Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Page 17
E
kki stendur til að byggja hér
á landi hátæknisjúkrahús,
heldur nýjan og endurbættan
Landspítala.“ Þetta er haft eft-
ir einhverjum ónafngreindum
formælanda framkvæmda við bygg-
ingu nýs sjúkrahúss í Reykjavík í ann-
ars ágætri yfirlitsgrein í DV, mánu-
daginn 12. september s.l. Einmitt það!
Ekki hátæknisjúkrahús? Yfir hvað á
þá að tvöfalda það húsnæði, sem nú
er til ráðstöfunar á Landspítalanum?
Yfir tæki, sem hvorki er hægt að við-
halda né endurnýja sökum fjárskorts?
Yfir sjúkradeildir, sem óðum er verið
að loka, ýmist tímabundið eða ótíma-
bundið, sökum rekstrarvandræða?
Yfir starfsfólk, sem ekki eru til pening-
ar til þess að greiða laun og fer því jafnt
og þétt fækkandi?
Hlutverk kennsluspítala
Ný lög um heilbrigðisþjónustu voru
sett á Alþingi árið 2007. Þau eru í fullu
samræmi við tíðarandann. Mjög mikið
tvö-þúsund-og-sjö. Þegar ráðamenn
héldu sig vera að taka forystuna fyr-
ir gervalla heimsbyggðina. Hugsuðu
hátt. Fóru með himinskautum. Hvað
segja þessi nýju lög um Landspítal-
ann? Í 1. mgr. 20. gr. laganna segir:
„Landspítali er aðalsjúkrahús landsins
og háskólasjúkrahús.“ Háskólasjúkra-
hús! Það orð er nýtt í lögum um heil-
brigðisþjónustu. Landspítalinn hef-
ur enn sem komið er gegnt hlutverki
kennsluspítala – þ.e. kennt nemum í
grunnnámi við læknadeild HÍ – en á
nú að verða „háskólasjúkrahús“. Hvað
er átt við með því?
Það er líka skýrt í lögunum. Sú skýr-
ing finnst í 10. tölulið 4. gr. laganna.
Þar segir að háskólasjúkrahús eigi að
vera: „Sjúkrahús, sem veitir þjónustu
í nær öllum viðurkenndum sérgrein-
um í læknisfræði og hjúkrunarfræði,
með áherslu á rannsóknir, þróun og
kennslu.“ Þau áform eru enn frekar
ítrekuð í 1. tölulið 20. greinar lag-
anna og skv. 4. tölulið sömu greinar er
hnykkt á því, en þar er sagt að spítal-
inn eigi að „veita háskólamenntuðum
starfsmönnum sérmenntun í heil-
brigðisgreinum.“
Sjúkrahús, sem ætlað er að veita
þjónustu í nær öllum viðurkenndum
sérgreinum í læknisfræði og hjúkrun-
arfræði og er auk þess ætlað að taka
að sér að mennta sérfræðinga í viður-
kenndum sérgreinum, á sem sé ekki að
heita hátæknisjúkrahús? Hvers vegna
má ekki kalla spaða spaða? Er það of
viðkvæmt? Of viðkvæmt af því að með
því megi auðveldlega sjá að verið sé að
reisa þjóðinni hurðarás um öxl?
Þjóðin þarf að vita um kostnað
Hingað til hafa útskrifaðir læknar frá
Háskóla Íslands yfirleitt þurft að sækja
sér menntun í sérgreinum til háskóla-
sjúkrahúsa í milljónalöndum. Íslenska
þjóðin hefur ekki haft burði til að kosta
þá menntun hér heima – enda er 320
þúsund manna þjóð ekki í neinum
færum um það; hvorki fjárhagslega
né hvað sjúklingafjölda snertir. Nema
ætlunin sé að flytja inn nægilegan
fjölda sjúks fólks frá útlöndum til þess
að unnt sé að þjálfa og kenna sérgrein-
ar flókinna meðhöndlana. Slíkar hug-
myndir voru að vísu á ferð og flugi á
árunum kringum 2007 – en lifa þær
enn? Af þeim 166 þúsund fermetrum,
sem reisa á, hve mikið er ætlað und-
ir starfsemi eins og þá sem hér um
ræðir? Hvaða tækjabúnaði og hvaða
mannahaldi þarf öll þessi steinsteypa
á að halda til þess að þar geti fram farið
„þjónusta í nær öllum viðurkenndum
sérgreinum“ jafnframt því að „veita há-
skólamenntuðum starfsmönnum sér-
menntun í heilbrigðisgreinum“? Og
hvaða rekstrarútgjöld þarf til svo að
slíkt sé hægt? Hvað mun það kosta?
