Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Side 12
M ér gekk bara alveg ótrú- lega vel. Ég var 82 mín- útur og ég er bara mjög ánægður með það. Þetta er góður tími fyrir mig,“ segir Kjartan Birgisson en hann gerði sér lítið fyrir og fór 10 kíló- metra í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn þrátt fyrir að aðeins tæpt ár sé liðið frá því að hann und- irgekkst stóra aðgerð þar sem skipt var um hjarta í honum. Hann segir hlaupið ekki hafa verið mikið mál. „Greinilega ekki,“ segir hann hlæj- andi og bætir svo við: „Ég hef aldrei verið mikill hlaupari enda var markmiðið fyrst og fremst hjá mér að klára þessa 10 kílómetra. Ég fór nú mest labbandi en hljóp þó meira en ég ætlaði mér.“ Alltaf að æfa sig Kjartan hefur ekki æft markvisst fyrir hlaupið en reynir að hreyfa sig reglulega. Hann gengur mikið en minna er um hlaup hjá honum. „Ég er alltaf að æfa mig eitthvað. Ég geng út um allt, er mjög duglegur við það. Það hefur verið svona besta æfingin fyrir mig hingað til en ég sé það núna að ég get farið að hlaupa meira. Það er alltaf byrjunin að geta hlaupið fyrstu hundrað metrana og bæta svo í það.“ Kona hans og dæt- ur fylgdust með honum af hliðar- línunni en hann segir þær ekki hafa óttast um sig. „Þær vita alveg hvað ég er duglegur og passasamur.“ Kjartan hljóp fyrir Hjartaheill og safnaði 77.500 krónum fyrir fé- lagið. Hann er virkur í starfi félags- ins. „Við höfum verið að reyna að vekja meiri athygli á líffæragjöf. Í dag er það þannig á Íslandi að ef fólk deyr þá er það sjálfkrafa synj- andi um að gefa líffæri en við viljum að það verði öfugt að líffærin verði sjálfkrafa gefin sé það hægt nema annað sé tekið fram. Virk umræða á hverju heimili skiptir máli upp á það að fólk viti hver vilji viðkom- andi sé ef hann deyr skyndilega.“ Hann segir líffæragjöf hafa bjargað sínu lífi. „Algjörlega. Þetta gaf mér nýtt tækifæri. Ég var bara orðin sófamatur áður en ég fékk hjartað. Þetta er mikill munur á tæpu ári.“ Hjartagallinn hamlaði íþróttaiðkun Kjartan hefur verið hjartveikur allt sitt líf. „Ég er með meðfæddan hjartagalla og er búin að fara fjór- um sinnum í hjartalokuskipti. Ég fór fyrst þegar ég var 16 ára, eða árið 1976. Ég fór tvisvar það ár og svo tvisvar í viðbót seinna.“ Hjartagallinn hafði komið í veg fyrir að hann gæti stundað íþróttir eins og hann vildi. „Þetta hefur allt- af háð mér. Ég hef til dæmis aldrei getað hlaupið en ég er að vonast til þess að geta þjálfað mig upp í það núna að geta hlaupið meira. Miðað við þetta þá lítur það vel út.“ Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum en ekki getað stundað þær í eins miklum mæli og hann hefði viljað. „Ég hef alltaf ver- ið mikill áhugamaður um íþróttir og spilaði badminton í mörg ár. Hins vegar átti ég aldrei neinn mögu- leika á að verða neinn afreksmaður á því sviði vegna þessarar hömlun- ar. Ég varð bara að sætta mig við og vera bara í þessu sem áhugamaður.“ Biðin eftir hjarta erfið Það var svo árið 2009 að læknar ákváðu að Kjartan þyrfti að fá nýtt hjarta. „Haustið 2009 var endan- lega tekin ákvörðun um það hérna heima. Þá var komin bilun á loka- stigi í það gamla. Síðan var það á vordögum 2010 sem ég fór í mat til Svíþjóðar þar sem endanlegur úr- skurður var kveðinn upp um að það væri engin bataleið fyrir mig eins og staðan var,“ segir hann alvarlegur í bragði. „Þá var ekkert eftir nema skipta um hjarta og bara spurning hversu heppinn ég yrði með að fá nýtt hjarta. Þau liggja náttúrulega ekki í neinum búðarhillum og biðin getur verið löng.