Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Síða 20
20 | Sport 19. september 2011 Mánudagur Óheiðarlegur en ósigraður n Floyd Mayweather Jr. rotaði Victor Ortiz H nefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. sýndi og sannaði enn eina ferðina að hann er besti boxari heims, pund fyrir pund, þegar hann rotaði Victor Ortiz í bar- daga þeirra í Las Vegas aðfara- nótt sunnudags. Mayweather hefur nú unnið alla 42 bardaga sína sem atvinnumaður en þessi sigur var þó einstaklega óheiðarlegur. Ortiz skallaði Mayweather í fjórðu lotu þegar þeir voru að faðmast í einu horni hringsins. Dómarinn reif Ortiz frá sem síð- ar rölti að Mayweather og bað hann afsökunar. Eftir að hafa snert hanska Mayweathers og faðmað hann aðeins leit Ortiz á dómarann en um leið og hann leit frá kýldi Mayweather hann í rot. Virkilega óheiðarlegt hjá Mayweather en löglegt því eins og hann benti Ortiz á í viðtali eftir bardagann hefst bardaginn aftur um leið og hanskar snert- ast. „Þetta var önnur mögnuð frammistaða hjá mér,“ sagði Mayweather eftir bardagann en hann verður seint sakaður um að vera hógvær. „Fullt af fólki vill vita hvað gerðist. Við skölluðum hvor annan nokkrum sinnum. Slíkt gerist í hnefaleikum, mað- ur þarf að verja sig öllum stund- um,“ sagði Mayweather en hann hitti naglann á höfuðið með síð- ustu setningunni. „Dómarinn bað mig um að fara frá og ég hlýddi því. Svo leit ég aftur á hann og búmm, ég var rotaður,“ sagði sársvekktur Victor Ortiz sem tapaði WBC-heimsmeistara- titlinum til Mayweathers og tapaði þarna öðrum bardaga sínum sem atvinnumaður. Nær allir hnefaleikaáhuga- menn heims héldu með May- weather í bardaganum en ekki vegna þess að hann sé svo geðþekkur eða vel lið- inn. Bardaginn sem hnefa- leikaheimurinn bíður eftir að sjá er viðureign Mayweat- hers og Mannys Pacquiao. Litlir möguleikar eru á að hann verði háður en hefði Mayweather tapað í gær hefði verið ljóst að það hefði aldrei gerst. tomas@dv.is Kýldur í rot Ortiz var ekki ánægður með þetta rothögg og það eðlilega. Mynd ReuteRs Anzhi horfir til Englands Hið nýríka rússneska félag Anzhi Makhachkala sem komst heldur betur í kastljósið þegar það keypti framherjann Samuel Eto'o og gerði hann að launahæsta leikmanni heims er alls ekki hætt að kaupa leikmenn. Þar horfa menn nú til Englands og sam- kvæmt fréttum í bresku helgar- blöðunum eru Steven Gerrard og Frank Lampard leikmenn sem forsvarsmenn liðsins hafa mikinn hug á að fá. Ljóst er að liðið getur boðið nánast hvaða upphæð sem er þannig að Liverpool og Chelsea gætu átt von á risaboði í tvo af sínum bestu mönnum. Reynt aftur Fimm leikjum var frestað á sunnudaginn í Pepsi-deild karla þegar heil umferð átti að fara fram. Ófært var til Eyja þar sem KR átti að mæta ÍBV í uppgjöri um Íslandsmeistara- titilinn og þá var ekki leikfært í Grindavík vegna veðurs þar sem FH-ingar áttu að vera í heimsókn. Seinna um daginn var svo leikjum Breiðabliks og Víkings, Fram og Keflavíkur og Fylkis og Stjörnunnar einnig frestað vegna veðurs. Eini leik- urinn sem fór fram var viður- eign Vals og Þórs en hinir leik- irnir fimm eiga að vera leiknir í dag, mánudag. Leiknir hélt sæti sínu Lokaumferðin í 1. deild karla fór fram á laugardaginn en þar var aðeins spurning um hvort Leiknir eða Grótta myndi fylgja HK niður í 2. deild. Gróttu dugði stig gegn HK í lokaleiknum á Kópavogs- velli til að halda sæti sínu en tapaði leiknum, 1-0. Á