Þarf þjóðin ekki að fá að vita það áður
en byrjað er að sprengja sig margar
hæðir ofan í miðbæ Reykjavíkur?
Og hvað á að verða um alla þá
steinsteypu, sem keypt hefur verið á
undanförnum árum? Hvað um nýju
skurðstofurnar í Keflavík, sjúkrahúsin
á Selfossi, Akranesi, Ísafirði, Sauðár-
króki, Akureyri, Neskaupstað og Vest-
mannaeyjum? Er ekki öllum morg-
unljóst, að ef eitthvað vit á að vera í
því að tvöfalda húsrýmið í Reykjavík
þá er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess
að hætta verði allri almennri sjúkra-
húsastarfsemi nema e.t.v. á Akureyri,
sem verður þá væntanlega starfrækt
sem útibú frá Háskólasjúkrahúsinu í
Reykjavík, en öllum öðrum sjúkrahús-
um verði breytt í hjúkrunarheimili?
Auðvitað má ræða slíkar hugmyndir
en rétt er að gera það áður en fram-
kvæmdir hefjast en ekki eftir að stein-
steypan er risin. Ekki þegar svo er
komið að steinsteypan hefur lokað öll-
um leiðum nema þeirri einu, sem þá
stendur eftir.
Afleiðingar og eftirköst
En ráðuneytið starfar ekki þannig.
Þar vita menn mætavel að hverju er
verið að stefna. Þar vinna menn sam-
kvæmt áætlunum, sem gerðar eru
fram í tímann. En þær eiga ekki að
vera „innanhússmál“. Rekstur og þjón-
usta sjúkrahúsa á Íslandi er allt of stórt
og mikilvægt mál til þess að svo megi
vera. Þjóðin verður að fá að sjá á spil-
in. Hver er meiningin með hinum nýju
ákvæðum um hlutverk Landspítalans
í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá
2007? Hvaða og hvers konar þjónustu
og kennslu eiga allir þessir 166 þús-
und fermetrar að rúma? Hverju þarf til
þess að kosta í daglegum rekstri – langt
umfram það, sem þjóðin hefur nú efni
á? Hvaða áhrif á það að hafa á sjúkra-
húsarekstur og – þjónustu á Íslandi –
að byggja jafn dýra og jafn risavaxna
byggingu og áformuð er í miðbæ
Reykjavíkur?
Menn hafa rætt mikið um staðsetn-
inguna, um arkitektúrinn og um bygg-
ingarkostnaðinn. En lítið sem ekkert
um til hvers á að gera þetta allt saman
og hverjar verða afleiðingar, eftirköst-
in og áhrif þess. Það er þó mergurinn
málsins.
Umræða | 17Mánudagur 19. september 2011
Mundir þú kjósa Besta flokkinn í alþingiskosningum?
„Nei, það er alveg á hreinu.“
Kolbeinn Sigurjónsson
79 ára fyrrverandi sjómaður
og málmsteypumaður
„Ég efast um það.“
Björn Kjartansson
57 ára bílstjóri
„Nei.“
Hilmar Jónsson
28 ára nemi
„Já, hikstalaust.“
Sólveig Trausta Reynisdóttir
45 ára
„Ég er ekki viss.“
Þór Pétursson
17 ára nemi í Kvennaskólanum
1 „Mamma er dáin – mamma er dáin“
Sex ára stúlka kom heim til sín að
loknum skóladegi og fann móður sína
látna.
2 Berlusconi svaf hjá átta konum sama kvöldið
Bólfarir forsætisráðherra Ítalíu rata
enn og aftur í fjölmiðla.
