Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Page 16
16 | Umræða 28. september 2011 Miðvikudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Leiðari Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar Bókstaflega Ómar af fjöllum n Ýmsir hafa verið nefndir sem mögulegir frambjóðendur í nýjum stjórnmálaflokki Guðmundar Stein- grímssonar. Úr innsta hring við- ræðnanna heyrð- ist nafn stjórn- lagaráðsmannsins Ómars Ragnars- sonar nefnt. Hann kom hins vegar al- gjörlega af fjöllum þegar DV spurði hann út í málið og hafði aldrei heyrt að hann væri á leiðinni í nýja flokk- inn. Áður höfðu fjölmiðlar haft eftir innanbúðarmönnum að L- listi fólksins á Akureyri væri með í dæminu en oddviti listans kom líka algjörlega af fjöllum. Kattavinir í ham n Fjölmiðlakonan Anna Kristine Magnúsdóttir hefur farið mikinn í hlutverki sínu sem formaður Katta- vinafélagsins. Anna tók við þeg- ar sú mikla bar- áttukona Sigríður Heiðberg féll frá. Hefur nýi for- maðurinn verið duglegur að veita köttum skjól bæði í orði og á borði. Þegar boðuð var útrýmingarherferð katta á Egilsstöðum brást formað- urinn skjótt við. „En nú erum við búin að fá nóg,“ sagði Anna. Mega yfirvöld eystra nú búa sig undir átök. Skrúflulaust n Um árabil hefur það verið óráðin gáta hver eða hverjir skrifuðu nafn- laust bréf þar sem svívirðingum var ausið yfir dómara landsins og þeir sakaðir um að ganga erinda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og annarra Baugsmanna. Bloggarinn Ólafur Arnarson telur sig hafa fundið skýra vísbendingu um það hver eigi hlut að máli. Vekur hann athygli á orðinu „skrúflulaust“ sem kemur fyrir í bréf- inu alræmda. Segir Ólafur einungis eitt annað dæmi vera um notkun orðsins. Þetta er í grein sem Jakob F. Ásgeirsson, útgefandi Rosabaugs Björns Bjarnasonar, hafði ritað um Upton Sinclair, ríkisstjóraefni í Kali- forníu. Þar kemur fyrir orðið skrúflur! Tíminn stendur í stað n Fréttavefurinn Tíminn, sem gefur sig út fyrir að vera óháður vefmið- ill en hefur verið mjög hliðhollur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, stendur nú í stað. Ekki hefur verið skrifuð frétt á þetta nýlega vefrit síðan 12. septem- ber og engar skýr- ingar eru gefnar á því. Vefurinn náði aldrei flugi en komst helst í umræðuna þegar Illuga Jökulssyni var bannað að nota nafn Tímans sem væri eign Framsóknarflokksins. Skömmu síðar leit vefurinn dagsins ljós og þá með sérstöku skriflegu leyfi frá framkvæmdastjóra flokksins. Valur Jónatansson er titlaður ritstjóri á Tímanum sem stöðvaðist. Sandkorn J óhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra er einn kló- kasti stjórnmálamaður á síðari tímum. Hún hefur verið öfl- ugur bakhjarl fólksins í land- inu. Sérstaklega hefur hún látið sér annt um þá sem eiga undir högg að sækja. Þessi fyrrverandi flugfreyja hefur aldrei gleymt uppruna sín- um. Rétt eins og þegar hún af hátt- vísi þjónaði flugfarþegum hefur hún verið auðmjúkur þjónn almennings. Ótal dæmi eru um hjartagæsku þessarar æðstu valdakonu lands- ins. Um árabil þjónaði hún sem félagsmálaráðherra og uppskar vegna verka sinna aðdáun og virð- ingu þeirra sem leituðu í skjólið og hlýjuna. Og þannig hefur það ver- ið í gegnum tíðina. Allir þeir sem mæddir voru eða sárir gátu reiknað með stuðningi á lífsins grýttu braut. F élagsmálaráðherrann fyrr- verandi þurfti oft og tíðum að berjast við pólitísk ljón sem vildu stöðva þau útgjöld sem fylgdu manngæskunni. En Jóhanna fór sínu fram og nú hefur hún sigrað öll þessi ljón sem ýmist