Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 28. september 2011 Miðvikudagur
Tugmilljóna viðskipti RLS við eiginkonu lögreglumanns:
Lögreglumenn selja lögreglunni
Ríkisendurskoðun gagnrýnir lög-
regluna harðlega fyrir að fara ekki
að lögum um opinber innkaup, en
stofnunin hefur gert athugasemdir
við að lögreglan hafi verið í tugmillj-
óna króna viðskiptum við fjögur fyr-
irtæki sem eru í eigu fólks sem er ná-
tengt starfandi lögreglumönnum.
Um er að ræða fyrirtækin Hindrun
ehf., sem er í eigu eiginkonu yfir-
lögregluþjóns hjá sýslumanninum á
Akranesi, Hiss ehf., sem er í eigu lög-
reglumanns hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu og Landsstjörnuna
ehf., sem er í eigu foreldra fyrrver-
andi lögreglumanns hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu, en hann
var starfandi þegar meirihluti við-
skiptanna fór fram. Fjórða fyrirtæk-
ið er Trademark ehf., sem er í eigu
eiginkonu lögreglumanns hjá ríkis-
lögreglustjóra. Embættið hefur keypt
búnað af fyrirtækinu fyrir tæpar 27
milljónir króna.
Ríkisendurskoðun bendir á að
flest fyrirtæki sem selja búnað til lög-
reglustarfa eigi það sameiginlegt að
tengjast starfandi eða fyrrverandi lög-
reglumönnum. Viðskipti við þessi fyr-
irtæki á tímabilinu frá janúar 2008 til
apríl 20011 námu alls 91,3 milljónum
króna. Hluti þessara viðskipta gengur í
bága við ákvæði laga um opinber inn-
kaup.
Ríkisendurskoðun beinir þeim
orðum til löggæslustofnana að þeim
beri að virða ákvæði laga um opinber
innkaup. Nauðsynlegt er að þær taki
verklag við útboð og verðfyrirspurnir
til endurskoðunar. Þá segir Ríkisend-
urskoðun að innanríkisráðuneyti þurfi
að tryggja að löggæslustofnanir hafi
sameiginlegan skilning á umsjónar-
hlutverki ríkislögreglustjóra og því sé
sinnt. Ráðuneytið þurfi svo að segja til
um hvort það samrýmist störfum lög-
reglumanna að eiga eða starfa hjá fyr-
irtækum sem löggæslustofnanir eiga í
viðskiptum við.
Haraldur Johannesen ríkislög-
reglustjóri segist vera sammála Ríkis-
endurskoðun um að innkaup eigi að
bjóða út eða leita tilboða í samræmi
við lög um opinber innkaup. Hins
vegar skal athygli vakin á því að inn-
kaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði
fyrir lögregluna voru skyndiinnkaup
vegna neyðarástands sem skapaðist í
kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi og
ómögulegt að láta útboð fara fram
undir þeim kringumstæðum sem þá
ríktu í þjóðfélaginu.
Á svig við lög Ríkisendurskoðun
telur að hluti viðskipta lögreglunnar
fari á svig við lög. Haraldur Johannes-
sen er ríkislögreglustjóri.
Hjartasjúklingar
umvafðir asbesti
Á
ýmsum stöðum á Landspít-
alanum er ennþá asbestein-
angrun í veggjum og lofti, en
efnið var töluvert notað í ein-
angrun húsa hér á landi á ár-
unum 1950 til 1980. Á fjórðu hæð
svokallaðrar C- og D-álmu Land-
spítalans við Hringbraut, sem hýs-
ir endurhæfingardeild hjartasjúk-
linga og skrifstofur hjartalækna er
meðal annars að finna slíka einangr-
un. Er um að ræða asbestplötur, að
minnsta kosti í þakrými, svo að vitað
sé. Í lok ágústmánaðar fjallaði frétta-
stofa Stöðvar 2 um slæman aðbún-
að Landspítalans og birti skelfilegar
myndir sem sýndu rakaskemmdir,
ónýtar veggklæðingar og illa farin
gólfefni sem ekki hefur fengist fjár-
magn til að lagfæra. Það kann því
að vekja ugg hjá mörgum að skaðleg
efni séu í húsakynnum spítalans.
