hún að svona hót-
anir fylgi þessu starfi. „Þetta er ekki
fyrsta hótunin sem ég fæ og ég verð
að viðurkenna að hún náði ekki
djúpum tökum á mér. En auðvitað
stóð mér ekki á sama, mér brá og
ég vissi ekkert. Ég veit ekkert hvaða
sambönd hún hefur, hversu ófor-
skömmuð hún er og hvað hún mun
gera.
En ég veit það eitt að ef ég ætla
að láta svona símtöl slá mig út af
laginu þá get ég alveg eins lokað
Drekaslóð strax, hætt þessu og far-
ið að gera eitthvað annað. Þann-
ig að ég hristi þetta af mér eins og
hverja aðra vatnsgusu. Ég er ekk-
ert hrædd við Jónínu Ben,“ segir
Thelma ákveðin.
„Það er ekki til í mér ótti gagn-
vart þessu fólki. En stundum hafa
viðbrögð þeirra komið mér á óvart,
það er erfitt að reikna þau út.“
Tölvupóstadeilur
n Jónína Benediktsdóttir er enginn ný-
græðingur þegar kemur að persónulegum
deilum og rifrildum. Frægasta deilan er
sennilega þegar Jónína kærði 365 prent-
miðla fyrir að birta brot úr tölvupóstum
hennar, meðal annars til Styrmis Gunnars-
sonar, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins.
Jónína tapaði málinu. Jónína hafði einsett
sér það markmið að knésetja Jóhannes
Jónsson kenndan við Bónus, en þau áttu í
ástarsambandi í upphafi 20. aldar. Eftir að
sambandinu lauk taldi Jónína að Jóhannes
hafi niðurlægt hana viljandi með því að
loka á greiðslukort í Bónus sem hún hafði
getað notað fram að því. Síðan þá deildi
Jónína opinberlega á Baugsveldið með
áberandi hætti.
Sigraði 365
n Árið 2005 náði Jónína að sigrast á
erkióvini sínum, 365 prentmiðlum. Var hún
ósátt með forsíðu DV, sem þá var í eigu
365, en þar kom fram að hún og Styrmir
Gunnarsson væru elskendur. Fékk Jónína
greiddar miskabætur vegna umfjöllunar-
innar.
Landlæknir veit ekkert
n Detox-ævintýri Jónínu hafa heldur ekki
farið framhjá neinum. Allt síðan Jónína
uppgötvaði stólpípuna í Póllandi hefur hún
reynt að breiða út boðskapinn um ágæti
meðferðarinnar. Matthías Halldórsson
landlæknir var einn þeirra sem gagnrýndi
meðferðina, auk þess sem fréttir bárust af
einstaklingum sem þurftu að leggjast inn
á spítala í kjölfar detox-meðferðar. Jónína
svaraði fullum hálsi: „Má fólk ekki tjá sig á
Íslandi nema það sé læknar? Þetta er bara
menntahroki. Ég er íþróttafræðingur og
ég passa ekki upp á fólk þegar það fer út
að hlaupa.“
Eiríkur í „ógeðinu“
n Jónína hitti Eirík Jónsson fyrir árið 2009
í útvarpsþættinum Heyrt og séð. Jónína
ráðlagði Eiríki að biðjast afsökunar fyrir
störf sín fyrir tímaritið Séð og heyrt. „Það
væri þér hollt að biðja ýmsa afsökunar,“
sagði Jónína í spjalli við Eirík. Þegar Eiríkur
spurði Jónínu nákvæmlega hvað hún ætti
við, svarði hún: „Þú stjórnar ógeðinu sem
birtist á forsíðu Séð og Heyrt.“
bjorn@dv.is
Stríð Jónínu Ben
Bréf Jónínu til Ástu Knútsdóttur, talskonu kvennana sjö
„Þú ert durssla“
24. nóvember
Sæl,
Að lesa það sem þú setur frá þér veldur
mér hugarangri Ásta og er það allt sent
lögmönnum. Mig langaði hinsvegar að
segja þér að upplifun sem ég átti þegar ég
sat úti í bíl fyrir framan Bakarameistarann
og þú komst inn og flaðraðir upp um
Gunnar, kysstir hann, straukst honum öll-
um og ég fuðraði upp af ógeðstilfinningu.
Gunnar var miður sín yfir glennuganginum
í þér þegar hann kom út í bíl. Mig langar
að segja þér það sama og ég segi öðrum.
Þú átt bágt með þig. Konan sem
horfði á þetta með mér í bílnum
er sammála mér að þú ert komin
í kvennahóp sem hæfir þér. Þú
ættir að skammast þín fyrir að
trúa bullinu í Sigríði Guðnadóttur.
Dómstólarnir virka.
30. desember
Þú ert ógeðsleg manneskja.
Ég horfði á þig faðma og kyssa
manninn minn af sjúklegri
nautn. Sjúk kona verður að fara
á meðul. Þú munt fá þau ógeðið
þitt. Ljót, hallærisleg og kynlífsfíkill eins
og X og Ólöf Dóra en þið misnotuðuð kon-
ur í hallæri. Ásta þú ert aum persóna og
ég hlakka til að hitta þig í réttarsölum en
einnig hjá Drottni. Ólöf Dóra var ástkona
X, X, X, X, X, XX, X, X og allra kennaranna
sem unnu hjá mér og þú ert durssla.
