Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Síða 22
G rétar Rafn Steins­ son, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Bolton, deilir nú við eiginkonu sína Man­ uelu Ósk Harðardóttur um umgengnisrétt yfir dóttur þeirra. Deilurnar hafa orðið til þess að Grétar hefur ekki gef­ ið kost á sér í íslenska lands­ liðið í knattspyrnu vegna „bar­ áttu utan vallar“. Manuela getur fengið helming af eign­ um þeirra hjóna en hún hefur verið heimavinnandi húsmóð­ ir frá því að hún giftist Grétari. Samkvæmt breskum réttar­ venjum ætti hún að geta fengið þessa kröfu sína í gegn og gott betur. Heimildir DV herma að Grétar berjist fyrir því að fá að umgangast kornunga dóttur þeirra og Manuelu. Á rétt á helmingi eignanna Samkvæmt skilnaðarlögum í Bretlandi á Manuela rétt á helmingi þeirra eigna sem Grétar hefur unnið sér inn á meðan á hjónabandi þeirra hefur staðið. Manuela mun einnig geta gert tilkall til eigna þeirra hjóna í skiln­ aðinum eins og íbúðarhúss þeirra og bíla. Eins og sást í sjónvarpsþáttunum At­ vinnumennirnir okkar sem sýndir voru á Stöð 2 Sport árið 2009 bjuggu Grétar og Manuela í stóru einbýlishúsi og óku um á tveimur dýrum bílum. Í Bretlandi er algengast að hjón skilji vegna þess að ann­ ar eða báðir aðilar hafi fram­ ið hjúskaparbrot eða sýnt af sér óréttmæta eða ósann­ gjarna hegðun. Þeir tveir val­ kostir gera hjónum kleift að flýta fyrir skilnaði, en aðr­ ar ástæður gera skilnaðinn langdregnari. Ástæður skiln­ aðarins eru þó yfirleitt ekki aðalbitbein lögmanna þeirra sem standa í skilnaði heldur eru fjárhagslegar aðstæður og forræði yfir börnum mun stærri mál sem flóknara er að leysa. Það er yfirleitt í hönd­ um lögmanna einstaklinga að komast að samkomulagi um eignir, en takist það ekki er málinu vísað til dómstóla sem skipta eignunum, það er að segja ef ekki er til kaup­ máli milli hjónanna. Samkvæmt breskum lög­ um eru hjón jöfn en réttar­ hefðin er yfirleitt sú að börn verða búsett áfram hjá móð­ ur sem einnig fær oftar en ekki að halda aðsetri sínu í sameiginlegu húsi hjónanna. Sé það þannig að eiginmað­ urinn eigi mun meiri eign­ ir en eiginkonan, er oft séð til þess að skipting á eign­ um hjónanna sé konunni vel í hag, jafnvel þótt hún hafi ekki komið með mikl­ ar eignir inn í sambandið. Eignum er skipt þannig að tryggt sé að konan geti lifað í samræmi við fyrri lífsstíl þar sem breskir dómstólar líta á þarfir kvenna og barna sem mikilvægan grundvöll þegar eignum er skipt. Með dúndurlaun í Bretlandi Grétar var keyptur fyrir um 3,5 milljónir punda, jafn­ virði um 666 milljóna króna, frá AZ Alkmaar í Hollandi til Bolton Wanderers árið 2008. Samkvæmt frétt Við­ skiptablaðsins á síðasta ári hefur hann um tólf milljón­ ir íslenskra króna í mánað­ arlaun hjá félaginu. Grétar hefur verið samningsbund­ inn Bolton frá árinu 2008 og hefur því verið á launum hjá félaginu í um 30 mánuði. Það þýðir að Grétar hefur þegið að minnsta kosti 360 millj­ ónir íslenskra króna í laun. Hann hefur þó ekki getað stungið þessum fjár hæðum beint í vasann og þurft að borga skatt af tekjunum eins og aðrir. Gera má ráð fyrir að Grét­ ar og Manuela hafi eytt tals­ verðum hluta þessa fjár í rekstur heimilisins og ann­ an kostnað. Árið 2009 var sagt frá stórtækum kaup­ um Manuelu á sér