Nóg að mála yfir
„Menn vissu af þessu asbesti þar, en
málið með asbest er að það hættu-
legasta við það er að fjarlægja það,“
segir Kristján Guðlaugsson, deildar-
stjóri viðhaldsdeildar Landspítal-
ans. Kristján staðfesti í samtali við
DV að vitað væri um asbest á nokkr-
um stöðum á spítalanum, bæði við
Hringbraut og í Fossvogi. Engin skrá
mun þó vera til yfir hvar nákvæm-
lega asbestið er að finna. Hvar það er
staðsett er því að mestu leyti byggt á
getgátum.
Kristján fullyrðir að ef verið er
að eiga við herbergi þar sem grunur
leikur á að asbest sé að finna þá séu
ávallt notaðar viðurkenndar aðferðir.
„Ég held, eftir því sem ég best veit, að
það sé allt að því talið fullnægjandi
að málað sé yfir asbestið því þá er
búið að rykbinda það,“ tekur Kristján
fram. Vinnueftirlitið staðfestir það.
Læknar spyrjast fyrir
Heimildir DV herma að hjartalæknar
með skrifstofur í umræddu rými hafi
verið að spyrjast fyrir um asbestið.
Hvort nógu vel sé gengið frá því og
hvort einhver hætta kunni að stafa
af því? Samkvæmt Jóhannesi Helga-
syni, verkefnastjóra í efna- og holl-
ustudeild Vinnueftirlitsins, þurfa
asbestplötur að vera brotnar eða
skemmdar og kantarnir farnir að
molna til að efnið sé skaðlegt mönn-
um. Þá getur einnig stafað hætta af
asbestinu ef framkvæmdir eru í rým-
um þar sem það er staðsett.
Möguleiki á skemmdum
Jóhannes vildi hvorki játa því né
neita að Vinnueftirlitinu hefðu borist
kvartanir eða ábendingar vegna as-
bests á Landspítalanum. „Ég er bara
ekki klár á því hvort, ef eitthvað er,
að ég geti tjáð mig eitthvað um það,“
sagði Jóhannes í samtali við DV.
Aðspurður hvort það sé möguleiki
að asbestið í húsakynnum Landspít-
alans sé farið að skemmast, segir Jó-
hannes það alltaf vera möguleika en
asbest sé hins vegar endingargott
verði það ekki fyrir neinu hnjaski.
Sjúklingar á ferð
Samkvæmt hjartalækni sem DV tal-
aði við, og ekki vildi láta nafns síns
getið, eru innréttingar í C- og D-álmu
ekki mjög gamlar. Því er ljóst að ein-
hverjar framkvæmdir hafa átt sér stað
í rýminu á síðustu árum. „Við erum
með 150 þúsund fermetra af hús-
næði og ég er ekki alveg inni í hvað er
verið að gera á hverjum einasta degi
alls staðar. Það er ekkert ómögulegt
að það hafi verið farið inn og eitthvað
herbergi málað eða því um líkt en ég
veit að það hafa alla vega ekki ver-
ið neinar breytingar þarna uppi. Ég
hefði vitað af því ef það hefði eitthvað
snert asbest. Menn eru vakandi fyrir
því vegna þess að þetta er hættuleg-
ast fyrir starfsmanninn,“ segir Krist-
ján.
Hann bendir á að auðvitað megi
setja upp langsótt dæmi um að eitt-
hvað í starfseminni verði til þess að
þyrla upp asbestryki. Til dæmis að
menn reki sig í og brjóti eitthvað.
„Þarna eru sjúklingar á ferð sem eru
veiklaðir. Hjartasjúklingar eru nú
ekki til stórræða held ég,“ segir Krist-
ján.
Getur verið lífs-
hættulegt
n Asbestryk getur valdið alvarlegum
öndunarfærasjúkdómum í mönnum,
svo sem steinlunga sem er óafturkræfur
sjúkdómur, lungakrabbameini eða
fleiðrukrabbameini.
n Skaðinn kemur oft ekki fram fyrr en
20 til 40 árum eftir að einstaklingurinn
andar efninu að sér.
n Byggingarefni sem inniheldur asbest
var töluvert notað hér á landi á árunum
frá 1950 til 1980. Dæmi um slíkt efni
eru þak- og veggklæðingar, gólfefni og
pípulagnir. Voru menn grunlausir um
skaðsemi asbests allt fram undir 1980,
en árið 1983 voru í fyrsta skipti settar
reglur um notkun og innflutning á efninu
hér á landi.
n Árið 2005 gekk svo í gildi allsherjar-
bann við notkun asbests á EES-svæð-
inu. Nú er einungis leyfilegt að fjarlægja
það eða sinna viðhaldi.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
n Asbesteinangrun er á nokkrum stöðum á Landspítalanum n Ekki vitað
nákvæmlega hvar það er að finna n Getur valdið lífshættulegum sjúkdómum
„Ég held, eftir því
sem ég best veit,
að það sé allt að því talið
fullnægjandi að málað
sé yfir asbestið því þá er
búið að rykbinda það.
