Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Qupperneq 22
22 | Erlent 15. ágúst 2011 Mánudagur
H
ún er kannski ekki
hvítur miðaldra karl-
maður, með byssu í
annarri og Biblíuna
í hinni, en sumir
kynnu að segja að munurinn
á henni og honum væri ekki
ýkja mikill. Konan heitir Mic-
hele Bachmann og er fulltrúi
Minnesota-ríkis á fulltrúa-
þingi Bandaríkjamanna.
Undanfarin misseri hefur
Michele verið mikið í sviðs-
ljósinu og hefur í þeim efnum
kannski notið þeirrar eftir-
tektar sem Sarah Palin og hin
svonefnda Teboðshreyfing
hafa notið.
Þess ber fyrst að geta að te-
boðið sem Teboðshreyfingin
er kennd við var ekki, er ekki
og verður aldrei teboð í þess
orðs einföldu merkingu.
Nafn hreyfingarinnar skír-
skotar til mótmæla nýlendu-
búa í Boston í Massachusetts
í Bandaríkjunum árið 1773.
Mótmælin beindust gegn
bresku stjórninni enda var
Massachusetts á þeim tíma
bresk nýlenda. En meira um
það síðar.
Vinir í efra
Þrátt fyrir að frægð Michele
sé nánast nýtilkomin þá hef-
ur hún til nokkurra ára ver-
ið harður keppinautur Joe
Biden, varaforseta Banda-
ríkjanna, og Michael Steele,
formanns landsnefndar
Repúblikanaflokksins, hvað
varðar undarleg ummæli.
Reyndar má leiða líkur að því
að mörg ummæli stallsyst-
ur hennar, Söruh Palin, falli
jafnvel í skuggann af þeim
vísdómskornum sem hrjóta
af vörum Michele Bachmann.
Um Michele Bachmann er
sagt að hún eigi vini á háum
stöðum, sjálf er hún senni-
lega þeirrar skoðunar að Guð
almáttugur sé hennar einka-
og trúnaðarvinur. Skör neð-
ar en Guð er vinur hennar
séra Mac Hammond sem fer
fyrir heljarkirkju í úthverfi
Minneapolis. Í tvígang hefur
stofnun hans átt á hættu að
missa stöðu sína sem stofnun
sem ekki er rekin í hagnaðar-
skyni vegna stuðnings hans
við herferðir Michele.
Þegar Michele bauð sig
fyrst fram til fulltrúadeildar-
innar árið 2006 bauð hinn
kuflklæddi klerkur henni að
nota predikunarstól sinn og
þáði hún boðið með þökk-
um. Tækifærið nýtti hún til
að ræða um enn voldugri vin
sinn, áðurnefndan Guð, sem
hafði einmitt sett nafn sitt við
framboð hennar.
Guð Michele hafði val-
ið henni mannsefni og sagt
henni að vera eiginmanni
sínum, Marcus, undirgef-
in. Sem hún og gerði og þess
í stað sagði Marcus henni
að leggja fyrir sig skatta-
lög. Guð gerði gott betur því
hann sagði henni að bjóða
sig fram til þings Minnesota.
„Svo sagði hann mér að bjóða
mig fram til Bandaríkjaþings.
Og ég hugsaði „Hver skyldi
tilgangurinn með því vera?“
Og maðurinn minn sagði „Þú
þarft að gera þetta“ en ég var
ekki viss.
Hjónin hugsuðu málið í
þrjá sólarhringa, föstuðu og
báðu og spurðu: „Drottinn, er
þetta vilji þinn? Er þetta vilji
þinn? Og síðla kvölds annan
daginn staðfesti hann ákall-
ið.“ Að framansögðu virð-
ast lítil áhöld um það í huga
Michele Bachmann að köll-
un hennar er ekkert annað en
guðleg.
Í haldi lesbía
Það kennir ýmissa grasa í um-
mælum Michele Bachmann
sem hefur tjáð sig um allt frá
samkynhneigð til eiginkon-
ugæða dóttur sinnar. Lítum á
þegar Michele, að eigin sögn,
var haldið gegn vilja sínum
af tveimur lesbíum um mitt
ár 2005. Skömmu áður hafði
Michele lýst yfir stuðningi
sínum við bann gegn hjóna-
bandi samkynhneigðra og
var viðstödd fámennan fund
í félagsheimili í Scandia í
Minnesota.
