Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Síða 2
2 Fréttir 18. janúar 2012 Miðvikudagur
Þú borðaðir iðnaðarsalt
n Ætla má að nánast allir Íslendingar hafi neytt iðnaðarsalts n Hér sérðu
í hvaða vörur saltið var notað n Sumir notuðu saltið bara á bílaplanið„Ætla má að stór
hluti Íslendinga
hafi jafnvel daglega neytt
iðnaðarsalts upp að ein-
hverju marki.
M
iklar líkur eru á að hver
einasti Íslendingur, eða
í það minnsta þorri Ís
lendinga, hafi neytt iðn
aðarsalts á undanförn
um árum. Saltið var notað í hvers
kyns bakstur, pítsur, mjólkurvörur
og kjötvörur, svo dæmi séu tekin.
Matvælastofnun og Ölgerð
in sendu í byrjun vikunnar út lista
yfir þau fyrirtæki sem fengu afgreitt
iðnaðarsalt hjá Ölgerðinni sem hef
ur undanfarin 13 ár selt iðnaðar
salt sem notað hefur verið til matar
gerðar, þrátt fyrir að saltið væri ekki
framleitt fyrir slíka notkun. Á listan
um eru nokkur af stærstu matvæla
fyrirtækjum landsins. Saltið hefur
verið tekið úr umferð en í einhverj
um tilvikum geta enn verið í umferð
vörur sem innihalda iðnaðarsaltið.
Formaður neytendasamtakanna,
Jóhannes Gunnarsson, segir vinnu
brögðin forkastanleg og vill að all
ar vörur sem innihalda iðnaðarsalt
séu opinberaðar. „Það er alveg for
kastanlegt að fyrirtækin leggi ekki
spilin á borði. Við höfum lagt fram
kröfur um að það sé ekki nægjan
legt að aðeins sé greint frá því hvaða
fyrirtæki það voru sem notuðu þetta
heldur þarf að greina frá því í hvaða
vörur þetta fór nákvæmlega. Þá
geta neytendur skilað þessu eins og
hverri annarri gallaðri vöru,“ segir
hann. DV gerir í dag tilraun til að
varpa ljósi á hvaða vörur innihalda,
eða innihéldu, iðnaðarsalt.
Flestir hafa borðað iðnaðarsalt
Ætla má að stór hluti Íslendinga hafi
jafnvel daglega neytt iðnaðarsalts
upp að einhverju marki. DV hafði
samband við fjölmörg fyrirtæki á
lista matvælastofnunar vegna máls
ins og fékk frá sumum þeirra lista
yfir þau matvæli sem hafa verið
framleidd og innihaldið iðnaðar
salt. Í mörgum tilfellum virðast fyr
irtæki ekki hafa gert sér grein fyr
ir því að saltið var ekki gæðavottað
og voru margir forsvarsmenn þeirra
mjög reiðir vegna málsins og sagði
eigandi Hamborgarabúllunnar,
Tómas Tómasson, meðal annars að
hann teldi sig hafa verið blekktan.
Framkvæmdastjóri Norðan fisks,
Pétur Þorleifsson, var mjög ósáttur
vegna málsins. „Okkur þykir þetta
mjög leiðinlegt og við erum mjög
ósáttir við að hafa ekki fengið að vita
þetta fyrr en í fréttatíma RÚV,“ segir
hann.
Mörg fyrirtæki hafa breytt starfs
reglum sínum um gæðavottun á
hráefni, til dæmis Sláturfélag Suð
urlands, SS, sem fer nú fram á
gæðavottun beint frá framleiðanda
en ekki aðeins frá byrgjum, eins og
áður. SS hætti notkun á iðnaðarsalt
inu í mars í fyrra.
Neytendur forviða
Jóhannes segir að neytendur hafi
sett sig í samband við samtökin og
lýst yfir furðu sinni vegna málsins.
