Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Síða 12
12 | Erlent 28. september 2011 Miðvikudagur
C
onnie Culp, tveggja barna
móðir sem gekkst undir fyrstu
andlitsígræðsluna í Banda
ríkjunum árið 2008, er þakk
lát fyrir að vera með andlit,
þó það sé ekki hennar eigið. Hún var
skotin í andlitið með haglabyssu af
eiginmanni sínum sem í síðustu viku
losnaði úr fangelsi eftir að hafa aðeins
setið inni í sjö ár. Hún skildi nýverið
við eiginmanninn en viður kennir að
hún muni alltaf elska hann.
Man allt
Andlit Culp fór í tætlur við skotárás
ina en nú, um þremur árum eftir hina
byltingarkenndu aðgerð, sér hún
fram á betri tíma. Hún rifjar upp at
burðinn og allt sem gerðist í nýlegu
viðtali og man óhugnanlega vel eftir
öllu sem gerðist.
„Ég man allt, það finnst læknum
hvað ótrúlegast. Ég man þegar hann
lyfti byssunni, hvað hann sagði við
mig, og þegar hann lét skotið ríða af.“
Afbrýðisamur eiginmaður
Það var árið 2004 sem Tom Culp
skaut Connie í andlitið af stuttu færi
á bar sem þau áttu saman í Hope
dale í Ohio. Á dögunum heimsótti
hún barinn í fyrsta skipti síðan hið
örlagaríka kvöld. Hún segir að af
brýðisemi hafi orðið til þess að fyrr
verandi eiginmaður hennar gekk af
göflunum. „Hann var afbrýðisamur
því öllum líkaði vel við mig. Ekki með
al karlmanna í rauninni, bara meðal
kvennanna sem unnu hjá okkur og
flestum viðskiptavinanna. Síðan átt
um við í fjárhagserfiðleikum vegna
staðarins sem við áttum saman og
það reyndi á sambandið.“
Eftir að hafa skotið eiginkonu sína
beindi Tom Culp haglabyssunni að
sjálfum sér og skaut sig. En, líkt og
eiginkonan, lifði hann sjálfsvígstil
raunina af.
Mun ávallt elska hann
Connie segir að eiginmaðurinn fyrr
verandi hafi aldrei gengist við því
sem hann gerði. „Hann kennir bara
öllum öðrum en sjálfum sér um það
sem gerðist,“ segir hún en viðurkenn
ir þó að hafa heimsótt hann í fangels
ið. Jafnmikið og hana langaði til að
fyrirgefa það sem gerðist þá var það
í fangelsinu sem hún áttaði sig á að
hjónabandið væri búið. „Ég mun lík
lega ávallt elska hann því hann er fað
ir barna minna. En ég get ekki hugsað
mér að vera nálægt honum.“
Connie viðurkennir að þrátt fyr
ir að hafa skilið við eiginmann sinn í
maí síðastliðnum og flutt út úr húsinu
sem þau bjuggu saman í til að byrja
upp á nýtt kvíði hún því þegar Tom
verður sleppt úr fangelsinu.
„Fjölskylda hans á húsið enn. Það
hvílir nálgunarbann á honum en það
er aldrei að vita hvað hann gerir. Við
þurfum bara að bíða og sjá.“ Tom
Culp var sleppt úr fangelsi í síðustu
viku en viðtalið við Connie var tekið
fyrir þann tíma og birtist á vef breska
dagblaðsins Daily Mail á mánudag.
Börn hræðast nýja andlitið
Eftir skotárásina lá Connie mánuðum
saman á sjúkrahúsi þar sem skurð
læknar reyndu hvað þeir gátu til að
laga andlit hennar. Í desem ber 2008
gekkst hún síðan undir 22 klukku
stunda andlitsígræðslu, þá fyrstu
sinnar tegundar í Bandaríkjunum þar
sem allt andlitið er endurbyggt. Síðan
þá hefur hún farið í nokkrar lagfær
ingar. Þrátt fyrir að vera nær blind og
eiga erfitt með að brosa er óhætt að
segja að aðgerðin hafi heppnast vel.
Hún viðurkennir þó að það sé stund
um erfitt þegar lítil börn hræðist hana
og kalli hana skrímsli og hún þarf að
taka inn lyfjakokteil á hverjum degi
svo að líkami hennar hafni ekki nýja
andlitinu. Það er þó lítill fórnarkostn
aður að sögn hinnar 48 ára konu fyrir
að geta nú einbeitt sér að því að verja
tíma með börnum sínum og barna
börnum.
n Connie Culp gekkst undir fyrstu andlitsígræðsluna í Bandaríkjunum árið 2008 n Var
skotin í andlitið af eiginmanni sínum árið 2004 n Skildi við hann í maí síðastliðnum
Nýtt aNdlit
eftir skotárás
Fyrir og eftir Connie Culp var skotin í andlitið af stuttu færi með haglabyssu árið 2004. Í lok árs 2008
gekkst hún undir fyrstu andlitsígræðslu Bandaríkjanna. Þessar myndir voru teknar 6. maí 2009.
Svona leit Connie Culp út á árum
áður Afbrýðisamur eiginmaður hennar
svipti hana andlitinu.
