Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Miðvikudagur 28. september 2011 þætti þetta gaman og það sé æðislegt að eiga fullt af peningum, flottan bíl og fara til útlanda finn ég til með þeim. Jú, við sem erum í vændi segjum þetta, en það er ekki satt. Við erum svo miklir leikarar, við erum alltaf að segja við þá hvað þeir séu æðislegir, með stærsta og flott- asta tittlinginn. Lygin er svo mikil að það er viðbjóður, enda eru þeir búnir að borga þér fyrir að ljúga að sér. En þeir myndu aldrei viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Það er svo margt í kringum þetta sem er svo ljótt og í raun algjör við- bjóður. Það er absúrd hvernig fólk get- ur komið fram við aðra. Ég veit ekki hvernig hægt er að lýsa þessu,“ segir hún vanmáttug. „Ég á þig núna“ Til að byrja einhvers staðar segist hún hafa lifað í stöðugum ótta á meðan hún var í vændi. „Ég óttaðist um líf mitt þegar ókunnugur maður kom hingað sem ég vissi ekki hvernig væri. Ég hef lent í tveimur sem voru virkilegir hrott- ar,“ segir hún og tekur dæmi: „Í þessum bransa kostar það meira ef þú ætlar að fá anal og sumar gera það ekki. Einn bað um þetta en ég sagði nei. Jú, hann vildi borga fimmtán þúsund í viðbót en ég vildi þetta ekki. En þegar við vorum byrjuð sneri hann mér við og tók mig. Þetta var það sem hann ætlaði sér svo hann tók það bara. Svona var þetta stundum. Ef ég ætl- aði að kvarta eða stoppa eitthvað af var mér sagt að halda kjafti, þeir væru bún- ir að borga fyrir þetta og ég væri drusla sem þeir mættu gera það við sem þeir vildu.“ „Ég má þetta,“ sögðu þeir, „ég á þig núna.“ Kúnnarnir Sem betur fer voru þeir fæstir svona en það að þessir menn hafi verið þarna inni á milli hélt óttanum við í henni. Til dæmis voru eldri menn sjaldan með sérkröfur, það átti frekar við um þá sem voru í yngri kantinum. En það voru þó alltaf einhverjir sem báðu um eitt- hvað sérstakt. „Sumir vildu að ég væri sakleysisleg í útliti og lítið máluð. Aðrir vildu að ég klæddi mig eins og hóra og væri mikið máluð, í háum sokkum, al- klædd rauðu eða svörtu eða eitthvað.“ Þess vegna var gott að vera í sambandi við aðrar konur í bransanum, til að fá nýjar hugmyndir, eins og ein sagði. Flestir voru ósköp venjulegir menn og langflestir þeirra voru giftir. Í kúnn- ahópnum var smiður, bóndi, vöru- bílstjóri, sjómaður, lögreglumaður, sérsveitarmaður, lögfræðingur, fram- kvæmdastjóri og svo mætti lengi telja. „Þetta er alls staðar. Það skiptir engu máli hvaða stétt er um að ræða. Ég vissi náttúrulega ýmislegt um þá og þeirra heimilisvenjur, rifrildin við konuna, sumarfríin og annað slíkt. Allavega tveir komu af því að konurnar þeirra voru veikar. Þeir elskuðu þær en þar sem þær voru sjúkar var ekkert kynlíf í boði heima. Einu sinni spurði ég einn sem var ungur og myndarleg- ur af hverju hann væri að þessu og þá sagðist hann ekki vilja vera í sambandi og ekki nenna neinu veseni. Honum fannst þetta bara þægilegt.“ Sárt að sjá þá með fjölskyldunni „Þeir sögðu mér frá sér af því að þeir höfðu þetta á mig. Hér var kona með tvö börn og þeir báru versta og ljótasta leyndarmál lífs míns. Þeir vissu sem var að ég myndi aldrei gefa upp mína kúnna.