eru komin á eftirlaun eða að þeim hefur verið skákað út af borðinu. L angt er um liðið síðan félags- málaráðherrann hugumpr- úði barðist við þau öfl sem vildu ekki hjálpa minnimátt- ar. Nú er Jóhanna á sínum hæsta tindi þaðan sem hún horfir yfir samfélag sitt. Fátækir, sjúkir og fatlaðir eru fyrir löngu komnir í heila höfn. Almenningur allur er að mati ráðamannsins með fína afkomu. Sérstaklega á þetta við um skuldara sem hafa verið umluktir hlýju. Og eins og fyrri daginn er samúðin með lítilmagnanum allsráðandi. E ftir að blessaðir bankarnir féllu haustið 2008 hefur for- sætisráðherrann lagt áherslu á að líkna þeim og kröfuhöf- um þeirra. Þannig var obb- inn af húsnæðislánum landsmanna seldur fyrir slikk úr þrotabúunum og inn í nýja banka sem eru í eigu vog- unarsjóða og annarra aðila. Nú er komið á daginn að Seðlabankinn, og þar með ríkið, átti veð í langflest- um lánunum sem þannig voru á for- ræði Jóhönnu. Og af því fjölskyld- urnar í landinu eru svo vel haldnar er engin ástæða til þess að lækka lánin þeirra. Ú tsalan á húsnæðisskuldun- um náði aldrei inn á heim- ilin. Íslenskir skuldarar sem höfðu farsællega keypt sér húsnæði þoldu ágætlega að standa undir stökkbreyttum skuld- um sínum. Þetta vissu Jóhanna og félagar hennar. Þess vegna var lán- ið aðeins skorið niður um helm- ing í viðskiptum með það. Þeir sem greiddu af láninu fengu ekki sömu lækkun. Lán upp á 20 milljónir var framselt á 10 milljónir en tók síð- an aftur á sig upphaflega upphæð. Þetta þýddi að þjáðir bankar náðu að skila myljandi hagnaði á þriðja ári eftir að kreppan hófst. Grátur skulduga fólksins drukknaði algjör- lega í fagnaðarlátum kröfuhafanna sem náðu að fanga góðærið aftur með tilstilli hins milda íslenska yf- irvalds. Þessi lausn ætti að hugnast öllum þeim sem aðhyllast jöfnuð. Þeir sem hafa orðið undir í barátt- unni hafa fengið opinbera aðstoð til að rísa upp aftur. Tími kröfuhafanna var kominn og fólkinu var engin vorkunn að láta þá hafa af gnægta- borði sínu. S kjaldborgin góða er nú um stundir til þess að vernda kröfuhafana. Fólkið í land- inu er í góðum málum þar sem það hvílir makinda- legt utan skjaldborgar. Þetta snýst jú allt um að jafna kjör þeirra sem eiga lítið og þeirra sem eiga nóg. Jóhanna getur svo sannarlega ver- ið stolt þegar hún lítur yfir farinn veg þar sem mannúðin hefur verið í öndvegi. Kröfuhafarnir í dag eru litla fólkið. Skuldir á útSölu „Ég er ekki þunn á þessari mynd.“n tobba Marinósdóttir sem svaraði gagnrýni Páls Baldvins Pálssonar á Fréttatímanum sem sneri að útliti hennar. – DV. „Hefði ekki orðið neitt efnahags- hrun þá myndu þeir ekki selja landið. Auðvitað eigum við að kaupa ódýrt.“ n kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo, sem vill kaupa grímsstaði á Fjöllum og byggja þar lúxushótel. – DV „Ég á tvo stóra vasahnífa, enda gamall sjómaður; er alltaf að skera á reipi og svona.“ n gerður rósa gunnarsdóttir sjómaður fór á dögunum óafvitandi með vasahníf í handfarangri í gegnum tvo flugvelli í evrópu. – DV „Blekkingin og spillingin hjá þessari ríkisstjórn hefur náð nýjum hæðum við þessar upplýsingar.“ n vigdís Hauksdóttir um afskriftir og lækkanir á útlánum bankanna um hundruð milljarða. – DV „Ég hef einkarétt á því að prenta þetta á allan fatnað, skóbúnað og höfuðföt og einkarétt á nafninu sjálfu.