Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Qupperneq 22
22 | Fólk 28. september 2011 Miðvikudagur
Bestur í djæfinu
n Gunnar Helgason leikari dæmir í Dans dans dans
É
g var boðaður í prufu og
fannst ekki spurning um
að taka þátt. Eina vanda
málið var bara að finna
tíma því ég er líka á fullu
í Alvöru mönnum í Aust
urbæ,“ segir leikarinn Gunn
ar Helgason sem verður einn
af dómurunum í þættinum
Dans dans dans. Gunnar seg
ist ekki hafa þurft að dansa í
prufunni. „Ég var bara lát
inn tala. Það kemur svo í ljós
seinna hvort ég hafi eitthvað
vit á dansi,“ segir leikarinn
og bætir við að hann elski
þáttinn So you think you can
dance þótt hann geti ekki
valið sér uppáhaldsdanshöf
und úr þættinum. „Ég á mér
samt uppáhaldsdanshöfund
en það er hún Reija Ware frá
Finnlandi. Hún er svo fjöl
breytt og flott og getur bæði
til nútímadans, hipphopp
og samkvæmisdansa og set
ur svo miklar tilfinningar í
dansinn.“
Gunni hefur sjálfur dans
að í söngleikjum auk þess
sem hann hefur sett upp
söngleiki í fjórum löndum og
setið yfir dansprufum í öll
um þessum söngleikjum. „Ég
hef alveg rosalega gaman af
dansi og sjálfur er ég líklega
bestur í djæfinu,“ segir hann
og bætir aðspurður við að
þau hjónin séu bara nokkuð
fær þegar þau stígi út á gólf.
„Við erum bara mjög fín enda
held ég að konan mín hefði
ekkert viljað mig ef ég hefði
ekki kunnað að dansa,“ seg
ir Gunni sem er sannfærður
um að þátturinn muni slá í
gegn. „Það var bara spurn
ing hvenær, ekki hvort, svona
þáttur kæmist í loftið. Við
verðum með bestu dansara
þjóðarinnar í öllum dans
stílum og þetta verður alveg
mega þáttur.“
Hera í
þriðja sæti
Dívan Hera Björk er í þriðja
sæti í danslagakeppni Euro
danceweb Award sem er nú
haldin í tíunda skiptið. Tæp
lega 40 lög taka þátt að þessu
sinni en lag Heru og Haffa
Haff, Feel The Love Tonight,
var valið úr þúsundum til þátt
töku. Dómnefnd velur svo sig
urlagið en aðdáendur „euro“
popps geta haft áhrif á úrslitin
auk þess sem þeir velja Read
ers’ Choice Award. Kosningin
er opin út árið svo það er um
að gera að drífa sig á vefsíðuna
eurodanceweb.com og kjósa
Heru áfram. Sigurvegarar síð
ustu ára hafa notið mikilla vin
sælda í Evrópu og því ljóst að
til mikils er að vinna.
Sigga Kling
tónuð niður
Sigga Klingenberg var tekin í
yfirhalningu í þættinum Nýju
útliti á dögunum þar sem hinn
skemmtilegi og sérstaki stíll
hennar var „tónaður niður“.
Sjálf segist Sigga sjaldan hafa
hlegið jafn mikið og þegar
hún leit í spegilinn en fáir eru
hressari en Sigga Kling. Þeir
sem vilja komast í stuð með
Siggu geta skráð sig á nám
skeið hennar sem byggir á
bókinni Orð eru álög. „Nám
skeiðið er fyrir þá sem líður
eitthvað illa og vilja breyta lífi
sínu með hugsunum og hlátri.
Hamingjan bankar ekkert upp
á. Þú verður að sækja hana,“
segir Sigga sem segir að öllum
líði einhvern tímann illa og
þess vegna sé námskeiðið fyrir
alla.