“ Ástæðan er einföld. „Ég væri að koma upp um sjálfa mig í leiðinni. Ef fjölskyldan veit ekki af þessu tekur þú ekki slíka áhættu,“ en samkvæmt lög- um er ólöglegt að kaupa vændi en það er ekki refsivert að selja það. „Ég sé ekki alveg hvernig þessi lög eiga að hjálpa okkur. Ekki nema bara að því leyti að ég verð ekki dæmd, því ég dæmi mig nógu hart sjálf. Enda hef ég aldrei nafngreint þessa menn. En ég sé þá stundum í blöðunum og sjón- varpinu jafnvel. Á sínum tíma mætti ég þeim líka á förnum vegi, rakst á þá úti í búð þar sem þeir voru með fjölskyldunni. Það var rosalega sárt. Ég upplifði mig sem vondu manneskjuna og hugsaði: Guð minn góður, hvað er ég búin að gera? Af því að þetta voru bara venjulegir fjölskyldumenn. Það flaug allt mögu- legt í gegnum hausinn á manni.“ Skömmin var hans Í dag horfir það öðruvísi við. Síðasta sumar mætti hún einum sem var alltaf frekur og með stæla við hana úti í búð. Hún var að raða í pokann í Bónus þeg- ar hún sá að hann var á næsta kassa. „Ég leit framan í hann og hann sá mig en leit strax undan. „Líttu aftur upp,“ hugsaði ég og starði á hann á með- an hann tíndi vörurnar upp í pokann en hann gat ekki litið á mig og fannst þetta greinilega alveg hrikalega óþægi- legt. En ég var búin að vinna það vel úr þessu að ég var farin að bera smá virð- ingu fyrir sjálfri mér og vildi að hann horfði í augu mín. Hans var skömm- in, ekki mín. En hann gat það ekki og starði í gólfið á meðan hann gekk fram hjá mér og út úr búðinni.“ Þetta var einn af þeim sem voru stöðugt að reyna að prútta um verðið. „Hann vissi það vel að það þýddi ekk- ert að prútta við mig en hann reyndi það alltaf, hótaði því að hringja ann- að ef það gekk ekki og heimtaði að fá sinn klukkutíma. Ég skyldi bara vera að í klukkutíma fyrst hann hefði borgað fyrir það.“ Missti máttinn Einu sinni kom hann með lítið brúnt lyfjaglas og sagði henni að hnusa af því. Um leið og hún gerði það missti hún máttinn í líkamanum. „Ég hef sjaldan orðið eins hrædd á ævi minni. Ég gat ekki talað en var eitthvað að reyna að spyrja hvað þetta væri, hvað hefði gerst. Hann hló og fannst þetta ferlega fyndið, sagði að þetta væri mér að kenna því ég hefði ekki átt að hnusa upp úr glasinu heldur aðeins að lykta úr því. Í kjölfarið varð ég rosalega reið því ég fann að ég hafði enga stjórn. Ég þoldi hann aldrei eftir þetta en ég tók hann samt aftur. Þó að það væri erfitt réttlætti ég það fyrir sjálfri mér með því að ég gæti þá hirt af honum peningana.“ Sá versti Verstur var samt sjúkraflutninga- maðurinn. Þeir komu reyndar báðir frá vinkonunni sem fékk hana með sér í vændið. Sú átti það til að senda slæma kúnna til hennar. En sjúkraflutningamaðurinn var svo dómínerandi, með skipanir og læti. Átti það líka til að vera ljótur við hana. Vert er að árétta það að kaflinn sem kemur hér á eftir er ekki fyrir við- kvæma. Einu sinni kom hann inn og skip- aði henni að afklæðast, sem hún gerði. Sagði henni svo að leggjast í rúmið og hún gerði það. „Skipaði mér svo að leggjast á bakið með hausinn út af.