Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1951, Blaðsíða 28
26“
Verzlunarskýrslur 1949
7. Tollarnir.
Customs duties.
Tafla VIII (bls. 104—105) sýnir tolltekjur ríkissjóðs, til-
fallnar árið 1949, af hinum svonefndu gömlu tollvörum (áfengi,
tóbak, kaffi, sykur, te og kakaó, sjá nánar verzlunarskýrslur, 1948, bls.
29*). Er vörumagnstollurinn á þeim miðaður við nettómagn, og er þvi,
með aðstoð tollskrárinnar, sem kveður á um tollgjald, hægt að sjá i
verzlunarskýrslunum, live miklu hann hefur numið. Verðtollurinn af
þessum vörum er einnig sýndur í töflu VIII. Er hann reiknaður út með
þvi að margfalda innflutningsverðmætið (cif) samkvæmt verzlunar-
skýrslum með verðlolli hverrar þessara vara fyrir sig eftir tollskránni.
Af öðrum vörum miðast vörumagnstollurinn aftur á móti við brúttómagn,
sem sést ekki beinlínis í verzlunarskýrslunum. Er því örðugleikum
bundið að reikna út eftir verzlunarskýrslum og tollskrá, hve mikill
vörumagnstollur fæst af öðrum vörum en gömlu tollvörunuin. Þó eru í
töflu VIII sýndar tolltekjur af nokkrum vörum, þar sem umbúða gætir
lítið eða ekkert í innflutningnum, þannig að auðvelt er að reikna út
vörumagnstoll af þeim. Er hér um að ræða trjávið, kol, olíur, sall og
sernent. Loks eru í töflunni gefnar upp í einu lagi tolltekjur af öllum
öðrum vörum, með því að draga tolltekjurnar af hinum sérstaklega
fram. teknu vörum frá heildartolltekjunum samkvæmt ríkisreikningnum.
Kernur þar, eins og taflan sýnir, um helmingur vörumagnstollsins og
um S8% af verðtollinum. Sést af þessu, hversu litla þýðingu tollarnir at'
þessum vörum hafa nú orðið miðað við heildartolltekjur ríkissjóðs.
Með lögum nr. 95/1948 var ákveðið, að vörumagnstollur samkvæml
tollskrárlögunum, nr. 62/1939, með síðari brejdingum, skyldi á árinu
1949 af benzíni, öðru en flugvélabenzíni, innheimtur með 20 aur. á kg
i stað 1 ejuús, — að vörumagnstollur af öðrum vörum, að undanteknu
flugvélabenzíni og nokkrum öðrum vörum, skyldi innheimtur með 200%
álagi, — og að verðtollur skyldi, með nokkrum undantekningum, inn-
heimtur með 65% álagi. Vörur þær, er undanþegnar voru þessum toll-
hækkunum voru, auk ftugvélabenzíns, þessar: Kaffi, ómalað korn, hvers
konar mjöl og grjón, sykur, vín og sterkir drykkir, tóbak, salt, kol og
steinolía. Þessir viðbótartollar voru tilkomnir áður, þar eð hér var
um að ræða framlengingu á ákvæðum um sérstaka tekjuöflun ríkissjóðs,
scm upphaflega voru sett með lögum nr. 28/1947.
Með auglýsingu fjármálaráðuneytisins, nr. 166/1948, voru, samkvæmt
heimild í lögum nr. 98/1948, felldir niður á árinu 1949 tollar
af baunum, ertum, linsum, hrisgrjónum og hvers konar kornvöru, mal-
aðri og ómalaðri. Enn fremur var lækkaður um helming tollur af sykri.
Á árinu 1948 giltu þessi sömu ákvæði með þeirri viðbót, að elcki var inn-
heimtur verðtollur af farmgjaldi á sykri. — Þessi sérstaka lækkun að-
llutningsgjalda var upphaflega heimiluð með lögum nr. 98/1941. Heim-