Getnaðarvarnir á undanhaldi
n Ný rannsókn sýnir að ungmenni stunda óvarið kynlíf í stórauknum mæli
F
jöldi ungs fólks sem stundar
óvarið kynlíf hefur farið hratt
vaxandi í öllum heimshornum
á undanförnum árum. Þetta
leiðir ný rannsókn sem þýska lyfja
fyrirtækið Bayer stóð fyrir í sam
vinnu við fjölda alþjóðlegra stofn
ana. Sex þúsund ungmenni frá 26
löndum, þar á meðal Síle, Póllandi
og Kína, tóku þátt í rannsókninni.
Samkvæmt niðurstöðunum hefur
hlutfall ungs fólks sem stundar óvar
ið kynlíf aukist mest í Frakklandi, eða
um 111 prósent á síðustu þremur
árum. Í Bandaríkjunum hefur hlut
fallið aukist um 39 prósent og um 19
prósent í Bretlandi. Niðurstöðurnar
voru birtar á alþjóðadegi getnaðar
varna á mánudag.
„Niðurstöðurnar sýna að of mörg
ungmenni skortir þekkingu á kyn
heilsu, treysta sér ekki til að kaupa
getnaðarvarnir eða kunna ekki að
nota þær,“ segir Jennifer Woodside,
talskona samtakanna International
Planned Parenthood. Þá leiða niður
stöður rannsóknarinnar í ljós að
óskipulagðar eða ótímabærar barn
eignir séu stórt vandamál á heims
vísu og er bent á það að kynfræðslu
virðist vera stórlega ábótavant í fjöl
mörgum löndum. Til marks um
það sagðist þriðjungur svarenda frá
Egyptalandi trúa því að það væri nóg
fyrir stúlkur að baða sig eftir kynlíf
til að koma í veg fyrir getnað. Svipað
hlutfall svarenda í Taílandi og á Ind
landi sagðist einnig telja að það sé
árangursríkt að stunda kynlíf á með
an á tíðum stendur til að koma í veg
fyrir getnað.
Woodside segir að sú staðreynd,
að ungt fólk kjósi síður að nota
getnaðarvarnir, komi ekki á óvart.
„Hvernig getur ungt fólk tekið réttar
ákvarðanir ef það fær ekki nægilega
góða fræðslu?“
einar@dv.is
Ótímabær þungun Niðurstöðurnar sýna að ótímabærar þunganir séu stórt vandamál.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Bandaríkin
Reynsluakstur
endaði með
ósköpum
Starfsmenn bílasölu í bænum
Apolda í Þýskalandi fylgdust skelf
ingu lostnir með þegar 77 ára eftir
launaþegi rústaði fimm splunku
nýjum bifreiðum. Eftirlaunaþeginn,
Maria Schiller, var að reynsluaka
Volkswagenbifreið þegar ósköpin
dundu yfir. Í stað þess að aka beint
út úr sýningarsalnum sveiflaðist
bifreiðin til og frá og skemmdi fimm
bifreiðar svo stórsá á þeim. Reynslu
aksturinn, sem var heldur stuttur að
þessu sinni, endaði úti á bílastæði
þegar Maria hafði ekið í gegnum
stóra rúðu. „Kaffivélin virðist vera
það eina sem henni tókst ekki að
skemma,“ hefur fréttavefur Ananova
eftir lögregluþjóni. Sjálf slapp Maria
án meiðsla.
Vill aðstoð
Þjóðverja
George Papandreou, forsætisráð
herra Grikklands, hefur biðlað til
þýskra fjárfesta um að þeir fjárfesti
í Grikklandi og aðstoði þannig við
að endurreisa efnahagskerfi lands
ins sem stendur á brauðfótum.
Papandreou, sem nú er staddur í
Þýskalandi, sagði á þriðjudag að
þýskir fjárfestar myndu ekki vera að
fjárfesta í mistökum fortíðar heldur
velgengni framtíðarinnar. „Ykkar
framlag gæti reynst ómetanlegt,“
sagði hann á fundi sem fjölmargir
fjárfestar úr þýsku efnahagslífi sóttu.
Á ferð sinni um Þýskaland fundaði
Papandreou einnig með Angelu
Merkel, kanslara Þýskalands, um
vanda Grikkja.
Android-símar
vinsælastir
Snjallsímar sem notast við Google
Androidkerfið eru vinsælustu símar
Bandaríkjanna. Þetta sýna tölur
sem markaðsfyrirtækið Nielsen tók
saman yfir sölutölur farsíma frá
byrjun júnímánaðar til loka ágúst.
Samkvæmt þeim tölum keyptu 56
prósent Bandaríkjamanna farsíma
sem notast við Android. 28 prósent
keyptu hins vegar iPhonesnjall
síma. Don Kellogg, einn forsvars
manna fyrirtækisins, segir þó að
viðbúið sé að tölurnar muni breytast
þegar iPhone 5 kemur á markað, lík
lega í næsta mánuði.
„Ég man þegar
hann lyfti byss-
unni, hvað hann sagði
við mig, og þegar
hann lét skotið ríða af