Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 18
18 | Menning 28. september 2011 Miðvikudagur Var fimm ár að skrifa bókina n Bryndís Björgvinsdóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2011 É g var áhyggjufullt barn og hafði áhyggjur af stríði og hungursneyð. Bókin er kannski svona uppgjör við það að vera svona viðkvæm sál og finnast heimurinn vera flók- inn og erfiður,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur sem hlaut í dag Íslensku barna- bókaverðlaunin 2011 fyrir bók sína Flugan sem stöðvaði stríð- ið. Flugan sem stöðvaði stríðið var valin úr fjölda handrita sem kepptu um Íslensku barnabóka- verðlaunin 2011. Það er Forlag- ið sem veitir verðlaunin og fékk Bryndís afhent verðlaunafé að upphæð 500 þúsund krónum og fékk bók sína útgefna sama dag og verðlaunin voru veitt. Að mati dómnefndar er þetta merkileg saga saga, bráðfyndin og alvarleg í senn og hún fjallar um húsflugurn- ar, Kolkex, Hermann Súkker og Fluguna sem ákveða að flýja að heiman og leita uppi munka í Nepal sem aldrei gera flugu mein. „Ég er að leika mér að því hvernig við búum saman, við og húsflugurnar. Húsflug- ur eru þær verur sem í hin- um vestræna heimi, búa hvað næst okkur. Þær veita okkur nýja sýn á hversdagslega hluti enda horfa þær á okkur mann- fólkið eins og við horfum á þær. Fyrir þeim erum við öll eins, rétt eins og við sjáum ekki mun á flugum. Mig lang- aði til þess að skrifa um stríð á þann máta sem börn eru mót- tækileg fyrir. Á leið sinni til munkanna í Nepal fljúga flug- urnar yfir stríðssvæði, nánar tiltekið borg sem ég byggi svo- lítið á Kabúl. Þar kynnast þær flugum sem þurfa að þola stríð og þær ákveða að taka til sinna ráða.“ En hvernig tekst flugum að stöðva stríð? Bryndís, skellir upp úr. „Það er nákvæmlega þess vegna sem ég var heil fimm ár að skrifa þessa bók. Þú verður að lesa bókina til að komast að því hvers flugur eru megnugar.“ Þetta er ekki fyrsta bók Bryndísar því hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu bók með vinkonu sinni, Orðabelg Ormars ofurmennis. Bryndís er þjóðfræðingur að mennt, var ritstjóri Stúdentablaðs- ins 2009 og starfar nú með- al annars við rannsóknarstörf og kennslu. Hún hefur skrifað þessa bók meðfram námi og störfum. Þórarinn Már Baldursson myndskreytti bókina. kristjana@dv.is Andri Ólafsson fréttamaður mælir með: Keilu og litrík- um sokkum n Ég mæli með Twitter. Facebook er allt fullt af gömlum bekkjar- systrum að segja þér hvað þær eru dug- legar í crossfit. Á Twitter er hins vegar fullt af fólki sem þú þekkir ekki neitt, en er þræl- skemmtilegt. n Ég mæli með hnýttum slaufum. Myndirðu ganga með smellubindi? Nei, einmitt. n Ég mæli með keilu. Við félagarn- ir erum búnir að skrá okkur í utandeildina. Það er mikilvægt að stunda íþróttir og keila er eina íþróttin þar sem það er í lagi að drekka bjór á æfingum.  n Ég mæli með litríkum sokk- um. Ódýr leið til að púlla rán- dýrt lúkk.  n Ég mæli með Gömlu smiðj- unni við Lækjargötu. Ekki spyrja af hverju. Pantiði bara Pepperoni della casa og þakk- ið mér fyrir síðar. n Ég mæli með The League. Fáranlega fyndnir þættir sem eru því miður ekki sýndir í ís- lensku sjónvarpi. En það er vel þess virði að henda í eitt „download“. n Ég mæli með Sam Cooke. Bubbi gerði heiðarlega tilraun til að gera soul-tónlist hall- ærislegri en Cybertreffen. En þeir sem hafa hlustað á Live at Harlem Square vita að Sam Cooke er svalasti tónlistamað- ur allra tíma. Punktur. Hvernig tekst flugum að stöðva stríð? „Það er nákvæm- lega þess vegna sem ég var heil fimm ár að skrifa þessa bók. Þú verður að lesa bókina til að komast að því hvers flugur eru megnugar.