sama tíma fór Pape Mamadoe Faye hamförum í Breiðholtinu og skoraði fernu í 4-1 sigri Leiknis á deildarmeisturum ÍA. Það dugði til að jafna Gróttu að stigum og þar sem Leiknir er með mun betra markahlut- fall féll Grótta í 2. deild með HK. Upp úr 2. deildinni koma Höttur frá Egilsstöðum og sameiginlegt lið Tindastóls og Hvatar. É g er bara búinn að kaupa „one way ticket“ til Seúl og ætla gera ævintýri úr þessu,“ segir Davíð Jóns- son, nítján ára borð- tenniskappi úr KR, um As- íureisu sína sem hefst í dag, mánudag. Hann flýgur til London klukkan 16 í dag og þaðan til Tókýó í Japan. Hann stoppar þar stutt áður en hann fer til Seúl í Suður-Kóreu þar sem ævintýrið á að hefjast. Hann ætlar sér bæði að skoða Asíu sem og æfa borðtennis eins og óður maður í mekka íþróttarinnar. „Eins og staðan er eru tveir Bandaríkjamenn sem ætla að taka á móti mér í Seúl. Þeir eru báðir í borðtennis og ætla að hjálpa mér að komast að þarna. Finna fyrir mig klúbba og svona. Þetta mun samt að mestu ráðast eftir að ég er lent- ur. Þetta er bara ævintýraferð,“ segir Davíð sem var staddur á Reyðarfirði að kynna borðtenn- is fyrir starfsmönnum Alcoa þegar DV náði tali af honum. Auðvelt að æfa í Kína eigi maður pening Davíð er ríkjandi Íslandsmeist- ari í flokki 19–21 árs en hann hefur unnið sinn aldursflokk tíu ár í röð. Hann ætlar út, bæði til að bæta sig í borðtenn- is og hafa gaman af. „Í Kína er til dæmis ekkert mál að komast í stífar æfingar, svo lengi sem þú átt pening. Ég verð mögulega þar í mán- uð í stífum æfingum og eftir það myndi ég reyna að kom- ast að í flottum íþróttaháskóla í Tókýó. Reyndar ætla ég fyrst þangað til að láta vita af mér og spyrja hvort ég megi ekki koma seinna í ferðinni. Ég læt þá vita af afrekum mínum og að ég sé í landsliðinu. Það ætti að hjálpa til. Vonandi talar ein- hver ensku þarna,“ segir Davíð í léttum tón. Atvinnumennska er ekki efst á stefnuskránni eins og staðan er hjá Davíð. „Ég loka samt ekkert á það. Ég er bara að fara út til að bæta mig og hafa gaman af lífinu. Erlendis er samt miklu meiri vídd í íþrótt- inni. Þótt það sé lítill peningur í henni hérna heima þarf nú ekki að leita langt til að komast í atvinnumennsku þar sem er mikill peningur í þessu sporti. Okkar fremsti maður, Guð- mundur Stephensen, spilaði til dæmis í Svíþjóð fyrir pening. Ef maður vill verða atvinnumaður og stjarna í þessu sporti er það mun aðgengilegra þarna úti,“ segir Davíð. Foreldrarnir ráku upp stór augu „Þetta hefur alltaf verið fjar- lægur draumur,“ segir Davíð um þessa miklu ferð en hann ákvað að láta slag standa núna þar sem hann komst ekki inn í læknisfræðina í sumar eftir að hann útskrifaðist úr MR. En hvað sögðu foreldr- ar hans þegar þau heyrðu af þessu? „Þau ráku fyrst upp stór augu. Núna eru þau samt bara sátt með þetta og óska mér góðs gengis. Þau eru ánægð með það að ég hafi hugrekki til að taka þetta stökk,“ segir Dav- íð Jónsson. Borðtennismeistari æfir í Suður-Kóreu n davíð Jónsson ætlar að æfa borðtennis í Asíu í hálft ár n ekki með neitt fast í hendi en ætlar að láta vaða n Íslandsmeistari í sínum flokki tíu ár í röð Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Borðtennis Leggur upp í leiðangur Davíð Jónsson er á leið til Asíu í sex mánuði. Mynd GunnAR GunnARssOn „Þau ráku fyrst upp stór augu. Núna eru þau samt bara sátt með þetta og óska mér góðs gengis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.