Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Síða 11
L íf mitt hefur einkennst af því að hafa verið þarna og því hvernig farið var með mann þarna inni,“ segir Kristín Gunnarsdóttir sextug kona á Akureyri en Kristín dvaldi á stúlkna- heimilinu Bjargi í sjö mánuði þegar hún var 14 ára. Kristín tekur á móti blaðamanni á heimili sínu í fjölbýlis- húsi á Brekkunni. Heimilið er hlýlegt og myndir af fjölskyldumeðlimum prýða veggina. Kristín býður upp á kaffi en fær sér sjálf vatn og kveikir sér í sígarettu og gerir sig tilbúna til að opna á minningar sem hún hefur reynt að bæla niður síðustu 46 árin. „Ég man þetta ekki allt enda hef ég reynt að gleyma sem mestu. Ég tal- aði aldrei um þetta og sagði aldrei neinum frá að ég hefði verið þarna. Skömmin var svo mikil. Í dag veit ég að skömmin er ekki mín, heldur þeirra sem gerðu mér þetta. Þarna var líf mitt eyðilagt.“ Daglegt ofbeldi á Bjargi Kristín ólst upp á Akureyri og þótt hún hafi ekki verið svokallað vand- ræðabarn þá gekk henni ekki vel í skóla. Hún var greind ofvirk með at- hyglisbrest þegar hún komst á fullorð- insár en segist líklega hafa verið einn- ig ofvirk sem barn. „Það var enginn greindur á þessum tíma. Ég stundaði lítið skólann og var farin að reykja og var oft á þvælingi um bæinn þótt ég hafi ekki verið fram á nótt,“ segir hún þegar hún er innt um ástæðu þess að hafa verið send á Bjarg. „Ég fékk ekki að vita hvað var í vændum. Ég var bara send suður og sett á upptökuheimilið þar sem ég var í einangrun í átta daga. Einangr- unin fór svakalega illa í mig. Ég skil ekki hver tilgangurinn með henni var. Ég var bara krakki,“ segir Kristín og bætir við að hún hafi ekki fengið að yfirgefa herbergið nema til að fara á klósettið. „Matnum var hent inn til mín. Þarna var tvöfalt gler og rimlag- ardína á milli sem var aldrei dregin frá svo ég var í svarta myrkri allan sól- arhringinn. Svo var ég send á Bjarg og ekki tók við betra þar. Við urðum fyrir ofbeldi á hverjum degi. Sum- ar í meira en heilt ár. Ég í sjö mán- uði. Við vorum misnotaðar kynferð- islega, barðar og dregnar á hárinu, jafnvel upp stiga. Ef við fengum okk- ur of mikið á diskinn var hann tekinn af okkur og við fengum ekki að borða. Okkur var refsað fyrir hið minnsta. Við fengum aldrei að fara einar út og þurftum alltaf að hafa með okkur konu í hjálpræðishersbúningi, sem var hryllilega niður lægjandi. Við áttum alltaf að vera farnar að sofa klukkan tíu og vorum iðulega kysstar á munninn góða nótt og þá var slefað upp í mann,“ segir hún og viðbjóður- inn í röddinni leynir sér ekki. „Sú sem stundaði það mest sagði að mömmur okkar hefðu beðið um það. Þvílíkt kjaftæði! Ég var aldrei kysst góða nótt heima hjá mér og af hverju ætti mamma að vilja að það yrði gert þarna? Eins var reglulega káfað á okkur og komið inn til manns þegar maður var í sturtu eða baði og manni var þvegið eins og maður væri smákrakki. Ég man vel eftir stúlku sem var héðan frá Akureyri en er nú dáin. Ein kerlingin baðaði hana á ganginum og lét aðrar horfa á á meðan hún þuklaði á henni. Maður er að mótast á þessum aldri og þá er manni gert það viðbjóðslegasta sem hægt er að gera! Þetta átti að vera skólaheimili en ég man ekki eft- ir miklum lærdómi. Þetta var miklu frekar fangelsi.“ Hrækti á sjónvarpið Kristín ber séra Auði Eir Vilhjálms- dóttur ekki góða söguna en Auður Eir sat í stjórn Bjargs. „Þegar ég sá að hún var fyrsti kvenprestur landsins þá hrækti ég á sjónvarpið,“ segir hún og þagnar til að leggja áherslu á orð sín. „Auður Eir vissi alveg hvað þarna gekk á en hún neitaði að hlusta á okk- ur. Auður beitti okkur miklu andlegu ofbeldi og horfði á okkur með því- líkri fyrirlitningu, eins og við værum mestu úrhrök heimsins. Ég vil sjá Auði fara fyrir dóm. Fyrr fæ ég ekki frið. Það er mikið búið að ræða þessi biskups- og prestamál en nafn Auðar er aldrei nefnt. Hún hefur algjörlega sloppið og það má bara ekki ske! Réttlætið verð- ur að ná fram. Á meðan önnur mál eru blásin upp í fjölmiðlum er ekkert minnst á okkur og þó höfum við lið- ið mun meira en margir aðrir,“ segir Kristín og það ólgar í henni reiðin. „Illskan á Bjargi var svo mikil. Þarna var ekki að finna eina góða sál. Mér finnst svo ofboðslega sárt ef enginn verður látinn svara fyrir þetta. Þessar hjálpræðisherskerling- ar fóru aftur til Noregs. Ég skil ekki hvernig mál Auðar getur verið fyrnt þegar okkar mál eru það ekki. Hún virðist ósnertanleg,“ segir Kristín sem hringdi í Auði eftir að vinna við skýrslu um Bjarg hófst. „Mér leið samt ekkert betur fyrir vikið. Ég sagði við hana að hún myndi eflaust ekki eftir mér en að ég héti Kristín og hefði verið á Bjargi. Ég sagði henni að ég myndi ekki gefast upp fyrr en ég kæmi henni fyrir dóm. Ég sagði henni líka hvað ég hefði gert þegar ég frétti að hún væri orðin prestur. Hún vildi ekki ræða við mig og spurði mig hvort ég væri búin. Ég sagði nei, að ég væri rétt að byrja. Ég sagði henni bara mitt álit á henni. Að hún skuli fá að starfa sem prestur þessi kona!