5. janúar.
Jónína sendi afsökunarbréf á fjöl-
miðla: „Ég vil,
af einlægni, biðja þá sem urðu fyrir truflun
eða tjóni af skeyti því sem ég skrifaði
Ástu Knútsdóttur og glefsur birtust úr á
Pressan.is afsökunar.
Ég lét reiðina og sársaukann ná tökum
á mér og harma það. Reiðin er aldrei
skýrmæltur penni, hvað þá hjálpræði í
raunum. Ég bið fólkið um að reyna að
fyrirgefa mér.
Jónína Ben“
„Auðvitað
stóð mér
ekki á sama,
mér brá.
„Ertu fúl að Gunnar féll ekki fyrir þér?“
Samskipti Jónínu og Hafrúnar Maríu Zsoldos,
vinkonu Sigríðar Guðnadóttur
26. febrúar
Jónína sendi Hafrúnu skilaboð á Facebook þar sem hún biður
hana um aðstoð. „Ekki getur þú aðstoðað mig í þessum
málum Gunnars þar sem þú þekktir Siggu á þessum árum og
hefðir vitað hefði eitthvað gengið á. Sögurnar hafa breyst
hjá henni en við erum að reyna að fá fólk til þess að tala um
þessa hluti. Hefur þú eitthvað til málsins að leggja sæta
mín?“
1. mars.
Hafrún María svaraði því til að Sigríður hefði sagt sér þetta árið 1997 og hún hefði þá hætt í
Krossinum. Auk þess hefðu tvær aðrar vinkonur hennar deilt svipaðri reynslu af hálfu Gunnars
með sér. „Ég veit upp á hann sökina! Trúi þeim öllum,“ segir hún og ráðleggur Jónínu að losa
sig við hann, skrifa aðra góða bók og fara á þing.“ Segir hún henni að hætta þessari meðvirkni
með Gunnari og láta hann sjá um sig sjálfur: „Hættu áður en það verður of seint og fólk alveg
búið að missa alla trú á þér.“
2. mars
Jónína biður Guð að fyrirgefa Hafrúnu. Hún hafi þekkt Gunnar í mörg ár og bara af góðu. „Ég
elska hann, hann er flottur og góður maður og hefur fært mér mikla hamingju.“ Segir þó að
hann sé ekki fullkominn frekar en þær sjálfar.
Hún heldur áfram að bera út sögur um systurnar og segir að Sigríður sé fárveik. „Ég held að
hún hafi verið ástfangin af Gunnari og sturlaðist hún, eins og bréf hennar sýna, þegar hann
giftist mér. Það voru margar konur sem ætluðu sér hann eftir skilnaðinn.“
Að lokum biður hún Hafrúnu að taka ekki þátt í þessum árásum fárveikra einstaklinga. „Þær
eru allar fárveikar.“
13. mars
Hafrún sagðist hafa talað við móður sína sem sé geðhjúkrunarfræðingur og hún hafi sagt
að fárveikt fólk ætti líka rétt á því að tjá sig um misnotkun. Hún hafi aldrei vitað til þess að
Sigríður ljúgi, enda séu þær trúnaðarvinkonur. Hún hafi séð hvaða áhrif þetta hafði á Sigríði og
það muni taka hana tíma að vinna úr því.
„Ég aftur á móti þekki enga konu sem hefur áhuga á Gunnari.“ Þá segir hún að fyrrverandi
eiginkona Gunnars hafi orðið vitni að því þegar Gunnar káfaði undir bolnum á barnapíunni
hennar.
Jónína svarar samdægurs: „Margir hafa sagt mér að þú hafir elt Gunnar á röndum og verið
að nudda son hans á kvöldin. Hafrún þú hagaðir þér eins og hóra þegar þú vannst hjá mér
og hélst því áfram í Krossinum. Mættir í latexsamfesting til þess að auglýsa þig. Ertu fúl að
Gunnar féll ekki fyrir þér?
Ef þú ert að vitna í súlukonuna Valdísi gef ég ekkert fyrir orð hennar og Inga segist aldrei hafa
komið að þeim. Það er lygi í Valdísi. Gott að naglasérfræðingurinn er kominn í hlutverk. Mann-
eskja sem gat ekki einu sinni hugsað um börnin sín skammlaust á að halda kjafti. PUNKTUR.
Þetta er orðið fínt í okkar samskiptum. Þú ert skelfileg manneskja í huga þeirra sem kynntust
þér í raun, ekki kvenna sem voru í liði með þér til þess að tæla menn út og suður með
brenglaða sjálfsmynd. Hafrún bréf þitt er ógeð og ég mundi senda geðhjúkrunarfræðingnum
það til þess að sjá hvað býr í dóttur hennar.“
„Það eru líka jafn-
réttissinnar sem
að líta á karlmenn sem
Guðs gjöf, fallega að inn-
an sem utan. Það eru til
konur sem að sætta sig
við að vera kynverur.
Jónína Ben
Saga Thelmu lét engan ósnortinn
Faðir hennar beitti hana grófu ofbeldi en hún
hefur síðan haft það að atvinnu að hjálpa
þolendum ofbeldis að vinna úr afleiðingunum.