Asbest Vitað er um asbest í því rými Landspítalans við Hringbraut sem hýsir skrifstofur
hjartalækna og endurhæfingardeild hjartasjúklinga.
Rekstur Eyj-
unnar í járnum
Frétta- og tenglavefsíðan eyjan.is
var rekin með 263 þúsund króna
tapi á síðasta ári. Þetta kemur
fram í ársreikningi Eyjan media
ehf., sem á og rekur Eyjuna. Fram
kemur að eigið fé í lok síðasta árs
nam 8,3 milljónum króna og var
allt hlutafé í eigu Innvís ehf, fé-
lags Jóns Garðars Hreiðarssonar.
Skuldir félagsins námu hins vegar
um 4,1 milljón króna.
Vefmiðillinn var seldur Vef-
pressunni á þessu ári, en Björn
Ingi Hrafnsson fer fyrir honum.
Rannsóknar-
nefndir skip-
aðar
Tvær rannsóknarnefndir á vegum
Alþingis hafa tekið til starfa. Þær
munu á næstu mánuðum rann-
saka starfsemi Íbúðalánasjóðs og
fall sparisjóðanna. RÚV greinir frá.
Nefndirnar hafa víðtækar rannsókn-
arheimildir, en Alþingi samþykkti á
síðasta þingi að láta rannsaka bæði
aðdraganda og orsök falls sparisjóð-
anna sem og starfsemi Íbúðalána-
sjóðs frá árinu 2004, þegar bank-
arnir hófu að bjóða upp á íbúðalán.
Nefndirnar hafa þegar verið skipað-
ar og tekið formlega til starfa, en þær
munu geta tekið sér störf rannsókn-
arnefndar Alþingis um fall bank-
anna til fyrirmyndar. Það er þó ekki
fyrirséð að starf þessara nefnda verði
eins umfangsmikið, en þær hafa ár
til að rannsaka fall sparisjóðanna og
hálft ár fyrir Íbúðalánasjóð. Komi
í ljós við rannsóknirnar að lög hafi
verið brotin verður þeim brotum
vísað til yfirvalda eða yfirmanna við-
komandi ef grunur leikur á um brot
í starfi.
Vörslusviptingar
virðingarleysi
Samtök lánþega lýsa yfir fullkomnu
skilningsleysi á tilburðum Lýsingar
hf. og Vörslusviptinga vegna brott-
náms bifreiða í skjóli nætur sam-
kvæmt tilkynningu sem samtök-
in sendu frá sér. Þar er því haldið
fram að í slíku felist bæði brot á
almennum hegningarlögum, frið-
helgi einkalífs ásamt því að sam-
tökin segja fyrirtækið sýni almenn-
um borgurum þessa lands fullkomið
virðingarleysi með framferði sínu.
„Það að fyrirtækin kjósi að iðka lög-
brot sín í skjóli nætur sýnir óumdeil-
anlega að gjörningurinn er fram-
kvæmdur í vondri trú,“ segir svo
í tilkynningunni. Þá lýsa Samtök
lánþega yfir undrun á þátttöku lög-
reglunnar í aðgerðum sem þessum,
„en óumdeilt er að þau atvik er Sam-
tök lánþega vísa hér til, eru fram-
kvæmd án heimildar þar til bærra
yfirvalda en með vitneskju lögreglu.“
Samtökin skora á yfirvöld dómsmála
og lögreglu að bregðast þegar við
og tryggja að lögregla verji eigur al-
mennings með því að stöðva þegar
slíkar aðgerðir. Lögmenn Samtaka
lánþega vinna nú að kæru til lög-
reglu hvar hinir brotlegu verða nú
kærðir fyrir brot á almennum hegn-
ingalögum.