3 Ben Stiller: „Ísland er fallegt – notalegt fólk!“
Hollywood-stjarnan á landinu um
helgina.
4 Fjölmiðlamógúll slæst í sjón-varpssetti
Rússneski kaupsýslumaðurinn
Alexander Lebedev í átökum í sjón-
varpinu.
5 Stefán Pálsson: Þeir gætu þurft að handtaka ellefu manns
Hernaðarandstæðingar standa með
Lárusi sjúkraliða.
6 Ólafur á ljónaveiðum í AfríkuÓlafur Ólafsson hefur áhuga á
ljónaveiðum.
7 Læknum tókst að aðskilja höfuð síamstvíbura
Súdanskar systur aðskildar af
læknum.
Mest lesið á dv.is
Myndin Hreinsarinn Hann var vel tækjum búinn þessi verktaki sem hreinsaði upp tyggjó við Ingólfstorg í síðustu viku. Mynd gunnAR gunnARSSon
Maður dagsins
Brjóstagjöf
hagkvæm og
umhverfisvæn
Soffía Bæringsdóttir
Soffía Bæringsdóttir er doula og ein þeirra
kvenna sem stendur að alþjóðlegri brjósta-
gjafaviku sem hefst á morgun en þetta er
í fjórða skiptið sem slík vika er haldin hér á
landi. Soffía segir stuðning móðurömmu og
föður mikilvægastan til að brjóstagjöf gangi
vel og hún segir brjóstamjólkina vera hina
fullkomnu næringu.
Hver er maðurinn?
„Soffía Bæringsdóttir, kennari og doula.“
Hvar ert þú alin upp?
„Á Grundarfirði.“
Hvað drífur þig áfram?
„Sú hugsun að heimurinn geti orðið pínulítið
betri og skemmtilegri. Börnin mín drífa mig
líka áfram.“
Átt þú þér fyrirmynd?
„Já, Nelson Mandela.“
uppáhaldsrithöfundur?
„Þeir eru ansi margir. Einar Már Guðmundsson
og Kristín Steinsdóttir koma upp í hugann.“
Hvað þarf til þess að brjóstagjöf
gangi sem best?
„Það eru margir þættir en stuðningur föður og
móðurömmu skipta mjög miklu máli.“
Hver er tilgangur alþjóðlegrar brjósta
gjafaviku?
„Að vekja athygli á mikilvægi brjóstagjafar,
hlúa að henni, vernda og styðja.“
Hvar eru Íslendingar staddir miðað við
aðrar þjóðir þegar kemur að brjósta
gjöf?
„Við erum ágætlega stödd, flestar konur kjósa
að hefja brjóstagjöf svo við skipum okkur í
flokk með þeim löndum sem eru fremst.“
Hverjir eru kostir brjóstagjafar?
„Brjóstagjöf er fullkomin næring og verndandi
fyrir móður og barn. Brjóstagjöf er líka hag-
kvæm og umhverfisvæn.“
Hvað með konur sem mjólka lítið eða
ekkert?
„Sú staða getur alltaf komið upp. Það er auð-
vitað frábært þegar brjóstagjöf gengur upp en
það er alveg vitað að þannig er það ekki alltaf.“
Af hvaða atburði ætlar þú ekki að
missa á alþjóðlegu brjóstagjafa
vikunni?
„Mér þykir vænst um myndirnar en við bjóðum
upp á myndatöku fyrir konur og svo er sýning
á ljósmyndum Fiann Paul í miðbænum.
Hápunkturinn í mínum huga er samt mál-
þingið.“
Hversu lengi eiga konur að hafa barn
á brjósti?
„Eins lengi og þær kjósa. Hvorki deginum
lengur né skemur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
hvetur konur til að vera með börn sín á brjósti
til tveggja ára aldurs eða lengur.“
Ekki hátæknisjúkrahús!?!
Dómstóll götunnar
„Hingað til hafa út-
skrifaðir læknar
frá Háskóla Íslands yfir-
leitt þurft að sækja sér
menntun í sérgreinum til
háskólasjúkrahúsa í millj-
ónalöndum.
Sighvatur Björgvinsson
fyrrverandi heilbrigðisráðherra
Aðsent