“ Kenndi foreldrum sínum um Kristín segist ekkert hafa fengið að hitta foreldra sína á meðan hún dvaldi á Bjargi. „Þau reyndu að fá að tala við mig í síma en var sagt að ég yrði svo erfið eftir símtölin, sem var bara þvæla. Pabbi sagði mér fyrir stuttu að hann hefði komið suður og beðið um að fá að hitta mig. Auður Eir hefði bannaði honum það og sagt honum að hann fengi aldrei aftur að sjá mig. Í skýrslunum mínum stend- ur að Auður hafi farið fram á að ég og aðrar yrðum sendar á heimili í Danmörku. Pabbi barðist fyrir að ná mér út og það tókst en eftir að heim var kom- ið var þetta aldrei rætt. Ekki fyrr en málið var tekið upp að nýju en þá var það ég sem fór að spyrja pabba út í þetta,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið mjög reið foreldrum sínum í áratugi. „Ég er búin að vera svo ofboðslega sár og reið og kenndi mömmu og pabba um allt,“ segir hún og beygir af en heldur samt áfram. „En þetta var ekki þeim að kenna. Um leið og pabbi vissi hvernig þetta var barðist hann fyrir því að ná mér út. Ég er búin að fyrirgefa þeim en ég gerði það ekki fyrr en eftir að hafa rætt þetta við þau.“ Taugaáfall í kjölfar símtals Kristínu var afar brugðið þegar hún fékk símtal frá forsætisráðuneytinu í fyrra þess efnis að gera ætti skýrslu um Bjarg og önnur vistheimili. „Það var alveg svakalegt að fá þetta símtal. Ég hafði reynt að gleyma þessu öllu í allan þennan tíma en ég gat það ekk- ert. Þar sem ég bjó úti hafði ég ekki hugmynd um að það ætti að taka þessi mál upp aftur. Það kom svo á mig þegar konan í símanum fór að spyrja mig út í þetta. Ég held að ég hafi fengið hálfgert taugaáfall. Ég grét og grét og ældi meira að segja.“ Reyndi að svipta sig lífi Kristín segir að dvölin á Bjargi hafa litað allt hennar líf. „Ég kom heim gjörbreytt manneskja. Ég hafði ver- ið rænd æskunni. Fyrst á eftir var trú mín á Guð engin en í seinna hjóna- bandinu, sem stóð í 27 ár, leitaði ég mikið í trúna og hef gert síðan. Þetta hjónaband var helvíti á jörðu. Ég var gjörsamlega brotin niður. Og ég leyfði það. Ég átti náttúrlega að fara. Ég hef líka barist við þunglyndi, hef gert tilraunir til að svipta mig lífi, hef drukkið mikið og verið háð róandi lyfjum. Svo hefur verið þessa eilífa reiði í mér af því að þetta var aldrei rætt. Eins hef ég alltaf verið að flytja, er alltaf að reyna að flýja fortíðina. Það er enginn vafi á að þetta hefur einnig haft áhrif á börnin mín. Mér þykir vænna um börnin mín en allt annað en samt er margt ekki eins og ég vildi hafa það,“ segir hún og þurrk- ar sér um tárvot augun. „Eitt hefur mér þó tekist í þessu lífi og það er að ala þessi börn upp. Börnin mín eru öll yndisleg og vel menntað fólk.“ Peningar laga ekkert Kristín segir að það hafi hjálpað sér að komast í samband við aðrar kon- ur sem einnig dvöldu á Bjargi. Hún segist enn fremur hafa tekið ákvörð- un um að rjúfa þögnin í von um að hjálpa sjálfri sér og öðrum. „Þetta er liður í því að græða sárin, ef þau geta það. Þessi saga verður bara að koma fram. Ég hef aldrei beðið þess bæt- ur að vera þarna. Auður Eir eyðlagði líf mitt. Hún og þessar hjálpræðis- herskerlingar, sem kenna sig við hið góða. Sólin kemur kannski upp hjá Auði en hún kemur ekki upp hjá okk- ur. Ég mun fá bætur en þær laga ekki neitt. Þær laga ekki þetta líf.“ n Fréttir | 11Mánudagur 24. október 2011 Einangrun og ofbEldi á bjargi n Átti að vera skólaheimili fyrir ungar stúlkur sem höfðu afvegaleiðst í lífinu n Minnti frekar á fangelsi n Saka forstöðukonu um kynferðislega misnotkun „Þær eyðilögðu líf mitt“ Í rúm 40 ár reyndi Kristín Gunnarsdóttir að bæla niður minningar tengdar dvöl sinni á stúlknaheimilinu Bjargi, án árangurs. Kristín talar um ofbeldi hjálpræðis­ herskvenna í garð stelpnanna á Bjargi og illskuna sem einkenndi heimilið. Gleymir aldrei Bjargi Kristín segir stelpurnar á Bjargi hafa orðið fyrir ofbeldi á hverjum degi. Þær hafi verið barðar, mis- notaðar og refsað fyrir hið minnsta. MynD BjaRni EiRíKsson Ung stúlka Kristín segir dvölina á Bjargi hafa litað allt hennar líf. „Við áttum alltaf að vera farnar að sofa klukkan tíu og vorum iðulega kysstar á munninn góða nótt og þá var slefað upp í mann. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.