Réttur neytenda virðist vera nokkuð
takmarkaður vegna iðnaðarsaltsins,
en þeir neytendur sem geta bent á
vörur og sagt að í vörunni sé iðnað
arsalt, geta skilað þeim. Erfiðara sé
hins vegar að fá skaðabætur vegna
málsins. Neytandinn þurfi þá að
sanna að iðnaðarsaltið hafi valdið
skaða. „Málið getur verið mjög snú
ið fyrir neytandann ef það kemur í
ljós að saltið sé ekki skaðlaust, þá
þarf neytandinn að sækja rétt sinn
á grundvelli laga um skaðsemis
ábyrgð og hann þarf að sanna að
þetta salt hafi valdið honum ein
hverju ákveðnu líkamstjóni. Það
getur verið mjög erfitt að sýna fram
á það og sanna – það getur verið
þrautin þyngri,“ segir Jóhannes og
segir að þetta geti verið mjög flók
ið fyrir neytandann sérstaklega þar
sem ekki liggur nákvæmlega fyrir
hvaða matvæli innihalda iðnaðar
salt.
Hér á síðunni má sjá lista
yfir þær vörutegundir sem
fyrirtæki hafa viðurkennt
að hafi á einhverjum tíma
punkti innihaldið iðnað
arsalt. Einnig má sjá lista
yfir öll þau fyrirtæki sem
keyptu iðnaðarsalt af Öl
gerðinni. Listinn yfir fyrir
tækin byggir á þeim lista
sem Matvælastofnun sendi
til heilbrigðiseftirlita sveit
arfélaga.
Aðrir kaupendur
iðnaðarsalts:
Veitingastaðir/mötuneyti
n A. Hansen
n Gamla pósthúsið
n Grund - eldhús
n Gullhamrar veitingahús ehf.
n Háskólabaunin ehf.
n Hótel Reykjavík Natura eldhús
n Lostæti - Austurlyst ehf.
n Mexico (Pengs ehf.)
n Múlakaffi
n Mörk v/hjúkrunarheim eldhús
n Passion
n Rub v/K6 ehf.
n Strikið
n Verkmenntaskólinn
Önnur fyrirtæki
n Agnar Ludvigsson ehf. (Royal)
n B.M. Vallá ehf.
n Frjó Quattro
n Kf. Steingrímsfjarðar N1
n N1 Bílanaust Bíldshöfða
n Samhentir
n Samkaup v/Hyrnan veitingar
n Skeljungur hf. / yfirkúnni
n Skeljungur, VH Kletturinn
Kjötvörur
Þessir keyptu iðnaðarsalt:
n Fjallalamb
n Kjarnafæði
n Norðlenska ehf. Kjötv./Akurey
n Sláturfélag Suðurlands
n Esja Kjötvinnsla ehf.
n Kjötpól ehf.
n Gæðafæði ehf.
n Fram Foods Ísland hf.
n Matfugl ehf.
n Icelandic Byproducts ehf.
n NOKK ehf.
n Sólfugl ehf.
Fór í reyktan mat og saltkjöt
Sláturfélag Suðurlands
hætti notkun á saltinu
í mars 2011. Þar fengust
þær upplýsingar að saltið
hefði meðal annars verið
notað í reyktan mat,
hangikjöt, saltkjöt og
bjúgu. Fyrirtækið kaupir
hluta af kryddblöndum
sínum tilbúnum og því
eru margar vörutegundir
sem SS saltar ekki sjálft.
Töldu saltið öruggt
Matvælafyrir-
tækið Norðlenska
segist hafa notað
iðnaðarsaltið
meðal annars í
kjötfars, danska
ofnsteik og Cordon
Bleu-matvæli.
Saltið er ekki í
notkun lengur
og segir gæða-
stjóri fyrirtækis-
ins að samstarf
hafi verið í gangi
við Matvælastofnun
um fæðuöryggi og að stofnunin hafi tilkynnt þeim
að saltið væri öruggt. Engu að síður er það ekki
í notkun lengur hjá Norðlenska. „Þetta er mjög
leiðinlegt. Við tókum þetta úr umferð um helgina,“
segir Sigurgeir Höskuldsson.
