Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Qupperneq 21
Sport | 21Mánudagur 24. október 2011 Úrslit Enska úrvalsdeildin Wolves - Swansea 2-2 0-1 Danny Graham (23.), 0-2 Joe Allen (35.), 1-2 Kevin Doyle (84.), 2-2 Jamie O’Hara (86.). Aston Villa - WBA 1-2 1-0 Darren Bent (22. víti), 1-1 Jonas Olsson (45.), 1-2 Paul Scharner (57.). Bolton - Sunderland 0-2 0-1 Stéphane Sessegnon (82.),0-2 Nicklas Bendtner (90.+3). Newcastle - Wigan 1-0 1-0 Yohan Cabaye (81.). Liverpool - Norwich 1-1 1-0 Craig Bellamy (45.+1), 1-1 Grant Holt (59.). Arsenal - Stoke 3-1 1-0 Gervinho (27.), 1-1 Peter Crouch (33.), 2-1 Robin van Persie (72.), 3-1 Robin van Persie (82.). Fulham - Everton 1-3 0-1 Royston Drenthe (3.), 1-1 Bryan Ruiz (66.), 1-2 Louis Saha (89.), 1-3 Jack Rodwell (90.+3). Man. United - Man. City 1-6 0-1 Mario Balotelli (22.), 0-2 Mario Balotelli (59.). 0-3 Sergio Agüero (69.), 1-3 Darren Fletcher (81.), 1-4 Edin Dzeko (88.), 1-5 David Silva (90.+1), 1-6 Edin Dzeko (90.+3). n Jonny Evans, Man. United (47.) Blackburn - Tottenham 1-2 0-1 Rafael Van der vaart (15.), 1-1 Mauro Formica (28.), 1-2 Rafael Van der Vaart (53.). QPR - Chelsea 1-0 1-0 Heiðar Helguson (10. víti). n Jose Bosingwa, Chelsea (33.), Didier Drogba, Chelsea (40.). Staðan 1 Man. City 9 8 1 0 33:7 25 2 Man. Utd 9 6 2 1 26:12 20 3 Chelsea 9 6 1 2 20:10 19 4 Newcastle 9 5 4 0 12:6 19 5 Tottenham 8 5 1 2 15:13 16 6 Liverpool 9 4 3 2 12:10 15 7 Arsenal 9 4 1 4 15:18 13 8 Norwich 9 3 3 3 11:12 12 9 Stoke 9 3 3 3 7:11 12 10 QPR 9 3 3 3 7:14 12 11 Aston Villa 9 2 5 2 11:11 11 12 WBA 9 3 2 4 9:11 11 13 Everton 8 3 1 4 10:12 10 14 Sunderland 9 2 3 4 12:10 9 15 Swansea 9 2 3 4 9:14 9 16 Wolves 9 2 2 5 8:14 8 17 Fulham 9 1 4 4 11:12 7 18 Bolton 9 2 0 7 12:24 6 19 Wigan 9 1 2 6 6:15 5 20 Blackburn 9 1 2 6 10:20 5 Enska B-deildin Peterborough - Leeds 2-3 Blackpool - Nott. Forest 1-2 Cardiff - Barnsley 5-3 Coventry - Burnley 1-2 Hull - Watford 3-2 Ipswich - Crystal Palace 0-1 Leicester - Millwall 0-3 Middlesbrough - Derby 2-0 Portsmouth - Doncaster 3-1 Reading - Sothampton 1-1 Staðan 1 Southampton 13 8 3 2 28:14 27 2 Middlesbrough 13 6 6 1 16:8 24 3 Cr.Palace 13 7 2 4 18:12 23 4 West Ham 12 6 3 3 22:11 21 5 Leeds 12 6 3 3 24:18 21 6 Derby 13 6 3 4 17:16 21 7 Hull 12 6 3 3 12:11 21 8 Cardiff 13 5 5 3 23:19 20 9 Ipswich 13 6 2 5 18:20 20 10 Peterborough 13 6 1 6 26:22 19 11 Blackpool 13 5 4 4 19:16 19 12 Brighton 12 5 4 3 17:15 19 13 Leicester 13 5 4 4 15:14 19 14 Birmingham 10 5 2 3 17:13 17 15 Reading 13 4 5 4 15:14 17 16 Portsmouth 13 4 3 6 15:15 15 17 Burnley 12 4 3 5 15:16 15 18 Barnsley 13 3 6 4 14:16 15 19 Nottingham F. 13 4 2 7 14:23 14 20 Millwall 13 2 6 5 12:16 12 21 Coventry 13 2 5 6 10:16 11 22 Watford 13 2 4 7 11:23 10 23 Doncaster 13 2 2 9 8:22 8 24 Bristol City 13 1 3 9 9:25 6 Tæpt en það tókst n Íslensku stelpurnar lögðu Ungverja ytra Í slenska kvennalandslið- ið í knattspyrnu