Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1914, Page 17
15
vínið hefur hjer um bil hálfan styrkleika á við lireinan vinanda,
svo að hálfur lítri af vínanda samsvarar heilum lítra af brennivíni.
2. tafla sýnir, að nokkru minna liefur verið ílult inn af kaffi,
sykri og tóbaki árið 1912 heldur en næsta ár á undan. Áfengisinn-
flutningurinn er þá horfinn að heita má, þar sem aðeins er fiutt inn
fyrir milligöngu landsstjórnarinnar messuvín og vin eða vínandi til
lækninga eða iðnaðar. En neysla þess, sem aðflult var af áfengi
1911 dreifist auðvitað á næstu árin á eftir.
Aðfiutningur á sykri hefur á síðustu 30 árum hjerumbil fer-
faldast og neyslan á mann hefur á sama tíma meir en þrefaldast.
Vaxandi sykurnej'sla þykir gott tákn um bælt viðurværi og vaxandi
velmegun. Sykurneyslan er nú hjer komin upp í 25 kg á mann og
er það líkt og í Noregi eða þó öllu meir. Aftur á móti er sykur-
neysla langtum meiri i Danmörku, um 38 kg á mann.
Aðflutningur á kaffi hefur aukist töluvert síðan um 1890. 1886
—90 komu 4 kg á mann, en 1901 —10 6.3 kg. 1911 og einkum
1912 hefur kaffineyslan minkað nokkuð. Hún mun þó vera hjer
meiri en víðasthvar annarsstaðar. Á Norðurlöndum er liún heldur
minni, en á Hollandi nokkru meiri (1907 — 11 að meðaltali 6.7 kg),
enda er það eitthvert mesta kaffidrykkjuland hjer i álfu.
Aðfiutningur á tóbaki hefur lítið vaxið á undanförnum árum
og samanborið við mannfjölda hefur tóbaksneyslan heldur minkað
síðustu árin. Hún er þó heldur meiri hjer en í Noregi.
Vefnaður, fatnaður o. fl. Af þeim vörum var llutt inn fyr-
ir rúml. H/s milj. kr. árið 1909, en árið 1912 eru þær komnar upp
í 2’/■* milj. kr. Þar af fellur á vefnað, tvinna og garn 1241 þús. kr„
á fatnað 872 þús. kr. og á sápu, sóda, línsterkju og litunarefni 140
þús. kr. Innflutningur af eftirfarandi vörutegundum innan þessa
llokks nemur meiru en 100 þús. kr. Verðupphæðin næsta árið á
undan er sett jafnframt til samanburðar:
1012 1011
Klæði og ullarvefnaður .... .... 293 pús. kr. 291 þús. kr.
Ljereft .... 483 497 — —
Ýmislegur vefnaður .... 314 235 — —
Ytri klæðnaður .... Í96 174 — -
Næríöt .... 151 140 — —
Skófatnaður ,... 232 243 — —
Sápa, sóda, línsterkja .... 124 - - 130 - —
Húsbúnaður. Vörur þær, sem þar lil eru taldar voru flull-
ar inn fyrir 157 þús. kr. árið 1909, en voru komnar upp í 275 þús.
árið 1912.