Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 24. október 2011 Mánudagur A ldraðir sem hingað til hafa getað keypt heitar máltíðir í hádeginu frá Reykjavíkur­ borg og fengið þær heim­ sendar, fá nú eingöngu kald­ an mat keyrðan heim einhvern tíma á milli tíu og fjögur á daginn. „Þetta er í raun til að færa okkur inn í nútímann. Þetta er orðinn svo gífur­ legur fjöldi sem fær heitan mat og það hefur verið keppni við að keyra þetta allt út í hádeginu og stundum er þetta orðið volgt,“ segir Elva Björk Ellerts­ dóttir, upplýsingafulltrúi velferðar­ sviðs Reykjavíkurborgar. „Það er fyrst og fremst verið að auka gæði og fersk­ leika í matnum,“ bætir hún við. Allur matur í framleiðslueldhúsi velferðar­ sviðsins er nú snöggkældur strax eftir eldun, honum pakkað og síðan sjá bíl­ stjórar um að keyra hann út yfir dag­ inn. Hver máltíð kostar einstakling 730 krónur, þar af fara 180 krónur í aksturs­ gjald. Hafði áhyggjur af nágrannanum Sigrún Jóna Sigurðardóttir nýtti sér tímabundið heimsendingarþjónustu Reykjavíkurborgar á mat eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi vegna veikinda. Síðasta daginn sem hún fékk mat fylgdu með plöstuð spjöld þar sem viðskiptavinum var tilkynnt að þann 17. október yrði breytt fyrirkomu­ lag á heimsendingum. Á spjöldunum mátti einnig finna leiðbeiningar um meðhöndlun matarins, hvernig hann skyldi hitaður og geymdur. „Mér varð þá hugsað félaga míns á fimmtu hæðinni,“ segir Sigrún og vís­ ar til nágranna síns Helga Magnússon­ ar sem er á tíræðisaldri og er orðinn lélegur í höndunum. Sigrún hefur þó ekki bara áhyggjur af Helga heldur tel­ ur hún að margir aldraðir og veikburða einstaklingar muni eiga erfitt með að hita matinn sjálfir. „Svo er þetta svo ruglingslega framsett á þessu spjaldi að ég tel að margir sem eru komnir með byrjunareinkenni alzheimer eigi örugglega ekki eftir að skilja þetta,“ segir Sigrún. Margir kvarta ekki Sigrún segist hafa rætt um þetta við hjúkrunarfræðing sem sinnir heima­ hjúkrun, en hún nýtur þeirrar þjón­ ustu sjálf tímabundið. „Við vorum sammála um það að þetta myndi verða til þess að auka þyrfti heima­ umönnun. Og hvar er þá sparnaður­ inn? Mér finnst að það ætti bara að fá fleiri bílstjóra til að keyra þetta út í hádeginu.“ Sigrún bendir á að margir aldraðir kvarti ekki og láti sig því bara hafa það að borða kaldan mat á hverj­ um einasta degi. „Þetta bjargast allt“ Þrátt fyrir að Sigrún nágrannakona Helga Magnússonar hafi haft áhyggjur af honum lætur hann engan bilbug á sér finna. Í samtali við DV segist hann enn ekki hafa lent í vandræðum með að hita upp matinn sinn. „Sonur minn er nú hérna hjá mér svo þetta bjarg­ ast nú allt,“ segir Helgi. „Ég var nú að hugsa um að gera hlé á þessu,“ bæt­ ir hann við. Hann segir ástæðuna þó ekki eingöngu vera breytingarnar en þær hafi haft áhrif. Ekki í sparnaðarskyni Elva, upplýsingafulltrúi velferðarsviðs, segist ekki hafa áhyggjur af því að þessar breytingar verði einhverjum of­ viða. Þeir sem þurfi á sérstakri aðstoð að halda geti sótt um aukna heima­ þjónustu. Hún tekur fram að breytingar á matarsendingum séu ekki hugsaðar í sparnaðarskyni en vill þó heldur ekki meina að þær hafi aukinn kostnað í för með sér, til dæmis vegna aukinnar eftir spurnar eftir heimahjúkrun. Aðspurð hvort þeim hafi borist kvartanir vegna breytinganna svarar hún því játandi. Enginn hefur þó kvart­ að yfir matnum sjálfum að hennar sögn. Flestar kvartanirnar eru yfir út­ keyrslutímanum sem dreifist nú yfir daginn. „Þessu er pakkað inn líkt og 1944 réttunum og þú velur hvenær þú borð­ ar. Hvort það er í hádeginu, á kvöldin eða daginn eftir. Hugmyndin er að þú fáir á mánudögum það sem þú ætlar að borða á þriðjudögum,“ segir Elva og ítrekar að með þessu aukist gæði og ferskleiki matarins. n Matarbakkar eru ekki lengur keyrðir út í hádeginu n Aldraðir hita matinn sjálfir n Verið að færa okkur í nútímann, segir upplýsingafulltrúi velferðarsviðs Aldraðir fá k ldan m t „Við vorum sammála um það að þetta myndi verða til þess að auka þyrfti heimaumönnun. