Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Side 16
16 | Erlent 22. ágúst 2011 Mánudagur A vraham Berkovici, gull- smiður sem lifði helför- ina af, er á meðal þeirra mótmælenda sem krefjast félagslegra umbóta í Ísra- el. „Þetta land hefur gleymt okkur. Eftirlaun eru lág, sjúkrahús yfirfull og leiga og fæði eru dýr. Margir þeir sem lifðu helförina af búa við fátækt í Ísrael í dag,“ sagði Berkovici. Íbúar í Ísrael hafa mótmælt bágum efnahagskjörum í tæpan mánuð. Upphaflega slógu nokkr- ir einstaklingar upp tjaldbúðum við Rothschild-breiðgötuna í Tel-Aviv en mótmælin uxu hratt og hafa hundr- uð þúsunda Ísraelsbúa tekið þátt í mótmælunum. Mótmælendur eru af mjög svo fjölbreyttum toga. Ein- stæðar mæður, bændur, nemendur og læknar eru á meðal mótmælenda. Reiðustu mótmælendurnir eru hins vegar þeir sem hafa þurft að gegna herþjónustu, borga skatta og greiða skuldir sínar og standa því uppi með ekkert í höndunum við lok hvers mánaðar. „Við eigum á hættu að verða að þriðja heims ríki,“ segir Dan Ban- David, sérfræðingur í vexti hagkerfa. Ben-David hefur í áratugi varað við hnignun Ísraelsríkis. Árlega gerir hann skýrslur um ástand þjóðarinn- ar og þær verða svartari með hverju árinu. Hann segir að fátækt snerti um 20 prósent íbúa landsins, þátt- taka á vinnumarkaði sé rétt um 57 prósent og meðalfjöldi skólabarna í hverjum bekk sé 39. Þá fara útgöld til velferðarmála lækkandi á meðan útgjöld til hernaðar séu ein af þeim hæstu í heiminum. 90 prósent Ísraelsmanna styðja mótmælin „Það er engin tilviljun að mótmælin hófust í sömu viku og lög sem banna fólki að sniðganga ísraelskar vörur voru samþykkt. Fólkið áttar sig á að lýðræði fer stöðugt minnkandi í Ísra- el,“ segir Assaf Levi en í síðasta mán- uði voru umrædd lög samþykkt til að bregðast við algengum aðferð- um mótmælenda sem vilja stöðva vöxt landnemabyggða. Levi er ósátt- ur við að hinir öfgasinnuðu fái sínu framgengt í Ísrael. „Við viljum stöðva þetta ferli. Við viljum ekki afhenda Ísrael öfgamönnum,“ segir Levi. Hægrimenn í Ísrael hafa reynt að gera lítið úr mótmælunum með því að kalla leiðtoga þeirra anarkista, kommúnista, róttæka vinstrimenn og „vatnspípureykjandi sushi-ætur“. Sú herferð virðist ekki skila neinum árangri en yfir 78 tjaldbúðir hafa ver- ið reistar með tæplega 3.400 tjöld- um og tugþúsundum mótmælenda. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta mótmælin stuðnings 90 pró- senta íbúanna. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, hefur brugðist við mótmælunum með því meðal ann- ars að skipa nefnd sérfræðinga og fresta hækkunum á bensínverði. Þá útilokar Reuven Rivlin, forseti Ísra- elsþings, ekki nýjar þingkosningar. Ný félagshreyfing gæti þar mögulega fengið 15 prósent atkvæða í kosning- unum. Hræða fólk frá því að krefjast réttar síns Stjórnmál í Ísrael hafa fyrst og frest snúist um að geta varist hryðjuver- kaárásum, einkum frá Palestínu- mönnum. Þannig töpuðu vinstri- flokkar fylgi í kjölfar misheppnaðra tilrauna til að semja um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Efnahagsmál hafa hins vegar oftar en ekki fallið í skugga deilnanna. „Pólitíkusarnir hafa reynt að sannfæra okkur um að deilurnar við Palestínumenn séu eina vanda- málið. Þeir vilja hræða okkur þeg- ar þeir tala um yfirvofandi árás frá Íran og að við gætum átt von á ann- arri helför. Það er þeirra leið til halda okkur frá því að krefjast réttar okk- ar,“ segir Stav Shafir, einn forsprakka mótmælanna á meðan eldri maður klappar henni á öxlina og segir: „Ég hef beðið eftir manneskju eins og þér, alla mína ævi.