útbúnum Audi Q­7 sem meðal ann­ ars skartaði bleikum Audi­ merkjum og eiginhandar­ áritun stúlkunnar á höfuð púðunum. Þá komst það einnig í fréttir á Íslandi að Grétar Rafn hefði gefið henni hvítan Range Rover. Þrátt fyrir glæsilegan lífs­ stíl og skattgreiðslur er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að Grétar sé vel efnaður. Brúðkaup þremur mán- uðum eftir fyrstu kynni Manuela og Grétar kynnt­ ust á Myspace árið 2007. Þau gengu í hjónaband við litla athöfn í Alkmaar í Hollandi í nóvember 2007, þremur mánuðum síðar. Þau slitu samvistum þremur árum síðar og hafa verið skilin að borði og sæng í tæpt ár, sam­ kvæmt heimildum DV. Grét­ ar og Man uela eiga dótt­ ur saman sem fæddist árið 2010. Manuela á einnig son úr fyrra sambandi. Manuela Ósk og Grétar Rafn hafa verið hálfgerð Victoria og David Beckham á Ís­ landi. Þau hafa lifað lúxus­ lífi í Bolton og Manchester eftir að Grétar var keyptur til Bolton Wand erers þar sem hann hefur spilað sem bak­ vörður síðan 2008. Manuela hefur gefið aðdáendum sín­ um innsýn í líf sitt í gegnum heimasíðuna sína þar sem hún bloggar og sýnir myndir úr lífi sínu. Manuela Ósk varð ung­ frú Reykjavík og fegurðar­ drottning Íslands árið 2002. Hún átti að taka þátt í keppn­ inni Ungfrú alheimur árið eftir en varð að hætta keppni vegna veikinda. Hún varð í öðru sæti í keppninni Ung­ frú Norðurlönd árið 2003. Þá varð það sérstaklega frægt þegar boxarinn Mike Tyson gaf Manuelu eldrauðan Ver­ sace­síðkjól, en samkvæmt heimildum DV á hún enn kjólinn. Hún klæddist hon­ um þegar hún vann Ungfrú Ísland árið 2002. Tveimur árum eftir að hafa gengið í hjónaband við litla athöfn í Hollandi ákváðu þau að endurtaka athöfnina á Íslandi. Þau héldu sann­ kallað stjörnubrúðkaup á Íslandi í Dómkirkjunni og gengu þá upp að altarinu í annað sinn. Öryggi var í há­ marki og þau réðu lífverði og bönnuðu ljósmyndun bæði á vegum gesta og fjölmiðla í athöfninni og veislunni. Þau buðu Séð og heyrt að kaupa réttinn að myndunum úr brúðkaupinu til að birta en blaðið hafnaði boði þeirra. Í sjónvarpsþáttunum Atvinnu mennirnir okkar sást húðflúr sem Grétar Rafn er með á hendinni sem sýnir hann og Manuelu kyssast. Í sjónvarpsþættinum, þar sem honum var fylgt eftir, var hann einmitt spurður að því hvað hann myndi gera ef hann og Manuela skildu. Af svörum hans að dæma sá hann skilnaðinn ekki fyrir en hann sagði: „Maður ger­ ir þetta ekki nema að vera með allt planað og að vera alveg 100 prósent.“ Í sama þætti þegar Grétar Rafn var spurður hvort honum fyndist fjölmiðlaumfjöllun um þau hjónin ekki óþægileg sagði hann: „Við hendum þessu yfir okkur líka pínulítið sjálf. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n Grétar Rafn Steinsson knattspyrnumaður og Manuela Ósk Harðardóttir fegurðar- drottning eru skilin og berjast fyrir dómi n Hann vill fá að umgangast dóttur þeirra „Ég þoli allt og vernda þau fyrir öllu. Allt sem ég geri, geri ég fyrir þau. Kynntust á Myspace Grétar Rafn og Manuela Ósk kynntust á Myspace-samskiptasíðunni og giftu sig þremur mánuðum seinna við litla athöfn í Hollandi. Þau endurtóku svo leikinn tveimur árum seinna á Íslandi í Dómkirkjunni. 22 | Úttekt 22. ágúst 2011 Mánudagur Skil ðurinn fyrir dóm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.