Indverskt
þema hjá
Yesmine
Yesmine Olsson er allt í öllu
í sýningunni Bollywood í
Hörpu. Hin fjölhæfa Yesm
ine, sem sér að sjálfsögðu um
dansana í sýningunni, á heið
urinn af indverskum réttum
sem matreiðslumenn húss
ins galdra fram. Þar með er
ekki allt upp talið því Yesm
ine samdi einnig tónlist fyrir
sýninguna og það á tungu
málinu hindí. Segja má að
Yesmine hafi breytt Norður
ljósasal Hörpu í sannkallað
an indverskan ævintýraheim
eða eins og Páll Óskar segir:
„Konfekt fyrir öll skynfærin.
Þú ert hreinlega kominn til
Bollywood.“
Þ
órunn Antonía, Bent
og Steindi komast ekki
á tónleikana, til stóð
að Þórunn yrði kynn
ir, en það var af óvið
ráðanlegum orsökum sem þau
forfölluðust á síðustu stundu,“
segir Pétur Guðjónsson, einn
þeirra sem skipuleggja tón
leika til að styrkja minning
arsjóð Sigrúnar Mjallar Jó
hannesdóttur. Hugmyndin að
tónleikum til þess að styrkja
minningarsjóðinn kom frá
meðferðarheimilinu á Lauga
landi og fer Pétur fyrir starfs
mönnum heimilisins. Sigrún
Mjöll, eða Sissa eins og hún
var oftast kölluð, var í með
ferð á Laugalandi og átti góða
tíma þar. Hún lést í júní í fyrra
eftir að hafa tekið inn of stóran
skammt af læknadópi, aðeins
17 ára gömul.
Tekur þriggja mánaða son
sinn með
„Ég fékk vægt taugaáfall við
fréttirnar en það kom víst upp
á að Þórunn þarf að sinna
stóru verkefni í London á
sama tíma og tónleikarnir eru
haldnir. En sem betur fer tókst
að bjarga þessu og við erum öll
afar þakklát því að Ágústa Eva
Erlendsdóttir tók að sér með
skömmum fyrirvara að vera
kynnir á tónleikunum.“
Pétur segir alla þá sem
standa að tónleikunum standa
í sérstakri þakkarskuld við
Ágústu Evu sem er nýbökuð
móðir og tekur þriggja mánaða
son sinn með sér til Akureyrar.
„Hún tekur ungan son sinn
með sér og við ætlum að reyna
að gera vistina fyrir hana hér
eins þægilega og mögulegt er.“
Fjöldi listamanna leggur
viðburðinum lið
Pétur segir miðasölu á tón
leikana ganga vel og að
auðsjáanlega sé mikill áhugi á
að styrkja málefnið. Tónleik
arnir verða haldnir í menn
ingarhúsinu Hofi á Akur
eyri þann 30. september og
fjöldi listamanna leggur sitt af
mörkum. „Fjöldi listamanna
kemur fram og vonandi verð
ur þetta góð kvöldstund fyr
ir fjölskylduna. Ég get nefnt
sem dæmi Pál Óskar, Frið
rik Dór, Óskar Pétursson, Ey
þór Inga Jónsson, Rúnar Eff,
Kristmund Axel, Bjart Elí,
Júlí Heiðar, Kór Glerárkirkju,
Karlakór Akureyrar – Geysi og
síðast en ekki síst Hvanndals
bræður.“
Við andlát Sissu var stofn
aður minningarsjóður sem
hefur það hlutverk að stuðla
að skapandi störfum ung
menna sem farið hafa út af
sporinu og eru á meðferðar
heimilum landsins.
Úthlutað verður úr sjóðn
um 22. desember, á fæðingar
degi Sigrúnar Mjallar.
n Minningar- og styrktartónleikar: Í minningu Sissu n Þórunn Antonía ætlaði að kynna
en boðaði forföll á síðustu stundu n Ágústa með þriggja mánaða son sinn með sér
Hleypur í skarðið
fyrir Þórunni Antoníu
Ágústa Eva hleypur í
skarðið Þórunn Antonía
lét vita viku fyrir minningar-
tónleika um Sissu að hún þyrfti
að fara til London.
Gunni Helga Kemur
seinna í ljós hvort hann
hafi vit á dansi.