“ Athygli vakti hins vegar þeg- ar harðlínu-rétttrúnaðarrabbíni og ísraelskt-arabískt skáld stóðu saman á sviði og ávörpuðu hundruð þús- unda manna í borginni Safed. Vana- lega beina rabbínar í borginni því til íbúanna að leigja aröbum ekki hús- næði en nú sitja gyðingar og arabar saman í tjaldbúðunum og mótmæla. „Við stöndum öll sameinuð í bar- áttu okkar fyrir félagslegu réttlæti, janfrétti, friði og bræðralagi,“ sagði skáldið við mikinn fögnuð marg- mennis. Talað er um nýjan samfélags- anda sem brjóti niður ýmsa tálma samfélagsins. Meira að segja binda sumir von við að þessi barátta mót- mælendanna geti vísað veginn fyrir friðarviðræður við Palestínumenn. Ef hundruð þúsunda mótmælenda geti streymt út á götur til að krefjast félagslegs réttlætis, hví þá ekki líka til að krefjast friðar? Brotthætt ástand Þrátt fyrir bjartsýni sumra mótmæl- enda er enn langt í friðinn. Ákveð- ið var að slá af mótmæli sem áttu að fara fram um helgina vegna árása Palestínumanna á ísraelska rútu síð- astliðinn fimmtudag. Forsprakkar mótmælanna blésu mótmælin af í virðingarskyni við fórnarlömbin og lýstu yfir samúð sinni við aðstand- endur. Hins vegar breyti árásin engu í landinu og því muni byltingin halda áfram. Árásin átti sér stað skammt frá bænum Eliat við Rauðahaf og fór- ust sex óbreyttir borgarar og tveir hermenn í árásinni. Ísrael svaraði henni með því að drepa sjö meinta skotárásarmenn og þá voru loft- árásir gerðar á bæinn Rafah á Gaza- svæðinu, nálægt landamærunum við Egyptaland. Talið er að sjö Pal- estínumenn hafi fallið í þeim árás- um og eru háttsettur andspyrnufor- ingi og þriggja ára barn sögð vera þeirra á meðal. Þeirri árás var svarað og skutu Palestínumenn eldflaugum frá Gaza-svæðinu á bæinn Ashdod. Einn maður særðist alvarlega í árás- inni. Árásirnar sýna að ástandið í Palestínu er brotthætt nú þegar Palestínumenn sækjast eftir við- urkenningu á sjálfstæðu ríki. Palest- ínumenn vilja byggja ríki sitt á því landsvæði sem þeir höfðu til um- ráða fyrir sex daga stríðið en ólíklegt er að Ísraelsmenn muni nokkurn tímann sætta sig við þá lausn. Til að bæta gráu ofan á svart er eyðimörkin á Sínaí-skaga nánast stjórnlaus eftir byltinguna í Egyptalandi fyrr á árinu. Gyðingar og arabar mótmæla saman n Fjölbreyttur hópur Ísraelsmanna krefst félagslegra umbóta n Deilur við Palestínumenn notaðar til að beina hugum fólks frá efnahagsvandanum n Mótmælendur dreymir um frið„Margir þeir sem lifðu helförina af búa við fátækt í Ísrael í dag. Björn Reynir Halldórsson bjornreynir@dv.is Ísrael Fjölmenn mótmæli Hundruð þúsunda Ísraelsmanna krefjast umbóta í landinu. MynD ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.