“ Mynd gunnAr gunnArsson Edda og Laddi bjarga kvöldinu N ýtt leikhús er tek- ið til starfa í Gamla bíói. Að því stendur framleiðslufyrirtækið Leikhúsmógúllinn sem hefur haslað sér völl á al- þjóðlegum vettvangi undan- farin tíu ár eða svo. Ég er lítt kunnugur sögu þess og finnst það mætti vera meira um hana í smekklega hannaðri leik- skránni. Fyrirtækið mun, að því er mér skilst, hafa komið undir sig fótum með sýningum á Hellisbúanum sem Bjarni Haukur Þórsson gerði frægan hér um árið, einmitt á fjölum Gamla bíós. Í ferilskrá Ósk- ars Eiríkssonar, framleiðanda sýningarinnar, les ég að hann hafi framleitt fjölda sýninga og eru þar nefnd verkin Triple Espresso, Shaolin Monks, 100% Sex Theraphy, Umoja, Sexy Laundry, Blues Brothers, Menopause, Lovelace og De- fending the CaveWoman. Ég verð að játa að ég veit mjög lítið um þessi verk, nema 100% Sex Therapy mun vera það sem Helga Braga Jónsdóttir flutti hér við vinsældir fyrir nokkr- um árum og hét þá 100% hitt. En gott og vel: Leikhúsmó- gúllinn er mættur á svæðið og hefur tekið Gamla bíó á leigu til næstu tveggja ára. Það verð- ur forvitnilegt að sjá hvernig gengur. Einkarekin leiklistar- fyrirtæki, leikhús án opinbers stuðnings, rekin í því skyni að skila eigendunum ábata, eru ekki nýmæli í leiklistarsögu okkar. Þó hafa þau aldrei náð að verða meira en í mesta lagi hliðarstraumur; fæst náð að marka djúp spor í hinu stærra samhengi. Raunar má vel rifja það upp, að þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn reyna fyrir sér með slíkt í hinu sögu- fræga Gamla bíói. Þar fóru þeir Sigurjón Sighvatsson og Páll Baldvin Baldvinsson af stað með Hitt-leikhúsið fyrir um aldarfjórðungi og settu upp tvær sýningar: fyrst frum- sýndu þeir Litlu hryllingsbúð- ina, sem varð mikill smellur, síðan kom Rauðhóla-Ransý sem varð álíka mikill skellur og batt enda á tilraunina. Saga einkarekins leikhúss á Íslandi í hnotskurn? Það er nú líkast til fullmikið sagt, en langlíf hafa fæst þessara fyrirtækja orðið. Fyrsta frumsýning Leik- húsmógúlsins í Gamla bíói fór fram síðastliðið föstudags- kvöld. Á sviðinu er gaman- leikur sem nefnist í íslenskri þýðingu Davíðs Þórs Jóns- sonar Hjónabandssæla. Höf- undur er kanadískur, Michele Riml – nafnið er reyndar staf- sett Michael í aðalfyrirsögn, en rétt annars staðar, sem er nógu ruglingslegt til þess að ég gúggla og geng úr skugga um að hann sé örugglega kvenmaður. Og með gúgglinu kemst ég að fleiru sem er ekkert um í leik- skránni, meðal annars að því að eitt leikrita Michele heitir Sexy Laundry, sem er, eins og glöggir lesendur taka eflaust strax eftir, meðal þeirra verka sem Óskar Eiríksson hefur framleitt. Og þegar ég gúggla enn dýpra uppgötva ég að það er einmitt þetta leikrit sem ver- ið er að sýna í Gamla bíói og er af einhverjum ástæðum ekki nefnt í upptalningu leikskrár á verkum Michele. Þið hefðuð, ágætu leikhúsmógúlar, nú alveg mátt spara fræðilega sinnuðum leikdómara