Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1914, Page 18
16
Til andlegra þarfa. Þar til eru .taldar bækur, pappír og
hljóðfæri. Aðflutningur af vörum þessum hefur numið rúmum 100
þús. kr. undanfarin ár, nema 1912 komst hann upp í 144 þús.
Ljósmeti og eldsneyti var ílult inn fyrir tæpl. V/z milj. kr.
árið 1909, en árið 1911 var það komið upp í rúmar 2 milj. og 1912
rúmar 2J/2 milj. Hækkunin síðasta árið stafar þó eingöngu af verð-
hækkun. Síðan árið 1909 hefur aðllutningur af steinolíu og kolum
numið þeim verðupphæðum, sem hjer segir:
Steinolía Kol
1909 ................ 488 þús. kr. 985 þús. kr.
1910 ................ 375 1245 — —
1911 ................ 437 1560 — —
1912 ................ 691 1829 — —
Ef aftur á móti er lilið á þyngdina, liefur heldur minna verið
flutt inn bæði af steinolíu og kolum árið 1912 heldur en næsta ár
á undan, 3460 lestir af steinolíu, en 3540 árið áður, og 77,600 lestir
af kolum, en S0,200 árið áður. En á undanförnum árum hefur
innflutningur á báðum þessum vörum aukist mjög mikið. Steinolíu-
eyðslan hefur aukist mjög mikið vegna mótorbálanna, en kolaeyðsl-
an vegna botnvörpunganna og aukinna skipaferða hjer við land.
1901—06 var að meðaltali flutt inn á ári 29,800 lestir af kolum, en
1906—10 57,800 leslir og 1911 um 80,000 lestir. Af steinolíu var
flutt inn 1903—05 um 1400 lestir á ári að meðaltali, en 1911 og
1912 um 3500 lestir.
Af byggingarefnum var árið 1912 flutt inn fyrir rúma 1
milj. kr. eða litlu meir en árið 1911, enda liækkaði innflutningur
það ár allmikið frá árunum á undan. Af byggingarefnum munar
langmest um trjáviðinn, en því næst kemur þakjárn, farfi og sement.
Verðupphæð þessara vörutegunda árin 1912 og 1911 var sem bjer segir:
1912 1911
Trjáviöur allskonar 629 þús. kr. 633 þús. kr.
Pakjárn 161 141 — —
Farfi 96 - — 87 — —
Sement 91 80 — —
Til annars iðnaðar og landbúnaðar telst til, að innflutl
hafi verið fyrir rúma 1 milj. kr. árið 1912. Árið 1909 nam inn-
flutningur á vörum þeim, sem þar til eru taldar, ekki nema tæpl. V*
milj. kr. Vörur þær, sem hjer eru taldar, eru harla margskonar og
sundurleitar. Mest munar um járnvörurnar, sem taldar eru í einu