Allir mjög berskjaldaðir
Kjarnafæði notaði
iðnaðarsalt í saltkjöt og
hangikjöt, en fyrirtækið
keypti alls sextán tonn af
iðnaðarsalti frá Ölgerðinni.
„Okkur er mikið niðri fyrir og
maður veit ekki hvers lags
afleiðingar þetta hefur,“
sagði Gunnlaugur Eiðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri
Kjarnafæðis, en fyrir-
tækið keypti sextán tonn af
iðnaðarsalti frá Ölgerðinni
og er búið að skila megninu af því að hans sögn.
„Mér skilst að Ölgerðin hafi selt fimm hundruð
tonn í það heila. Þannig að ég held að við séum allir
mjög berskjaldaðir og opnir fyrir sárum hvað þetta
varðar,“ segir Gunnlaugur.
Notað í fjölda ára
Þrjár gerðir af kjúklinga-
strimlum voru framleidd-
ar með iðnaðarsalti í hjá
Matfugli, en fyrirtækið
hefur notað saltið líkt
og mörg önnur í fjölda
ára. Notkun þess var hætt um leið og fyrirtækið
fékk upplýsingar um hvers konar salt var um að
ræða. Sveinn Jónsson framkvæmdastjóri segist
skilja viðbrögðin. „Við skiljum þessi viðbrögð alveg
enda erum við erum hætt að nota þetta og gerðum
það um leið og við fengum upplýsingar um þetta í
síðustu viku. Við höfum líklega verið að nota þetta
frá 2003 þegar Matfugl var stofnaður. Það er því
búið að nota þetta salt í fjölda ára,“ segir hann
Saltið notað í sviðasultu
Fyrirtækið Fjalla-
lamb segist hafa
notað iðnaðarsalt
aðallega til
gærusöltunar.
Framkvæmdastjóri
þess, Björn Víkingur
Björnsson, segir að
saltið hafið verið notað í framleiðslu en því hafi nú
þegar verið hætt. „Þetta var í sviðasultu hjá okkur
en hefur nú verið tekið úr framleiðslu. Við notuðum
saltið sáralítið og því var auðvelt að taka það úr
umferð,“ segir Björn.
Skyndibiti
Þessir keyptu iðnaðarsalt:
n Express Pizza
n Gallery Pizza
n H.A Veitingar Madonna Pizza
n Hamborgarabúllan B5
n Hamborgarabúlla Tómasar
n Kentucky Fried, Selfossi*
n Pizzafjörður ehf.
n Pizzan
n Rizzo Express
n Rizzo Pizza
n Wilsons Pizza*
n Pizza Pronto
n Italiano ehf.
Skaðinn er skeður
Hamborgarabúlla Tómasar verslaði við Ölgerðina
eftir að fyrirtækið Dreifing sameinaðist henni fyrir
nokkru síðan. Tómas Tómasson, eigandi Hamborg-
arabúllu Tómasar, segist hafa verið blekktur. „Að
sjálfsögðu vorum við blekktir. Við erum búnir að
skipta út öllu saltinu núna en skaðinn er skeður
og það liggur ljóst fyrir að hefði maður áttað sig á
þessu þá hefði maður aldrei komið nálægt þessu,“
segir Tómas. „Vissulega þykir mér þetta ákaflega
leiðinlegt,“ segir hann en á þessum
tíma, eða tæpu ári, hefur hefur
búllan keypt salt fyrir 3.600
krónur að sögn Tómasar.
Hann bendir á að salt
sé mjög ódýr vara.
„Maður er ekkert
að spara neitt með
það. Það getur verið
að þeir séu að spara á
innkaupunum,“ segir
Tómas.
Notað í pítsur
„Við erum hætt að nota
þetta og vorum hætt að
gera það áður en þetta
kom í fréttunum. Þetta
var notað í pítsudeigið.
Ég hafði ekki grun um að
þetta, í fyrsta skipti sem
ég heyrði um þetta var í fréttunum. Ölgerðin seldi
okkur þetta og vissi í hvað við notuðum þetta,“ segir
framkvæmdastjóri Rizzo Pizza, Sigríður Bjarnadóttir.