Skyndilega ómaði sker-
andi vein og vitni sáu þing-
konuna koma, nánast í keng,
veinandi út af snyrtingu í
félagsheimilinu. „Mér var
haldið gegn vilja mínum!“
hrópaði Michele sem lagði
fram kæru á hendur tveggja
kvenna sem hún áleit „til-
heyra LBGT [samfélagi lesbía,
homma, tvíkynhneigðra og
kynskiptinga].
Að sögn Michele höfðu
umræddar konur í samein-
ingu aftrað henni að komast
út af salerninu og hún hafi
verið skelfingu lostin enda
ekki vitað hvað konurnar
höfðu í hyggju. Konurnar vís-
uðu orðum Michele til föður-
húsanna; þær hefði aðeins
verið að spjalla við þing-
manninn. Kæru Michele var
síðar vísað frá.
Afhommunarstofnun
eiginmannsins
Bachmann and Associates er
ráðgjafarstofnun í eigu þeirra
hjóna Marcus og Michele og
sérhæfir sig í „vandamálum
karla og kvenna“, „misnotk-
unarmálum“, „andlegum
málum“ og „skömm“.
Segir sagan að stofnunin
stundi einnig það sem á síð-
ustu og verstu er nefnt af-
hommun. Í viðtali við Minne-
sota Star Tribune neitaði
Marcus ekki að hann eða aðr-
ir ráðgjafar hefðu komið ná-
lægt slíkri meðferð, en þá ein-
göngu ef skjólstæðingur hefði
óskað þess.
Tímaritið City Pages í
Minneapolis tók viðtal við
Curt Prins, íbúa Minneapol-
is, sem hafði verið viðstaddur
ráðstefnu af einhvers konar
kristilegum toga í Minnesota.
Sagði Curt að yfir 100 manns
hefðu verið í salnum og
þröngt um fólk. Flestir þeirra
sem tóku til máls voru „stað-
alímyndir samkynhneigðra
karlmanna“.
Hjónin bæði, Michele og
Marcus, tóku til máls og fór
Marcus ekki í launkofa með
þá skoðun sína að samkyn-
hneigð væri afleiðing vals og
hefði ekkert með gen að gera.
„Hann fullyrti að innan sam-
félags LBGT væri kynferðis-
leg misnotkun ráðandi,“ sagði
Curt í viðtalinu. Hann sagði
ennfremur að Marcus hefði
ekki vísað í neinar rannsókn-
ir orðum sínum til stuðnings.
Curt sagði að hápunktur
samkomunnar hefði verið
þegar Marcus kynnti til sög-
unnar „þrjá fyrrverandi sam-
kynhneigða einstaklinga líkt
og um skyggnukynningu væri
að ræða [e. PowerPoint pre-
sentation].“
Einstaklingarnir þrír, tveir
hvítir karlar og ein þeldökk
kona, vottuðu að þeir hefðu
allir látið af samkynhneigð
sinni. „Samkoman trylltist,“
sagði Curt Prins í viðtalinu.
Hinir fullkomnu makar
Michele Bachmann hefur
óbilandi trú á gæðum barna
sinna, sem í sjálfu sér er hið
besta mál. Þó hafa ummæli
sem hún lét falla þar að lút-
andi í bréfi árið 2003 vak-
ið meiri athygli en annað í
þeim efnum. Í bréfinu fór
hún stórum orðum um gæði
barna sinna sem framtíðar-
maka. Yngri dóttir hennar,
Eliza, „var fædd til að verða
hin fullkomna eiginkona [...]
Framtíðarmakar verða að
sækja um því hún auglýsir sig
ekki.“
Þá var röðin komin að
Caroline, en Michele fór fögr-
um orðum um hvernig hún
„dregur gallabuxurnar upp
yfir 14 tommu mjaðmirnar.“
Svo enginn velktist í vafa um
ágæti Caroline þá hnykkti
Michele út með eftirfarandi:
Henry kóngur átti sínar sex
konur, og ef Caroline okkar
hefði verið ein þeirra held ég
að hún hefði fengið nafnið
Caroline hin geislandi.“
Synir hjónanna fengu sinn
skerf af lofi; Harrison var
„ekkert annað en fullkomn-
un“ og „fjársjóður í fantasí-
um kvenna“ og Lucas fékk
nánast einkamálaauglýsingu:
„Skvísusegull þarfnast konu
til að koma honum í gegn-
um læknanám, þrífa heimil-
ið, greiða reikninga og halda
skipulagi á lífi hans.“
Svo mörg voru þau orð
og af þeim má ráða að börn
þeirra hjóna eru mikil hnoss
og happafengur þeim sem
hreppir.