þessa fyrirhöfn með því að hafa upp- lýsingar leikskrárinnar fyllri og nákvæmari. Eða varla get- ur það verið ykkur feimnismál að leikritið, sem þið eruð hér að sýna, ber á frummálinu þó nokkuð lostafyllra heiti en það gerir í hinni íslensku þýðingu? Hvað sem því líður: leik- ritið er eitthvert mesta þunn- ildi sem dottið hefur nið- ur á íslenskt leiksvið. Það er um miðaldra frú sem dregur miðaldra karl sinn með sér á fínt hótel til þess að reyna að hleypa smá fjöri í kynlífið sem frúnni finnst vera orðið eitt- hvað þreytt. Karlinn sér fyrir sitt leyti ekki nokkra ástæðu til þess að standa í slíku bram- bolti; hann er hæstánægð- ur með líf þeirra eins og það er: hann er í góðri stöðu, af- koman er trygg, heimilið gott, börnin vel heppnuð að því er best verður séð ... hvað er hægt að biðja um meira? Eins þótt bólferðunum hafi heldur fækkað í seinni tíð og mesti neistinn sé úr þeim; maður hefur þó alltaf sjónvarpið sitt eftir langan vinnudag! Nei, hún vill eitthvað meira, það er þetta eilífa jafnvægisleysi í samlífinu, sumir vilja meira, aðrir minna – nema þeir vilji bara eitthvað allt annað? Um þetta snýst leikritið – ef það snýst þá yfirleitt um nokk- urn skapaðan hlut. Í fyrri þætti af tveimur er frúin að reyna ýmsar tilraunir með hjálp kynlífshandbókar sem hún hefur fengið að láni á bóka- safninu; þar eru inni á milli nokkrir smellnir brandarar, flestir auðvitað neðan þind- ar. En eftir hlé reynist púðr- ið að mestu leyti þrotið, það er lullað áfram í hægagangi þar til rétt fyrir lokin: þá tekst leikendum að rífa upp stemn- inguna með snöggum rykk og enda á þessum kröftuga há- punkti sem er nauðsynlegur ef showið á ekki að lyppast niður. Allt fellur í ljúfa löð hjá hjónakornunum – en hvernig það gerðist, ekki spyrja mig að því! Það bara gerðist – og allir geta farið glaðir og ánægðir heim. Edda Björgvinsdóttir og Laddi leika hjónin. Ég get ekki annað en tekið ofan fyrir þeim báðum að halda dampi heilt kvöld með annan eins efnivið í höndum. Allt frá upphafi var fín stemning í salnum og það var einungis þeim að þakka. Tæknin bregst hvergi, sam- leikurinn óaðfinnanlegur – og hvað þau eru bæði þrælliðug og með flotta skrokka, fólk sem er þó komið á þennan aldur. Og Þórhildur, ekki má gleyma henni, styrk leikstjórnarhönd hennar leynir sér hvergi, og eins má hrósa Rebekku A. Ingimundardóttur fyrir kyn- þokkafulla leikmynd. En að verja kröftum þessa góða og vandvirka listafólks í svona lágkúru, það er eiginlega bara grátlegt – eins og ekki sé til nóg af góðum kómedíum ef menn kunna að leita. Eftir undirtektum áhorf- enda að dæma getur leik- urinn átt eftir að lifa lengi á fjölum okkar gamla og góða bíóhúss. Það er fagnaðarefni að dyr þess skuli enn standa opnar og sjálfsagt að óska Leikhúsmógúlnum velfarnað- ar innan veggja þess. Ég ætla samt að láta í ljósi þá von að þetta verkefnaval sé ekki vís- bending um það sem þar er í vændum næstu misserin. Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Hjónabandssæla eftir Michele Riml Þýðing: Davíð Þór Jónsson Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason danshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir Gamla bíó leikhús Baksviðs Edda og Laddi ánægð eftir frumsýningu á Hjónabandssælu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.