“ Sýndi síðan slíka tilburði að henni lá við köfnun. „Ég var að kafna og barðist um á hæl og hnakka en hann sagðist ekki vera búinn að ljúka sér af heldur myndi hann láta mig vita þegar hann ætlaði að hætta. Á endanum komst ég undan og sneri mér við en sá svo út undan mér að hann var að klæða sig í gúmmí- hanska. Hann skipaði mér að leggjast á magann en ég spurði hvað hann væri að fara að gera. Hann sagði að það kæmi mér ekki við og skipaði mér að leggjast á magann. Ég neitaði, vildi vita hvað hann ætlaði að gera, en hann sagðist ekki hafa boðið mér að tala. „Þú skalt grjóthalda kjafti,“ sagði hann og hélt svo áfram að misþyrma mér. Þeg- ar ég reyndi að mótmæla tók hann fyr- ir munninn á mér og sagðist ekki hafa gefið mér leyfi fyrir því að tala. Þetta var algjör viðbjóður.“ Varð vinkona systur hans Hún leitaði sér aldrei hjálpar og sagði engum frá þessu eða öðrum slíkum at- vikum. „Ég hefði aldrei viðurkennt að það væri eitthvað svona að. Þegar þú ert komin á þennan stað reynir þú að fegra hann fyrir þeim sem vita. Ég gat ekki sagt frá þessu.“ Þannig að þegar hann fór sat hún ein eftir, tók af rúminu, bölvaði og ragnaði, setti í þvottavél og fór í sturtu þar sem hún skrúbbaði sig vel og vand- lega, grenjaði og setti svo upp andlitið áður en börnin komu heim og hún gaf þeim að borða. Grét sig svo í svefn næstu nætur. „Seinna eignaðist ég vinkonu sem talaði um bróður sinn og nefndi hann á nafn. Ég kannaðist við nafnið en kom því ekki fyrir mig. Hann var að fara að gifta sig og systir hans gladdist mjög því konan hans var svo æðisleg og stelpurnar þeirra algjörir gullmolar. Síðan kveikti ég á perunni, þá var þetta hann. Þannig að ég lokaði eiginlega á hana um tíma.“ Einn borgaði tvöfalt, annar fékk þráhyggju Kúnnarnir voru jafn misjafnir og þeir voru margir en eftir á að hyggja segir hún að þetta hafi allt verið jafn brengl- að. Einn borgaði alltaf tvöfalt, því henni fannst hann svo leiðinlegur að hún vildi ekki fá hann og reyndi að hrekja hann í burtu með þessu. „En hann var bara alveg til í þetta og borgaði 70.000 krónur fyrir klukkutímann. Það var svo skrýtið með hann að hann lagði alltaf inn á mig áður en hann kom.“ Enn annar fékk þráhyggju og hringdi stöðugt þar til hún skipti um símanúmer. „Hann sat um mig og það var mjög óhugnanlegt. Líka af því að ég gat ekki útskýrt það fyrir neinum af hverju hann væri svona heltekinn af mér. Ég sagðist ekki vita hver hann væri eða af hverju hann hringdi allar nætur.“ Keyptu allir sömu konuna Einu sinni kviknuðu tilfinningar gagn- vart einum kúnnanum. Það er hætt- an ef þeir fara að spjalla of mikið. Sú upplifun var gagnkvæm en þetta hefði aldrei gengið, segir hún. „Hvar er sjálfsvirðing hans?“ spyr hún. „Hvað finnst honum um konur ef hann er að kaupa vændi?“ Hún gekk þó aldrei eins langt og vinkona hennar sem gaf einum frítt af því að henni fannst hann svo æðisleg- ur. „Ég hefði aldrei gert það,“ segir hún og hlær. En aftur að kúnnunum. Fæstir hugsuðu út í það sem þeir voru að gera, segir hún. „En ég held samt að sumir hafi vitað það því að þeir komu með einhverjar afsakanir fyrir því. Af hverju væru þeir að afsaka sig ef þeim þætti þetta í lagi?“ Aðrir voru með svipuð viðhorf og félagi hennar sem stærði sig af því að þrír vinir hefðu farið saman og feng- ið einkadans og vændi en ekki þurft að borga nema 90.000 krónur fyrir. Hann hló en henni var ekki skemmt. Henni er fyrirmunað að skilja hvernig þeir gátu allir farið saman, hver á eftir öðrum og keypt vændi af sömu konu. „Mikið fann ég til með henni.