Lagasetning vegna
hatursglæpa
Áður hefur verið drepið á
meinta viðureign Michele og
tveggja kvenna inni á snyrt-
ingu félagsheimilis í Scandia
í Minnesota. Einnig hefur
ráðgjafarstofnun hjónanna
verið gerð einhver skil og af-
stöðu Michele til hjónabands
samkynhneigðra. Því má ljóst
telja að samkynhneigð og
málefni henni tengd valda
henni einhverju hugarangri.
Árið 2005, þar sem verið
var að mótmæla tillögu henn-
ar um stjórnarskrárbreytingu
sem legði bann við hjóna-
bandi samkynhneigðra, rak
einn mótmælenda augun í
hana þar sem hún og fylgdar-
lið hennar lá í felum, að því er
virtist, á bak við runnagróður.
Ljósmyndir af þessum pín-
legu aðstæðum birtust síðar á
bloggsíðu mótmælandans og
urðu til þess að Star Tribune
ákvað að forvitnast um atvik-
ið og hafði Michele þetta að
n Michele Bachmann fer ekki í launkofa
með skoðanir sínar á samkynhneigðu fólki
n Hommar eru hættulegir börnum, að mati
Michele n Börn Michele Bachmann eru
guðsgjöf þeim sem hreppir þau sem maka
Kolbeinn Þorsteinsson
kolbeinn@dv.is
Stjórnmál
Drottning Teboðshreyfingarinnar
„Þetta var ekki
í fyrsta skipti
sem hún viðraði
þessa skoðun sína
því árið 2004, sagði
hún í útvarpsviðtali
að hjónaband sam-
kynhneigðra væri
hættulegt því börn
„væru helsti skot-
spónn þeirra.
Michelle Bachmann
Fór mikinn í prófkjör-
skönnun um helgina.
Keith Ellison Michele sagði hann
vera hryðjuverkamann, en hann er
bara múslimi.
Teboðið
Í fáum orðum var þannig mál
með vexti að sökum vaxandi
vinsælda tes í Evrópu 17. aldar
var settur á laggirnar fjöldi fyrir-
tækja sem öll vildu tryggja sér
væna sneið af innflutningi þess
til Evrópu. Bresk stjórnvöld veittu
Austur-Indíafélaginu einkarétt
á innflutningi í breskar nýlendur
árið 1698.
Þess var skammt að bíða að te
yrði eftirsóttur drykkur í bresku
nýlendunum og í tilraun til að
útrýma erlendri samkeppni settu
bresk stjórnvöld lög árið 1721 sem
kváðu á um að nýlendurnar gætu
einungis flutt inn te frá Bretlandi.
Þetta fyrirkomulag leiddi til
þess að þegar teið loksins kom
til nýlendnanna var búið að
margskatta það og kostaði það
helsti mikið.
Nýlendubúar í Boston voru
andvígir telöggjöfinni af ýmsum
sökum og ekki síst þeirri að
þeim fannst að brotið væri
á rétti þeirra þegar á þá var
lagður skattur af öðrum en þeim
fulltrúum sem þeir sjálfir höfðu
kjörið.
Mótmælin náðu hámarki 16.
desember 1773 þegar nýlen-
dubúar komu í veg fyrir að hægt
væri að skipa upp skattlögðu tei
frá Bretlandi. Embættismenn í
Boston þvertóku fyrir að teið yrði
sent aftur til Bretlands, í land
skyldi það. Mótmælendur voru
á öðru máli og að kvöldi þess
dags söfnuðu þeir liði, ruddust
um borð í þrjú skip og fleygðu 342
böllum af tei í höfnina.
Atvikið er talið táknrænt í
sögu Bandaríkjanna og önnur
mótmæli skírskota oft til þess.
Þess má geta að deilan vatt upp
á sig og Teboðið er talið hafa haft
áhrif á aðdraganda bandaríska
frelsisstríðsins sem hófst 1775.