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Fá kaldan mat Allur matur er nú snöggkældur í framleiðslueldhúsi velferðarsviðs. Aldraðir þurfa sjálfir að hita matinn upp í örbylgju- eða bakaraofni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Hefur áhyggjur Sigrún Jóna telur að margir aldraðir muni ekki kvarta og láti sig því hafa það að borða kaldan mat á hverjum degi. „Enn þrengt að öryrkjum“ n Öryrkjabandalag Íslands ósátt við fjárlögin 2012 Ö ryrkjabandalag Íslands telur að þær réttindaskerðingar og sá niðurskurður sem hófst í janúar 2009 verði ekki bætt­ ur að sinni í því velferðarkerfi sem við búum við. Þetta kemur fram í ályktun sem gerð var á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands sem hald­ inn var á laugardaginn. Tilefnið ályktunarinnar er nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2012. Í ályktuninni kemur einnig fram að „samkvæmt 76. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og með hliðsjón af þeim alþjóðlegu mannréttindasamn­ ingum og sáttmálum sem Ísland er aðili að er kveðið á um að tryggja skuli fólki viðeigandi lífsafkomu, þannig að hægt sé að lifa með reisn.“ Ekki verði séð að gert sé ráð fyrir því í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Öryrkjabandalag Íslands skorar á al­ þingismenn að endurskoða frumvarp­ ið. „Þrátt fyrir verðlagshækkanir og aukna greiðsluþátttöku fólks í lyfja­ og lækniskostnaði, sjúkraþjálfun, hjálpar tækjum og fleira hefur öllum viðmiðunartölum í félagslega stuðn­ ingskerfinu verið haldið óbreyttum frá 2008. Er þar með enn þrengt að öryrkj­ um og sjúklingum,“ segir í ályktuninni. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks viðurkenni rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til við­ unandi lífskjara; meðal annars viðun­ andi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis, sífellt batnandi lífsskilyrða og gerðar skuli viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismun­ unar vegna fötlunar. Viðunandi lífs­ kjör séu sjálfsögð mannréttindi. „Við hvetjum ríkisstjórn sem vill kenna sig við velferð til að vinna að samfélagi fyrir alla, með mannréttindi og jafn­ ræði að leiðarljósi.“ hanna@dv.is Skora á alþingismenn Öryrkjabandalag Íslands hvetjur ríkisstjórn sem vill kenna sig við velferð til að vinna að samfélagi fyrir alla. Starfsfólk beitt ofbeldi Starfsfólk Landspítala ­ háskóla­ sjúkrahúss hefur verið beitt ofbeldi 211 sinnum fyrstu níu mánuði árs­ ins, samkvæmt skráningu. Forstjóri spítalans, Björn Zoëga, telur að at­ vikin séu fleiri þar sem ekki séu öll tilvik skráð. Þetta kom fram í kvöld­ fréttum RÚV á laugardag. Að sögn Björns hefur verið gert átak í skráningum ofbeldis gagnvart starfsfólki. Hann segir flest atvikin verða á bráðamóttöku og geðdeild­ um. Þá urðu 165 stunguslys á spítal­ anum fyrstu níu mánuði ársins. Björn segir að aukið álag geti leitt til fjölgunar óhappa og mistaka en reynt sé eftir fremsta megni að halda álaginu þannig að það fari ekki úr hófi. Vildarbörn afhendir styrki Tuttugu börnum var afhentur ferða­ styrkur úr sjóðnum Vildarbörn Ice­ landair á laugardag, fyrsta vetrardag. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Alls hafa rúmlega 300 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans. Þetta er 17. úthlutun sjóðsins og 9. starfsár hans. Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjöl­ skyldu þess, og er allur kostnaður greiddur – flug, gisting, dagpen­ ingar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Við síðustu úthlutanir hafa margar fjöl­ skyldnanna valið að fara til Flórída og heimsækja Disneyland. Valgerður vonsvikin Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og ráðherra, segir að það séu mikil vonbrigði að Alcoa hafi hætt við uppbyggingu ál­ vers á Bakka við Húsavík. Þetta kom fram á vikudagur.is en þar er bent á að Valgerður hafi verið iðnaðarráð­ herra þegar skrifað var undir vilja­ yfirlýsingu við Alcoa árið 2006 til undirbúnings uppbyggingu álvers þar. Hún segir í viðtali við Vikudag að eftir að núverandi ríkisstjórn hafi verið mynduð hafi komið í ljós að ýmis ljón voru í veginum. Það hafi reyndar ekki átt að koma á óvart miðað við hvernig alþingismenn úr vinstri flokkunum hafi beitt sér gegn framkvæmdunum á Austurlandi. Jafnframt segist Valgerður óttast að grundvöllur Vaðlaheiðarganga hafi veikst með þessari niðurstöðu Alcoa. Hún hafi lengi talað fyrir mikilvægi Vaðlaheiðarganga og hafi meðal annars skrifað grein í Tímann um það mál snemma á þingmanns­ ferli sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.