Bakkelsi
Þessir keyptu iðnaðarsalt:
n Aðalbakarinn ehf. Siglufirði
n Al-Bakstur / Almar Bakarí
n Bakarameistarinn Suðurveri
n Bakarinn Ísafirði
n Björnsbakarí Austurströnd
n Brauð- og kökugerðin ehf.
n Brauða- og kökugerðin ehf.
n Brauðgerð Kr. framl. Hrísal.
n Bæjarbakarí ehf.
n Fellabakarí
n Fellabakstur ehf.
n Gamla bakaríið ehf.
n Harðarbakarí
n Heimabakarí
n Hérastubbur bakari
n Hjá Jóa Fel - Holtagörðum
n Hornabrauð ehf.
n Kökulist Hafnarfirði
n Kökuval
n Mitt Bakarí (Grensásvegi)
n Nýja bakaríið Keflavík
n Reynir bakari
n Sveitabakarí sf.
n Vaxið brauðgerð ehf.
„Á að geta treyst byrgjunum“
Bakaríakeðjan Bakarameistarinn
segir að iðnaðarsalt hafi verið
notað í flest öll brauð og rúnstykki
að undanskildu sætabrauði, hjá
fyrirtækinu. „Við notuðum þetta
í flest allt brauð, megnið af því.
En það eru þrjár vikur síðan við
hættum að nota það, þegar við fengum upplýsingar um að
þetta væri iðnaðarsalt. Við vorum alls ekki sáttir og bara
hundsvekktir. Maður á að geta treyst byrgjunum sínum. Þetta
á alls ekki að líðast. Við erum að breyta okkar ferlum og viljum
nú fá upprunavottorð frá framleiðanda en ekki frá byrgjum,“
segir Andri Sigþórsson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans.
Bakarí Jóa Fel er einnig á lista yfir þá sem keyptu iðnaðarsalt.
Jóhannes Felixson segir að hann hafi talið að saltið væri til
matariðnaðar og segist hafa talið að fyrirtæki hans væri
iðnaðarfyrirtæki og væri að kaupa salt til iðnaðar. Hann taldi
þó að viðbrögð almennings væru nokkuð ýkt og að málið væri
stormur í vatnsglasi. „Hefði þetta verið blandað með öðrum
efnum sem eru óæskileg til matvælaiðnaðar þá hefði maður
verið alveg brjálaður,“ segir Jói en bætir við að bakarar séu
hættir að nota saltið.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar asta@dv.is
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Notuðu saltið á stéttir
Tvö fyrirtæki sem DV ræddi við,
Wilsons Pizza og KFC á Selfossi,
höfðu bæði keypt saltið en þegar
þeir sáu merkingar á pökkunum
áttuðu þeir sig á því að saltið var
ekki ætlað til matvælaiðnaðar.
„Við keyptum tvo pakka af þessu
á sínum tíma. Ég tók sjálfur við
þessu salti og við sáum að þetta var
iðnaðarsalt. Við kunnum ensku,“
sagði hann í samtali við DV. Hann
segist hafa notað saltið á planið hjá
sér en megnið af því sé enn uppi í
hillu. Hann geti sýnt reikninga fyrir því að hann hafi alltaf keypt annað salt líka –
sem hann hafi notað í pítsudeigið.
Forsvarsmenn fyrirtækisins Eðalfisks íhuga nú rétt sinn gagnvart Matvæla-
stofnun, en þeir eru ósáttir við að vera bendlaðir við innkaup á saltinu og segja
að listi MAST gefi til kynna að saltið hafi verið notað við framleiðslu. Það hafi þeir
ekki gert, heldur notað það á hálkubletti.
Fyrirtækin sem hér eru nefnd eiga það sameiginlegt að hafa nýtt saltið til að
salta stéttir í hálku. Ekki er útilokað að fleiri fyrirtæki á listanum hafi gert slíkt hið
sama en tilkynningar þess efnis hafa ekki borist.