vann afar þýðingarmikinn sigur á Ungverjalandi, 1–0, í und- ankeppni EM 2013 en liðin mættust ytra á laugardaginn. Það var Dóra María Lárus- dóttir sem kom íslenska lið- inu til bjargar með marki á 68. mínútu en hún fylgdi þá eftir skalla Margrétar Láru Viðars- dóttur. Dóra María kom inn á sem varamaður fyrir Laufeyju Ólafsdóttur við upphaf seinni hálfleiks. Samkvæmt lýsingu á heimasíðu KSÍ fór leikurinn ró- lega af stað en Ísland hafði þó yfirhöndina í leiknum. Færin voru þó af skornum skammti. Heimastúlkur sóttu í sig veðr- ið undir lok fyrri hálfleiks og þurfti Þóra Björg Helgadótt- ir einu sinni að taka á honum stóra sínum til þess að koma í veg fyrir ungverskt mark. Sigurinn var afar mikil- vægur fyrir íslenska liðið eftir jafnteflið óvænta gegn Belgíu á Laugardalsvellinum í lok sept- ember. Það jafntefli kom í kjöl- far frábærs sigurs á hinu sterka liði Noregs, 3–1. Ísland hefur nú tíu stig í riðlinum þegar lið- ið hefur lokið fjórum leikjum. Belgía er í öðru sæti með fjög- ur stig sem og Noregur en bæði lið hafa einungis lokið tveimur leikjum. Á miðvikudaginn mætir ís- lenska liðið Norður-Írlandi á útivelli. Norður-Írland lék sinn fyrsta leik í riðlinum á laugar- daginn er liðið mætti Búlgaríu. Það hafði sigur á útivelli, 1–0, og er því með þrjú stig í riðlin- um. Til samanburðar þá valt- aði Ísland yfir Búlgaríu í fyrsta leik sínum í riðlinum, 6–0. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á EM sem haldið verður í Svíþjóð árið 2013. Liðið sem lendir í öðru sæti fer í umspil en það var einmitt þannig sem Ísland komst á EM í Finnlandi árið 2009. Þá lagði Ísland Ír- landi í tveimur umspilsleikjum en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur sagt að liðið stefni beint á EM í þetta skiptið. Hetjan Dóra María tryggði sigurinn. Mynd Karl Peterson S telpurnar okkar í ís- lenska kvennalands- liðinu í handbolta ætla heldur betur Krýsuvík- urleiðina á EM í Hol- landi árið 2013. Þær töpuðu öðrum leik sínum í undanriðl- inum gegn Úkraínu í Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn, 20–21, en fyrsta leiknum töp- uðu þær gegn Spáni, ytra, á fimmtudaginn var. Stelpurnar eru því án stiga eftir fyrstu tvo leikina og eiga eftir útileik- inn gegn Úkraínu. Úkraínsku stelpurnar fögnuðu eins og óðar væru eftir leikinn enda dýrmæt tvö stig í höfn hjá þeim auk þess sem þær komu fram hefndum fyrir umspilsleikina í sumar. Þar valtaði Ísland yfir Úkraínu í tveimur leikjum og tryggði sér farseðilinn á HM í Brasilíu sem hefst í byrjun des- ember. Ætli Ísland sér á þriðja stórmótið í röð þurfa stelpurn- ar að fara hysja upp um sig. Frábærar 20 mínútur Það stefndi í öruggan sigur Ís- landi í Höllinni á sunnudag- inn en liðið lék fyrstu tuttugu mínúturnar nær óaðfinnan- lega. Þær höfðu yfir, 8–3, og allt gekk upp hvort sem það var sókn, vörn eða markvarsla. Gestirnir fóru þó að sækja á og voru búnir að minnka muninn í þrjú stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 11–8, en allt í góðum málum. Það var svo í seinni hálfleik að erfiðleikarnir fóru virkilega að gera vart við sig hjá Íslandi, sérstaklega sóknarlega. Liðið skoraði aðeins fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum seinni hálfleiks og komst Úkraína yfir, 16–17, þegar ellefu mínútur voru eftir. Úkraína komst svo í 16–18 áður en Ísland skoraði loks aftur mark en þær höfðu þá misst forskotið úr 16–13 og ekki skorað mark í sjö mínútur. tveimur góðum færum klúðrað Sóknarleikurinn gekk mjög illa og voru íslensku stelpurn- ar annað hvort að fara illa með góð færi eða hreinlega ekki að skapa sér nægilega góð færi. Baráttuna vantaði þó ekki hjá okkar stelpum og héldu þær í við þær úkraínsku. Ísland fékk svo tækifæri til að jafna leikinn úr vítakasti þegar rétt ríflega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Staðan þá 20– 21 fyrir Úkraínu. Hrafnhildur Skúladóttir fór á punktinn og skaut á sama stað og hún hafði skoraði úr tveimur vítum áður. Í þetta skiptið sá markvörður Úkraínu við henni. Íslenska vörnin stóð þó sókn gestanna af sér og fékk síðustu sóknina í leiknum. Þegar tíu sekúndur voru eft- ir stillti Ísland upp í aukakast, manni fleiri, og hafði tíma í eitt kerfi. Fyrirliðinn, Rakel Dögg Bragadóttir, ákvað þó að taka skotið strax utan af velli en það var varið og tapið staðreynd, 20–21. sóknarleikurinn varð okkur að falli Ágúst Jóhannsson, þjálfari Ís- lands, var eðlilega sársvekkt- ur með úrslitin í Höllinni. „Ég er mjög ósáttur. Við áttum að vinna þennan leik,“ sagði hann í samtali við Eddu Sif Pálsdótt- ur á RÚV. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli. Við slútt- uðum illa. Við vorum að skapa okkur fín færi en fórum illa með þau. Það vantaði ekkert upp á grimmdina en við vor- um bara að fara illa með færin. varnarleikurinn var góður all- an leikinn og marvarslan fín. Að halda Úkraínu í 21 marki er fínt en sóknarleikurinn var ekki nægilega góður. Það er ljóst að nú erum við á eftir áætlun en þetta er langt frá því að vera búið,“ sagði Ágúst Jó- hannsson. n Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega gegn Úkraínu, 20–21 n Byrja undankeppnina á tveimur töpum n Úkraína launaði Íslandi lambið gráa Mörk Íslands: Karen Knúts- dóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 4, Dagný Skúladóttir 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3/1, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3/2, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Sól- veig Lára Kærnested 1. Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 11. Ísland - Úkraína 20 - 21 Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Handbolti Úkraína kom fram hefndum tæpt var það Íslensku stúlkurnar hafa nú tapað báðum leikjum sínum í keppninni. Þær eru því stiga- lausar í riðlinum. Mynd eyþór árnason FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.