“ Sem betur fer þurfti hann ekki að bíða lengi. „Ég slapp nokkuð vel. Ég beið í nítján vikur frá því að ákvörð- un um að ég fengi nýtt hjarta var tekin. Þannig að það var engin ægi- leg þolraun þó að mér fyndist það nógu langur tími meðan á því stóð,“ segir hann og segir það hafa verið erfiðast að geta ekki farið neitt með- an hann beið eftir kallinu. Biðin get- ur verið löng og enginn veit hvenær hjarta sem hentar finnst. „Maður er í hálfgerðu farbanni meðan maður bíður. Bæði er maður þreklaus og lítill í sér og svo líka það að hafa ekki leyfi til að fara neitt í burtu.“ Hann gerði sitt besta til að halda sé í formi meðan á biðinni stóð. „Ég beið hérna heima og reyndi bara að halda skrokknum í lagi að öðru leyti. Fyrst og fremst með því að fara í göngutúra og svo var ég líka í æfing- um á Reykjalundi.“ Kallið kom Það kom svo að því að kallið barst. Það hafði fundist nýtt hjarta fyrir Kjartan. Hann mátti engan tíma missa. „Þeg- ar símtalið barst þá þurfti ég að vera mættur á innan við klukkutíma út á Reykjavíkurflugvöll og þaðan var flogið með mig út til Gautaborgar. Svo þegar ég vaknaði morguninn eftir þá var ég bara kominn með nýtt hjarta. Þetta skeði allt mjög hratt.“ Líkami hans tók vel við nýja hjart- anu. „Þetta gekk allt rosalega vel. Ég hef fengið einhverjar litlar hafnanir sem hefur bara verið tekist á við með lyfjagjöf. Með höfnunum er átt við að líkaminn hafni líffærinu en ég verð ekkert var við það, þetta er bara litlar hafnanir.“ Fagnar ársafmæli hjartans með Esjugöngu Kjartan fer reglulega í sýnatökur og skoðanir. Um mánaðamótin næstu er liðið ár síðan hann fékk hjartað. „Þá verður vonandi lokaútskrift,“ segir hann vongóður. Hann ætlar að fagna árs afmæli hjartans með því að ganga hugsan- lega upp á Esjuna. „Ef veður leyfir þá ætla ég að láta reyna á það. Ég ætla ekki að leggja það á mig í grenj- andi roki og rigningu.“ Hann stefnir á að taka líka þátt í maraþoninu á næsta ári. „Nú ætla ég að byrja að hlaupa meira. Skipta út göngutúrunum fyrir meira skokk og svo reyni ég að bæta mig á næsta ári. Ég held ég hlaupi 10 kílómetra á næsta ári eins og í ár en ég ætla mér að bæta tímann og hlaupa þá allan tímann. Kjartan er alls ekki hræddur við að ofgera sér og segir hreyfingu vera góða fyrir hjartað. „Ég passa alveg að ofgera mér ekki. Þetta er alltof mikils virði til þess að vera að eyði- leggja þetta með einhverju kæru- leysi.“ 12 | Fréttir 22. ágúst 2011 Mánudagur n Kjartan Birgisson undirgekkst hjartaaðgerð fyrir ári n Gat ekki hlaupið fyrir hjartaskipti vegna hjartagalla n Var orðinn sófamatur n Hljóp 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Hljóp með nýtt hjarta Með fjölskyldunni Hér er Kjartan að hlaupi loknu með konu sinni, Halldóru, og dætrum sínum, Hildi og Maríu. Eftir aðgerðina Þessi mynd er tekin fyrir um ári eða rétt eftir hjartaskiptin. Kjartan segist hafa verið orðinn sófamatur áður en skipt var um hjarta í honum. Nýja hjartað bjargaði lífi hans Kjartan tók þátt í hlaupinu aðeins tæpu ári eftir að hann fékk nýtt hjarta. Hann vill vekja fólk til umhugsunar um nauðsyn líffæragjafar. „Þetta hefur alltaf háð mér. Ég hef til dæmis aldrei getað hlaupið en ég er að von- ast til þess að geta þjálf- að mig upp í það núna að geta hlaupið meira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.