Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 14
Vandaðir
markaþættir
n Lofið fá umsjónarmenn Pepsi-
markanna á Stöð 2 Sport, þeir Hörður
Magnússon, Hjörvar Hafliðason og
Reynir Leósson. „Þó að maður
sé ekki alltaf sammála öllu
eru þeir ein helsta ástæða
þess að ég kaupi áskrift að
Stöð 2 Sport. Þættirnir
eru vandaðir og maður
situr límdur við þá
þar til yfir lýkur,“ segir
ánægður viðskiptavinur
Stöðvar 2 Sport.
Dýrar langlokur
n Lastið að þessu sinni fær Bakaríið
við Brúna á Akureyri. Akureyring-
ur sem kaupir reglulega bakkelsi í
bakaríinu segir að verð þar sé orðið
of hátt. „Þeir eru með frábærar tún-
fisklanglokur en mér finnst það orðið
fullmikið að borga rúmar
700 krónur fyrir eina
langloku. Verðið hjá
þeim hefur hækkað
full mikið undan-
farin misseri og er nú
svo komið að ég er farinn að
smyrja mér sjálfur,“ segir við-
mælandi DV.
14 | Neytendur 28. september 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 233,9 kr. 233,9 kr.
Algengt verð 233,6 kr. 233,6 kr.
Höfuðborgarsv. 233,5 kr. 233,5 kr.
Algengt verð 233,9 kr. 233,9 kr.
Algengt verð 235,9 kr. 234,0 kr.
Melabraut 233,6 kr. 233,6 kr.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
100 þúsund
króna sekt
mun standa
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
hefur staðfest úrskurð Neytenda-
stofu um að verslanirnar Cosmo og
Skóarinn í Kringlunni hafi brotið
gegn lögum um eftirlit með við-
skiptaháttum og markaðssetningu.
Neytendastofa sektaði bæði fyrir-
tæki; Skóarann um hundrað þúsund
krónur en Cosmo um 50 þúsund
krónur, vegna þess að verðmerking-
um var ábótavant í verslununum.
Höfðu bæði fyrirtæki fengið tækifæri
til að koma verðmerkingum í eðli-
legt horf, samkvæmt úrskurði sem
birtur er á vef Neytendastofu. Fyrir-
tækin kærðu ákvörðun Neytenda-
stofu en áfrýjunarnefnd hefur sem
fyrr segir staðfest ákvörðun hennar.
Þ
etta kemur verst niður á
neytandanum því kostn-
aðurinn sem fylgir þessum
reglum mun þýða hærra
matvöruverð í landinu,“ seg-
ir Jón Gerald Sullenberger, eigandi
matvöruverslunarinnar Kosts.
Ný reglugerð Jóns Bjarnasonar,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, um merkingar á erfðabreytt-
um matvælum tekur gildi um ára-
mótin. Frá og með 1. janúar verður
skylda að merkja matvörur sem inni-
halda meira en 0,9 prósent af erfða-
breyttum efnum, til dæmis hveiti-
korn, maís eða soja. Þar á meðal eru
þekktar bandarískar matvörur eins
og Cheerios og Hunts-tómatsósa.
Gætu þurft að hætta með
tilteknar vörur
DV hafði samband við nokkra af
stærstu innflytjendum bandarískra
matvæla á Íslandi. Hjá Nathan og Ol-
sen, sem flytja til dæmis inn morg-
unkornið vinsæla Cheerios frá Gene-
ral Mills, fengust þær upplýsingar að
unnið væri að því að finna leiðir til
að fylgja reglunum en forsvarsmað-
ur fyrirtækisins vildi ekkert láta hafa
eftir sér um málið. Hjá Innesi fengust
þær upplýsingar að verið væri að fara
yfir hvort vörurnar sem þeir flytja inn
innihaldi erfðabreytt efni. Enn sem
komið væri hefði sú ekki verið raun-
in en vinnu við athugunina væri ekki
lokið. Hjá Aðföngum, sem flytja inn
matvæli frá Ameríku fyrir Hagkaup
og Bónus, fengust svipaðar upplýs-
ingar. Mögulega þyrfti að hætta að
flytja inn tilteknar vörur.
Einn innflytjandi sagði í samtali
við DV að erfitt gæti verið að fram-
fylgja reglunum því ekki væri alltaf
auðsótt að fá leyfi stórra framleið-
enda til að merkja vörurnar á þann
hátt sem krafist verður, en á þeim
verður að standa skýrum stöfum
að varan innihaldi erfðabreytt efni.
„Það gæti farið svo að við þyrftum
að hætta að flytja inn vörur sem
falla undir skilgreininguna,“ sagði
einn innflytjandi sem ekki vildi láta
nafns síns getið. Ekki væri tímabært
að fullyrða um slíkt þar sem hvorki
væri ljóst hvort reglugerðin ætti eft-
ir að breytast né lægju viðbrögð er-
lendra framleiðenda við reglunum
fyrir.
