Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Page 12
12 | Fréttir 19. september 2011 Mánudagur Ástralía: Ákveða kyn sitt í vega- bréfum Fólk sem er líffræðilega hvorki full- komlega karlkyns né kvenkyns getur nú valið kynið „X“ í ástr- ölskum vegabréfum. Þá verður „ transgender“-fólki gert kleift að skrá sig sem annað hvort karlkyns eða kvenkyns í vegabréfinu og fær að velja kynið sjálft svo fremi sem læknir styður það val. Það þarf ekki að hafa gengist undir kynleiðrétt- ingaraðgerð til að fá slíka skrán- ingu. Áströlsk stjórnvöld vonast til þess að þetta auðveldi fólki ferða- lög á milli landa, en margir hafa lent í vandræðum þar sem þeir líta út fyrr að vera af öðru kyni en skráð er í vegabréfi þeirra. Bandarísk stjórnvöld felldu í fyrra niður ákvæði um nauðsyn þess að fólk hefði gengist undir kynleiðréttingaraðgerðir til að fá kyni sínu breytt í vegabréfum og feta áströlsk stjórnvöld nú í þeirra spor. Samtök fyrir jafnrétti í Ástralíu segja að fólk ætti nú að geta ferðast á milli landa án þess að lenda í því að vegabréfi þess og ytra útliti beri ekki saman. „Þetta er stórt skref fram á við. Það hefur verið mjög neyðarlegt fyrir fólk að hafa verið kvenkyns í mörg ár, en vegabréf þeirra segir að viðkomandi sé karl- kyns, “ segir Martine Delaney, tals- kona samtakanna. „Þetta er skref í rétta átt og viðurkenning á því að við höfum réttindi og eigum að geta stýrt því sjálf hvernig kyn okkar er skráð.“ astasigrun@dv.is B andarískir göngugarpar hafa verið í fangelsi í tvö ár í Íran. Yfirvöld í Íran gruna þá um að vera njósnara en þeir sáu fyrir endan á fang- elsisdvöl sinni í sunnudag. Þeir fengu þó ekki langþráð frelsi líkt og þeir vonuðust eftir, því að annar dómaranna sem átti að skrifa undir pappírana um lausn þeirra er í fríi. Lögfræðingur þeirra, Masoud Shafiei, sagðist ekki geta lokið þessu máli því einn dómaranna er í fríi til þriðjudags og undirskrift hans verð- ur að vera á lausnarpappírunum. „Ég get ekkert annað gert en að bíða til þriðjudags,” sagði Shafiei við The Associated Press. Fangarnir heita Shane Bauer og Josh Fattal, báðir 29 ára gamlir. Búið var að semja um lausn þeirra gegn einni milljón bandaríkjadala. Þeir hafa setið inni í tvö ár en mál þeirra hefur aukið vantraustið á milli bandarískra og íranskra yfirvalda. Átta ára fangelsi Þeir voru handteknir á landa- mærum Írans og Íraks í júlí árið 2009 ásamt vinkonu þeirra, Sarah Shourd. Henni var sleppt í fyrra fyrir hálfa milljón bandaríkjadala. Bauer og Fattal voru fundnir sekir um njósnir fyrir Bandaríkin og fyr- ir að fara ólöglega inn í Íran. Þeir voru dæmdir í átta ára fangelsi í síð- asta mánuði. Þeir neituðu báðir sök í málinu. Þeir sögðust hafa verið í fjall- göngu í Írak og hefði óvart farið yfir landamærin. Utanríkisráðherra Ír- ans, Ali Akbar Salehi, sagði á laug- ardag að yfirvöld væru reiðubúin að milda dóminn yfir þeim á næstunni sem tákn um góðvild Írana. Hann minnist þó ekki á hvenær þeim yrði sleppt úr haldi. Formaður mannréttindaráðs Ír- ans, Mohammed Javad Larijani, sagði mennina hafa ekki bara hafa farið ólöglega inn í Íran heldur voru þeir einnig njósnarar á veg- um Bandaríkjanna. „Við verðlaun- um ekki njósnara,” sagði Larijani við fjölmiðla á sunnudag. AP fréttastofan segir þessi misjöfnu skilaboð sýna valdabarátt- una á milli forseta landsins Mahmo- ud Ahmadinejad og klerka landsins, sem stjórna dómstólunum. Fyrstu fregnir af mögulegri lausn Bauer og Fattal bárust snemma í síðustu viku frá Ahmadinejad, sem sagði þá geta fengið frelsi á nokkrum dögum. Dómsmálayfirvöld sögðu þó að enn væri verið að fara yfir skilyrði lausn- ar þeirra. Hillary vongóð Talið er að Bandaríkjamennirnir gætu fengið lausn úr fangelsi á mið- vikudag. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Hillary Rodham Clinton, sagði síðastliðinn fimmtudag að bandarísk yfirvöld vonuðust til þess að þei yrði sleppt. Hún sagðist hafa upplýsingar frá heimildarmönnum að þeir myndu komast heim innan skamms. Fjölskyldur þeirra heyrði síðast í þeim í maí í fyrra þegar mæðrum þeirra var leyft að heimsækja þá í Tehran. n Bandarísku göngugarparnir sjá fram á lausn úr fangelsi í Íran n Verða að bíða eftir dómara sem er í fríi n Dæmdir fyrir njósnir á vegum Bandaríkjanna Göngugarpar bíða eftir dómara í fríi Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Íran Frjáls Sarah Shourd var sleppt úr haldi í fyrra. Njósnarar? Shane Bauer og Josh Fattal við réttarhöld í Íran. MyND ReuteRs Vinsæll sjóræningja- flokkur Kosningar fóru fram í Berlín, höfuð- borg Þýskalands á sunnudag. Gengi Sjóræningjaflokksins svokallaða vakti þó nokkra athygli, en flokkur- inn fékk 8,6 prósent atkvæða. Flokk- urinn berst fyrir ókeypis netaðgangi fyrir alla, ókeypis almenningssam- göngum og betri persónuvernd á netinu. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, bætti lítillega við fylgi sitt í kosningunum. Þrátt fyrir það segja stjórnmálaskýrendur að skilaboð kjósenda beri vott um óánægju með frammistöðu Merkel. Græningjar stefndu að því að bola sitjandi borgarstjóra frá völdum, en tókst það ekki. Þ úsundir aðgerðasinna taka nú þátt í mótmælaaðgerð- inni „Occupy Wall Street“ eða „Tökum yfir Wall Street“ sem hófst með því að settar voru upp tjaldbúðir í fjármálahverfi New York á laugardaginn. Skipuleggjendur mótmælanna segja að mótmæla- staðan muni standa yfir í tvo mán- uði en á meðal þess sem verið er að mótmæla er vaxandi misskipting í Bandaríkjunum og auðræði stórfyr- irtækjanna. Mótmælin eru á frétta- veitunni Al Jazeera sögð vera inn- blásin af arabíska vorinu. Á vefsíðu sinni segjast skipuleggj- endur aðgerðarinnar vera að kalla eftir byltingu í Bandaríkjunum. „Við þurfum að endurheimta frelsið sem hefur verið tekið frá fólkinu,“ seg- ir meðal annars í tilkynningunni. Þá segir að breytingar á kosninga- kerfinu myndu engu breyta um þá staðreynd að stórfyrirtækin stjórni samfélaginu. Með því að hafa efna- hagslega stjórn hafi þau í rauninni pólitíska stjórn. Þeir sem standa að aðgerðinni kalla einnig eftir því að fólk skipuleggi sig og komi saman á torgum í borgum og bæjum lands- ins. Mótmælt hefur verið á ýms- um stöðum í Bandaríkjunum um helgina, þar á meðal í San Francisco og höfuðborginni Washington. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York sagði á laugardag að óeirða væri að vænta í Bandaríkjunum ef ekki yrði fundin lausn á því gríðar- mikla atvinnuleysi sem ríkir í land- inu. Rithöfundurinn og blaðakon- an, Anna Lekas Miller, sagði í samtali við PressTV að áhrif fyrirtækja á stjórnmál væru orðin stjarnfræði- lega mikil. Þá sagði hún að stjórnmál kæmu ekki lengur til móts við þarf- ir venjulegs fólks. Hún sagði að slíkt ástand hefði í gegnum söguna kallað á byltingu. Taka yfir Wall Street n Þúsundir koma saman í fjármálahverfi New york í aðgerð innblásinni af arabíska vorinu Nafnlaus Á meðal þeirra sem taka þátt í mótmælunum eru meðlimir í Anonymous-samtökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.