Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1914, Page 36
34*
gufuskipunum, sem talin eru 1909—11 í 10. töflu, munu vera hval-
veiðaskip, sem skrásett hafa verið hjer á landi og flutt hafa vörur
til hvalveiðastöðvanna, en nú eru þær að hverfa úr sögunni og
skipin flest seld til útlanda.
B. Skipagöngur milli innanlandshafna.
Navigation des ports islandais entr’eux.
Að undanförnu hafa verið taldar í einu lagi allar skipakomur
til innanlandshafna, þegar næsta liöfn, sem skipið kom frá, var
innanlandshöfn, hvort sem skipið var í innanlandssiglingum eða á
leið frá eða til útlanda. Nú hefur þessu verið brej'tt þannig, að
sjerstaklega hafa verið taldar viðkomur skipanna á leið frá og til
útlanda og ber fremur að telja þær til samgangna við útlönd heldur
en innanlandssiglinga. En ennfremur hefur sú bre}rting verið gerð á
skýrslunum, að ferð hvers skips í innanlandssiglingum hefur verið
ákveðin eftir því sem föng voru á og skipið einungis talið með lesta-
tölu sinni einusinni í hverri ferð á ákvörðunarstaðnum, en á milli-
höfnunum aðeins taldar viðkomurnar, en engin lestatala (sjá töílu
XII, bls. 80—81). í innanlandssiglingunum eru skipin því talin nú
á sama hátt sem í millilandasiglingunum, einu sinni i hverri ferð, og
samtalan af lestatölunni sýnir einmitt það lestarrúm, sem alls var
notað til innanlandssiglinga. Samkvæmt þessu gengu til innanlands-
siglinga árið 1912:
Seglskip............. 4 tals 283 lestir
Mótorskip........... 68 — 3 239 —
Gufuskip........... 430 —- 30 667 —
Samtals 502 tals 34 189 lestir
Þessi lestatala verður ekki borin saman við Iestatöluna, sem
talin hefur verið árin á undan, enda gefur sú lestatala í rauninni
engar upplýsingar, þar sem skipið hefur verið talið á hverjum við-
komustað í sömu ferðinni. Það eina, sem borið verður saman, eru
viðkomurnar, þegar taldar eru saman viðkomurnar á endastöðvum
og millihöfnum í innanlandssiglingum (tafla XII) og viðkomur á
millihöfnum á leið frá og til útlanda (taíla XI). Þessar viðkomur
haía verið taldar:
Seglskip
og mótorskip Gufuskip Samtnls
I innanlandssiglingum:
á endastöðvum.................. 72 430 502
á millihöfnum.................. 63 1425 1 488
Á leið frá og til útlanda......... 40________1 325_____1 365
3180 3 355
Samtals 1912 175