Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1914, Blaðsíða 37
35*
f Seglskip
og mótorskip Gufuskip Samtals
Samtals 1911 67 2 637 2 704
— 1910 71 2 536 2 607
Fjölgunin á viðkomunum 1912 stafar óefað að nokkru leyti af
því, að skýrslurnar hafa verið krufðar meir til mergjar en áður, og
að fleiri viðkomustaðir hafa verið teknir með.
Hvernig skipin, sem notuð eru til innanlandssiglinga, skiftast
eftir þjóðerni, sjest á töflu XIII (bls. 82—83). Eins og eðlilegt er,
verða íslensku skipin hjer drjúgust. Öll seglskipin, sem notuð liafa
verið til innanlandsflutninga, hafa verið íslensk, en af gufuskipunum
er allmikill hluti danskur. Hlutfallslega skiflast gufuskipin þannig
að tölu og farmrými eftir þjóðerni þeirra:
Tala Lestir
íslensk......... 90°/o 60°/o
Dönsk........... 9— 39—
Norsk........... 1— 1—
Samtals 100°/» 100°/o
íslensku gufuskipin fara langflestar ferðirnar, en eru langtum
smærri heldur en þau dönsku. Meðalstærð íslensku skipanna er 48
lestir, en þeirra dönsku 303 lestir. Dönsku skipin fara strandferðir
umhverfis alt landið, en þau islensku eru bundin við sjerstaka
hluta landsins.
C. Útlend flskiskip.
Navires de péche étrangers.
XIV. tafla (bls. 84—85) sýnir viðkomur útlendra fiskiskipa á
íslenskum höfnum. Þessar viðkomur hafa venjulega í för með sjer
einhver viðskifti við land, og þar sem mikið kemur af útlendum
fiskiskipum geta viðskiftin við þau orðið svo mikil, að töluvert muni
um þau. Skipunum ber að greiða vitagjald í hvert skifti, sem þau
koma inn á höfn, og í skýrslunni um þau hjer (XIV. töfiu), er fylgt
sömu reglu, viðkomurnar taldar, en ekki skipin, sama skipið talið
jafnoft sem það hefur lagst inn á höfn. Sum skipin koma hvað
eftir annað inn á hafnir, hafa jafnvel bækistöð sina á einhverri sjer-
stakri höfn og leggja þar upp fiskinn, en önnur koma aldrei inn á
liafnir, heldur tara með fiskinn jafnóðum, eða eftir vertiðina, til út-
landa. Á skýrslunni eru því sum útlendu skipin, sem fiska hjer við
land, talin margoft, en sum aldrei. Hún sýnir því alls ekki, hve
mörg útlend fiskiskip stunda fiskiveiðar hjer við land, heldur aðeins
hve oft þau hafa haft viðskifti við land.