Ísland eina landið sem merkir
ekki
Markmið reglugerðarinnar er að
neytendur fái réttar og greinargóð-
ar upplýsingar um þau erfðabreyttu
matvæli sem boðin eru til sölu, aug-
lýst eða kynnt með öðrum hætti.
Innan allra ríkja Evrópusambands-
ins gilda skýrar reglur um merkingu
erfðabreyttra matvæla. Þær vörur
sem innihalda meira en 0,9 pró-
sent af erfðabreyttum efnum ber
að merkja á þann veg að skýrt komi
fram að varan innihaldi erfðabreytt
efni.
Neytendasamtökin eru á meðal
þeirra sem hafa barist fyrir því að
erfðabreytt matvæli verði merkt. „Ís-
land er eina landið á EES-svæðinu
þar sem ekki þarf að merkja slík mat-
væli sérstaklega. Um leið eru íslensk
stjórnvöld að taka eðlilegt valfrelsi
frá neytendum,“ sagði í frétt frá sam-
tökunum í fyrra. Reglugerðin átti að
taka gildi 1. september síðastliðinn
en sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra frestaði gildistökunni til ára-
móta að ósk innflytjenda. Samtök líf-
rænna neytenda sögðu að frestunin
væru blaut tuska í andlit neytenda en
forsvarsmenn samtakanna sökuðu
ráðherra um að verja hagsmuni ör-
fárra fyrirtækja sem flyttu inn banda-
rískar matvörur.
Verðið hækki
Jón Gerald, eigandi Kosts, sem flyt-
ur inn mikið af vörum frá Bandaríkj-
unum, segir í samtali við DV að regl-
urnar bitni þannig á sínum rekstri að
hann hafi þurft að búa til tvö stöðu-
gildi sem einungis muni sjá um að
merkja erfðabreyttar vörur. Af orð-
um má ætla að margar vörur í versl-
uninni innihaldi erfðabreytt efni.
„Það vill þannig til að matvöruverð
í Bandaríkjunum er 20 til 40 prósent
lægra en á evrusvæðinu. Annan dag-
inn er á Íslandi talað um hátt mat-
vöruverð en hinn daginn eru sett lög
og reglur sem munu leiða til þess
eins að vörurnar munu kosta meira;
með alls kyns merkingum og höft-
um. Það er verið að takmarka það
svæði þar sem við getum fundið góð-
ar ódýrar matvörur, eins og í Banda-
ríkjunum,“ segir hann við DV.
Hann segir að því miður muni
neytandinn á endanum þurfa að
borga fyrir þessa vinnu. „Við erum
að tala um heila heimsálfu sem er
að neyta þessara vara, sem marg-
ir þekktustu matvælaframleiðendur
heims framleiða,“ segir hann. Hann
segir líka að eftirlit með matvælum í
Bandaríkjunum sé mjög öflugt og að
löggjöfin um matvæli sé svo skýr að
stórir framleiðendur myndu aldrei
setja á markað vörur sem myndu
skaða fólk. „Þetta er ekkert annað en
viðskiptahindrun á vegum ESB.“
Gunnar Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaups, tók í svip-
aðan streng í samtali við DV en sagði
þó ekki víst að vinnan við merking-
ar myndi skila sér út í vöruverð Hag-
kaups. Markaðurinn stýrði verðinu.
Hann sagði þó að um væri að ræða
aukinn kostnað fyrir verslanir eða
innflytjendur. Slíkt gæti í sumum til-
fellum haft einhver áhrif á verð.
„Það gæti farið svo
að við þyrftum að
hætta að flytja inn vörur
sem falla undir skilgrein-
inguna.
n Reglugerð um merkingar á erfðabreyttum matvælum tekur gildi um áramót n Öll lönd
í ESB og EES merkja erfðabreytt matvæli n Jón Gerald segir að vöruverð gæti hækkað
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Matvæli
Auknar merkingar
hækka vöruverðið
Þekktar vörur*
Dæmi um vörur sem innihalda
erfðabreytt efni*
Kellogg’s kornflögur
Hunts-tómatsósa
Cheerios
Special K kornflögur
Mars súkkulaði
Betty Crocker
M&M
Snickers
Knorr-sósur
Coca Cola
Pepsi
*Af vefsíðunni The True Food Network.
Ósáttur Jón Gerald segir
að um sé að ræða viðskipta-
hindrun á vegum ESB.
Erfðabreytt Frá og með 1. janúar
næstkomandi verður skylda að
merkja matvörur sem innihalda
meira en 0,9 prósent af erfðabreytt-
um efnum. Þar á meðal er Cheerios.