“ Þráði viðurkenningu Oft velti hún því fyrir sér hvernig hún gæti gert þetta. „Mér fannst ég fá stað- festingu á því að ég væri drusla fyrst ég gæti þetta. Systur mínar gætu þetta aldrei. En þegar ég hugsa til baka, þá hefur líf mitt einkennst af því að ég var brot- in niður sem barn. Ég missti allar varn- ir, tilfinningu fyrir norminu og virð- inguna fyrir sjálfri mér.“ Stundum hætti hún í smátíma en fór síðan aftur af stað. „Það er erfitt að losa sig út úr vændi. Peningavandræð- in halda áfram og þú saknar einhvers án þess að gera þér grein fyrir því hvers þú saknar. Áður en ég vann úr mín- um málum þráði ég viðurkenningu og innst inni fannst mér ákveðin upphefð í því að einhver vildi mig og væri tilbú- inn að borga fyrir mig. Mér fannst ég svo lélegur pappír.“ „Þetta eru grey“ En það var ekki eins og hún fengi mikið út úr þessu sjálf. Vændið gekk út á að fullnægja þeirra þörfum. Og oft vildu þeir koma samstundis. „Yfirleitt gekk það ekki því börnin mín voru heima. En þar sem þeir litu ekki á það sem sitt vandamál kipptu þeir sér ekkert upp við það. Einu sinni var ég að út- skýra það fyrir einum að hann gæti ekki komið því sonur minn væri veik- ur. Hann sagði að það skipti engu máli því við yrðum ekkert inni hjá honum. Sumir svifust einskis. En þegar ég hugsa um það þá eru meira að segja þessir kurteisu og tillits- sömu ekkert minna brenglaðir. Þetta er allt brenglað.“ Hún leggur þó ekki fæð á þá. „Þetta eru grey. Karlmenn sem kaupa vændi koma greinilega úr brotnum aðstæð- um, hafa lent í því að það var brotið á þeim eða eitthvað er ekki eins og það á að vera. Sjálfsvirðingin er ekki nógu góð.“ Fjárhagsstaðan lagaðist en geð- heilsunni hrakaði Fjárhagur hennar vænkaðist, hún gat loks greitt af reikningum, keypt skóla- máltíðir fyrir börnin og annað sem þau vantaði. „Það var ekki eins og ég væri alltaf í nýjum fötum eða að spreða í sjálfa mig. Allir peningarnir fóru beint í börnin. Loksins gat ég veitt þeim það sem þau þurftu. Það var ákveðin frið- þæging sem fólst í því.“ Með tímanum grynnkaði á skuld- unum og lán duttu út. Börnin komust á unglingsárin og fóru að vinna á sumr- in. Staðan batnaði. Sem betur fer því vændið var farið að taka sinn toll. „Ég gat ekki meira. Ég var komin með hálf- gerða fælni gagnvart fólki og leið illa í margmenni því ég var alltaf hrædd um að rekast á einhvern eða tala af mér. Eins óttaðist ég að einhver færi að spyrja hvar ég fengi peninga.“ Hana grunar til dæmis að dóttir hennar hafi haft einhverja tilfinningu fyrir þessu. Hún var þrettán og spurði reglulega af hverju þær gætu leyft sér ýmislegt sem þær gátu ekki áður. Fann ekki fyrir ástinni Þetta tvöfalda líf tekur á. Hún var farin að fjarlægjast allt og alla. „Ég var ein- angruð, heltekin af sjálfsásökunum og vantrausti gagnvart fólki. Undir það síðasta horfði ég á börnin mín sem ég vissi að ég elskaði út af lífinu en fann ekki fyrir því. Ég var orðin svo heltek- in af vændinu að allt annað var búið, gleðin var farin. Eftir að hafa misboð- ið mér svona oft var ég orðin lifandi dauð.