Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1951, Blaðsíða 27
Verzlunarskýrslur 1949
25*
keyptar og hvert þær eru seldar. En margar innfluttar vörur eru keyptar
í öðrum löndum en þar, sem þær eru framleiddar, og eins er um ýmsar
útfluttar vörur, að þær eru notaðar í öðrum löndum en þeim, sem fyrst
lcaupa þær. Innkaups- og sölulöndin gefa því ekki rétta luigmynd um
hin eiginlegu vöruskipti milli framleiðenda og neytenda varanna. Ýmis
Iönd hafa því breytt verzlunarskýrslum sínum viðvikjandi viðskiptalönd-
um í það horf, að þær veita upplýsingar um upprunaland og neyzluland.
Til þess að fá upplýsingar um þelta viðvíkjandi innflutningi til Islands,
er á innflutningsskýrsíueyðublöðunum dálkur fyrir upprunaland var-
anna, auk innkaupslandsins, en sá dálkur hefur mjög sjaldan verið lit-
fylltur. Hefur því ekki þótt tiltækilegt að gera yfirlit um það. Þó hefur
verið breytt til um nokkrar vörur, þar sem augljóst hefur þótt, hvert
upprunalandið var. Á þetta einkum við um sumar þungavörur, svo sem
kol, olíur, henzín, salt o. fl.
6. Viðskipti við útlönd eftir tollafgreiðslustöðum.
Extevnal tvade bij customs areas.
í verzlunarskýrslunum hefur fram að þessu verið tafla, er sýndi verð
innfluttrar og útfluttrar vöru eftir kaupstöðum og verzlunarstöðum. Sú
skipting var að ýmsu leyti ófullkomin og óáreiðanleg, sérstaklega að
því er snertir hafnir utan Reykjavikur. Töflu þessari (nr. VII á hls.
103) hefur því nii verið breytt i það horf, að henni er ætlað að sýna
verð innfluttrar og útfluttrar vöru eftir tollafgreiðslustöðum,
en jafnvel sem slík er taflan ófullkomin og verða því niðurstöður hennar
að notast með varúð. T. d. kveður talsvert að því, að farmar og einstakar
vörusendingar séu t.ollafgreiddar — og þar með taldar fluttar inn —
í öðru tollumdæmi en þar, sem innflytjandi er búseltur. Eins og vænta
má, er það aðallega í Reykjavík, sem tollafgreiddar eru vörur, sem fluttar
eru inn af innflytjendum annars staðar á landinu.
Taflan gefur enn fremur að sumu leyti ófullkomna hugmynd um
skiptingu útflutningsins á afgreiðslustaði, þar sem það er talsvert mikið
á reiki, hvaðan útflutningurinn er tilkynntur. Stafar þetta einkum af
þvi, að sölusambönd, sem hafa aðsetur í Rej'kjavik, annast sölu og
útflutning á sunium helztu útflutningsvörunum, þannig að útflutnings-
vörur utan af landi eru afgreiddar í Reykjavík og oft ekki tilkynntar
Hagstofunni sem útflutningur frá viðkomandi afskipunarhöfn.
Tafli VII sýnir verðmæti innflutnings í pósti, en tilsvarandi skýrslur
um útflutning i pósti eru ekki fyrir hendi, enda hefur verið lítið um,
að verzlunarvörur væru sendar út i pósti. — Póstbögglar, sem sendir
eru að gjöf, hvort heldur hingað lil lands eða héðan frá einstaklingum,
eru ekki teknir með i verzlunarskýrslurnar.
-1