“ n Svavar Þór Svavarsson sem keypti nýlega einkarétt á vörumerkinu grind jánar. – DV Njósnar forseti Alþingis um fésbókina þína? „Ég held hún sé nú með fólk í því fyrir sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þing- maður Hreyfingarinnar. Forseti alþingis gerði athugasemd við færslu Birgittu á Facebook þar sem Birgitta sagði að þingsetningu hafi verið flýtt af „ótta yfir- stjórnar þingsins við almenning.“ Spurningin Svarthöfði Hættið að stela S kipulegur þjófnaður á eig- um fólks er að afhjúpast. Það er komið á daginn að bankarnir fengu húsnæð- islán landsmanna á helm- ingsafslætti, en græða á því að halda áfram að rukka fólk um miklu hærri lán sem hækka um hver mán- aðamót. Kannski vantaði að skilgreina vandann. Sá sem hirðir eignir ann- arra, án þess að borga fyrir þær, til að hagnast sjálfur, er kallaður þjóf- ur. Þegar þjófur stelur áþreifanleg- um hlut af fólki er gjörningurinn greinilegri og auðskiljanlegri. En frá bæjardyrum húsnæðiseigandans séð er munurinn á banka og þjófi orðinn hverfandi, nema að eigna- upptaka bankans er umfangsmeiri og stöðugri. Núna er það þannig að um hver mánaðamót færast 100 þúsund krónur af eign fólks, sem er með 20 milljóna húsnæðislán, yfir til lánardrottinsins. Þegar litið er til raunáhrifa á fólk er lítill munur á hugtökun- um verðtryggingu, eignatilfærslu, eignaupptöku og þjófnaði. Verð- tryggð lán bankanna virka eins og litlir trójuhestar inni á heimilum fólks. Lánin eru gefin út á þeim for- sendum að verðbólga verði 2,5 pró- sent. Niðurstaðan er hins vegar sú að verðtryggðu lánin hafa étið upp eignir fólks innan frá. Lykillinn að því að góma þjóf er að finna ránsfenginn. Stóru bank- arnir þrír hafa hagnast um 163 milljarða króna frá bankahruninu. Á sama tíma hefur eignarhlutur heimila rýrnað verulega. Eigið fé íslenskra heimila hefur minnkað úr 62 prósentum árið 1997 í 49 prósent árið 2010. Þau tíðindi eru orðin að við erum minnihluta- eigendur að heimilum okkar. Þessi þróun heldur áfram um hver mán- aðamót. Að auki hefur verið bent á að 40 milljarðar hafi verið færðir aukalega frá heimilum til lánveit- enda síðustu 14 ár, vegna bjögunar í vísitölumælingum einnar saman. Á sama tíma og viðurkennt er að efnahagshrun og kreppur séu kerfisbundnar í efnahagskerfinu sjálfu, miðast kerfið okkar við að velta öllum skaða af kreppum yfir á húsnæðiseigendur. Allir vita að óstöðugleiki fylgir krónunni og að skuldarar eru notaðir sem stuðpúði til að dempa lendingu hagkerfis- ins í sífelldum sveiflum krónunnar. Stjórnarandstaðan fordæmir ríkis- stjórnina fyrir eignaupptöku bank- anna, en veitir sjálf engin raunveru- leg svör við kerfislæga vandanum til frambúðar. Eina lausnin sem virðist vera í umræðunni er aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru. Stjórnarandstaðan vill koma í veg fyrir að almenningur fái að kjósa um hana og ríkisstjórnin ræð- ir engar aðrar aðgerðir gegn þjófn- aðinum. Niðurstöður aðgerða í húsnæð- ismálum innan núverandi kerfis hafa verið úrkynjaðar, eins og 110 prósenta leiðarinnar. Hún leiðir til þess að þeir sem tóku mesta áhættu og hættu að borga fá umbun, en þeir sem fóru varlega og stóðu við sitt fá refsingu. Eina raunhæfa leið- in virðist vera að taka upp gjald- miðil, sem er ekki minnsti gjald- miðill í heimi. Allt annað hefur reynst vera flækja. Þrátt fyrir að vandi húsnæðis- eigenda hafi virst óleysanlegur er hann það í grundvallaratriðum ekki. Það þarf að byggja umræðuna á niðurstöðunni af virkni kerfisins, sem nú er að koma í ljós, óháð for- arpytti umræðunnar um vísitölu- tengingar, 110 prósenta leið, verð- tryggingu og Evrópusambandið. Krafan er einföld: Hættið að stela.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.