Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1914, Blaðsíða 7
Formáli.
Avcint-propos.
Skýrslur þær, sem hjer birtast, eru að nokkru leyti arfur frá
fyrirrennurum hagstofunnar. Síðastliðið ár fól stjórnarráðið eins og
að undanförnu cand. pliil. Pjelri Hjaltested að reikna út upphæð að-
flultrar og útfluttrar vöru árið 1912. Framkvæmdi hann verkið á
sama hátt sem að undanförnu og lauk því í febrúarmánuði síðast-
liðnum. Fjekk þá hagstofan í hendur töflur þær, sem hann hafði
gert, og liggja þær til grundvallar fyrir töflu I—VI í töflukafla skýrslna
þessara. Hagstofan hefur endurskoðað töflurnar og breytl lítilshátt-
ar niðurröðun þeirra frá því sem áður var. Ennfremur hafa töfl-
urnar IV og V verið styttar allmikið. Er nú einungis birt aðal-
upphæðin, sem flutt hefur verið inn eða út úr hverri sýslu af hverri
vörutegund fyrir sig, en ekki gerð grein fyrir hvernig hún skiftist
niður á löndin, sem varan kemur frá eða fer til. I því efni er látið
nægja, að i töflu II og III er hverri vörutegund, sem til landsins
flyst, eða útflutt er frá því, skift í heild sinni eftir því hvaðan hún
kemur eða hvert liún fer, og í töflu VI er allri verðupphæð aðfluttu
og útfluttu vörunnar í heild sinni í hverri sýslu og kaupstað einnig
skift eftir aðflutnings- og útflutningslöndunuin. Ef einhver skyldi
þurfa á ýtarlegri upplýsingum að halda í þessu efni, gelur liann snúið
sjer til hagslofunnar, þar sem upprunalegu töflurnar eru geymdar.
Aðrar töflur en þær sem að framan eru nefndar, eru að öllu
gerðar í liagstofunni. Eru þær í sama sniði sem að undanförnu,
nema töflurnar um komur verslunar- og flutningaskipa, sem breytt
hefur verið á þann hátt, að nú er hvert skip ekki talið nema einu
sinni í hverri ferð með fullri lestatölu á aðalákvörðunarstað sínum,
en viðkomur á millihöfnum taldar sjerstaklega. Til þess að fá
skýrslunum komið í þetta horf, hefur orðið að skrifa allar skipa-
viðkomur samkvæmt skýrslum sj'slumanna inn á seðla, þar sem allir
viðkomustaðir sama skipsins í sömu ferðinni koma á sama seðilinn.
Með þessu móti hefur stundum verið unt að gera leiðrjettingar á
skekkjum, sem slæðst hafa inn í skýrslur sýslumanna, eða auka við
þær, þar sem þær voru ónákvæmar. Að öðru leyti vísast til þess
sem sagt er um breytingu þessa á skýrslunum í innganginum bls.
30* og 34*.
Hagstofa íslands í júní 1914.
Porsteinn Porsteinsson.