“ Engu að síður var það skömm- in sem var einna erfiðust að eiga við. „Þetta var og er enn mesta skömmin í mínu lífi. Og þegar kúnni hótaði því að koma upp um mig nema ég tæki þátt í lögbroti gerði ég það.“ Áfallið sem því fylgdi varð til þess að hún ákvað að snúa lífi sínu við. En það var ekki sársaukalaust að komast þangað. „Ég hélt að það væri búið að koma upp um mig og allir vissu hver ég væri. Ég höndlaði það ekki og ætlaði að svipta mig lífi. Ég gat ekki meir.“ Hún hvarf þó frá þeirri ákvörðun og leitaði aftur til Stígamóta þar sem hún ætlaði að vinna úr misnotkuninni sem hún varð fyrir í æsku. Vísvitandi þagði hún þó yfir vændinu. „Hvernig átti ég að geta sagt ráðgjafanum mínum frá þessu? Hvað héldi hún um mig? Ég óttaðist að hún myndi aldrei líta mig sömu augum aftur og sá jafnvel fyrir mér að mér yrði vísað á dyr.“ Sagði frá Að lokum ákvað hún að taka áhættuna, hún fann að hún yrði að tala um þetta. „Það var ótrúlegur léttir. Bæði það að segja einhverjum frá þessu og eins að finna að það breytti engu á milli okkar, hún gat alveg talað við mig áfram. Um leið fór ég að sjá samhengið á milli þess sem ég gerði og þess hvern- ig mér leið. Ég var alltaf að fela líðan mína, brosti og hló þegar ég var í raun bullandi þunglynd. Ég fór líka að sjá hvernig ég hafði haldið áfram að misbjóða mér eftir að ég hætti í vændi, ómeðvitað að refsa mér. Til dæmis með samböndum sem voru ekki gefandi.“ Þegar hún varð tilbúin til þess fór hún í sjálfshjálparhóp þar sem hún mætti öðrum konum sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ein var hrotta- lega misnotuð af eiginmanni sem gerði hana út, dró fyllibyttur heim að nætur- lagi og leyfði þeim að fara upp á hana. Önnur hafði lent í nauðgun og kært en málið verið látið niður falla. Sú þriðja var misnotuð af föður sínum á ung- lingsárunum. Þar sem engin þeirra hafði selt sig þagði hún yfir vændinu þar til langt var liðið á þetta ferli. Þá tók hún sénsinn og sagði frá. Það var erf- itt en hún hélt áfram þar til hún sættist við sjálfa sig og sína sögu. „Mér hefur aldrei liðið eins vel og í dag.“ Hefur ekki farið í samband Í vor fór hún svo í annan hóp en í þetta skiptið var hópurinn sérsniðinn að konum sem höfðu verið í vændi. Sú yngsta var nítján og byrjaði að selja sig í menntaskóla. Önnur byrjaði eftir að vændislögunum var breytt og hún hafði engu að tapa lengur. „Við áttum allar sögu um vændi og vorum búnar að lenda í einu og öðru þar. Við höfð- um allar lifað tvöföldu lífi og fengið ógeð á okkur og því sem við vorum að gera. Eitt af því sem eftir stóð þegar við fórum í gegnum þetta saman var hver ætti eiginlega að vilja okkur eftir þetta.“ Hún spyr sig enn. Er reyndar orð- in nokkuð sátt við hugmyndina um að vera ein. „Ég vil ekki fara í samband og eiga leyndarmál gagnvart manninum sem ég er með. En þá á ég samt alltaf eftir að segja honum að ég hafi verið í vændi. Þannig að ég hef sleppt því að fara í samband. En það skiptir ekki máli. Ég finn ekki hamingjuna hjá karl- mönnum, ég finn hana hjá sjálfri mér.“ Var heltekin f Vændinu„Þetta var og er enn mesta skömmin í mínu lífi. Og þegar kúnni hótaði því að koma upp um mig nema ég tæki þátt í lögbroti gerði ég það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.